Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐltí
Þriðjudagur 19. apríl 1955 j
Húsnæðisfrumvarplð mun
i, mjög örva íbúðabyggingar
Ræða Jóhanns Hafsteins á Aiþlngi ígær
A’ STÆÐ A er til að ætla að húsnæðismálatillögur ríkisstjórn-
arinnar muni bera góðan ávöxt í þá átt að bæta úr húsnæðis-
skortinum. Jafnvel getur verið að þær muni hafa meiri árangur
í för með sér, heldur en í fljótu bragði virðist.
Þannig mælti Jóhann Hafstein á þingi í gærkvöldi, er hann
hélt framsöguræðu fyrir meirihluta fjárhagsnefndar Neðri deildar.
Albert Einstein látimi
STJÓRNARANDSTAÐAN
Á MÓTI
í ræðu þessari svaraði Jóhann
árásum stjórnarandstæðinga á
húsnæðismálafrumvarpið. En fjár
hagsnefnd klofnaði í málinu.
Létu stjórnarandstæðingar í
nefndinni sem þeim þætti hvergi
nógu langt gengið.
FRUMVARPID VEITIR
GÓDA ÚRLAUSN
Þótti ræðumanni að mótspyrna
stjórnarandstæðinganna við frum
varpið gengi alltof langt. Þegar
bejr væru að tala um þessi mál,
yueri eins og þeir hefðu ekki hug-
arýnd um að á undanförnum ár-
uja hefur verið byggt geysimik-
ið hér í Reykjavík og viðar. Þetta
liefur verið gert við þær aðstæð-
ur, að menn hafa ekki haft að-
gáhg að neinni lánastofnun um
lán til íbúðabygginga.
Benti Jóhann Hafstein á það
að í þessu væri meginefni hins
nýja frumvarps fólgið, að stofna
veðlánakerfi, sem myndi mikið
ýta undir enn aukna bygginga-
starfsemi. Hér væri að sjálfsögðu
ekki um það að ræða að hið
opjnbera kostaði allar íbúða-
hwggingar í landinu, heldur veita
oryun og þýðingarmikinn stuðn-
ín*. Það væri þessi örvun sem
þýrfti til þess að borgararnir
sjálfir næðu að leysa vandann.
VEÐLÁNA KERFI TIL
ÍBÚÐABYGGINGA
Þýðingarmesta atriði frum-
varpsins er það að stofnað
verður veðlánakerfi. Það er að
segja, að fólk geti gengið að
vísu iáni til íbúðabygginga.
Það má búast við ýmsum erfið
leikum við þetta fyrst í stað,
en með íímanum á þetta veð-
lánakerfi að geta orðið svo
öfiugt að það geti fullnægt
eftirspurninni með lán til
íbúðabygginga og þá jafnvel
G-999
HINN 14, apríl var ég austur á
Selfossi og lét aka bifreið minni
fi‘á Hreyfli á meðan, en þaðan
keyfði ég undirritaður. Þann dag
þrýtur benzín mitt og tekur þá
bifrciðastjóri minn án míns
leyfis þá ákvörðun að aka í þágu
verkfallsstjórnar og fá benzín á
tankinn í staðinn. Þegar ég svo
sá númer mifreiðar minnar í Mbl.
hinn 15. apríl, tók ég því í fyrstu
með jafnaðargeði, því að öðrum
kosti yrði ég að leggja bíl mín-
um, en þegar ég sá í hvaða til-
gangi hún var notuð nam ég
síaðar.
f Ejns og öllum er kunnugt fengu
jmenn í fyrstu frið til þess að
hafá sitt benzín geymt fyrir ut-
an bæinn og sækja þangað á
tanka sína og brúsa, en nú aka
þessir ,,góðu menn“ langt út fyr-
ir takmörk verkfallssvæðisins,
leggja þar hald á löglega fengið
benzín manna og hella því jafn-
vel niður og kveikja í því.
Svo bið ég ykkur, kæru starfs-
bræður, sem leiðst hafa út í að
aka endurgjaldslaust lengst upp
til sveita í fjórar klukkustund-
ir, að íhuga til hvers það er gert.
M. a. til pcss að snuðra ykkar
eigin stavfsbræður uppi, en af
fullum tank haldið þið íftir hálf-
um tank af benzíni, <?n allt
benzínið borgið þið úr eigin
vúsa!
Virðingarfyllst,
Jón Uelgi Hálfdánarson.
snúið sér að öðrum verkefn-
um.
MÓTMÆLI Á RÖNGUM
FORSENDUM
Jóhann benti á að stjórnar-
andstæðingar hefðu haft í frammi
allmikii óp af því að þeir segðu
að lánveicingar skv. frumvarp-
inu væru ekki miðaðar við að-
stæður hinna lægst launuðu.
