Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 4
MORGUNBLABID Þriðjudagur 19. apríl 1955 í dají er 109. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 3,54. Síðdcgisflæði kl. 16,17. - Læknir er í læknavai'ðstofurmi, BÍmi 5030 frá kl. 6 síðdegis til ki. 8 árdegis. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki, sími 1760. Ennfremur eru Holts-apótek og Apótek Aust nrbæjar opin daglega til kl. 8, nema á laugardögum til kl. 4. — Holts-apóték er opið á sunnudög- nm milli kl. 1 og 4. Hafnarf jarðar- og Keflavíkur- apótck eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9-—16 og helga daga milli kl. 13,00 Og 16,00. — □ EDDA 59554197 = 7 Atkv. I.O.O.F. = Ob. 1 P. = 1364198*/2 • Bruðkaup • Laugardaginn 16. apríl voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurjóni Árnasyni, Guðný Ólafs dóttir, Strandgötu 17, Hafnar- Dagb o > k firði og Danival Finnbogason, Snorrabraut 34, Reykjavík. • Hjónaefni • Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Ásta Björnsdóttir og Ás- grímur Gunnarsson, bæði til heim ilis í Olafsfirði. Á páskadag opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Katrín Jónsdóttir, Ránargötu 31 og Benedikt Alfons son, stýrimaður á b.v. Þorsteini Ingólfssyni, Bárugötu 22. I Nýlega hafa opinberað trúlofun sina ungfrú Bergljót Ellertsdóttir Sogablttti 10 og Matthías Karel- , son, hárskeri, Bergþórug. 16A. ' Nýlega voru gefin saman í þjónaband Sigurjón Kristjánsson, * 1 matsveinn, Ásvallagötu 63 og Erna Zierke. Heimili þeirra verð- ! ur að Ásvallagötu 63. • Afmæli * Halla Björnsdóttir húsfreyja að Stöðlakoti í Fljótshlið, verður ní- ræð í dag. — Hún er fædd að Stöðlakoti og hefur dvalið þar alla sína tíð. Mann sinn, Þorgeir Guðnason, missti hún fyrir nokkr- um árúm. Þeim varð fimm barna auðið, og dvelur hún nú hjá dótt- ur sinni að Stöðlakoti. I Sextíu ára er í dag frú Jóhanna Jónasdóttir, Hraunteig 18. fsí* 5 5 4ra herbergja íbúðarhæð á hitaveitusvæði, óskast til kaups. kr. 280—300 þús. Útborgun Nýja fasteignasalan Bankastiæti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546. Lítii verzlunarhús steinhús, ásamt 2 litlum timburhúsum og 470 ferm. eign- arlóð (hornlóð) á hitaveitusvæði í Vesturbænum til sölu. Nýja fasteignasalan Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81516. Verzlunarhúsnœði Vantar liúsnæði fyrir verzlun mína í haust. Bára Sigurjónsdóttir, sími 5222. Hollenzkir pennavinir Friðrik frá Horni sendir eftir- farandi lista yfir Hollendinga sem óska eftir íslenzkum penna- vinum: — Riny Spijkhoven, 18 ára gömul, á heima í Amsterdam. Tekur stúd entspróf í vor, og vill skrifa ann- að hvort á ensku, frönsku eða þýzku. St. W. Duursma. — Les Og j skrifar dönsku, langar til að kom- ast í samband við einhvern, sem áhuga hefur á tilraunum með rækt un nýrra plöntutegunda. Starfar sjálfur við landbúnaðarháskólann í Wageningen. E. C. Bianchi, 39 ára, safnar frí merkjum og vill skrifast á á ensku W. Postma, 32 ára, vinnur í mjólkurverksmiðju. Vill skrifa á ensku eða þýzku. Safnar frímerkj um og hefur áhuga á ljósmynda- gerð, byggingarlist, bókmenntum og erlendum tungumálum. L. Steenveg frá Amsterdam, hef ur áhuga á íslenzkum frímerkjum og skrifar á ensku, frönsku eða þýzku. T. E. de Jong frá Amsterdam, safnar skandinaviskum frímerkj- um. Vill gerast meðlimur í Islenzlc Hollenzka félaginu. Skrifar á ensku eða þýzku. Þeir, sem áhuga hafa á að skrif ast á við einhvern ofangreindra Hollendinga, sendi bréf sín til Friðriks frá Horni Freek van Hoorn, Postbus 158, Hilversum, i Netberlands. — Mun hann koma ! þeim til skila. Misserisskiptaguðsþjón- usta í Elliheimilinu siðasta vetrardag kl. 10 árdeg- is, Ólafur Ólafsson, kristniboði. og fyrsta sumardag kl. 10 árdegis, Þórir Þórðarson háskólakennari. Heimilispresturinn. Húnvetningafélagið heldur sumarfagnað í Tjarnar- kaffi kl. 9 annað kvöld, síðasta vetrardag. Kvikmyndasýning Rauða krossins Rauða kross-deildin í Rvik efn- ir til kvikmyndasýningar í húsa- kynnum Slysavarnafélagsins, Gróf inni 1, í kvöld kl. 8,30 fyrir alla þá, sem þátt tóku í námskeiðum þess í hjálp í viðlögum, sem staðið hafa að undanförnu. Til Hallgrímskirkju Jí Saurbæ hefur herra