Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.04.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. apríl 1955 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUGUR: Benedikt Jnkobsson í DAG er fimmtíu ára Benedikt Jakobsson, íþróttakennari, t il faeimilis að Bergþórugötu 45. Benedikt er fæddur að Foss- seli í Reykdalahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Jakob Hallgrímsson og Helga Benediktsdóttir. Ungur að árum valdi hann sér þann lífsstarfa að gerast leiðbein- andi í íþróttum. Þessi braut var þá lítt könnuð hér á landi. Það var fyrst veturinn 1926—27, sem Benedikt innritaðist á kennara- námskeið, sem haldið var á veg- um íþróttasambands íslands og Ungmennafélags Reykjavíkur. — Þetta var 5 mánaða námskeið og útskrifaði íþróttakennara að þeim tíma lóknum. — Veturinn á eftir, 1927—28, innritaðist Benedikt í Kennaraskóla íslands og brautskráðist um vorið. Hugur Benedikts leitaði lengra, og ákvað hann að öðlast eins mikla þekkingu á íþróttakennslu og hægt var. Hann sigldi því til Sví- þjóðar árið 1929 og innritaðist í íþróttaskóla ríkisins, Central- institutet, G.C.I. í Stokkhólmi. Brautskráðist Benedikt úr þess- ari stofnun vorið 1931. Haustið 1931 hóf hann að kenna íþróttir hjá Iþróttafélagi Reykjavíkur. Einnig kenndi hann í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar veturinn eífir. Haustið 1932 var Benedikt ráðinn að kenna við Háskóla íslands og hefur kennt sleitulaust við hann síðan. Þá hefur Benedikt kennt óslitið hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur frá 1934. Sá, sem þessar línur ritar, komst fyrst í kynni við Benedikt fyrir nokkrum árum. Það var í gegnum starf hans, sem leiðir okkar lágu saman. Hann hefur sem kunnugt er verið einn reynd asti og fremsti leiðbeinandi við frjálsar íþróttir. Frjálsíþrótta- samband íslands hefur valið hann sem ráðgjafa og landsþjálf- ara við allar stórkeppnir, sem ísland hefur keppt í frjálsum í- þróttum seinustu árin. Má segja, að afreksmenn í þessari íþrótta- grein hafi alizt upp undir hand- leiðslu Benedikts. Hann hefur verið þjálfari við hópa úrvals- íþróttamanna, sem keppt hafa á Evrópumeistaramótinu 1946, 1950 og 1054. Þá hefur hann verið þjálfari við lið, sem send hafa verið á Ólympíuleika 1948 og 1952. Hann hefur einnig verið þjálfari fyrir landsliði fslend- inga. Benedikt hefur unnið mörg og göfug brautryðjendastörf í þágu þjóðfélags okkar. Ilann var ráð- inn fyreti íþróttaráðunautur Reykjavíkurbæjar árið 1942 og er einn þeirra manna, sem mest- an grundvöll hafa lagt að stofnun Iþróttabandalags Reykjavíkur. — Þá hefur Benedikt verið íþrótta- ráðunautur við íþróttavöllinn i Laugardal, en yfirleitt hefur hann verið ráðunautur í slíkum málum frá þv? að fyrsta hlaupa- braut var byggð hér á landi eftir alþjóðareglum árið 1941. Bene- dikt hefur verið lengst allra í stjóm íþróttakennarafélags fs- lands og hefur verið formaður þess í sjö ár. Þá lagði Benedikt drög að stofnun íþróttabanda- lags framhald sskóla í Reykjavík og nágrenni árið 1950. — Hefur hann verið ráðunautur bandalags ins síðan. — Benedikt er eini ís- lendingurinn. sem