Hér er um rangfærslur að ræða
hjá stjórnarandstöðunni, því að
hinir lægst launuðu fá aðstoð til
íbúðarbygginga með sérstökum
lögum og eru lánakjör skv. þeim
sérstaklega hagstæð. Svo að illa
fer á þessum mótmælum.
HEILSUSPILLANDI HÚSNÆÐI
ÚTRÝMT
Þá vék ræðumaður að lokum
nokkrum orðum að III. kafla
Framh. á bls. 12
Stórg jöf til kirk ju
FRÁ Ólafi Þorsteinssyni hef ég
í dag móttekið svofellt gjafa-
bréf, ásamt sparisjóðsbók með
þeirri upphæð, sem um getur í
því:
Ég undirritaður, Ólafur Þor-
steinsson, sem í dag er hálftíræð-
ur að aldri, gef hér með 10.000
(tíu þúsund) krónur til kaupa á
altaristöflu handa Hallgríms-
kirkju í Saurbæ, eða ef eigi þarf
á fé þessu að halda til slíkra
kaupa, þá til kaupa á öðrum
góðum grip eða gripum handa
téðri kirkju, eftir ályktunum
þeirrar nefndar, er annast um
fjáröflun og byggingu kirkjunn-
ar. Skal gjöf þessi vera til minn-
ingar um foreldra mína, hjónin
Þorstein Jónsson og Sigrúnu
Oddsdóttur, er bjuggu í Kambs-
hól í Saurbæjarsókn.
Reykjavík, 18. apríl 1955,
Ólafur Þorsteinsson.
Fyrir hönd samskota- og bygg-
ingarnefndar kirkjunnar votta ég
gefandanum beztu heillaóskir og
þakkir.
Matthías Þórðarson.
Yfirlýsing frá
leigubílstjórum
AÐ gefnu tilefni viljum við und-
irritaðir leigubílstjórar á eftir-
töldum bifreiðastöðvum: Borgar-
bílastöðinni, Bifréiðastöð Reykja-
víkur og Bifreiðastöðinni Hreyfli,
taka eftirfarandi fram, í sam-
bandi við benzínafgreiðslustöðv-
unina, sem varð í dag við benzín-
sölustöð Ezzo í Hafnarstræti:
Fyrir þeim bílst-jórum, sem að
þessum gagnráðstöfunum stóðu,
vakir það eitt að koma í veg fyrir
hina alvarlegu mismunun, sem
átt hefur sér stað við benzín-
undanþágur til leigubíla á Bif-
reiðastöðinni Hreyfli.
Þessu lýstum við yfir við verk-
fallsstjórnarmenn við Esso ben-
zínsöluna í gær, en um leið að við
myndum láta afskiptalausar ben-
zínsölur á undanþágubenzíni til
lækna, ljósmæðra og annarra að-
ila.
Ástæðulaust teljum við að reifa
mál þetta nánar fyrir almenn-
ingi, þar eð honum er kunnugt
um það úr fréttum dagblaðanna.
Með þökk fyrir birtinguna.
Reykjavík, 18. marz.
Arnljótur Ólafsson
Borgarbílstöðinni.
Ilanncs Kolbeins
Bifreiðastöð Reykjavíkur.
Gunnar Sch. Sigurðsson
Bifreiðastöðinni Hreyfli.
Framh. af bls. 1
ljós nauðsyn þess, að alþjóð til-
einkaði sér hugsjónina um ná-
ungakærleik, einkum eftir að
hann hafði stuðlað að því að
leysa úr læðingi þau öfl, sem óvíst
er að mannkynið hafi vit og
þroska til að ráða yfir — svo að
allur heimurinn bíður í ofvæni
eins og frumstæðir menn, er ótt-
ast þrumuveður sem er í aðsigi.
| Ef til vill verða einhverjir tii
þess að formæla Einstein fyrir að
fá þeim í hendur vísindalega
(þekkingu, ,-em þeim var ofviða
að nýta sér til hagsældar.
★ NAFN EINSTEINS ER
KUNNUGT SVO AÐ SEGJA
HVERJU MANNSBARNI
Varla mun nafn nokkurs vís-
indamanns vera eins kunnugt
meðal alþýðu manna og nafn
Einsteins. Af öllum mönnum, sem
uppi hafa verið, hafa Isaac New-
ton, Charles Darwin og Albert
Einstein lagt drýgsta skerfinn til
að kenna mönnum að þekkja það
umhverfi er þeir lifa í —- frá
stærstu stjörnum niður í smæstu
eindir efnisins.
Eðlisfræði varð ekki almennur
þáttur í menntun manna fyrr en
á síðustu 50—100 árum. Þó eru
nú liðin um 300 ár síðan Newton
kom fram með kenningar sínar.
