Morgunblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók tt, írgangur 97. tbl. — Sunni Kaupdeilan og kjarabæfi Hugleiðingar um verkalýðsmál ' "^m* hátílisdegi verkalýðsins 97. tbl. — Sunnudagur 1. maí 1955 Prentsiudð]* MorgunblaðsiiM a Samtal viS Sigurjén lém%m járnsmið. — Á ÞESSUM alþjóðlega hátíðisdegi verkalýðsins, 1. maí, er það venja launþeganna, um leið og þeir snúa sér að fram- tíðarverkeínum, að líta einnig yfir farinn veg og aðgæta, livað áunnizt hefur í baráttunni fyrir bættum lífskjörum. Þannig hóf Sigurjón Jónsson, járnsmiður, mál sitt, er Mbl. hafði tal af honum, — og hélt hann áfram á þessa leið: — Og að þessu sinni, á 1. maí hátíðisdeginum í ár, er e. t. v. eðlilegt, að það, sem nýlega er framhjá gengið, sé launþeg- unum ríkara í huga en ella, aðeins tveir dagar eru hjá liðnir síðan lengsta og erfiðasta verkfalli í sögu íslenzku þjóðar- innar lauk. Sérhver launþegi þarf að 1 íhuga verkfallið Það er eðlilegt og um leið blátt áfram nauðsynlegt að launþeg- arnir rifji upp í dag það, sem á undan er gengið og íhugi það vandlega og gætilega, sagði Sig- urjón Jónsson. Slík verkföll eru alvarleg, hvernig sem á þau er litið. Þáu kosta launþegana miklar beinar fórnir og með því að skaða atvinnulíf þjóðarinnar í heild, geta þau höggvið nokk- ur skörð í lífskjör alls almenn ings. Því hlýtur hver einasti launþegi að íhuga vandlega tilgang og forsendur slíks verkfalls, krefjast þess, að skynsamlega sé á málunum haldið við framkvæmd þess - og að verkfallið leiði að lok- um til himia farsælustu lykta í þessu einræði sínu er hætt við, að kommunistar hafi af ein- hverjum flokkspólitískum hvöt- um orðið þess valdandi að verk- fallið stóð miklu lengur en þörf var á. Við vitum, að tiltöiulega snemma buðu vinnuveitendur 7% hækkun, og með mátulegum sáttavilja, hefði þá mátt ljúka verkfallinu, með líkum niður- stöðum og raun varð á. Þetta ber mönnum að íhuga vandlega Verkalýðshreyfingin bíður. líka alvarlegan álitshnekki af hinni ógeðfeildu pólitísku mis- munun, sem kommúnistar fram- kvæmdu á öllum sviðum. Þetta er miklu alvarlegra mál, en margur hyggur, því að stuðningur fjóld- ans er nauðsynlegur í vinnudeil- um. Slíkar aðgerðir eru sízt til þess fallnar að ávinna þann stuðning. og verulegra bættra lífskjara. Kjaradeilan hvarf í aukaatriðum — Hvernig hefur þér þá fund- izt framkvæmd þessarar kjara- j deilu? i — Því miður verð ég að segja það, að mér fannst henni mjög illa stjórnað af hendi verkalýðs- félaganna. Því að það má segja, að deilan sjálí haíi verið látin ] hverfa í baráttu um það, hvort einhverjir bílstjórar fengju meira eða minna benzín, eða það hvort einhver heimili hefðu aðstöðu til að afla sér kjöts eða kaffis. Þetta ásamt mörgu öðru varð til þess, að við nutum ekki stuðnings f jöldans í þess- ari deilu, miðað við þann stuðning, sem við höfum notið áður. Það hefur sjaldan komið betur i ljós en nú, hvað heild- arsamtök launþeganna, Al- þýðusambandið, er lítils megn ugt, því að það getur aðeins „óskað" eftir því að meðlima- félögin fari að vilja þess, en í þessari deilu sýndi það sig, að félögin úti um Iand voru oft- ast á annarri skoðun en ASÍ. Afleiðingar pólitísks sundrungarstarfs Við nánari athugun á verk- fallinu kemur raunar í ljós, að flest það sem miður hefur farið við framkvæmd vinnudeilunnar, stafar fyrst og fremst af sundr- ungarstarfi kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er hreint sundrungarstarf, þegar kommúnistar t.d. gerðust alger- lega einráðir um allt, sem laut að vinnudeilunni. Aðalatriðið: Hverjar eru raunhæfar kjarabætur? — En hvað segirðu um niður- stöður vinnudeilunnar, þær kjarabætur, sem af henni leiða? — Það eru ekki alltaf mestu