Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 6
MORGUN BLAÐIÐ
Þriðjudagur 19. apríl 1955
l I
Sikorsky þyrilvœngjur gera NATO-herinn öflugri og hreyfanlegri.
í NATO vinna frjálsar þjódir sgman...
öðlast styrkleika til að viðhalda friði í Evrópu
HVAÐ ER NATO? Atlantshafs-
bandalagið, NATO, er samtök 14
frjálsra þjóða, sem hafa tengt
hernaðarlegan og efnahagslegan
6tyrkleika saman í einu átaki til
að viðhalda friði. Þessar þjóðir
hafa gert með sér það samkomu-
lag að árás á eina þeirra skuli
álitin árás á þær allar. Þó er
NATO meira en varnarbandalag.
Þjóðirnar í Atlantshafsbandalag
inu hafa skuldbundið sig til sam-
Btarfs á sviði fjármála og menn-
ingar og þær vinna saman að því
að vernda jafnvægi í efnahag og
velfarnað þjóðanna.
Þær 14 NATO-þjóðir sem
þannig hafa ákveðið að reisa
varnarvegg gegn árás — og gegn
érásarhættunni — eru Bandarík-
in, Bélgía, Bretland, Danmörk,
Frakkland, Grikkland, Holland,
ísland, Ítalía, Kanada, Luxem-
burg, Noregur, Portugal og Tyrk-
land. Sérhver aðildarþjóð hefur
jafnræði á við hinar um að
ákveða stefnu NATO og starfslið
NATO er skipað hermálasérfræð-
lngum og óbreyttum borgurum
alira 14 rikjanna.
PIN merkasta hugmynd mannkynssögunnar
J er að koma á fót sameiginlegum herafla
margra þjóða, ekki til að he yja styrjöld, held-
ur til að hindra styrjöld. N 'x er ekkert afl til
sterkara til viðhalds friði en samstarf hinna
frjálsu þjóða í Atlantshafsbandalaginu. í þeim
samtökum hafa þær heitið að verja „frelsi,
sameiginlega arfleifð og menningu þjóðanna“.
Það hefur aldrei þekkst fyrr á friðartímum
að samstarf þjóða sé eins mikið og náið, eins
og tíðkast nú í sameiginlegri þjálfun, upp-
lýsingaþjónustu og samræmdri notkun á flug-
/élum og öðrum tækjum. Nýtt tákn þessa
jamstarfs eru Sikorsky H-19 þyrilvængjurn-
ar. „Líknarenglarnir“, enda eru þær víð-
frægar fyrir hjálparstarfið. sem þær hafa
verið notaðar við, þegar stórtjón hefur orðið
af náttúruhamförum á landi og sjó. Þær
eru smíðaðar í Bandaríkjunum, Englandi og
Frakklandi og eru ómissandi í her Atlants-
hafsbandalagsins til að koma á sem nán-
ustu sambandi milli herdeilda, og auka bar-
áttuhæfni og hreyfanleika hersveitanna.
Atlantshafsbandalagið mun halda áfram a8
styrkjast meffan NATO-þjóðirnar 14 halda
áfram að veita því sinn hlut í vinnuafli,
skipum, bækistöðvum, birgðum eða flugvél-
um. Það er óhætt að treysta því að 800.000
menn og konur í flugvélaiðnaði Bandaríkj-
anna, — sem milljónir annarra í skyldum
iðngreinum standa að baki, — munu halda
áfram að teikna, framleiða og afhenda hlut
sinnar þjóðar í fullkomnum flugvélum, sem
þörf er á í þessum sameiginlega tilgangi.
United Aircratt Corporation
East Hartford, Connectieut, Bandaríkjunum
Leiðandi teiknarar og framleiðendur i
bandarískum flugvélaiðnaðL