Kenningar Darwins eru enn lítt
kunnar manna á meðal. Hvað
skyldi þá líða langur tími þangað
til menn hafa tileinkað sér inn-
tak kenninga Einsteins?
★ NÓBELSVERÐLAUN 1921
Árið 1921 hafði Einstein lagt
slíkan skerf til þróunar eðlis-
fræðilegra vísinda, að honum
voru veitt Nóbelsverðlaunin.
Fyrir 50 árum — árið 1905 —
ritaði Einstein fyrsta höfuðverk
sitt um afstæðiskenninguna, og
10 árum síðar ritaði hann annað
verk sitt um hana. Kenningar
hans voru svo flóknar, að þær
voru jafnvel vísindamönnum tor-
skildar.
Einstein var vanur að skýra af-
stæðiskenningu sína í stuttu máli
þannig: Ef maður situr með stúlk
una, sem hann elskar í fangi sér,
finnst honum tvær klukkustund-
ir jafngilda einni mínútu, sitji
hann hins vegar á brennheitum
ofni, finnst honum ein mínúta
jafngilda tveim klukkustundum.
Reykjavíkur-
meistari teflir
NÚVERANDI Reykjavíkurmeist-
ari í skák, Ingi R. Jóhannsson,
mun tefla almennt fjöltefli í
kvöld klukkan 8 að Þórscafé
(inngangur Hverfisgötumegin).
Hann mun tefla á allt að 30 borð-
um og þátttakendur beðnir að
leggja sjálfir til taflborð.
Á föstudagskvöldið er svo
ákveðið að verðlaunaafhending
úr Skákþingi Reykjavíkur fari
fram, á Kaffi Höll klukkan 8 um
kvöldið og er þess fastlega vænzt
að sem flestir skákmenn sjái sér
fært að mæta til sameiginlegrar
kaffidrykkju sem fram fer.
★ EFNI JAFNGILDIR ORKU
Með kenningurrr sínum um, '
að efni jafngilti orku — eða að j
efni og orka væru aðeins tvær '
hliðar á sama aflinu, opnaði Ein- j
stein dyrnar að þróun kjarneðlis-
vísindanna.
Árið 1939 uppgötvuðu tveir
þýzkir vísindamenn að úraníum
235 raunverulega gaf frá sér
nokkuð af þeirri orku, er það
hafði að geyma. Meðal þeirra vís-
indamanna, er gerðu sér ljóst,
hvað þetta þýddi, var Einstein.
Hann skrifaði Roosevelt Banda-
ríkjaforseta og tjáði honum, að
þessi uppgötvun þýddi, að hægt
væri að framleiða kjarnorku-
sperngju. Þarna var eitt stærsta
skrefið í eðlisfræði stigið fram á
við, og ekki hefði verið hægt að
stíga þetta skref, ef nútímavís-
indamenn hefðu ekki haft eðlis-
fræði- og stærðfræðikenningar
Einsteins til að byggja á.
Einstein hefir með kenningum
sínum og uppgötvunum skilið
mannkyninu eftir mikla ábyrgð
og einnig stóra gjöf, ef mennirnir
reynast því vaxnir að nota sér
hana til hagsældar.
Ekki er ólíklegt, að síðari tíma
menn kunni að öfunda núlifandi
kynslóð af því að hafa verið sam-
tíða manni, sem í senn var slíkur
andans maður, jöfurr vísindanna,
ljúfmenni og mannvinur.
Gaston Palewski, kjarnorku-
málaráðherra Frakka, varð að
orði, er hann frétti lát Einsteins:
„Hver einasti maður í heiminum
varð snauðari, er hjarta Einsteins
hætti að slá“. Eisenhower forseta
varð að orði, að „enginn hafi ver-
ið eins lítillátur, og sá maður, er
lagði s^ærsta skerfinn til fram-
þróunar vísinda á 20. öldinni“.
8800 lesfir komnar á
land í Sandgerði
SANDGERÐI, 18. apríl. — Gæftir
voru í meðallagi síðasta hálfa
mánuðinn. Almennt voru farnir
átta róðrar á bát, en alls 142 af
18 bátum.
Heildaraflinn nam 1025 lestum.
Mestan afla í róðri hafði Víðir
5. apríl 15,5 lestir. Næstur var
Pétur Jónsson 6. apríl með 15,2
lestir og þriðja Hrönn með 15
lestir.
Pétur Jónsson var með hæstaif
afla þennan hálfa mánuð með 83
lestir í níu róðrum. Næstur var
Hrönn með 82 lestir í átta róðr-
um. Þriðji var Kristín með 80
lestir i níu róðrum.
Hæstan vertíðarafla hefur Víð-
ir frá Garði, 740 lestir. Annar er
Muninn II. með 700 lestir og
þriðji Pétur Jónsson með 698
lestir.
