Morgunblaðið - 01.04.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.04.1955, Blaðsíða 9
r Föstudagur 1. apríl 1955 VORGVNBLA&IÐ 9 s amwinn r ^ og verzlunarfrelsiÖ í DAG, þann 1. apríl 1955 eru hundrað ir liðin frá því verzl- unarfrelsi var leyft á íslandi. Þessi tímamót eru merkileg fyrir margra hluta sakir. Er því vert að staldra við og hugsa til liðinna tíma. Margs er líka að minnast frá því heillar aldar átaki, sem þjóðin hefir gert síð- an 1855. Mikir örðugleikar, margir ósigrar hafa á þessum tíma gert marga sigra og merki- lega enn tilkomumeiri en ella mundi. Hér, sem annarsstaðar um víða veröld hefir verzlunin verið, er og verður. sú lifæð fjármála- legrar velgengni, sem mesta þýð- ingu hefir þegar allt kemur til alls. Sé hún frjáls, heilbrigð og heiðarleg, þá er atvinnuvegum og velgengai fólksins betur borg- ið en ella. En þegar verzlunin er ófrjáls, rotin og að öðru óheil- brygð, þá er víst að öll önnur fjármálastarfsemi er (íka sjúk. FRAMLEIÐ SLA OG yERZLUN Allir atvinnuvegir, öll fram- leiðsla er i órjúfandi tengslum Við verzlunina. Að geta selt afurðir framleiðslunnar og geta selt þær vel er því oft og einatt jafn þýðingarmikið sem fram- leiðslan sjálf. Hitt er og veiga- mikið, að geta fengið aðfluttar nauðsynjavörur í góðu ástandi og á viðunandi verði. Einokunrrverzlun Dana á ís- landi var eitt allra örðugasta óheillabragð, sem þessi þjóð hef- ir mætt fyrr og síðar. Að búa við hana svo öldum skifti var niðurdrepandi fyrir alla atvinnu- lega og fjárhagslega velgengni. Þetta var okkar merkilegasta stjórnmálaforingja á 19. öld, Jóni Sigurðssym alþíngisforseta, manna ljósast Hann barðist jafn- an fyrir frjálsri verzlun, jafn- hliða því, 'em hann beitti kröft- um sínum fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði okkar lands. Verzlunarfrelsið var hans eld- heita áhugamál. Honum var það líka Ijóst, eins og vera mætti öllum nútíðarmönnum, að við- urkenning verzlunarfrelsis á fs- landi árið 1855 var einhver allra þýðingarmesti sigur þjóðarinnar í frelsisbaráttu hennar á 19 öld- inni. Frá þeim sigri leggur bjart- an ljóma fram á vora daga. Vegna þess sigurs hefir líka ver- ið mögulegt, að þær framfarir yrðu, sem síðan hafa gerst í verzlunarmálum, atvinnumálum og mennir.gu þjóðar vorrar. En fyrir 100 árum var ekki bjart um að litast í viðskipta- málum íslendinga þó verzlunar- frelsi væri viðurkennt að iögum. Verzlun óll var í höndum er- lendra kaupmanna. Engir bank- ar eða aðrar peningastofnanir, samgönguv á sjó og landi í hörmulegasta lagi og allt félags- líf lamað cg veikt eftir margra alda erlenda yfirdrottnun, og ill áhrif innlendra náttúrunnar vankanta svo sem, hafísa, eld- gosa og hai ðinda. ERFIÐLEIKARNIR SIGRAÐIR Tilgangurinn með hinu fengna verzlunarfrelsi var auðvitað sá, að innlendir menn gætu tekið verzlunina úr höndum hinna er- lendu og fengið tækifæri til að bæta alla viðskiptalega aðstöðu til hagsbóta fyrir landsfólkið. En þetta hlaut að taka sinn tíma og við mikla órðugleika var að etja. Alla þá örðugleika hefir smátt og smátt tekist að yfirvinna. Hef- ir það orðið fyrir margvíslega baráttu hugsjónasterkra fram- taksmanna, sem sumir hafa barist fyrir verziunarrekstri á eigin ábyrgð, en aðrir gerst forystu- menn fyrir félagsverzlun í einni og annarri mynd. Verður hér að- eins vikið að sögu hinna síðar- nefndu, þar sem ætla má, að á þessum degi verði aðrir til að Iie'ðu foiyslunei eífir Jón