Morgunblaðið - 14.05.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1955, Blaðsíða 1
16 síður 41 árgangur 108. tbl. — Laugardagur 14. maí 1955 PrentsmiSJ* Morgunblaðsins feoldsmenn sign í Bretliindi LONDON, 13. maí. — I hópi íhaldsmanna er vakin at- hygli á því, að andstóðuflokkar sósíalista unnu á í bæjarstjórnar kosningunum í gær i hinum svo kölluðu „jiðar" kjördæmum, sem mestu máli skipta í þingkosning unum, sem fram fara 26. maí. — Verkamannaflokkurinn tapaði meirihluta sínum í 11 borgum í kosningunum í gær, og töpuðu 65 hundi aðshlutum af fylgisaukn ingunni, er þeir hlutu í bæjar- og sveitastjórnarkosningunum árið 1953 Samtals unnu andstöðuflokkar sósíalista (íhaldsmenn, frjálsl., óháðir o. fl.) 343 atkv. af verka- mannaflokknum. Kommún'star áttu 2 fulltrúa í bæjarstjómum, sem kosið var um í gær. Nú eiga þeir engan. Sir Anthony Eden, forsætis- ráðherra, sendi flokksmönnum sínum í dag hvatningarorð um að duga vel í kosningabaráttunni og draga ekki úr árvekni sinni, til þess að tryggja öruggan sigur 26. maí. I fyrsfa sklpii eflir ff. sturveldin rœ við Molofoff tr Kjördæmin „í jaðrinum LONDON, Reuter. HÖRÐUSTU orrusturnar í kosningabaráttunni í Bret- landi eru háðar um hin svoköll- uðu „jaðarsæti", þingsætin, sem litlu má muna um, hvoru megin jaðars þau falla, hvort íhalds- menn vinni þau, eða verkamanna flokkurinn. Þessi þingsæti unn- ust í síðustu kosningum, árið 1951, með minna en 5000 atkv. meirihluta og eru samtals 143. Snúist skoðanir manna í þess- um kjörsætum hvort heldur er til íhaldsflokksins eða verka- mannaflokksins, getur það haft í för með sér, að þingsætin raskist milli flokka. Til dæmis má geta þess að íhaldsmenn hafa litla von um að geta unnið úr höndum verka- mannaflokksins kjördæmi eins og Hemmsworth í kolanámahér- uðunum í Yorkshire, þar sem verkamannaflokkurinn hafði 37. 491 atkv. meirihluta árið 1951, en miklir möguleikar eru á því að þeiri geti náð Preston South kjördæminu, þar sem meirihluti verkamannaflokksins nam að- eins 16 atkv. árið 1951. Á sama hátt hefir verkamanna- flokkurinn litla von um að vinna miðstéttahverfið South Kensing- ton í London, þar sem meirihluti íhaldsmanna nam 25.968 atkv. ár- ið 1951. En öðru máli gegnir um Buckingham, markaðsborg í S.- Englandi, þar sem íhaldsmenn sigruðu með 16 atkv. meirihluta árið 1951. SKIPTAST JAFNT MILLI FLOKKANNA Árið 1951 var kjörið til þings í 625 kjördæmum, þar af unnust 63 með minna en 2 þús. atkv. meirihluta og 33 með minna en 1000 atkv. meirihluta. Jaðarsætin skiptust nokkurn vegin jafnt milli tveggja stærstu flokkanna í síðustu kosningum, árið 1951. íhaldsmenn unnu 77 sæti með undir 5000 atkv. meiri- hluta, og verkamannaflokkurinn Framh. á bls. 12 Lepdordómsfuli neyiarköll Fleki fundinn LONDON, 13. maí: — Á hafinu fyrir suðaustan Noreg hefir fund- izt fleki með tveim mönnum, sem frosnir voru í hel. Mennirnir eru annað hvort af rússnesku eða pólsku bergi brotnir. Við fund flekans hefir rifjast upp mjög leyndardómsfullur at- burður, sem gerðist aðfaranótt 5. maí. Pólskur togari, Cietrzew, sendi frá sér neyðarkall, og var þá staddur í miðjum Norðursjó, og