Alls eru komnar 8800 lestir á
land í Sandgerði á þessari ver-
tíð. Róðrafjöldinn er 1228.
Nagy
Framh. af bls 1
gefið Rakosi fulla heimild til
að fara sínu fram í þessum efn-
um. Voroshilov ræður miklu um
þá stefnu, er leppríkin eiga að
fyigja.
Ekki er taliS ólíklegt, að
brottvikning Nagys hafi taf-
izt sökum annarra mikilvægra
alþjóða mála, er Ráðstjórnin
varð að sinna, svo sem undir-
búningi að því tilboði, er hún
gerði Austurríki, um friðar-
samninga. Hafi Ráðstjórnin
því tekið þá ákvörðun að lina
á takinu á Austurríki en herða
jafnframt takið á leppríkjum
sínum.
Ráðstefna 29 Asíu- og Afríkuríkja
hófst í Bandung í gær
Kommunismi er nylendustetna i ríýrri
mynd — mun hcettulegri eri gamaldags
nýlendusfefna
DAG hófst ráðstefna 29 Afríku- og Asíuríkja í Bandung !
Indónesíu. Soekarno, forseti Indónesíu, talaði fyrstur á ráð-
stefnunni og sagði þetta vera fyrstu alþjóða ráðstefnuna, er lituðu
kynþættirnir stofnuðu til.
I
★ FULLTRUAR ÞRIGGJA
FIMMTU HLUTA
MANNKYNS
Sagði Soekarno, að á ráð-
stefnunni væri samankomnir full
trúar þriggja fimmtu hluta mann
kynsins og gætu beir því hæg-
lega vísað leiðina til friðar í
heiminum.
Dr. Soekarno fordæmdi ný-
lendustefnu, sem nú á dögum
væri þannig farið, að tiltölulega
fámennar erlendar þjóðir réðu
fyrir málum miklu stærri þjóða.
Forsætisráðherra Indónesíu,
Sastroamidjojo, var kjörinn for-
seti ráðstefnunnar. Hvatti hann
fulltrúana til að leggja sinn skerf
fram til þess, að allar þjóðir
Landssveitarmei í
/jórsundi í gærkvöldi
SUNDMEISTARAMÓT íslands,
hið 25. í röðinni, hófst í Sund-
höllinni í gærkvöldi, og fór þá
fram keppni í 5 meistaragrein-
■ um og þrem unglingagreinum.
í 4x100 m fjórsundi setti sveit
Reykjavíkur nýtt landssveitar-
met, synti : 4:56,9 mín. í sveit-
inni voru Ari, Pétur, Þorsteinn
Löwe og Gylfi Guðmundsson.
Annars voru það Akurnesing-
arnir, sem mesta athygli vöktu
í gær. Þeii sendu 6 menn til
keppni í mótinu, og unnu þeir
tvo íslandsmeistaratitla og auk
þess tvo unglingsmeistaratitla.
Sigurður Sigurðsson, Akranesi,
setti glæsilegt drengjamet í 400
m bringusundi, synt' á 6:10,3
mín., sem er þriðji bezti tími ís-
lendings á þessari vegalengd. —
Nánari umsögn um mótið verð-
ur að bíða, en sundmótið heldur
áfram í kvöld kl. 8,30 og eru þá
á leikskránni hálfu skemmti-
legri sundgreinar en í gærkvöldi.
heims gætu lifað saman í sátt og
samlyndi.
* ENDURSKODUN
STOFNSKRÁR SÞ
Kotelawala, forsætisráðherrá
Ceylons, lagði áherzlu á það við
fulltrúa þingsins, að þeir ættu að
kappkosta að miðla málum í
„kalda stríðir.u" milli kommún-
ísku og lýðræðisríkjanna. Hvatti
hann einnig fulltrúana til að
krefjast endurskðunar á stofn-
skrá SÞ, svo að SÞ mættu sín
einhvers í viðleitni til að varð-
veita frið í heiminum og ekki
væri hægt að hindra aðild ýmsra
þjóða með beitingu neitunar-
valds. (
Fulltrúi íraks hélt þvi fram,
að kommúnisminn væri nýlendu-
stefna í nýrri mvnd og líklegri
til að valda tióni en gamaldags
nýlendustefna. Kvaðst hann álíta,
að varnarsamningar á borð við
gagnkvæman samning Tyrklands
og íraks væru ómissandi, þar til
Rússar hefðu fallizt á alþjóða af-
vopnun.
★ ★
Samþykkt var að ræða fimm
meginmál á ráðstefnunni: Sam-
vinnu í efnahagsmálum, aukin
samskipti á sviði menningarmála,
mannréttindi, rétt undirokaðra
þjóða til sjálfsákvörðunar og
hvernig bezt verði tryggður frið-
ur í heiminum. f