Morgunblaðið - 08.05.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 08.05.1955, Síða 1
16 síður og Lesbók 43 árgangur 103. tbl. — Sunnudagur 8. maí 1955 Prentsmlðja Morgunblaðsins Hornsteinar RÁÐHERRAR 15 V-EVRÓPI) lagðir RIKJA I PARIS 1 átök um lund „hlnna stóru“ UTANRÍKISMALARAÐHERRAR 15 Vestur- og Suður- Evrópuríkja koma saman í París nú um helgina til þess að: Stofna formlega Bandalag Vestur Evrópu. Kjósa landsstjóra í Saar. Kjósa eftirlitsmenn með vopnaframleiðslu ríkjanna í Vestur-Evrópubandalaginu. Samþykkja formlega upptöku Þjóðverja í Atlantshafs- bandalagið. Ræða um ástandið í Suður Vietnam. Ræða um samband austursins og vestursins, sérstaklega með tilliti til möguleikanna á ráðstefnu „hinna fjögrurra stóru.“ Bretar eru því fylgjandi að haldinn verði á næstunni fundur hinna fjögurra stóru, og að utanríkisráðherrar fjórveldanna komi saman síðar til þess að ræða í einstökum atriðum þau mál, sem hinir stóru hafi fjallað um áður. Bandaríkjamenn eru þessu and- vígir, þeir vilja að utanríkismálaráðherrarnir komi saman í til- efni af væntanlegum friðarsamningi við Austurríki og að þar verði rætt um möguleikana á fundi „hinna stóru“. Teiknari brezka stórblaðsins Daily Maii hefur skapað þessa per- sónu. Kallar hann hana „Bevatskell“ og segir að þannig líti í raun og veru út forustumaður Verkamannaflokksins. Fyrirmynd- ina sækir hann til Bevans, Attlees og Gaitskells og úr nöfnum þeirra þremenninganna hefur hann og fengið nafn flokksleið- togans, sem stýrir flokknum í yfirstandandi kosningabaráttu. Mál þetta verður rætt á fundi Dullesar, Mac Millans (utanrík- ismálaráðherra Breta) og Pinays (utanríkismálaráðherra Frakka) á morgun, sunnudag. Dr. Aden- auer verður kvaddur til ráða, er fjallað verður um málefni er varða Þýzkaland. Dr. Adenauer kom til Parísar í morgun í Luft Hansa-flugvél, fyrstu þýzku flugvélinni sem kemur til Parísar eftir stríðið. Luft Hansa tók til starfa 1. apríl síðastl. í Bandalagi Vestur Evrópu, sem byrjar fyrsta fund sinn í kvöld, eiga sæti aiik Briissel- ríkjanna (sem eru Holland, Belgía, Luxemburg og Frakk- land), Ítalía og Þýzkaland. VONGÓÐUR Dulles sagði við komuna til Parísar í gær, að hann hefði aldrei fyrr lagt upp í ferðalag til Evrópu jafn vongóður um framtíð Evrópu eins og hann Fyrsfu kosnings- spárnarí London í gær: VALIÐ verður til stjórnarforvstu í Bretlandi í ár, í Bandaríkjun- um næsta ár. Gailup er byrjaður að skoða ofan í hugi manna og segir að staðan í Englandi sé nú 47%% með íhaldsmönnum, 47% með verkamannaflokknum — verkamannaflokkurinn hafi unn- ið á um 3V2% frá því skoðana- könnun var gerð siðast. f Bandaríkjunum er staðan nú: Eisenhower 59%, Stevenson 41%. Ef Eisenhower verður ekki í framboði þá er staðan þessi: — Stevenson 61%, Nixon 39%. Ef Kefauver verður í framboði í stað Stevensons þá er staðan þessi: Eisenhower 64%, Kefauver 36%. Kefauver 58%, Nixon 42%. Mönn um hefur komið á óvart hið mikla fylgi Kefauvers innan demo- krataflokksins og finnst sumum nóg um, eins og t. d. Harry Tru- man. Um langt skeið hefur andað köldu í samskiptum Trumans og Stevensons. Nú er þetta að breyt- ast og Truman er tarinn að draga mjög taum Stevensons. LONDON, 6. maí. Verkamanna- flokkurinn tapaði 13 sætum í bæj arstjórnarkosningunum í Skot- landi á miðvikudaginn. Verka- mannaflokkurinn hélt meirihluta sínum í bæjarráðunum í Glasgow og Aberdeen og í Edinborg hjó hann smáskarð í meirihluta íhaldsmanna þar. En annars stað- ar unnu íhaldsmenn á. „Kalda flufninga- Almennur Heimdallarfundur n.k. miðvikudag: Rætt um áróður kommúnista / ísl. menningartífi Frummælendur verða Guðm. G. Hagalin, Kristmann Guðmundsson og séra Sig. Pálsson \ Hraungerði HEIMDALLUR, félag ungra Sjálfstæðismanna, mun efna til al- menns umræðufundar í Sjálfstæðishúsinu n. k. miðvikudag 11. maí. Umræðuefni þessa fundar verður: Áróður kommúnista í íslenzku menningarlífi. Frummælendur munu verða rithöfund- arnir Guðmundur G. Hagalín og Kristmann Guðmundsson og séra Sigurður Pálsson í Hraungerði. Umræðuefni það, sem val- ið hefur verið á fundi þess- um, er hið athyglisverðasta. Svo sem alkunnugt er, hafa kommúnistar hér á landi lagt sig fram