Morgunblaðið - 24.04.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1955, Blaðsíða 1
16 síður og Leshók ' 42 árgaugur 91. tbl. — Sunnudagur 24. apríl 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsina Hin fræga bandaríska kvikmyndastjarna, Olivia de Havilland, giftist nýlega blaðamanni frá Paris, Pierre Galante, í litlu frönskn þorpi — þar búa um 605 manns. Borgarstjórinn framkvæmdi hjónavígsluna og samkvæmt siðvenjum bæjarins gengu brúð- hjónin eftir hjónavígsluna eftir aðalgötu bæjarins og lúðrasveit bæjarins lék. Brúðurin hefir verið gift áður, og á myndinni sést sonur hennar frá fyrra hjónabandi hlusta á lúðrasveitina með brúð hjónunum. — Olivia de Havilland er einkum kunn hér á landi fyrir leik sinn í „Á hverfandi hveli" og í „Ormagryfjunni." Chou En-lai: Stjóm Rauða Kína fús til ú ræða Foroiásyinálin við Bandaríkin BANDUNG, 23. apríl. CHOU EN-LAI, utanríkisráðherra Rauða Kína, hefir lýst yfir því, að kínverska kommúnistastjórnin sé reiðubúin til að hefja viðræður við Bandaríkjastjórn um, hvernig draga megi úr við- sjám þjóða milli í A-Asíu og hvernig útkljá megi deiluna um Formósu. Sagði utanríkisráðherrann, að Kínverjar vildu ekki heyja styrjöld við Bandaríkin — heldur hafa vinsamleg samskipU við þau. Chou En-lai lýsti yfir þessu \ ræðu, er hann flutti eftir að hafa snætt hádegisverð með sjö full- trúum þeirra Asíu- og Afríku- ríkja, er sitja Bandung-ráðstefn- una. Voru þetta fulltrúar Filipps- eyja, Thailands og Colombo- ríkjanna fimm, Indlands, Pakist- ans, Indónesíu, Ceylon og Burma. Formælandi kínversku stjórnarinnar sagði, að um- mæli Chou En-lais þýddu, að Rauða Kina vildi ræða ágrein- ingsmál sín við Bandaríkin án nokkurra milliliða. O—•—O Chou En-lai, utanríkisráðherra Rauða Kína, hafði áður flutt ræðu í stjórnmálanefnd ráðstefn- unnar. Fjallaði ræða hans um, að Rauða Kína vildi ekkert frem- ur en friðsamlega samtilveru lýð- ræðis- og kommúniskra ríkja. — Frekari fregnir hafa ekki bor- izt af ræðu hans né heldur hvern- ig kommúnistastjórnin hyggist í þessu efni ætla að ganga til móts við lýðræðisþjóðirnar í viðleitm þéirra til að tryggja frið í heim- inum. o-*-o Nefnd sú, er skipuð hafði verið ' til að gera ályktun um nýlendu- mál hélt fund í dag, en ekkert , samkomulag náðist um ályktun- ina. Nefndin mun halda annan | fund á morgun. Búizt er við, að nýlendustefna Evrópuþjóða í | Asíu og Afríku verði fordæmd í j ályktun þessari. En skoðanir full- trúa þjóðanna virðast vera mjög skiptar í þessum efnum, eink- um er fulltrúar Kínverja og Indónesa annarsvegar og Tyrkja hinsvegar á öndverðum meiði. Nehru, forsætisráðherra Indlands, og Nasser, forsætisráðherra Egyptalands, hafa reynt að miðla málum en lítill árangur hefir orðið að viðleitni þeirra. Spurnin&ar á kasningaseðlum í Kápawozgi svo óíjósar ©gy furðu- legar að einsdæmi er hérá iandi -4» Kkkksvíkingoi: hyggjcist ekki látahlnt sinn... @ ÞÓRSHÖFN, 23. apríl: — Fregnir frá Færeyjum benda til þess, að Klakksvíkingar hyggist ekki láta hlut sinn fyrir dönsku lögreglumönnunum, sem búizt er við að komi til eyjanna á morgun með skipinu Parkeston. Hafa Klakksvíkingar m. a. í ráði að raða fiskibátum sínum í fjarðar- mynnið, svo að ekki sé hægt aS leggja aS landi. Lögregluþjónarnir, sem eru 130 talsins, hafa meS sér lögreglubifreiSir og lögreglu- hunda. Klakksvíkingar áforma einnig aS koma Halvorsen lækni í öruggan felustað. % Þessi ákveSna mótspyrna Klakksvíkinga hefur komið nokkuS flatt upp á bæjarstjórn Klakksvíkinga, lízt þeim ekki á blikuna og hefur bæjarstjórnin I hvatt dönsku ríkisstjórnina og | færeysku landsstjórnina til aS j koma í veg fyrir, aS valdi verði beitt. 