Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 19. apríl 1955 r ■ i DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR J. B. PRIESTLEY i FramKaldssagcm 15 | 'eitthvað að drekka“. Hún var ; önnum k iíin við að fylla disk- ana við hliðina á henni af nauts- kjöti og hiin talaði rólegar. „Og •nú helduiðu, að þú getir leyft ,þér að blaðra. Þú munt sjá eftir því, að þú þagðir ekki“. I Hann stóð upp. „Mér þykir það leitt, að hafa orðið valdur að þessu rifrildi" sagði Viann henni. Því næst sneri hann sér að Mar- gréti og það vottaði fyrir brosi hjá honum. „Ég verð að biðjast iaísökuna. Við höfum verið hérna •ein svo lengi, að við höfum íí gleymt að haga okkur frammi ifyrir gestum. Jafnvel ég, sem kom ekki hingað, fyrr en í stríð- j .inu, hef gleymt öllum manna-! jsiðum. Við erum gömul og mygl- tið, einbúar fjallanna. Þið verðið að afsaka okkur." i Þetta var jafn óþægilegt og rifr- iildið og Margaret var fegin að ígeta fengið sér kartöflur, sem herra Femm rétti henni um leið |og afsökunina. Penderel og Philip |horðu hvor á annan yfir borðið, J;sögðu ekkert en reyndu að vera aönnum kafnir við diskinn sinn, ifbrauðið og smjörið. Það er gott að borða eitthvað kalt, hugsaði ‘Penderel, það mun hreinsa allt. Það var ekki svo að skilja, að lionum væri ekki sama um þetta fjölskyldurifrildi, sagði hann við sjálfan sig' honum fannst bara |gaman að því. J Enginn sagði neitt. Og það var fþannig þögn, sem ekki var svo 9 auðvelt að rjúfa. Margaret laut yfir diskinn sinn. Philip var að horfa á ungfrú Femm, sem var . að skammta rautt kjöt á disk- 5 inn, sem Morgan hélt á fyrir ;hana. Mcðurinn var svo ógnar-i stór og villimannslegur, að það virtist einkennilegt, að sjá hann með disk í höndunum. Hann, hefði heldur átt að taka kjöt- lærið í hendurnar og tara muldr- andi út í horn og naga það þar. Philip sne>:. sér að kvöldverðin- : um og var að velta því fyrir sér, hver myndi tala næst. Á næsta augnabliki var honum svarað. ÖU veröldin talaði næst, Skeði það þá, sem þau höfðu sízt af öllu búist við. Þau hrukku öll við og litu til dyrnanna, sem nú var barið á ákaft og í sífellu. „Hvað er þetta?‘, hi'ópaði ung- frú Femm. „Dyrnar?“ | „Já“, hrópaði Penderel, og naut hljómsins :■ hans eigin rödd. — „Einhver er úti“. „Þau geta ekki komið inn“, lirópaði hun. i „Hver getur það veri?“, herra Femm leit á þau til skiptis og rödd hans titraði. Penderal svaraði honum. —1 „Fleiri gestir. Tepptir eins og við“. Hann leit á Waverton og ! glotti. | Þetta ergði Philip og hann varð aftur rólegur. „Þanrig liggur í því, býst ég við“, sagði hann herra Femm. „Þér verðið að ; hleypa þeim inn, auðvitað. Það er sjálfsagt hættulegt að vera úti núna‘. Nú var '<ætt að berja. Það var aðeins veikur ómur af manna- máli. Hern Femm leit skjótt af Philip á systur sína. Því næst hófust höggin að nýiu. Pendere! stóð upp. „Þessir aum ingjar hljóta að vera iiálfdrukkn- aðir. Við getum ekki látið þá bíða þarna*. „Nei, við verðum að hleypa þeim inn". Herra Fe nm hallaði sér fram og horfði á systur sína. „Auðvitað verða þau að koma inn, ef þau þurfa húsaskjól. — f'iMorgan, farðu fram og opnaðu hurðina". Ungfrú Femm ýtti stólnum sín- um aftur og leit á Morgan. „Farðu þá“, hrópaöj hún og benti á dyrn- ar. „Og és ætla að koma með þér og vita hverjir það eru“. — Morganstaulaðist fram og dró lok urnar mjóg hægt frá. Þegar hann hafði opn að hurðina svo mikið sem einn pumlung eða svo, til þess að ungfrú Femm gæti gægst út, var hurðinni allt í einu hrund- ið upp á gótt og einhver kom inn og ýtti hinum tveimur, sem við dyrnar stóð'u, frá. Það var stúlka, rennvot og forug. Hún kom inn í herbergið, stanzaði til að varpa öndinni og kastaði sér síðan í næsta stól og hróaaði: „Ham- ingjan góoa hvílíkt kvöld!