kjarabæturnar að fá sem flestar krónur, heldur hitt, að við fáum sem mest fyrir þá peninga, sem við hljótum. Um kauphækkanir almennt vil ég segja, að okkur launþegunum er það fullkomlega ljóst, að þótt fram fari kauphækkun, sem nær til launþega allra og almennt, þá virðist það vera all vafasöm kjarabót, þar sem öll þjónusta, hlýtur þá að verða dýrari og út- gjöld okkar að sama skapi meiri. Það er ekki aðalatriðið, að krónutala kaupsins vex, við launþegar látum slíkt ekki glepja okkur sýn. Hitt er meira um vert, hvort við hljót um raunhæfar kjarabætur. Framh. á bls. 7 erii-menn svara um og FYRIR nokkru sendi bandríska stjórnin ríkisstjórn Peru í Suður- Ameríku mótmæli vegna þess að j Perumenn hafa lýst yfir 200 milna landhelgi. Kvaðst Banda- ríkjastjórn telja þessa ákvörðun algerlega ólögmæta og kváðst ekki geta viðurkennt annað en hina „alþjóðlegu" þriggja mílna landhelgi. Peru-stjórn svaraði orðsend- ingu Bandaríkjamanna hvat- skeytlega. Hún benti á það að önnur ríki hefðu líka 200 mílna landhelgi svo sem Chile, Equator og San Salvador í Ameríku. En Suður-Kórea hefði lýst yfir 60 mílna landhelgi. Þá benti Peru- stjörn einnig á það að hin ýmsu sambandsríki Bandaríkjanna hefðu lýst yfir stærri landhelgi en 3 mílna svo að það sæti sízt á Bandaríkjastjórn að vera að senda mótmælaorðsendingar. flugvélabækisföS á Formósu WASHINGTON, 29. apríl. — Bandaríkin hyggjast reisa bæki- stöð á Formósu, og er það í sam- ræmi við gagnkvæma varnar- samninginn, sem Bandaríkin og Formósa gerðu með sér. Er þetta aðeins einn liður í mörgum slík- um áætlunum, sem utanríkis- og varnarmálaráðuneytið hafa á prjónunum. Hyggst Bandaríkja- stjórn með áætlun þessari fá betri aðstöðu til að koma á vopna hlgi á Formósu-sundum. Endan- leg ákvörðun um bækistöð fyrir þrýstiloftsf lugvélar og flota verð- ur ekki tekin fyrr en Arthur Radford, yfirmaður bandaríska herforingjaráðsins, og Walter Ro- bertson, aðstoðarutanríkisráð- herra, eru komnir aftur til Bandaríkjanna. — Reuter-NTB. „Við erum alltaf reiðu- | búuir...!" LUNDÚNPM 28. april. — Eden forsætisráðherra skýrði frá því í brezka þinginu í dag, hvernig málin stæðu vegna fyrirhugaðrar og væntanlegrar fjórveldaráð- stefnu. I Hann sagði, að áður en slíkur fundur færi fram yrði fyrst að koma í örugga höfn Parísarsátt- málunum og friðarsamningum við Austurríki. Nú horfði vel hvað bæði þessi mál snerti. Og nú bíða Bretar þess með eftir- væntingu hvað geris* næst. Við erum alltaf reiðubúnir til við- ræðna er leitt geta til árangurs, sagði hann. Berchtesgaden og Beriín vilja báðar fá arí eftir Hitler Dó Hitler siðdegis pann 30.apríl 1945? Berlín. NÚ stendur yf ir mikil deila um, hver skuli erfa jarðneskar eignir Hitlers — sem nema nokkr um milljónum marka. í sam- bandi við þetta hefir rétturinn í Berchtesgaden reynt að afla sér nákvæmari upplýsinga um dauða Hitlers, en til þessa hafa engir sjónarvottar gefið sig fram. Ná- kvæmustu upplýsingar, er feng- izt hafa til þessa, er frásögn eins aðalmannsins í Hitlers-klíkunni. Fyrir rétti hefir hann sagt svo frá, að Hitler hafi dáið 30. apríl 1945 — skömmu eftir hádegi. • * • Síðdegis þennan sama dag var vitninu skipað að flytja lík, er vafið var inn í ábreiðu, brott úr herbergi ríkiskanzlarans. — Hann sá aðeins fætur líksins klæddar hermannastígvélum, og því get- ur hann ekki sagt með vissu, hvort þetta var líkið af Hitler —¦ en honum var þá sagt, að það væri hinn látni ríkiskanzlari, sem hann flutti brott. Aftur á móti kvaðst hann hafa séð lík Evu Braun, sem Hitler kvæntist skömmu fyrir dauða sinn. • * • Samkvæmt þýzkum dómsúr- skurði verður að líta svo á, að Hitler hafi „horfið án nokkurra ummerkja", þar sem ekki er hægt að sanna dauða