Morgunblaðið - 24.04.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐI9 Sunnudagur 24. apríl 1955 DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR 3. B. PRIESTLEY Framhaldssagan 19 karlmaður mundi spyrja“. hróp- aði Margaret. „Rétt eins og ég licfði eitthvað ákveðið markmið grafið innst inni í fylgsnum hug- ans! En ég skal reyna að svara því. Leyfið mér að hugsa mig um.“ Han leit í kringum sig á alla þá, sem horfðu á hana og hún óskaði þess, að hér vreri kona við hennar hæfi, sern hún gæti ávarpað. Þessi stúlka mundi ekkert skilja. „Jæja“, byrjaði hnn hikandi, „ég er ekki viss um, að ég geti gert mig fullkomlega skiij anlega eða hvort þið munuð skilja það. Spurningin er, hver séu áform mín, hvað ég vilji í xaun og veru gera eða vera, er það ekki? Það sem ég vil segja er, að mig langar til að skepa eitthvern persónuleika, sem ég mundi ekki reyna að útskýra fyrir ykkur. Það er til í huga mín um, rétt eins og hugmynd um skáldsögu eða leikrit er í huga höf undarins, en ég verð að gefa honum útrás, hleypa honum út í lífið — skiljið þið? — alveg eins og rithöfundarnir gera. Ég vil láta þennan persónuleika um- lykja lífið og ég vil raunverulega vera alltaf að skapa hann og ég vil hafa fóik nálægt mér, þá sem mér þykir vænt um, og að það lifi í þessum persónuleika og ég vil einnig láta annað fólk komast í snertingu við hann og taka eftir honum og segja, að þetta sé minn persónuleiki og hann sé fullkominn. Þessi per- sónuleiki inniheldur allt hið góða úlifinu, allt það sem mennirnir setja í mismunandi hópa eða flokka og hefja til skýjanna." Henni varð hlýtt um hjartarætur og hún glevmdi áheyrendunum. „Með því að gera þetta eða reyna að gera það, er maður að skapa á hinn dásamlegasta hátt, vegna þess að þar er lífið sjálft efni- viðurinn. Og þeim konum, sem liefur tekizt að gera þetta — það er einnig slæmur persónuleiki eins og góður — eru raunverulega dásamlegar, eins og drottningar án nokkurt tildurs eða sýndar- mennsku. Mennirnir taka aðeins óljóst eftir þessu, þótt þeir hríf- ist auðvitað af því og það má sjá menn, sem hrífast að andrúms lofti einhverar sérstakrar konu. Þeir hafa ekki orðið ástfangnir, eins og fólk heldur alltaf, heldur hafa þeir uppgötvað nvtt land og þar hafa þeir sezt að. Það er« það sem ég vil að skapa mitt lit.la land.“ Hún stanzaði móð og horfði í kringum sig á áheyrend- urna, og varð skvndilega hrædd. Á næsta augnabliki mundi hevr- ast skellihlátur. En það var ekki svo; allir virtust annað hvort vera dálítið ruglaðir eða vingjarn legir eða hvoru tveggia, henni Jétti og henni leið vel. Hún brosti til þeirra. „Ég virðist einnig hafa orðið sek um að halda ræðu. Ég bið afsökunar.“ Þau hrópuðu öll, þegar þau ( heyrðu þetta. „Það er ástæðulaust að afsaka nokkuð, frú Waverton.“ Rödd sir Williams heyrðist „En þér eruð of djúpar fyrir mig. I Hver er næstur? Getum við ekki fengið einhverjar staðreyndir?" Það var Margaret, sem átti að | spyrja og sessunauturinn var lierra Femm. Hún horfði rugluð ■ á hann. Henni fannst, að hann ' hefði ekki átt að vera með, þeg- ar hún horfði á langleitu gulu hrukkóttu grímuna, sem sneri að henni. Það voru djúpar hrukkur kringum augun og boginn á nef- { inu var skjannahvítur eins og j beinið hefði sprengt af sér skinn- ið, en augun voru þokukennd. Hún gat ekki spurt hann neins. Hann var svo einkennilegur. Þá mundi hún allt í einu eftir Rebeccu Femm og hinni látnu Rachel Femm og konunum, sem komu í silki og skarti og mönn- unum, sem sögðu: „Farðu burtu og biddu til guðs“ og það virtist allt vera eins og hluti úr gam- alli heimskulegri sögu, sem hún hafði gleymt og þó var þessi maður í henni, einn lifandi mað- ur. Nei, ekki alveg lifandi. „Ég er reiðubúinn, frú Waver- ton.“ Hve það var einkennilegt að heyra hann tala. Það gerði þetta allt erfiðara fyrir. „Flýttu þér, Margaret." Þetta kom frá Philip. Hún var að verða hlægileg. Allt var betra en ekk- ert. „Segið okkur“, heyrði hún sjálfa sig segja, „hvers vegna þér hafið kosið að búa hérna.