um hvers konar á- róður í menningarlífi þjóðar- innar, flokki sínum og stefnu til framdráttar. Undir yfir- skyni menningaráhuga hafa kommúnistar stundað þessa iðju sína. Áhrifa þessa gætir á ýmsum stöðum, menningar- lífi þjóðarinnar til óþurftar, en flokkshagsmunum komm- únista til framdráttar. Er vissulega tími til þess kom- inn að athygli almennings sé vakin á þessum þætti í áróðri kommúnista hér á landi. FRUMMÆLENDUR Heimdallur hefur vandað sér- lega val frummælenda á fundi þessum, þar sem um er að ræða tvo af fremstu og ágætustu rit- höfundum þjóðarinnar og einn af merkustu og athyglisverðustu kennimönnum landsins. Enginn vafi leikur á því, að fólk mun mjög fýsa að hlýða á mál þess- ara manna og heyra það, sem þeir hafa fram að færa um þetta efni. Að loknum framsöguræð- um verða svo frjálsar umræð- ur. — Fundur þessi er almennur fundur, þar sem öllum er heim- ill aðgangur, meðan húsrúm leyfir. Fundurinn hefst kl. 8,30 e. h. — rr Friðarboðar í lofti „Sjötta skilningarvitið" HONG KONG, 6. maí. — Krishna Menon sérstakur fulltrúi Nehrus, forsætisráðherra Indlands og einkavinur Chou En Lais, for- forsætisráðherra Kína kommún- ista, er nú staddur í Peking og er að leita fyrir sér hjá Kína kommúnistum um möguleika á vopnahléi á Formósasundi. Hann mun m. a. reyna að fá lausa amerísku flugmennina ellefu sem mestur styrinn hefur staðið um. Hammarskjöld, framkv.stj. SÞ hefur skýrt frá því (skv. fregn frá New. York) að hann hafi aukið viðleitni sína til þess að fá flugmennina amerísku látna lausa. Hammarskjöld sagði að sér þætti sem atburðarásin væri slik að hún „hvetti oss til þess að vinna fyrir friðinn“. Hammar- I skjöld hefur nýlega verið í Stokk 1 hólmi, Genf og London. Án þess að grípa til nokkurs „sjötta skilningarvits“, en því kvaðst hann vantreysta, þá þótt- ist hann sjá að viðsjár færu minnkandi. Spurður um hvað hann ætti við með því að hann hefði eflt viðleitni sína til þess að fá amerísku flugmennina látna lausa, sagði Hammarskjöld: „Leyf ið mér að hafa fyrir sjálfan mig nokkur fjölskylduleyndarmál“. (Eisenhower forseti sagði fyrir nokkrum dögum, að þrátt fyrir ýmsa atburði, sem bentu í ófriðarátt, og átti hann þar sérstaklega við liðssamdrátt, Kínakommúnista við Quemoy og Matsu og þá segði „sjötta skilningarvitið“ sér að bjart- ara væri í lofti í heimsmálun- um). Dulles, utanríkisráðherra Banda ríkjanna hefur látið svo um mælt (skv. fregn frá Washington) að sér finnist „eins og horfur séu eitthvað bjartari" í alþjóðamál- um. Berlín, 7. maí. „KALDA flutningastríðið“, en svo kalla Berlínarbúar vegatoll- inn, sem Rússar lögðu þ. 1. apríl á farartæki, sem flytja vörur frá Vestur-Þýzkalandi til Vestur- Berlínar, heldur áfram. Á síðustu stundu neitaði hernámsfulltrúi Rússa í Berlín að verða við þeirri ósk hernámsfulltrúa Vesturveld- anna að sitja ráðstefnu um vega- tollinn í Berlin í dag. Rússinn bar við önnum vegna hátíðahalda í minningu 10 ára sigursins yfir herjum Hitlers. Vegatollurinn myndi hafa riðið að fullu fyrirtækjum þeim, sem annast Berlínarflutningana, ef stjórnin í Bonn hefði ekki hlaup- ið undir bagga og greitt tollinn að fullu. Nemur tollurinn allt að 800 krónum á stórar vöruflutn- ingabifreiðar og er innheimtur skammt fyrir utan Berlín, áður en bifreiðarnar halda inn í borg- ina. Við því var alltaf búizt, að Rússar myndu reyna að valda truflunum í Berlín eftir að ljóst varð að Parísarsamningarnir yrðu samþykktir. „Filfer" slpreltnr bjarga fébaks- iðnaðinum NEW YORK, 7. maí. Sígarettu- reykingar aukast nú aftur. Dreg- ið hafði úr þeim á undanförnum tveimur árum, en tvö fyrirtæki, sem framleiða 40 hundraðshluta af heildar sígsrettuframleiðslu Bandarikjanna segja nú að fram- 5% heildaraukningu á þessu ári. um 2%—3% og gert er ráð fyrir 5% heildaaruknihgu á þessu ári. Aukningin er þökkuð „filter“ sígarettunum, hlutur þeirra er nú 20% af heildarframleiðslunni. Síðastl. ár voru framleiddir 368 milljarðar sígarettna í Banda ríkjunum. LONDON, 6. maí. —■' Brezkir kvikmyndaunnendur hafa kjörið Marlon Brando bezta leikara árs- ins 1954 og Jane Wyman, beztu leikkonuna. -J IMIMIHIIHIIH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.