Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 1
16 síður 42, árgangur 87. tbl. — Þriðjudagur 19. apríl 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsim Pólitísk mismunun verkfallsstjórnar óþolandi TIL ÞESS að hindra hina pólitísku mismunun, sem verk- fallsstjórnin hefur framið með því að veita kommúnist- um í bílstjórastétt undanþágur fyrir ótakmörkuðu benzíni, kusu bílstjórar af öllum stöðvunum nefnd til að bera frani kröfur um jafnrétti allra leigubílstjóra. í nefndina voru þessir kosnir: Eiríkur Stefánsson af BSR, Guðmundur Magnússon af BSR, Arnljótur Ólafsson Borgar- bílstöðinni, Guðmundur Gunnarsson Borgarbílstöðinni, Gunnar Scheving Bifreiðastöðinni Hreyfli og Jón Jónsson Sendibílstöðinni í Ingólfsstræti. Auk þess gengu til starfa í nefndinni stjórn sjálfseignar- deildar bílstjórafélagsins Hreyfils, en hana skipa: Bergsteinn Guðjónsson á bíistöðinni Hreyfli, Friðrik Guðmundsson BSR og Bergur Magnússon á Borgarbílstöðinni. Nefnd þessi gekk á fund fulltrúa olíufélaganna og sýndi fram á ranglæti það og mismunun, sem verkfallsstjórnin hefur framið í þessu máli. Viðurkenndu fulltrúar olíufélaganna að lagfæringa væri þörf, og er það nú krafa bílstjóranna, að benzsnmagn það sem verkfallsstjórnin úthlutar til sinna starfsmanna tak- markist við 500 lítra á dag, en læknar, ljósmæður, Iögregla og þeir sem þurfa að flytja nauðsynjavörur fái undanþágu eins og verið hefur. Nagy forsætisráðherra IJngverjalands vikið úr embættL Hesedus tekur við □- -□ Imre Nagy — þungaiðnaðinn, lítskjör fólksins. hann vanrækti en vildi bæta □- Einstein, stærðfræðingurinn og eðlis- fræðingurinn heimskunni lézt í gær ALBERT EINSTEIN, „maður- inn, sem gaf heiminum lyk- ilinn að leyndardómum kjarn- orkunnar“, lézt í sjúkrahúsi í Princeton í New Jersey-fylki í Bandaríkjunum í morgun. Hann var 76 ára að aldri. Dauða Ein- steins bar nokkuð brátt að, þar sem hann hefir til skámms tíma verið vel ern. Orsök dauða hans var talin vera æðakölkun og bólgur í gallblöðru, en hann hafði kennt sér þess meins undanfarið. ★ DRÓ SIG ÚT ÚR SKARKALA HEIMSINS Þessi frægi vísindamaður og heimspekingur, höfundur afstæð- iskenningarinnar, hefir hin síð- ari ár dregið sig út úr skarkala heimsins og aðeins komið fram til að hvetja þjóðir heimsins til að lifa í sátt og samlyndi og að- vara mannkynið við þeirri hættu, er stafaði af því afli, er hann sjálfur hafði leyst úr læðingi. o------------9—•—o Þessi heimskunni eðlisfræðing- ur og stærðfræðingur var af Gyðingaættum og fæddur árið 1879 í Wiirtemberg í Þýzkalandi. Er hann var 15 ára að aldri flutt- ust foreldrar Einsteins til Sviss, og þar lagði Einstein fyrst stund á eðlisfræðinám. Fór brátt mikið orð af gáfum hans og árið 1909 var hann gerður prófessor í teore tiskri eðlisfræði við háskólann í Zurich. ★ FLÝÐI LAND í STJÓRNAR- TÍÐ NAZISTA Eftir eins árs dvöl sem prófessor við háskólann í Prag, gerðist hann árið 1912 prófessor við tæknilega háskólann í Zúrich. Hann var þá orðinn frægur fyrir kenningar sínar í eðlisfræði, og á árinu 1914 var hann kallaður heim til Þýzkalands og boðin æðsta staða við eðlisfræðivís- indastofnun Vilhjálms keisara við Berlínar-háskóla. Einstein flýði Þýzkaland er nazistar komust þar