“ Herra Femm saup á vínglas- inu og setti það aftur mjög var- lega á borðið, því næst leit hann yfir borðið, þar sem systir hans hafði setið, og beit saman vörun- um, svo að munnurinn virtist alveg hverfa. „Ég kom hingað,“ sagði hann að lokum, „eða ég kom hingað aftur vegna þess að hér er ég fæddur og alinn upp einmitt í þessu húsi og það var af sömu ástæðum og þið komuð hingað. Mig langaði ekki til að búa í þessu húsi lengur, rétt eins og ykkur langar ekki til að dvelj- ast hérna eina nótt. Þið leituðuð hælis hérna og það gerði ég einnig. Þegar ég ákvað að snúa hingað aftur, átti ég enga pen- inga og lögreglan átti erindi við mig. Ykkur finnst það undarlegt. Ég hafði ekki gert neitt glæpsam- legt, ekkert raunverulega glæp- samlegt í þess ,orðs versta skiln- ingi, en lögin hér í þessu landi eru svo heimskuleg og kjánaleg og gæfan var mér ekki hliðholl. Þetta var heimili fjölskyldu minnar, og einnig mitt heimili eitt sinn, þess vegna fór ég hing- að, barði að dvrum eins og þið gerðuð nú í kvöld og leitaði hæl- is. Ég hef alltaf verið hér síðan.“ Hann lyfti glasinu aftúr og þau störðu oii þegjandi á hann. Það var ekki eins og þau gætu ekki komið upp noKkru orði af undr- un, heiaur vegna þess að það virtist eins og pau heiðu ekkert að segja. Sir Wiiliam ræskti sig, og þao hijomaði eins og fyrirboði ræöu, en honum virðist hafa snuizt hugur, þvi að ekkert heyrð ist. „Það er ágætt það, sem komið er“, sagði Penderei. „Nú eigið þér að spyrja, herra Femm.“ Hann gat ekki ímyndað sér að sá, sem næstur var, mundi segja ; sannleikann. Hann var of ríkur og of heppinn til að segja sann- ; leikann. j Herra Femm leit á sessunaut- inn og því næst leit hann beint fram fyrir sig. „Þér verðið að segja okkur“, sagði hann hægt, ‘ „það versta sem þér hafið gert j þessa síðustu mánuði." „Nei, heyrðu nú!“ andmælti sir ' William. „Þetta er heldur mein- fýsið, er það ekki?“ j „Það“, bætti herra Femm ró- lega við, „sem þér skammist yð- ar mest fyrir.“ „Þér farið ekki fram á mikið, eða hitt þó heldur." Hann blés reyknum út úr sér, eins og til að róa taugarnar. Því næst hugs- aði hann sig um. „Eiginlega veit ég ekki.“ Hann gretti sig, en síð- an birti yfir andliti hans. „Jæja, þið skulið fá að heyra það. Það versta, sem ég hef gert á þessu ári. Það er ekkert sérlega spenn- andi eða æsandi, ekkert blaðamál eða drykkjuveizlur í West End eða neitt slíkt. En ég ætla að vera hreinskilinn við ykkur; þetta er það, sem ég skammast mín mest fyrir. Ég nefni auðvitað engin nöfn og tala við ykkur í fullum trúnaði. Fyrir nokkrum mánuð- um deildi ég við forstjóra fyrir einu af fyrirtækjum mínum og rak hann síðan. Þetta er allt og sumt. En það var heilmikið á bak við þetta. Ég sagði, að hann væri ekki nógu góður, mér líkaði ekki Jéhann handfasfi ^NSK SAGA 141 „Sonur minn, ég áminni þig um að setja traust þitt á Guð en ekki menn. Vertu alltaf sterkur. göfuglyndur og einbeitt- ur. Vertu mér eins trúfastur riddari og þú hefir verið mér trúfastur þjónn, þá muntu vissulega vinna þér mikinn heið- ur og mikla frægð.“ Svo sló hann mig á herðarnar með flötu sverðinu og sagði: „Stattu upp, herra Jóhann de la Lande.“ Blanchfleur girti mig gullbúnu belti og sverði. Svo sagði hún lágt: „Herra Jóhann, nú verð ég víst að tala alvarlega og virðu- lega við þig.“- En glettnin í augunum sýndi að hún sagði þetta í skopi. Ég leiddi hana afsíðis og sagði: „Blanchfleur, nú dettur mér nokkuð í hug. Úr því að ég er nú orðinn riddari, ættum við þá ekki að trúlofast hvort öðru?“ Þá setti Blanchfleur dreyrrauða og hún spurði: „Elskarðu mig, Jóhann?“ og þóttist verða ósköp hissa og íeimin. „Nei, nei“, sagði ég til að stríða henni. „Ég spurði bara svona af því að mér finnst það einhvern veginn á mér að við eigum eftir að vera saman héðan í frá á meðan við lif- um bæði.“ En kossinn, sem ég rétti henni á eftir, sagði henru allan sannleikann. Nú kom þjónustusveinn hlaupandi og sagði: „Konungur vill tala við ykkur aftur.“ „Krjúptu niður, Jóhann. Þér lá svo mikið að komast í A morgun seljast með miklum afslætti HATTAIS ULLARKÁPUR á börn og fullorðna BARMADRAGTIR ^defdur luj^. Laugavegi 116 Sundbolir Blússur Peysur Pils Náttkjólar Nærföt Dragtir Kjólar ^deiclur L.fí. Austurstræti G KJÓLAEFNI GLUGGATJALDA- EFNI BORÐDÚKAR BUTASALA ddeidur L.j^. Bankastræti 7 HALSKLUTAR Austurstræti 6 og 10 Bankastræti 7 Laugavegi 116 ■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ >■4 JTy — — / At löWrs TZÍk: / I frá TONI sem nýtur sívaxandi hylli alls staðar. HEKLA H. F. Hverfisgötu 103 — Sími 1275. IUujUuulus iiiniTii iTrrn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.