Morgunblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 16
Yeðurúllif í dag: N.4-kldi. Skýjað. Víðast úrkomu- laust. Reyk|awiVn?bril er á bls. 9. 97. tbl. — Sunnudagur 1. maí 1955 maí-hátíðahöldin og kommúnistar X’INS OG kunnugt er ætluðu kommúnistar með lögbrotum og A-J ofbeldi að hindra að fulltrúi Hreyfils fengi setu í 1. maí nefnd Verkalýðsfélaganna. í mótmælaskyni við þetta til-1 tæki kommúnista ákváðu allir . lulltrúar lýðræðissinna í nefnd- [ inni að slíta allri samvinnu um j hátíðahöld dagsins. Sáu kommúnistar þá sitt ó-! vænna og sögðu Hanniba' að skrifa stjórn fulltrúaráðsins bréf og biðja hana um að breyta j ákvörðun sinni og fara eftir lög-1 tm samtakanna. Hafa kommúnistum iíklega þótt afstaða sín í þessu máli ekki vera vel í samræmi við „eining- ar“ hjal sitt og séð sitt óvænna og gripið til þess ráðs að skrifa sjálfum sér bréf, sem fæli í sér ósk til þeirra sjálfra um að hætta við þau lögbrot er þeir höfðu framið. En gerð kommúnista er sú sama. Þeir ætluðu með ofbeldi, sem á sér ekkert fordæmi i sögu verkalýðshreyfingarínnar að traðka á lögvernduðum rétti sam- takanna, en þorðu ekki að halda ofbeldinu til streytu er þeim skildist að lýðræðissinnar voru staðráðnir í því að láta ekki kúg- ast af ofbeldisaðgerðum hins fjarstýrða kommúnísiaflokks. Nú virðist Ijóst að iðnskólafrum varpið nái samþykkt Alþingis Iðnskólar skulu heyra undir mennfa- ráðherra. FRUMVARPIÐ um iðnskóla, sem Ingólfur Jónsson iðnaðarmála- ráðherra lagði fram í vetur, var afgreitt úr E1 ’eild Al- þingis í gær með nokkrum minniháttar breytingum. rer frum- varpið nú aftur til Neðri deildar og er þess vænzt, að þaðan verði það fljótlega afgreitt sem lög. Ber að fagna því að nú loksins eftir margra ára tilraunir hefur tekizt að ná samkomulagi á þingi um afgreiðslu iðnskólalaga. Mynd þessi er tekin heima hjá Xhor Thors, sendi icrra íslands í Washington, er borgarstjórahjónin heimsóttu hann og konu hans þar fyrir skömmu. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Frú Vala Thor. oddsen, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, frú Ágústa Thors og Thor Thors, sendiherra. Meiri hluti iðnaðarnefndar Efri deildar gerði all-miklar breytinga tillögur við frumvarpið, en þær voru flestar felldar með 8 atkv. gegn 6, enda hafði iðnaðarmála- ráðherra mælt gegn þeim. HEYRI UNDIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA Þó kvaðst hann geta fallizt á eina breytingartillögu, sem sé þá, að iðnskólar skyldu heyra undir menntamálaráðherra í stað iðnað armálaráðherra, í fyrsta lagi vegna þess að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að iðnfræðsludeild- ir verði starfandi við héraðs- og gagnfræðaskóla í sveitum og í öðru lagi vegna þess að það virt- ist stefna þingsins að setja allt skóla undir menntamálaráðherra. STÓRUM ÁFANGA NÁÐ Aðalatriðið, kvað Ingólfur Jónsson, iðnaðarmálaráðherra vera, að lög um iðnskóla fengj ust samþykkt á þessu þingi, sem aðalatriðum v rðu eins og frumvarpið er það kom fram. Ef slíkur árangur næðist, væri stórum áfanga náð til að full- VörusklplalöfnuS- urinn ófsagsfæöur um 20,8 mil!], kr. SAMKVÆMT upplýsingum frá Hagstofu íslands hefir vöruskipta jöfnuðurinn orðið óhagstæður um 20,8 roillj. kr. fyrstu þrjá mánuði ársins. Flutt hefir verið inn fyrir ?20,4 millj., en út fyrir 209,6 millj. — Á sama tíma í fyrra var jöfnuöurinn óhagstæður um 26.5 millj. Þá var flutt mn fyrir 231.5 millj , en út fyrir 205 millj. í marzmánuði var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 8,9 millj. Útflutningurinn nam 76,5 millj. kr., en innflutningurinn 85,4 millj. kr. koinna menntun og bætta að- stöðu við iðnnám. Er vissulega mikilvægt að samkomulag hef- ur nú náðst á Alþingi um þetta mál, sem verið hefur í deigl- unni allt frá 1942, en svo mik- ið ósamkomulag hefur rikt í því að frv. um iðnskólalög hafa aldrei komizt í gegnum fyrri þingdcild. Þýzkur kór fer fram á bæjarsjóðs- styrk ÞÝZKUR KÓR mun hafa látið í ljós áhuga sinn á því að heimsækja 1 fsland nú í sumar. Milligöngumað , ur kórsins er Ingólfur Guðbrands son, söngkennari við Laugarnes- skólann. Hefur hann skrifað bæj- arráði bréf, þar sem hann fer fram á það, að bæjarsjóður styrki hinn þýzka kór til þessarar farar. — Þetta erindi var lagt fram á fundi bæjarráðs á föstudaginn, en ekki tekin nein afstaða til þess. Gullfaxi $>at ekki lent vegna snjó- komu HEPPNIN var ekki að öllu leyti með Gullfaxa í fyrstu ferð hans að verkfallinu