til valda, þar sem hann 1 varð fyrir ofsóknum Með kenningum sínum um, að efni jafn- gildi orku, opnaði Alhert Einstein dyrnar að þróun kjarneðlisvísindanna Sviptur öllum embættum innan ungverska kommúnistaflokksins — og lýstur sekur um oð hafa vanrækt bungaiðnað landsins Á Búdapest, 18. apríl. FUNDI ungverska þingsins í dag var einróma samþykkt að víkja Imre Nagy, forsætisráðherra Ungverjalands, úr embætti. t forsætisráðherraembættið í stað Nagys var kjörinn Andras Hege- dus, áður landbúnaðarráðherra og jafnframt einn af varaforsætis- láðherrum Ungverjalands. Hegedus er fertugur að aldri. Þingið tók þessa ákvörðun, eftir að miðstjórn kommúnistaflokksins hafði lýst yfir því, að Nagy hefði verið rekinn úr öllum embættum, er hann hafði á hendi innan flokksins. vegna ætternis síns og friðar- hyggju. Dvaldi hann þá um skeið við ýmsa háskóla í Evrópu og Ameríku, en gerðist síðan prófessor við Princeton-háskól- ann og hefir unnið að rannsókn- um sínum við þann háskóla síðan. Árið 1933 var hann sviptur þýzkum borgararétti og gerðist bandariskur borgari 1940. o-------------9----o Með dauða Einsteins hefir fall- ið í valinn sá maður, er hvað drýgstan skerf hefir lagt fram til þróunar hinnar nýju eðlisfræði — eðlisfræði atómanna — og hef- ir jafnframt haft mikil áhrif á þá heimspekinga, er hafa verið hon- um samtíða, og mótað þannig bæði efnisleg og andleg vísindi 20. aldarinnar. ★ HUGSJÓNAMAÐURINN Einstein hefir lagt mikinn skerf til þess, að mannlegar ver- ur næðu fullu valdi yfir efnis- legu umhverfi sínu, en jafnframt hefir hann kappkostað að benda meðbræðrum sínum á, að per- sónuleg upphefð sé ekki það eftir sóknarverðasta í þessum heimi, heldur verði menn að temja sér náungakærleika, en sá eiginleiki skipti meira máli en nokkuð ann- að. — Þeir, sem þekktu hann per- sónulega, hafa jafnan farið mörg- um orðum um alúðleik hans og gæzku og um marga áratuga skeið munu vafalaust lifa sögurnar um hjálpsemi hans, því hann lét ekki sitja við orðin tóm heldur lifði hann samkvæmt þeirri hugsjón, er hann prédikaði fyrir með- bræðrum sínum. o----9-----o Ef til vill hefir Einstein orðið Framh. á bls. 2 ★ NAGY — SKAÐLEGUR FLOKKNUM Hafði miðstjórnin áður gefið út tilkynningu þess efnis, að komið hefði í ljós, að skoðanir Nagys væru á engan hátt í sam- ræmi við stefnu flokksins, eink- um að því, er varðaði þungaiðn- aðinn. Hefðu öll störf hans vegna þessa verið mjög skaðleg flokkn- um. Farkas hershöfðingi er tal- inn var skoðanabróðir Nagys var einnig sviptur embættum sín- um innan flokksins. Hann gegndi áður störfum varnarmálaráð- herra í stjórn Rakosi. Farkas mun samt sem áður eiga afturkvæmt og jafnvel fá önnur embætti innan flokks- ins, en hins vegar lét mið- stjórnin þess ekki getið, að Nagy yrði tekinn í sátt aftur. * TÆKIFÆRISSINNI — SEKUR UM FRÁVIK TIL HÆGRI Undanfarna mánuði hefur Nagy sætt harðri gagnrýni fyrir frávik til hægri og fyrir að vera tækifærissinni. — Aðalmálgagn ungverska kommúnistaflokksins skýrir frá því í dag, að Nagy hafi algjörlega vanrækt þungaiðnað landsins, en hefði lagt áherzlu á að koma á fót fyrirtækjum, er notuðu eingöngu í framleiðslu ' sinni hráefni er framleidd værú í Ungverjalandi. Jafnframt segir blaðið, að