Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 12
u MORGUtS BLAÐSB Þriðjudagur 19. apríl 1955 Steinunn Hallfríður GísladéfSir trá Þóris- dai —kveðja Fædd 14. apríl 1916. Dáin 9. apríl 1955. FYRIR fjórðung aldar lágu tvær ungar stúlkur hlið við hlið á sjúkrahúsi. Tíminn leið og önnur varð heil heilsu og fleyg og fær, en hin varð eftir í fjötrum sjúk- dómsins, lömunarinnar. Veikar vonir urðu til við bjarma morgunsólar, en eftir því, sem leið á daginn, dró meiri móðu á loft, unz hún varð að dimmu skýi og enn ekki miður dagur, talinn í æviárum. Oft finnst okkur mælirinn vera meir en fullur, en svo mun þó ekki vera, því að þegar „neyðin er stærst, er hjálpin næst“, og svo varð hér. Þegar henni fannst sálarkraft- arnir einnig vera á þrotum, kom hljóðlátur dauðinn í engils mynd og lokaði þreyttum hvörmum. Hversu óumræðilegt þrek þarf ekki til að bera svo þungan kross með hugarró. Er það ekki fyrir- mynd þeirra, sem í vanþroska gera smámuni að þyrnum. Jú, vissulega. Álengdar stend ég og renni augum yfir farinn veg og geymi mynd þína og minningu í helgum reit sálar minnar, mynd vináttu og kærleika út yfir tak- mörk hins sýnilega og ósýnilega og gefur mér aukinn kraft í lífs- baráttunni. Þegar leið mín lá í burt frá þér í sjúkrahúsinu forðum, fann ég glöggt, að þú hafðir skipað óbifanlegt rúm í hjarta mínu. Nú stend ég eftir og fagna sigri þín- um yfir dauðanum. Ég kveð þig fullviss um endurfundi þegar tjaldið fellur, einnis? fvrir mér og við verðum aftur hlið við hlið í eilífðinni. Guð blessi þig. Ólöf Jónsdóttir. •■■■■■■■■■■■•■■■■■•■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ — Húsnæðisfrumvarpið Framh. af bls. 2 laganna, sem fjallar um aðstoð til útrýmingar heilsuspillandi hús- næðis. Má vænta þess, að skv. þessum lögum náist verulegur árangur. Má geta þess, að bæj- arstjórnin i Reykjavík hefur á grundvelli þessa ákvæðis talið að hún geti sett sér það áform að útrýma öllum braggabygging- um, sem eru 500 talsins, á um fimm árum. MERKILFG ÞÁTTASKIL Ég hygg, sagði Jóhann Haf- stein að lokum, að almenning-! ur muni fagna þessu frum- varpi, enda mun það verða til, góðs. Með því er hafinn merki- ' legur nýr þáttur í lánastarf- semi þjóðfélagsins, sem hefur legið niðri að mestu leyti und- anfarin ár. Og með því er stefnt að því að leysa eitt mesta féíagslega vandamál þjóðarinnar, húsnæðisskort- inn. Heimsfræg veið- arfæri fyrir sport og sjófiski. Islands-umboð: G. M. Björnsson HÓTEL BORG Allir salirnir opnir í kvöld til kl. 11,30 klukkan 8,30 í kvöld stundvíslega Góð verðlaun. — Gömlu dansarnir kl. 10,30. Hljómsveit Svavars Gests. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. Fundur í Sjálfstceðisfélagi Kópavogs fimmtudaginn 21. apríl klukkan 8,30 í Barnaskólahúsinu. Umræðuefni: Kaupstaðarréttindi og atkvæða- greiðslan 24. apríl. Árnesingar — Reykvíkingar Nú Selfyssingar allir og Sunnlendingafjöld í Selfossbíó ráðlegt er að þrammi því ball þar haldið verður á vetrarlokakvöld og vinsæl hljómsveit leikur fyrir djammi. NEFNDIN Eins og kunnugt er, verður fyrrverandi ráð- herra Jónas Jónsson, frá Hriflu, skólastjóri Samvinnuskólans 70 ára, 1. maí næstkom- andi. í því tilefni hafa nemendur hans, eldri og yngri, ásamt ýmsum vinum og samstarfsmönnum ákveðið að halda honum, og konu hans, samsæti að Hótel Borg, þann dag. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar frá og með 20. þ. m. Þátttakendur utan af landi tilkynni þátttöku sína í síma: 80634 og 80777. Nefndin. B ó k i n Ó Jesú bróðir bezti gcð sumargjöf, góð fermingargjöf. IBUÐ OSKAST Okkur vantar 2—3 herbergja íbúð, Fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt: ,tVélstjóri —69“, sendist afgreiðslu Mbl. fyrii laugardag. GLÆSILEGASTA KVÖLDSKEMMTUN ÁRSINS * Revíukabarett Islenzkra tóna 3. sýning í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11,30 — Uppselt — 4. sýning fimmtudag 21. apríl kl. 11,30. — Uppselt — Osóttar pantanir að þeirri sýningu verða seldar eftir klukkan 1 í dag. 5. sýning sunnudag 24 apríl kl. 11,30 Sala aðgöngumiða hefst í dag í Drangey Laugv. 58 og Tónum, Austurstræti 17 (gengið inn Kolasund) Mýr Chevrolet : til sölu. — 6 manna, 4 dyra. Dýrasta gerðin af „Bel Air“. ■ Tilboðum sé skilað til Morgunblaðsins fyrir n. k. föstu- • dagskvöld. Merkt: „X—20—83“. SKRIFSTOFUHÚSNÆDI I. flokks til leigu, allt að 14 herbergjum. Leigist allt í einu eða í einstökum herbergjum. Tilboð merkt: „Smart —60“, sendist afgreiðslu blaðs- ins fyrir miðvikudagskvöld. BARNATÖSKUR Eigum mjög stórt og fallegt úrval af barnatöskum, bæði fyrir stærri og minni telpur. Einnig mjög smekklegar buddur, margar gerðir. • Verzlanir! Athugið, að kaupa barnatöskur fyrir sum- ardaginn fyrsta. HEILDVERZIUIU M JÓIUSSOMR H.F. Aðalstræti 7 — Símar 5805, 5524 og 5508. * ■<2<&!3<a<3^.3<a<S<»<5<a<5<a«3>^3í®<S<a<S!<a<S<S<2>í3t<S-:S<2<a<2<S<3<a3bS><5<a<S<a<3>a<S<S«<a<»<S<S<»<2<S<2<S<3<5K3<a<S<S^<S<*3l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.