Morgunblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 10
-10 MORGUNBLA&IÐ Sunnudagur 1. maí 1955 J SHELL X-100 — 10 W/30 hefur alltaf rétta þykkt. Hún rennur því og smyr \ jafn vel á ísköldum vetrarmorgni sem heitasta sumardegi. Auk þess verndar ' hún hreyfilinn fyrir sýrutæringu og hreinsar hann af sora. ) Áður þurfti að breyta um olíu vor og haust, en nú þarf aðeins eina olíu: SHELL X-100 BIEREIÐAROLBIJ 10 W 30 > > Látið afgreiðslumenn vora leiðbeina yður um rétta notkun SHELL X-100 10 W/30. H.F. f SHELL) Á ÍSLANDI RÉTTA OLÍAN VIÐ ÍSLENZKAR FALLEC SUMARKJÓLAEFNI MÝ SENDING iMarteim pw6Avc63/ Einarsson w Ódýrir kjólar Seljum næstu daga mikið af kjólum með miklum afslætti. Vesturgötu 3 Ódýr sumarkjólaefni Kr. 18.50, 19.50 og 20.50 m. Verzlunin PERLON Skólavörðustíg 5 sími 80225. HJOLBARÐAR ásamt slöngum, fyrirliggj- andi í eftirtöldum stærðuiq: 600—16 fyrir fólksbíla 600—16 fyrir Jeppa 650—16 710—15 760—15 O R K A h.f. Laugavegi 166 3 m/ni oK 4 m/m. nýkomið. — m arriJAvfb BEZT AÐ AVCLfSA / MORGVNBLAÐINU — Reykjavíkurbréf Framh. af bls. 9 brigði kúnna. Menn segja sem svo, að hætt sé við að úrvalið reynist svo einsýnt ef það verð- ur tímunum saman framkvæmt með þeim hætti. En meðan eitt nafntogaðasta kúakyn austur í sveitum, Klufta- kynið, hefur á að skipa þvílíkum úrvalsskepnum sem Grása á Galtafelli í Hrunamannahreppi er, er mjólkaði á síðasta ári 7328 lítra af nálega 4% feitri mjólk, virðast Hreppamenn geta vel un- að framförunum í því efni. í ritgerð sem Hjalti Gestsson búfræðingur birti nýlega í tíma- rit Búnaðarsambands Suðurlands kemst hann m. a. að orði á þessa leið: Nú eru starfandi hér á Suður- landi 27 nautgriparæktarfélög með yfir 500 meðlimum, sem eiga rúmar 5000 árskýr á skýrslum. Starfsemi nautgriparæktarfélag- anna hefur nú staðið yfir í hálfa öld. Guðjón heitinn Guðmunds- þroskunar í þrjá áratugi er út- breiðsla þessarar ræktunar ekki eins ör og menn gætu búizt við. Forystumenn á búnaðarsviðinu hér sunnanlands ættu að leggja meiri áherzlu á en þeir hingað til hafa gert, að hefja kornræktina í hinum gömlu kornræktarhéruð- um á Suð-Vesturlandi til meiri vegs og virðingar en hún hefur verið. Og fyrsta takmark þeirra verður að bændur hér um þessar slóðir rækti sitt kjarnfóður sem þeir þurfa til skepnufóðurs á bú- um sínum sjálfir. Ýmsu er borið við þegar um útbreiðslu kornyrkjunnar er rætt, t. d. er það sagt, að bænd- ur hafi ekki fólksafla til þess að bæta á sig verkum við korn- skurð og hirðingu korns fyrir heyvinnustörfum. En vel muna þeir hin ógleym- anlegu orð Gunnars á Hlíðar- enda, þegar hann leit til Fljóts- hlíðarinnar er blasti við honum á ferð hans til útlanda „sem aldr- son ráðunautur stofnaði fyrstu nautgriparæktarfélögin árið 1903. Þegar þessi starfsemi var hafin mjólkaði meðalkýrin um 2000 kg. En núna mun meðalkýr naut- griparæktarfélaganna mjólka um 3000 kg. Mér þykir líklegt, segir Hjalti, að nú séu um 9000 árskýr á mjólkursvæði Flóabúsins, en mjólkurmagnið sé samtals um 27 milljón kg á ári. Nú mun verð til bænda hafa verið um kr. 2.40 á hvert kg árið sem leið, og hef- ur því verðmæti þessarar árs- mjólkur numið ca. 65 milljónum króna. Ef kýrnar mjólkuðu ekki meira en þær gerðu fyrir 50 ár- um, hefði verðmæti mjólkurinn- ar ekki numið meira en ca. 43 milljónum króna miðað við sama kúafjölda og nú. Kynhætur fyrir 22 millj. á ári Höf. heldur áfram: Er því tekjuaukning héraðsins vegna þessara auknu afkasta um 32 milljónir á ári. Þetta sýnir hinn tölulega ágóða af kynbótunum í 50 ár. Vitanlega getur þessi eini einstakiingur á Galtafelli