Nagy hafi reynzt sjálfs f lok siðasta mánaðar fóru fram leynilegaar umræður innan kommúnistaflokksins um, hvort Nagy fengi að sitja áfram að völdum, þar sem forustumenn flokksins og þá einkum Rakosi óttuðust, að brottvikning hans myndi vekja mikla óánægju meðal almennings. Vildi flokkurinn fá Nagy til að viðurkenna op- inberlega villu síns vegar, en Nagy mun hafa reynzt þungur í taumi og varð því að víkja honum úr embætti. ★ RAKOSI BEIÐ EFTIR „GRÆNU LJÓSI“ FRÁ VOROSHILOV Rakosi mun hafa verið nokk- uð hikandi, en í ræðu þeirri, er Voroshilov, forseti Ráðstjórnar- ríkjanna, flutti við hátíðahöldin í Búdapest, er talið, að hann.hafi H’i-amh. á bls. 2 Mjólkorskortur í Kanpmaniia- Myndin sýnir heimspekinginn og mannvininn Albert Einstein, er hann flutti ræðu í sjónvarp í Bandaríkjunum. í þcssu útvarpserindi varaði Einstein mjög við þeirri hættu, sem samfara væri vígbún- aðarkapphlaupi þjóðanna. Khöfn, 18. apríl Einkaskeyti til Mbl. VERKFALL landbúnaðarverka- manna í Panmörku hcfir þegar eignabændum hliðhollur á kostn- valdið talsverðum skorti á mjólk að bænda á sameignarbúunum. ★ ★ ★ Tilkynning þessi hefur bundið endi á einkennilegt ástand, er ríkt hefur í Ungverjalandi und- anfarna tvo mánuði. Hinn 19. febr. s.l. tæpum 10 dögum eftir að Malenkov sagði af sér, var tilkynnt í Búdapest, að Nagy væri haldinn alvarlegum sjúk- dómi og yrði að taka sér hvíld frá störfum, en engu að síður væri líðan hans nú sæmileg og mundi hann geta tekið aftur til við störf sín í apríl. ★ ÁTTI SÖK Á RÝRNUN FRAMLEIÐSLUNNAR Hinn 4. marz réðst miðstjórn flokksins heiftarlega á Nagy, og kvað hann eiga sök á rýrnun framleiðslunnar og stöðnun at- vinnulífs í landinu. — Tæplega hefði verið hægt að gagnrýna harðlegar nokkurn mann í opin- berri stöðu. Engu að síður sat Nagy enn að völdum í rúman mánuð, og er það næsta furðu- legt. Er Ungverjar fögnuðu því, að tíu ár voru liðin síðan Ungverja- land var frelsað undan ánauð nazista, voru öll heillaóskaskeyti send Nagy, og á hátíðahöldum þessum voru stórar myndir af Nagy bornar í skrúðgöngunni í Búdapest. í Danmörku. í dag fékk Kaup- mannahöfn t.æplega helminginn af því mjólkurmagni, sem hún venjulega fær, og mjólkurflutn- ingur til margra anrarra borga hefir einnig verið mjög takmark- aður. Smjörbirgðir sölubúða eru nú víðast hvar allt að því á þrotum, enda hefir fólk hamstr- að miklu smjöri. ★ Danska stjórnin óttast mjög, að verkfall þetta kunni að valda vaxandi gjaldeyrisvandræðum, þar sem landbúnaðarafurðir eru helzta útflutningsvara Dana. Blaðið „Tnformation" segir, að „orðstír stjórnmálamannanna geti ekki staðið undir því, að meiri mjólk fari til spillis". ★ Blað Róttækra, „Politiken“, kveður róttæka flokkinn nú fús- an til að styðja tillögu stjórnar- innar um gerðardóm, er hafi úr- skurðarvald í vinnudeilum, e£ gerðar verði nokkrar breytingar á tillögu stjórnarinnar. Segir blaðið ennfremur, að vinnudeila þessi valdi slíku tjóni, að ógerlegt sé að láta verkfallið halda áfram. ★ Leiðtopi Róttæka flokksins, Dahlgaard, gekk á lund H. C. Hansen, forsætisráðherra, í dag. Ekki er nánar kunnugt um, hvað þeim fór í milli. Þingið mun aft- ur taka málið til umræðu á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.