0 Ðanska ríkisstjórnin hefur svaraS því til, að færeyska landsstjórnin hafi beSiS um lög- regluaðstoð í Halvorsen-málinu. I ýmsum höfnum Færeyja, m. a. Þórshöfn, er hafinn viðbúnaSur að því að meina lögregluliðinu að ganga á land. Bæjarstjórnin í Þórshöfn hefur veriS boSuð til aukafundar í dag til að ræSa mál- ið. I verklýSsfélögunum hefur ' komiS til tals aS boSa til allsherj- ar verkfalls í mótmælaskyni, og þjóSveldisflokkurinn hefur kraf- izt þess, aS Parkeston verði látiS snúa viS. íkveikjutilraun vorugeyms. ¦lu UNDANFARBD hefur verið brot- izt þrisvar inn' í vörugeymslu Sindra h.f. við höfnina. Engu telj andi hefur verið stolið, en þar geymir fyrirtækið ýmiskonar byggingavörur. En í fyrrinótt hafa þeir, sem verið hafa að verki gert tilraun til íkveikju. — Hafa þeir hrúgað upp rusli og borið eld að. Hefur ruslið brunnið upp, án þess að kveikja í út frá sér. Mjög hefur öllu verið rótað til í vörugeymslunni, eins og hús- leit hafi þar farið fram. Sáttatundur tíi kl. háli sex í gærmorgun SÁTTAFUNDUR hófst með fulltrúum deiluaðilja og hinni stjórnskipuðu sáttanefnd í vinnudeilunni klukkan hálf níu á föstudagskvöldið. Var þetta einn lengsti fundur, sem lull trúar deiluaðilja hafa haft með sér, frá því að sáttaumleitanir hófust. Stóð hann til klukkan hálf sex í gærmorgun. Ekki er vitað til þess, að neinn árangur hafi orðið af þess- um viðræðum í fyrrinótt. Um miðjan dag í gær var ekki ennþá ákveðið, hvort sátta- fundur yrði haldinn í gærkvöldi. Almenningur svarar þessu með því að neita að taka þátt í skrípaSeiknum AHREPPSNEFNDARFUNDI sem haldinn var í fyrra- dag birti meirihluti hreppsnefndar hvernig hún ætlar að haga orðalagi á kosningaseðlum i skrípakosningunum, sem kommúnistar efna til þar í hreppnum í dag. w Er fyrirkomulag kosninganna og atkvæðaseðlar svo ein- stakt í sinni röð, að engin samlíking þess er finnanleg i kosningum, sem fram hafa farið. Eru hafðir tveir mismunandi kosningaseðlar um sama mál og í stað þess að koma með ein- faldar spurningar á seðlunum, eru þar málalengingar og svo óljóst orðalag, að i rauninni er ekki með öllu Ijóst út á hvað spurningarnar ganga. ví Sýnir þetta betur en allt annað, hvílíkur endemis skrípa- leikur allt athæfi kommúnista er, ætlað til þess eins að tefja hið sjálfsagða réttindamál íbúanna, að hreppurinn fái kaupstaðarréttindi. vj Er því eina Ieiðin fyrir framfarasinnaða menn í Kópavogi, sem vilja vöxt og viðgang sveitarfélags síns að svara þessu fádæma hneyksli kommúnista með því að sitja heima við þessa skrípakosningu. FINNBOGI Rútur Valdemarsson | hefir lengi verið þekktur að undirhyggju enda haft fátt ann- að til mála að leggja í Kópavogi. í deilunni um kaupstaðarrétt- indamálið, hefir hann með öll- um ráðum