kaupmaður, Þ. J. Jóhannsson, Reykjvík, afhent mér nýlega 500,00 kr. að gjöf frá sér. Vottast honum beztu þakkir fyr- ir. — Matthías Þórðarson. Sólheimadrengurinn ' Afh. Mbl.: Jafnaldra kr. 50,00; G. E. 100,00; G. H. 1.000,00. Til fólksins, sem brann hjá í Þóroddstaða-camp Afh. Mbl.: E. V. í. kr. 250,00. Minningarspjöld Krabbameinsfél. íslands fást hjá öllum póstafgreiðslum landsins, lyfjabúðum I Reykjavík og Hafnarfirði (nema Laugavegs- og Reykjavíkur-apótekum), — Re- snedia, Elliheimilinu Grund og skrifstofu krabbameinsfélaganna, Blóðbankanum, Barónsstíg, símí 6947. — Minningakortin eru af- greidd gegnum síma 6947. sem gerðar eru til ha. 1500/1800 40 snun. a min. MODAG DIESELVÉLIIM heníar vel í íslenzk fiskiskip Modag dieselvélin er b.vggð cftir ströngustu kröfum, fiskiskipamótora. — Vélar allt að snún. á mín. — 60—720 ha. 428/600 Vélin fæst með vökvaskiptum gír (með eða án niðurfærslu) og einnig með vökvastýrðri skipti- skrúfu. — Verksmiðjan hefir áratuga reynzlu í bygg- ingu dieselvéla. — Fljót afgreiðsla. Modag Moíorenfabrik Darmstadt GmbH Darmstadt — Þýzkalandi Stofnsett 1902 Einkaumboð fyrir Island: JÓNSSON & JÚLÍUSSON Garðastræti 2 — Sími 5430 • Blöð og tímarit • Haukur, apríl-blaðið, er nýkom- ið út. Blaðið hefst á vísnabálk eft ir Daníel Arnfinnsson í Hlið. Þá er grein, er nefnist: Krossinn, tákn páskanna og kristindómsins. Kvenlæknirinn (smásaga) eftir Jane Causenway. Þá er grein mti. Veðurfregnir. 12,00—13,15 Hádeg kvikmyndaleikkonuna Grace Kel- ly. Listamannaþáttur Hauks er um Jóhannes Jóhannesson, list- málara. — Auk þess er fjölmargt fleira fróðlegt og skemmtilegt í blaðinu. Hrækið ekki á gangstéttir. i Málfundafélagið Óðinn Stjórn félagsins er til viðtale við félagsmenn í skrifstofu félags ins á fösturtagskvöhlum frá kl. 8—10. — Sími 7104. r r - • Utvarp • Þriðjudagur 19. apríi: 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 > opynght CKNTROPKESS. Copenhag. ■m... ík 2—tJíMí Penmgamenn Óska eftir 50 þús. kr. láni til 5 ára, út á 2. veðrétt í nýrri 5 herb. hæð í Hlíðun- um. Góðir vextir. Tilboð sendist Mbl., merkt: „Ból- staðahlið — 75“. Reykjavík — Keflavik Ung hjón með barn á fyrsta ári, óska að taka á leigu 2ja —3ja herb. íbúð. Vilja greiða 15—20 þús. fyrir- fram. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir 24. þ.m., merkt: „Róleg — 67“. Maður sá, sem skildi eftir Rykfrakka með peningum, um borð í færeysku skipi, getur vitjað hans með því að hringja í síma 1452 og sanna þá eign arrétt sinn. Bændur athugið Ung kona, vön sveitavinnu, óskar eftir kaupavinnu (eða ráðskonustöðu) í sumar. Er með 2 börn, tveggja og fjög urra ára. Tilb. sé skilað á afgr. blaðsins fyrir apríllok, merkt: „Sveit — 70“. Makaskipfi Mjög vandað 108 ferm. ein- býlishús, ásamt 40 ferm. bíl skúr og stórum trjágarði, til sölu. Skipti á góðri 4ra herb. fbúð nærri Miðbænum æskileg. Tilboð merkt: — „Makaskipti — 64“, send- ist afgr. Mbl. K (pAnjewím (USA/brport Oicalit* »SpMdplui<) ísutvarp. 16,30 Veðurfregnir. 18,00 Dönskukennsla, I. fl. 18,30 Ensku kennsla, II. fl. 18,55 Framburðar konnsla í ensku. 19,10 Þingfrétt- ir. 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Þjóð lög frá ýmsum löndum (plötur). 19,40 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvars- son cand. mag.). 20,35 Erindi: — Vatn og heilbrigði (Helgi Sigurðs son hitaveitustjóri). 21,00 Tónleik ar: Spænski hörpusnillingurinn Nicanor Zabaleta leikur (Hljóðrit að á tónleikum í Austurbæjarbíó 13. þ.m.). 21,35 Lestur fornrita: Sverris saga; XX. (Lárus H. Blöndal bókavörður). 22,00 Frétt- ir og veðurfregnir. 22,10 Upplest- ur: „Rústir“, ritgerð eftir Sigurð Guðmundsson skólameistara — (Steingrímur Sigurðsson les). — 22,25 Léttir tónar. — Ólafur Briem sér um þáttinn. 23,10 Dag- skrárlok. Sjálfvirka „Argentin" fægi- duftið fyrir góðmálma og gler og einnig sokkastyrkt- arefnið „SECURA“ fæst nú aftur hjá okkur. — i/ícLUa ,,SECURA“ kemur í veg fyrir lykkjufallsstiga í sokk um úr silki og öðrum gervi- efnum. — F ramleiðsla sömu verksmiðju og hið vinsæla fatahreinsunarefni. NOVGLIN* Verzlunin Óðinsgötu 30. Verz’unin SKEIFAN Snorrabraut. BF.ZT AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.