lokið hefur prófi sem alþjóðadómari í áhalda leikfimi. Því lauk hann í Stokk- hólmi árið 1952. Þá hefur Bene- dikt verið eini íbróttakennarinn, sem ferðazt hefur um Norður- lönd og kvnnt sér byggingu í- þróttamánnvirkja. Snemma fékk Benedikt áhuga á lífeðlis- og líffærafræði. Hann mun vera eini íþróttakennarinn, sem lagt hefur stund á nám í þessum fræðum við Háskóla ís- lands, en það var veturna 1938— 1941. Þá mun Benedikt vera eini íþróttakennarinn, sem öðlazt hef- ur nuddlæknin^alevfi, en' hann hefur stundað nuddlækningar og sjúkraleikfimi í mörg ár. Benedikt er afburðahæfileika- maður í starfi sínu. Ilann hefur fengið margan óunninn smíðavið- inn um dagana, sem hann hefur skilað fullunnum á ótrúlega skömmum tíma. Það er álit mitt, sem þetta rit- ar, að Benedikt hafi valið sér göfugan starfa, er hann lagði inn á þessa braut, sem var lítt könn- uð og reynd. Benedikt Jakobsson er maður hlédrægur og hófsamur og berst ætið lítið á. Lund hans er jafnan létt og skilningsgóð. Þrátt fyrir erilsaman starfa er Benedikt ætíð glaðvær og kátur. Slik hafa jafnan verið einkenni á hugar- fari hans. Hann er einn traust- asti félagi, sem ég hef kynnst, og er ætíð reiðubúinn að hjálpa og leiðbeina öðrum, er til hans leita. Slíkt er aðalsmerki góðs drengs. A þessum merku tímamótum vill sá, sem þessar línur ritar, færa honum innilegar hamingju- óskir með þennan merkisdag fyr- ir hönd þess hóps frjálsíþrótta- manna, sem undir handarjaðri Benedikts hafa þroskazt og dafn- að fyrr og síðar. Þ. I. Þ. ® (F'x._3 ÉG færi þér í dag, Benedikt Jak- obsson, innilegasta þakklæti okk- ar KR-inga fyrir þitt framúrskar- andi mikla íþróttastarf og eid- legan áhuga á að glæða þátttöku æskunnar í íþróttum, sem hún og þjóðin í heild, nýtur af i hreysti og vellíðan í nútíð og framtíð. Þínir fjölhæfu hæfileikar í í- þróttakennslunni hafa skapað stærstu stjörnur íslendinga á í- þróttahimninum, sem vakið hafa athygli á hreysti okkar litlu þjóð- ar víða um heim. í dag er það ekki aðeins KR, sem þakkar þér heillaríkt starf, heldur öll íþróttahreyfingin og allir sannir íslendingar. Ég vona, að KR megi njóta starfskrafta þinna sem allra lengst, þá mun því vel vegna. E. Ó. P. «ÆFA FVMilH j trúlofunarhringunum frá Sig- I nrþór, Hafnarstræti. — Sendir I gegn póstkröfu. — Sendið ná- ' Vvæmt mál. — EGGERT CLAESSEN of Gt’STAV A. SVElNSSO’it hactorétlarlögmeno, MriLamri ri8 Tnnpbnntná. Síml 117J* ÍBIJÐ Vantar íbúð strax. Upplýs- ingar í síma 81687. IBÍJÐ Vantar 2—3 herb. íbúð 14. maí eða strax. Upplýsingar í síma 5222. Bára Sigurjónsdóttir. Halmark- prjónavél til sölu. — Sími 9941. ByggigigaEóðir í Kópavogi til sölu. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „86“, fyrir föstudag. Nýleg Scandalli hamtonika til sýnis og sölu á Framnes vegi- 58B. Kona, sem veitt getur hús- hjálp, eftir samkomulagi, óskar eftir lítilli ÍBÚÐ Ráðskonustaða kemur til greina í Reykjavík eða ná- grenni. Uppi. í síma 6684. Ung hjón óska eftir ÍBIJÐ Má vera fyrir utan bæinn. Upplýsingar í síma 5029. Af sérstökum ástæðum til sölu, sem nýtt Webcer- segulbandstæki Uppl. í síma 9118, í dag og