bent til miklu stórstígari framfara en átt hafa sér stað á síðast- liðinni hálfri öld. Er hann nægilega augijós til þess að bændur veiti þessum árangri nákvæman gaum. Hjalti Gestsson starfar nú m. a. við kynbótabúið í Laugardælum og væntanlega gefst honum tæki- færi til að skýra frá þessari merku starfsemi sinni innan skamms hér í blaðinu. í sömu grein í tímariti Búnað- arsambands Suðurlands minnist Hjalti á kjarnfóðurnotkun sunn- lenzkra bænda, er hann álítur að sé að meðaltali á kú um 350 kg eða um 7 milljónir króna að verðgildi á ári. Hjalti segir: „Þessum árangri með aukningu ársnytarinnar mætti lýsa með því, að fyrir 50 árum þurftu kýrnar eina fóður- einingu til að skila einu kg af mjólk, en núna munu kýrnar þurfa um 0,8 fóðureiningu að meðaltali, til þess að framleiða sama mjólkurmagn. Það er því augljóst að á þessu tímabili hafa verið unnir stórir sigrar, sem lýsa sér í því, að hér hafa verið rækt- aðir nautgripir sem hafa miklu meiri afurðagetu en áður þekkt- ist, og samfara þessu hefur áunn- izt þekking til þess að fóðra þessa gripi, á þann veg að þeir skiluðu afurðúm samkvæmt eðli sínu“. Hitt er líka augljóst að í allri þessari baráttu hafa bændur í nautgriparæktarfélögunum staðið í fremstu víglinu, og orðið lang mest ágengt, enda hafa þeir bar- izt til þess sigurs fylktu liði og undir farsæili stjórn búlærðra manna“. Kornræktin EN ÞÓ ckkar ágæti forystumað- ur við kornræktina Klemens Kristjánsson á Sámsstöðum hafi að staðaldri ræktað korn til full- ei var farin“. Hann leit þar „bleika akra, en slegin tún“. Þessi sjón hefur verið algengt á þeim árum, meðan íslenzkt sumarlofts- lag var með þeim hætti, að korn- yrkja hér á Suðurlandi var al- geng og arðbær. Orð Gunnars benda ótvírætt til, að þegar kornakrar Fljóts- hlíðarinnar báru þroskað korn og „bleikt“ þá var túnaslætti lokið. Og eins verður það þegar kornyrkjan verður almennt tek- in upp hér syðra. En þegar farið er út í þessa sálma, getur maður vart komizt hjá, að benda á að með súgþurrkunartækjunum sem eru orðin algeng í sveitum lands- ins, getur ekkert verið því til fyrirstöðu, að þeir bændur sem eru svo framkvæmdasamir að þeir hirði um kornræktarmögu- leikana, noti sér súgþurrkun- ina til að hirða kornið og koma því nægilega snemma í hús að hausti. Svo „viðbáran með haust- rigningarnar“ ætti að reynast þarflaus. Bændur varist síðslægjuna í ÞESSU sambandi er eðlilegt að minnast á þann leiða og hættu- lega ávana sem allt of víða ligg- ur í landi, að bændur taka of seint til sláttar á vel hirtum og frjósömum túnum sínum, láti töð- una standa þangað til hún verður „fullsprottin“ velvitandi að þeg- ar þroski hennar er kominn á það stig þá er hún ekki jafn auðmeltanleg og næringarrík eins og þegar grasið er ungt og hefur ekki komizt á fullsprettu- stigið. í Lésbók Morgunblaðsins í dag er birt frásögn frá Iðnaðardeild Atvinnudeildarinnar og hinum margvíslegu störfum, sem Iðnað- ardeildin leysir af hendi fyrir almenning. T. d. er þar talað um efnagreiningar, sem deildin tekur að sér á töðufóðri á mismunandi þroskastigi. Bændur ættu að hug- leiða þær athuganir, sem Iðnað- ardeildin hefur með höndum og læra af því, hve mikið tjón þeir bíða af því, að slá tún sín seint. Þó Iðnaðardeildin hafi nú starfað í framt að því 50 ár og safriað miklum fróðleik er getur komið atvinnuvegum landsmanna að miklu gagni, þá hefur Iðnað- ardeildin látið allt of hljótt um starísemi sína, svo margir lands- manna hafa ekki hirt um að nota sér af hinni margþættu rannsókn- arstarfsemi hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.