hans með framburði sjónarvotta eins og þýzk iög gera ráð fyrir. Réttarrannsóknir í málum Fœreyjar: Holger danski áaðaðsoðaef... Frá fréttaritara Mbl. í Khöfn. * KAMPMANN fjármálaráð herra mun nú senn gefa dönsku stjórninni skýrslu um deilumálin í Færeyjum. — Á skýrslunni mun danska stjórn- in síðan byggja úrskurð sinn um það, hvort hún fyrirskip- ar landgöngu lögregluliðsins, eða hvort hún reynir leiðina til sætti. -jtr Ekstrabladet skrifar, að æ fleiri séu nú andvigir því, að lögregluliðinu verði bland- að í málin, úr því sem komið er. Blaðið segir og fra því, að ef til landgöngu lögregluliðs- ins komi í Klakksvík, þá muni danska herskipið Holger danski, sem er í nánd við Fær eyjar, sennilega verða látið aðstoða lögregluliðið. — Páll. manna, er þannig hafa horfið skulu fara fram í þeirri borg^er maðurinn hefir síðast verið bú- settur í. Rétturinn í Berchtes- gaden heldur því fram, að málið um arf eftir Hitler skuli koma fyrir dómstólana í Berchtesgad- en, þar sem Hitler hafi síðast dvalið í Berchtesgaden. Yfirvöld- in í Berlín mótmæla þessu og halda því fram, að Hitler sem „foringi og ríkiskanzlari" hafi raunverulega verið búsettur í Berlín og því eigi málið að koma fyrir dómstólana í Berlín. • * • Úrslit þessa máls verða nokkuð undir því komin, að í Berchtes- gaden, sem er í V.-Þýzkalandi, hef ir nazismanum verið að miklu leyti útrýmt svo að ekki er hægt að nota eignir hans til að bæta fyrir þau hryðjuverk, er Hitler lét vinna í nafni nazismans. — í Berlín er útrýming nazismans ekki komin á eins góðan rekspöl og yrði arfur Hitlers því þar not- aður í því skyni. ppn 2 HAAG 28. apríl. — Efri deild hollenzka þingsins samþykkti í dag fyrir ritt leyti, að Þýzkaland yrði tekið í bandalag Atlantshafs ríkjanna og það hervæðist í sam- vinnu við Vesturveldin. — 32 greiddu atkvæði með þessari lausn, en 2 á móti — báðir kom- múnistar. Með þessu er lokið þingmeð- ferð á sáttmálunum er kenndir eru við París meðal þeirra þjóða er þá undirrituðu. —Reuter. Gronchi kjörinn forseti ítolíu Rómaborg. ¦jc EINS og skrt hefir verið frá var Giovanni Gronchi í gær kjör- inn forseti ftalíu. ir Þó að Gronchi teljist til kristi- lega 'ismókrataflokksins, er almennt álitið, að kosning hans sé óhagstæð fyrir samsteypu- stjórnina, er nú situr að völdum undir forsæti Mario Scelba. • Gronchi var kosinn í fjórðu umferð kosninganna með 422 at- kvæðum og líklegt þykir, að hann eigi sigur sinn að þakka fylgi Nenni-sósíalistanna, er hafa unnið með kommúnistum og vinstri armi demókrataflokksins. Kristilegi demókrataflokkurinn reri öllum árum að því, að Gronchi næ?; ekki kosningu, þar sem kosning hans myndi veikja traust Vesturveldanna á ítalíu. Kommúnistar sögðust hafa skílað auðum seðlum, þar sem þeir vildu ekki spilla fyrir kosninga- möguleikum Gronchis. • Nýi forsetinn er fæddur árið 1887 í nágrenni Písa og alinn upp við bág kjör. Hann varð að brjót- ast til mennta af eisin rammleik og gerðist fylgismaður kristilega demókrataflokksins þegar árið 1902. Hann fékk snemma áhuga fyrir verkalýðshrevfingunni og tók virkan bátt í stofnun fyrsta kaþólska verkalýðsfélagsins. • Árið 1921 var hann gerður að vararáðherra í f*'rstu stjórn Mussolinis, en dró sig fljótt í hlé og tók þegar árið eftir þátt í stofnun and-fas^'skvq samtaka. — Varð hann bví að láta af bing- störfum. í síðustu heimsstvriöld var Gronchi einn af leiðtogum ítölsku neðanjarðarhreyfingar- innar. Hann var skitiaður iðnað- ar- og viðskiptnmálnráðherra í fyrstu ítölsku stjórninni, er sett var á lappirnar eftir heimsstyrj- öldina. Gegndi hann þessu em- bætti til ársins 1946. bó að stjórn- arskipti ættu sér oft stað. I — Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.