Pálmason, fyrrv. landbúnaðarráðherra Jón Pálmason bóndi og alþm. \rekja hér i biaðinu baráttusögu hinna. UPPIIAF OG ADDRAGANÐl ! FÉLAGSVERZLUNAR OG SAMVINNUFÉLAGA IIÉR Á LANDI Kalla má að aha nítjándu öldina væ- i bændastéttin aðal- í stétt þjóðarinnar. Hún var lang ; fjölmennus'' og atvinnuvegur: hennar, iandbúnaðurinn, var j höfuðbjargræðisvegur landsins Hafði og þannig verið írá því er land byggðist. Meðfram :"lóum og fjörðum umhvexfis landið stunduðu bændurnii jöfnum höndum kvikfjárrækt og sjávar- veiði. Þeir voru kallaðir sjávar- bændur, en svöruðu ekki til þeirra manna er nú beT,a atvinnu- heitið „útgerðarmenn“. Það var ekki fyrr en á s.’ðasta :"jórðungi aldarinnar ?ð seglskip og vélbát- ar komu til sögunnar og þá fyrst reis í legg sú stétt er eingöngu gaf sig að sjávarveiði. En vegr.a þess hvcrnig þetta stóð, þá var það engin tilviljun, að það voru þróttmestu :nenn bændastéttarinnar, ;;em gerðust forv'gismerm í viðslúptamálum á félagslegum grundvelli. Þeirra hugsjónir, þeirra fyrirhyggja og þeirra framtak var það, sem réði því, að til félagslegra átaka um j verzlun vaT stofnáð í ýmsum helstu hért.ðum landsins. Húnvetningar ag hingeyingar urðu íyrstir til á pessu sviði. Þau tvö héruð mega með réttu teljast v.igga samvinnufélags- skapar á landi hér. Hinum :"yr- töldu fylgdu að málum Skag- firðingar, Strandamenn og Dala- menn. En hinum síðartöldu Ey- firðingar, og að einnverju leiti Múlsýsiungar. LESTAFERDIR TIL REYKJAVÍKUR í Húnavatnssýslu má rekja til- drög félagslegra viðslupta mikið lengra aftur í timann, en til þeirra ára begar verzlunarfrels- ið var viðurkennt. AlJt frá byrj- un 19. aldai átti það sér stað, að einstakir framtaksbændur í Húnavatnssýslu verzluðu við Reykjavíkurkaupmenn, stjórn- uðu fjölmennum lestaferðum sveitunga sinna og sömdu um viðskiptin fyrir allan hópinn til ið tryggja betri kosti. Þannig mun hafa verið með Guðmund Jónsson í Stóradal d. 1847 og tengdason hans Þorleif Þorkels- ;on d. 1838. Voru þeir hver fram af öðrum hreppstjórar í Svína- /atnshreppi og miklir forystu- nenn sinna sveitunga. Það mun g hafa gengið svo að nokkrir 'jarkmiklir og íramtakssamir aændur í Húnavatnssýslu verzl- iðu við Reykjavik nokkuð Jram vfir miðja öldina. Fóru eina estaferð á ári hverju um mánaða mót júní og júlí og fengu þannig betri kjör en um var að ræða Torðanlands Þannig höfðu þeir bað Jón PáJmason alþm. í Stóra- ial, Guðmundur Arnljótsson dþm. á Guðlaugsstöðom og fleiri stórbændur Þetta var eigi félagsverzlun, ?n framtak þessara og þvílíkra brvígismama skapaði þeim betri verzlunarhjör en ella og þeir nenn fátækari og istöðuminni, sem fylgdu þeim í verzlunar- ferðum nu*u góðs af. FYRSTU VERZLUNARFÉLÖG Á ÍSLANDI Fyrstu verzlunarfélög sem stofnuð voru, komu til sögunnar eftir 1860 • g byrjuðu bæði verzl- un sína árið 1869 eða um það bil. Þetta voru Húnaflóafélagið og Gránufélagið. Aðal forystu- menn þeirra og framkvæmda- stjórar voru Pétur Eggerz og Tryggvi Gunnarsson. UPPTÖKIN í ÞINGEYJARSÝSLU Gránufélagið átti upptök sín hjá bændum í Þingeyjarsýslu. Það hafði aðallega aðsetur á Akureyri og það náði yfir Eyja- fjajrðarsýslu, Þingeyjarsýslu og Múlasýslur Það tók til starfa 1869. AðaJforingi þess og fram- kvæmdastjóri var Tryggvi Gunn- arsson síðar bankastjóri, en með honum höfðu forystuna hinir al- kunnu bændaforingjar Einar Ás- mundsson í Nesi og Arnljótur Ólafsson á Bægisá. Þogar félagið hóf göngu sína var Tryggvi Gunnarsson