næstu daga eftir kl. 6. Landbunaðarsförf 16—18 ára piltur óskast á gott heimili, í Húnavatns- sýslu, nú þegar. Upplýsing- ar í síma 5636. Sumarbústaður Óska að fá leigðan góðan sumarbústað í sumar, sem næst Reykjavík, helzt með rafnragni og nauðsynleg- ustu þægindum. Tiiboð mrkt „Áríðandi — 87“, sendist afgr. Mbl., fyrir næstu helgi BARNAVAGN óskast. Upplýsingar í síma 3737. — Stúlka óskar eftir HERBERGi Æskilegt væri aðgangur að eldbúsi. Uppl. í síma 4006. TiL SÖLU Einbýlishús í nágrenni bæj- arins, með tækifærisverði. Einbýlishús í Fossvogi. 3—5 herbergja íbúðir í smíðum. Einar Asmundsson, hrl. Hafnarstr. 5. Sími 5407. Uppl. 10—12 f.h. Rólegt par óskar eftir HERBERGi og eldhúsi. Tilb. merkt: — „Góð umgengni — 74“, send ist afgr. Mbl., fyrir 22. þ. m., ’55. Rábskonustaða óskast 14. maí eða fyrr. Er með barn, 3ja ára. Tilboð sendist afgr. MbL, merkt: „14. maí — 78“. Kvenarmbandsúr (stálúr), tapaðist frá Rán- argötu, niður á Lækjartorg. | Vinsamlegast skilist á lög- J reglustöðina gegn fundar- launum. Færeyskur piltur óskar eftir Bréfasambandi við stúlku hér á landi (20— 25 ára). Bréf merkt: „H. S. — 77“, sendist afgr. Mbl. Húsnæði Mig vantar litla íbúð eða sumarbústað í nágrenni Rvíkur, í mánaðartíma, frá 14. maí. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugardag, merkt: — „Húsnæði — 76“. S V ö R T Lakk-belti MEYJASKF.MMAN Mælon-blússnr Verð frá kr. 98,00. MEYJASKEMMAN Laugavegi 12. Áhyggileg STÚLKA óskast á sveitaheimili í ná- grenni Reykjavíkur. Upplýs ingar í síma 7985 frá kl. 10—5. — STtJLHA með 9 mánaða gamalt barn vill komast í vist hjá eldri hjónum. Launa ekki krafist. Tilboð sendist afgr. MbL, fyrir fimmtudagskvöld — merkt: „Dugleg — 82“. Óska eftir 20 þús. kr. láni í 6 mánuði. Háir vextir. — Tilb. sendist afgr. Mbl., fyr ir fimmtudagskvöid, meikt: „Lán — 84“. ECEFLAVIIÍ Stórt herbergi til leigu. —^ Upplýsingar á Vatnsnesý vegi 28. —- EUáSerasveinn óskast. Reglusemi áskilin. Guðni Magnússon Sími 59. — Keflavík. Amerískir morgunkjólar AUar stærðir. Molskinns- buxur drengja. — Allar stærðir. — - Vefnaðarvöruverzlunin Týsgötu 1. Sími 2335. 1 VERZLUNIN EDlNBORf PIW-UP heimapermanent. •—- Sent^ gegn póstkröfu um land allC Stúlka óskast í SVEIT sem allra fyrst. Upplýsing- ar í síma 80859 næstu kvöld eftir kl. 6. Lítið notaður BARIMAVAGDI Pedigree, til sölu á Vestur- götu 32, Hafnarfirði. Sími 9335. — Sem nýr BARMAVAGM til sölu. — Uppíýsingar sima 7763. — TIL SÖEU sumarbústaður við veiðivatn á fögrum stað í nágrennj bæjarins, 2 herb. og eldhús auk góðs báts. Uppl. í síma 5795 eftir kl. 5. Tapazt hefur kvenarmbendsúr í strætisvagni, Vesturbær— ^ Austurbær eða á Miklus- „ braut. Vinsamlegast hringið . í síma 1219. Fundarlaun. < t Nýlt, gullfallegt s SÖFÁSETT fóðrað með rauðbrúnu „epin gler“ áklæði, mjög vönduðu, til SÖlu. -— Gjafverð. —- Svefnsófi, nýr kr. .1950. — Grettisgotu 69, kjallaran- um, kl. 2—7. Oyllt ARMBAND i með 5 bláum steintim, taþ aðist sunnud. 17. apríl frá Laugateig að Miklubr. Vin- samlegast skilist á Lauga’: teig 23, II. hæð. Sími 7688. F undarlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.