loknu. Flugvélin var allan tímann, meðan á verk- fallinu stóð, í Kaupmannahöfn. — í fyrradag fór hún þaðan beint áleiðis til blýnámu bæjarins í Meistaravík. Var flugvélin með 4,5 lestir af hvers konar varningi og sjö farþega. — Gullfaxi var kominn nær leiðarenda, lokaðist flugvöllurinn þá skyndilega vegna snjókomu. Var þá snúið hingað til Reykjavíkur. Var flugvélin hér um miðjan dag í gær og beið þess að veður batnaði. KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 30. apríl: — ájór mun vera Icominn í brezka togarann King Sole, sem strandaði í vetur á Meðallands- fjörum. Ný'ega voru gerðar ráð- stafanir til björgunar á skipinu, en engin tilraun til þess gerð enn þá. — í fyrradag varð maður sá, Magnús Sigurðsson, bóndi, er gætt hefir skipsins fyrir Hamar h.f., sem annast mun björgun skipsins, var við að sjór var kom- inn í skipið. Ætlaði hann þá að setja í gang dælu, sem Hamars- menn höfðu skilið eftir um borð í skipinu, en honum tókst ekki að ræsa hana. Mun hún hafa verið blaut. Tveir menn frá Hamri eru á Ieiðinni austur til að koma dæl- unni í gang og dæla sjónum úr skipinu. Eótarbrim er nú fyrir austan og togarinn mun vera farinn að hallast lítið eitt, en þó varla hættulega. Munu aðstæður til björgunar vafalaust verða mun erfiðari og vinna við það aukast að mun eftir brimið. 11)1 ÞVZK-ISL LIJfT- Fimim AU HEFJAST ? SVO sem kunnugt er, hefur Flugfélag íslands í hyggju, að taka upp flugferðir til Ham- borgar og Frankurt. Hefur verið unnið að undirbúningi þess í vetur, m. a. og öflun leyfis vestur-þýzkra stjórnar- valda til lendingarleyfis í tveim fyrrnefndum borgum. • Blaðið hefur fengið stað- festingu á því, hjá for- ráðamönnum Flugfélagsins, að lendingarleyfi hafa ekki feng- izt, enn sem komið er. • Þetta mun stranda á því, að skki er í gildi neinn loftferðasamningur milli Þýzkalands og íslands. Telja Þjóðverjar ekki tímabært að veita lendingarleyfi fyrr en slíkur samningur hefur verið gerður milli landanna. • Nú mun í undirbúningi að senda héðan fulltrúa íslenzkra stjórnarvalda til að hefja við- ræður við vestur-þýzku stjórn ina um loftferðasamning. Eru taldar líkur til þess að þær umræður fari fram í Bonn og hcfjist kringum 20. maí. Badmintonmóíið, fara fram í dag í DAG klukkan 2 eru ráðgerð úrslit í badmintonmótinu, sem hófst í gæi. í gær áttu að fara fram allir leikir fram að úrslit- um. Vegna þess hve blaðið fer snemma í prentun á laugardög- um, var ekki vitað, hverjir Ieika úrslitin. En víst er um það, að keppnin hefur verið afar hörð, því þarna voru á ferðinni flestir eða allir snjöllustu badminton- menn landsins — allir í góðri þjálfun að liðnum vetri. Meðal keppendanna á mótinu var Vagn Ottósson og einn af Malæjamönn- um þeim, er að undanförnu hafá leikið á Hótel Borg, en hann er góður badmintonmaður, eins og margir landar hans, enda er í- þróttin þai leikin utanhúss. Islenzkir aðalverktakar yfirtaka tæki varnarliðs að verðmæti 28 millj. kr. ÍSAMBANDI við það að íslenzk félög hafa nú yfirtekið flest störf erlendra byggingarfélaga á Keflavíkurflugvelli, hefur bandaríska varnarliðið á vellinum leigt íslenzkum Aðalverktökum og Sameinuðum verktökum mikinn fjölda af vinnuvélum og far- artækjum, se mnauðsyn er á til byggingarframkvæmdanna. VERMÆTI 28 MILLJ. KR. Hér er um að ræða 224 farar- tæki og vélar, allt frá jeppum og upp í risastórar grjótmuln- ingsvélar, sem geta mulið 120 smálestir af grjóti á klst. Sam- tals eru tæki þessi öll metin á rúmlega 28 milljónir króna, en afhending þeirra fer fram skv. ákvæðum samningsins milli rík- isstjórnarinnar og varnarliðsins. MERKT FANKENNIS- BÓKSTÖFUM VL Tækin eru leigð til eins árs í senn, en þeir leigusamningar verða að sjálfsögðu framlengdir eftir samkomulagi og þörf til framkvæmda á vellinum. Öll þessi tæki munu skrásett með einkennisbókstöfunum VL, þótt þau séu eingöngu undir stjórn íslendinga. Bílhappdrætti Sjálf slæðis?!okkslns VEGNA hinnar öru miðasölu I happdrættinu, verður skrifstofa happdrættisins í Sjálfstæðishús- inu opin í dag frá kl. 2—5 síð- degis, til hægðarauka fyrir þá, sem ekki hafa aðstöðu til að kaupa miða á venjulegum skrif- stofutíma. Sími skrtfstofunnar er 7100. Fjöldi bifreiðaeigenda hefur begar keypt miða með númerl bifreiðar sinnar, en þeir, sem ekki hafa þegar gert það, ættu nú þegar að hafa samband við skrifstofu happdrættisins, því að ákveðin númer eru seld þeim fyrsta, er um þau biður. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.