heyrðist kallið í radíó-stöðv- um víða á austurströnd Eng- lands. Var á neyðarkallinu að skilja að tíu menn af skipshöfn- inni hefðu flúið frá borði. Kallið frá togaranum var á þessa leið: „Erum í mikilli hættu, staðan breiddargráða 59'N, lengd 2'A, hraði níu sjómílur, stefna suðvestur. Erum á leið til Peter- head, nafn mitt er Cietrzew. Sendið flugvél eða lítinn hrað- bát". En skyndilega þögnuðu neyð- arköllin og ekkert heyrðist frá togaranum meir. Köll voru send úr landi til annara pólskra skipa, sem voru þarna í grennd, en þau svöruðu ekki. Eftir fyrstu neyðarköllin frá Cietrzew, skýrði annar pólskur togari, Fishing Faith, frá því að hann væri farinn togaranum til aðstoðar. Síðar tilkynnti Fishing Faith að „togarinn væri ekki í hættu staddur. — Við nálgumst hann óðum". Klukkustundu síðar tilkynnti móðurskip pólsku togaranna í Norðursjónum, 3.357 smálesta skipið Morska Wola: „Cietrzew er ekki í neinni hættu. Ekki þörf á dráttarskipi eða neinni annari hjálp. Morska Wola er komin til hjálpar". Síðast heyrðist frá útvarpinu í Bergen, að skipshöfnin hefði yfir- gefið Cietrzew, að fráskildum þrem eða fjórum mónnum, sem ekkert kunnu til siglinga eða vél- stjórnar. Spurningrn er þessi: Hvað varð um mennina tíu? HalYorsen snýr ekki aflur lil Færeyja KHÖFN, 13. maí. Danska lög regluskipið „Parkeston" kemur til Kaupmannahafnar á morgun með 110 lögregluþjóna — 15 lög- reglumenn urðu eftir í Færeyj- um og eiga að vera þar um sinn til aðstoðar starfsbræðrum sín- um þar. Kampmann kom flug- leiðis frá Noregi í dag. Halvorsen fer til Kaupmanna- hafnar á næstunni, ásamt konu sinni. Hann hefir látið svo um mælt að sér þyki ólíklegt, að fyrir sér eigi að liggja að korna1 til Færeyja aftur. Hann segist: undanfarin tvö ár hafa „búið í ferðatöskum sínum, hann hafi ávallt verið reiðubúinn til þess að fara, en Klakksvíkingar hafi ekki viljað sleppa sér." harlegur fundur í fagnandi Wínarborg &- Austurríkismennirnir, sem sömdu í Moskvu: Raab kanslari (lengst t h.), þá Scharff, varakanslari, Figl, utanríkismálaráðherra og sendiherra Austuríkismanna í Moskvu. LONDON, 13. maí. UTANRÍKISRÁÐHERRAR vesturveldanna þriggja hitta Molotov, utanríkisráðherra Sovétrikjanna í Vínarborg á morgun, laugardag, og er það í fyrsta skipti, sem utanríkis- ráðherrarnir hittast frá því að Malenkov baðst lausnar. Ut- anríkis'ráðherrar Vesturveld- anna þurfa margs að spyrja, til þess að geta gert sér grein fyrir hvert stefni með hinum nýju mönnum í Rússlandi. Dulles, Mc Millan og Piney, komu til Vínarborgar í dag og var þeim mjög fagnað við komuna. Molotov kemur til Vínarborgar í fyrramálið, beint frá Varsjá, en þar verð- ur áður undirskrifaður samn- ingur um gagnkvæma aðstoð milli ríkjanna austan járn- tjalds. Síðdegis á morgun setjast utan ríkismálaráðherrarnir fjórir við samningaborð til þess að bera saman ráð sín um fjór- veldafund hinna æðstu manna, sem ráðgert er að halda í sum- ar. Fastlega er gert ráð fyrir því, að Molotov taki boði vest urveldanna um þátttöku Rússa á fundinum. Hið fyrsta, sem ráðherrarnir munu reyna að koma sér sam- an um er, hvar halda skuli fund hinna stóru í sumar. En