bóndi á Hallgeirs- stöðum í Fnjóskadal og var þá þegar byriaður á margvíslegum framkvæmdum og hafði um skeið stundað smíðar líka utan heimilis, því hann var lærður smiður. En Frá Blönduósi, þegar harn tók framkvæmda- stjórn Gránufélagsins, gaf hann sig að þvl starfi með sterkum áhuga og frábærum dugnaði. Var maðurinn mikill foringi, ósérhlíf- inn, kappsfullur og áræðinru Hann bjó ? Kaupmannahöfn a vétrum og annaðist vörusölu og vöruinnkaup, en á vorin kora hann heim með vóruskipum þeim er félagið leigði. Hús lét hann byggia á Akureyri og það- an voru vörurnar fluttar tvf félagsmanna, að svo miklu leyti, sem þeim var ekki skipað upp á öðrum hafnarstöðum á félags- svæðinu. Var starfsemi Gránufglagsins þróttmikil og mjög þýðingar- mikil á tímabili. Bændur fengu betri og ódýrari aðfluttar vörur en áður þekkt- ist og þær afurðir sem unnt var að flvtja út seldi hinn ötuli for- ingi hærra verði en bændur höfðu áður Jrvnnst. Var þar eink- um um að ræða ull og saltfisk. Þessi framtakssami bóndi sýndi það að hann gat veitt félags- mönnum sínum stórum bætt verzlunarkiör með félagslegu átaki. JÓK KJARK OG BJARTSÝNI En þegar Gránufé.agið hafði starfað nokkur ár skall yfir mikill harðindakafli og óáran. Þoldi félagið eigi það áfall óg leið undir lok. En það hafði aukið ' kjark og bjartsýni á meðal bænda og, opnað leiðina til þess félagslyndis er síðan þroskaðist á félagssvæði þess. Nokkrum ár- um síðar hóf líka Kaupfélag Þingeyinga göngu sína sem arf- taki þess áræðis er Tryggvi Gunnarssor. og félagar hans höfðu valc'ð. Húnaflóafélagið, sem fullu nafni hét „Félagsver zlunin við Húnaflóa" var stofnað og tók til starfa sama árið og Gránufélagið, árið 1869 Það tók yfir Húna- vatnssýslu Skagafjarðarsýslu, Strandasýslu, Dalasýslu og- Mýra- og Boj’garfjarðarsýslu. Hinir upp- haflegu frumkvöðlar þessa félags skapar vora bændur i Húnavatns- sýslu og sömdu þeir við Pétur Eggerz verzlunarstjóra á Borð- evri, að gerast formaður og for- stjóri þessa félagsskapar. Til stofnfundarins, sem haldinn var á Gauksmvri haustið 1869 boð- uðu þeir Páll Vidalín, Pétur Eggerz og Sveinn Skúlason. Voru þav samþvkkt lög og sam- ið við Pétur Eggerz um for- mennsku. Þetta félag skiftist í þrjár deildir Skipuðu eina: Skag firðingar og Siglfirðingar, aðra: Húnvetningar og Strandamer.n og þá þriðju: Dalamenn, Borg- firðingar og Mýramenn. Pétur Eggerz var mjög dug- andi verziunarstjóri og hafði svipaða aðferð og Tryggvi Gunn- arsson. En hann verzlaði á öðr- um stöðum, aðallega við„Björg- vin“. Þaðar flutti hann vörur til landsins með leiguskipum og þar seldi hann þær afurðir sem út voru fluttar Haustið 1871 buðust félaginu góð kaup á verzlunar- húsum kaupmanna á Grafarósi og voru þau keypt. Varð sá stað- ur síðan ar.nað aðalsetur verzl- unarinnar. Haustið 1874 varð félagið íyrir því óhappi að vöruskip þess strandaði við Melraklrasléttu. Varð það mikið áfalJ. Næsta ár var félaginu skift £ tvö félög. Hét annað Borðeyrar- félag og náði austur að Glúfurá í Húnavatnssýslm Varð Pétur Eggerz focstjóri þess. Hitt hét Grafarósfélag. Náði það yfir Austur-Húr.avatnssýslu og Skaga fjörð. Var forstjóri þess Jón A. Blöndal. Margir merkir og félagslynd’r bændui þessara héraða gerðust hluthafar og við- skiftamenn Grafarósfélagsins. Forseti þess varð Ólafur Sigurðs- son alþm., Ási í Hegranesi. Bæði þessi félög verzluðu Framh. á bls. 1Q

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.