“ Eftir henni kom þrekvaxinn miðaldra maður, álíka votur og forugur. Stundarkorn stóð hann kyrr og horfði í kringum sig og saup hveljur Því næst tók hann af sér rennvotann hattinn og kom þá í ljós rauðleitt, velrakað and- lit. „Ég hélt. að þið ætluðuð aldrei að opna hurðina. Ég hef aldrei vitað hvílíkt veður. Ein- hver leiðsla hefur sprungið eða eitthvað og miklar skriður. Ég skemmdi 1 ífreiðina og það var lán, að við komumst af. Ég efast um, að þið séuð örugg hérna“. Hann þernði af andlitinu og leit síðan á þan til skiptis. „Fyrrigef- ið, að ryðjast svona inn, en þér skiljið, hvernig ástatt er. Hver er eigandi hérna?“ Allt í eine þekkti Philip mann- j inn. „En“. hrópaði hann og gekk feti framar. „Þér eruð sir Willi- am Porterbouse? Ég hélt það. Ég heiti Waverton, hjá 1 reffield og Waverton húsateiknurum. Þér komuð einu sinni til okkar út af einhverju“. „É gerðj bað“. Sir Willam rétti fram höndina. „Nú man ég eftir. yður. Eigið þér þetta hús?“ Philip skýrði alla málavöxtu' og allir voru kynntir. Stúlkan1 var kynnl fyrir þeim sem ung-! frú GIady« Du Cane. Hún hafði nú tekið ofan hattmn og farið úr kápunni og kom nú í ljós,! að hún var mjög lagleg stúlka um tvítugt. Hún var meðalmanneskja á hæð (einum eða tveimur þuml- ungum lægri en Margaret) og sterklega, en fíniega vaxin. Hún hafði þykkt dökkt hár og stór Ijós augu og stóran rauðan munn og föl yfirlitum. Margaret sá, að þessi stúlka var úr þeim hópi, sem hún fvrirleit. Það var ein- kennilegt að sjá hana hérna, svona laugt frá Shaftesbury Avenue og ljósunum og dans- hljómsveiU'num og leikhúsunum og kvikm mdamiðlurunum, sem var augsvnólega hennar heimur. Það var rétt eins og ljósaskilti hefði komið inn í herbergið. En þetta fólk. rem mundi vera óþol- andi undir öðrum krmgumstæð- um, var alls ekki óvelkomið núna. Þá var þetta allt ekki eins óraunvernlegt og dularfullt og óþolandi. „Ég gen ráð fyrir, að hér sé enginn sími?“ Sir William hafði snúið sér að herra Femm. „Enginn sími eða annar vottur um siðmenningu”, sagði herra Femm. „Nú eruð þér algerlega skilinn v>ð umheiminn, sir, en það er ábyggilegt, að hér koma ekki flóð eða skriður“. i „Vegurinn hlýtur að vera al- gerlega horfinn núna“, sagði Philip. Hann mundi að hann hafði ver'ð leiðinlega hrokafull- ur í borginni og hann fann til illgirnislegiar ánægju að sjá hann svona hjálparlausan. Hann hafði gott af því. „Það var ófært, þegar við komum hingað fyrir þrem stundarfjórðungum. Ég get ekki ímyndað mér, hvernig þið fóruð að bví, að komast hingað“.1 „Við hljótum að hafa verið rétt fyrir afan ykkur“. Sir William náði sér í stól og dró hann að borðinu. „Ég hélt, að ég hefði einu sinm séð ljós. Ég helt áfram, ‘ það var eKki hægt að snúa við, og þá komst ég í bölvað kland- j ur. Bifreiðin fór nærri því á bóla kaf, stanzaði og komst aftur af stað, stanzaði aftur, því næst lenti hún í skriðu eða einhverju r-ur . Vönduð — Ódýr Nivada Vatnsþétt og höggþétt Kven- og karlmannsúr úr stáli og gullpletti Magnús E. Baldvinsson Úrsmiður — Lauðavegi 12 — Sími 7048 Vegna benzínskorts hefur sorphreinsun lagst niður á meðan verkfall varir- Hreinsað verður þó frá sjúkrahúsum, sendiráðum og gisti- húsum. — Kvörtunum varðandi sorp- hreinsun verður ekki unnt að sinna fyrst um sinn. Sorphreinsun Reykjavíkurbæjar Að undirbúa skeggrótina fyrir raksturinn er mjög þýðinðarmikið. Vísindamenn Gillette verk- smiðjanna hafa fundið upp tvær nýjar tegundir af rakkremi, Brushless og Lather. Báðar teg- undirnar gera raksturinn auveldari og vernda þar að auki húðina. Raksturinn verður ánægju- legri og hressandi. Gillette rakkrem Kr. 10.25. Ungling vantar til að bera blaðið til kaupenda við LINDARGÖTU Talið strax við afgreiðsluna — sími 1600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.