reynt að hindra það að vilji íbúanna kæmi fram. Þegar það tókst ekki og hreinn meirihluti kosningabærra Kópa- vogsbúa sendu Alþingi áskorun um kaupstaðarréttindi, sá hann þá einu leið sér til bjargar að taka upp þá hugmynd að leggja Kópavog undir Reykjavík. REFSKÁKIN Honum var kunnugt um það, að sameining Kópavogs við Reykja- vík á jafnréttisgrundvelli á sterk- an hljómgrunn meðal Kópavogs- búa í öllum flokkum, að undan- teknum hans nánustu fylgismönn um einum, sem ekkert hafa út- hrópað meira en „meðferð Reykia víkuríhaldsins á úthverfum höf- uðstaðarins." Þennan hljóm- grunn ætlar Finnbogi Rútur að nota til þess að koma málum svo fyrir, að hann fái tilefni til að taka upp málamyndarsamn- ingaumleitanir við Reykjavíkur- bæ um sameiningu. Ahættan er lítil. Hann veit að Reykjavíkur- bær fýsir lítt að taka við óreið- unni af ráðsmennsku hans, eins og nú hefir komið í ljós með samþykkt bæjarráðs. Hinsvegar hefur Finnbogi möguleika á að setja fram óaðgengileg skilyrði ef svo illa horfir fyrir hann, að Reykjavík sé tilleiðanleg til samninga. Þessi refskák hefur verið ljós frá því fyrsta, en á hreppsnefnd- arfundi í fyrradag kastaði odd- vitinn grímunni. Hann upplýsti það þar, að við atkvæðagreiðsl- una í dag verði notaðir tveir atkvæðaseðlar._________________ UM HVAÐ ER GREITT ATKVÆÐI? Á öðrum seðlinum er þessi spurning lögð fyrir kjósendur: — Viljið þér að Kópavogur sam- einist Reykjavík og verði áfram hreppsfélag þangað til samein- ing hefir farið fram? A hinum seðlinum stendur: — Viljið þér að Kópavogur fái kaup- staðarréttindi? Til þess er ætlazt að svarað sé já eða nei. Ekki er vitað hvort báðir seðl- arnir hafa sama lit. SVIKAMYLLAN Þeir Kópavogsbúar sem æskja sameiningar fá með öðrum orðum ekki tækifæri til þess að láta þann vilja í ljósi nema þeir sam- þykki um leið að Kópavogur verði hreppsfélag áfram. HVAÐ ÞÝÐIP, ÞETTA? Það þýðir það að þeir Kópa- vogsbúar, sem greiða samein- ingu atkvæði sitt í dag í góðri trú, eru með því að hindra það að sameining geti farið fram meðan Finnbogi Rútur heldur völdum í hreppsnefndinni og eru því þannig í reynd að greiða at- kvæði gegn því að þeirra eigin óskir nái fram að ganga. Kópavogsbúar aðrir en nán- ustu fylgifiskar Finnboga Rúts, taka því ekki þátt í þessari fá- heyrðu svikamyiiu kommúnista. Ngo Dlnh Dlesn vill ræSa ¥iS andsSæð- Saigon, 23. apríl — FORSÆTISRÁÐHERRA Suður- Vietnam, Ngo Dinh Diem, hefir í útvarpsræðu boðið tveim leiðtogum þeirra þriggja sértrú- arflokka, er undanfarið hafa beitt sér gegn stjórninni, til við- ræðna við stjórn landsins um ýmis þjóðþrifamál og þá einkum til þess að binda endi á borgara- styrjöldina er háð er nú í Suður- Vietnam. Undanfarnar vikur hef- ir hvað eftir annað komið til átaka milli herja ríkisstjórnar- innar og hersveitanna, er sértrú- arflokkarnir hafa undir höndum. Lagði Neo Dinh Diem áherzlu á, að Suður-Vietnam gæti orðið aðnjótandi fjárhagslegrar aðstoð- ar Bandaríkjanna, en þó því að- eins að friði yrði komið á í land- inu. Mundi sú aðstoð koma í stað inn fyrir þann styrk, er Viet- nam hefði fengið frá Frökkum. Kvað hann landið miög illa statt fjárhagslega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.