síðan mun hvert vandamálið reka annað. FOGNUÐUR I VIN Ráðherrarnir munu halda fund í borg, sem er í uppnámi af gleði og fögnuði yfir því að vera um það bil að heimta aftur frelsi sitt eftir 10 ára hersetu bandamanna og seyt- ján ára hersetu, ef miðað er við árið, sem Hitler gerði Aust urríki að hluta af Þýzkalandi. Vínarbúar keppast við að skreyta borgina og mikil há- tíðahöld eru ráðgerð á sunnu- daginn, en þá verða friðar- samningarnir undirirtaðir af utanríkisráðherrunum fjórum. VARSJA Samningurinn um gagn- kvæma aðstoð og um sameig- inlega herstjórn ríkjanna átta, Póllands, Ungverjalands, Tékkóslóvakíu, Austur Þýzka lands, Rúmeníu, Búlgaríu, Albaníu. auk Sovétríkjanna, spáir ekk góðu um sameiningu alls Þýzkalands á næstunni. — Utanríkisráðherra Austur- Þýzkalands, sagði í útvarps- ræðu frá Moskvu í kvöld, að samningurinn væri mjög mik- ilvægur fyrir Austur Þýzka- land, þar sem aðildarríkin hefðu tekið að sér að vernda landamæri Austur Þýzkalands eins og þau væru nú. Með þessum átta ríkja sátt- mála hyggjast Rússar að fá sér samningsvopn gegn bandalagi Vestur-Evrópu. Friðarhorfur í heiminum aldrei befri en nu I G Æ R kom dr. Kristinn Guðmundsson utanrikisráð- herra heim eftir að hafa setið ráðherrafund Atlantshafs- bandalagsins. Flutti hann stutt ávarp í útvarpið í gær, þar sem hann skýrði grá helztu verkefnum ráðherrafundarins. Dr. Kristinn skýrði m. a. frá því að nú hefði Þýzkaland fengið inngöngu í Atlantshafs- bandalagið og hefði það nú átt sinn fulltrúa á ráðherra- fundinum. Þar með eru þátt- tökuríkin orðin 15. Annars kvað hann óvenju- mikla bjartsýni hafa einkennt fundi A-bandalagsins að þessu sinni. Virðast friðarhorfur í heiminum aldrei hafa verið betri en nú, enda hafa hin frjálsu samtök lýðræðisþjóð- anna til verndar f riðinum aldrei verið styrkari en nú. Bólusetning að hef jast aftur í USA WASHINGTON 13. maí: — Leon- ard Scheele, landlæknir Banda- ríkjanna skýrði frá því í dag, að bólusetningin með Salk bólu- efninu myndi hefjast að nýju í Bandaríkjunum „von bráðar". «*- Farið hefur fram yfirgripsmikil rannsókn í hinum fimm verk- smiðjum, sem bóluefnið fraiö- leiða og er nú svo komið, að einni verksmiðjunni, í Detroit, hefur verið leyft að hefja aftur útsend- ingu bóluefnis. Salk hefur látið svo um mælt, að ekki sé verra, og kunni jafn- vel að ven til bóta, að meir éíi fjórar vikur líði milli fyrstu bólu- setningar og annarar bólusetn- ingar. Rannsóknin, sem fram hefur farið, hefir ekki verið um gildi Salk bóluefnisins, sem slíks, heW ur um það, að bóluefnið frá verk- smiðjunum sé ekki frábrugðlð" forskrift Salks. Afómorkyskip Eisenhowers forsefi NEW YORK — Atom-skipið, sem Eisenhower forseti, hefir lagt til að smíðað verði til þess að sýna með því hvílíkur hagur er að friðsamlegri notkun atomorkunrr- ar, verður komið út á rúmsjó ár- ið 1957, ef nægilegt fé fæst hjá ameríska þinginu. Gert er ráð fyrir að skipið kosti um 500 milljónir króna (3ð millj. dollara), verði að smálest- um 10 eða 15 þús. og um 500 íét á lengd. Skipið verður innréttað eins og fljótandi sýningarhöll, með leikhúsi, þar sem sæti verða fyrir 1000 manns og vistarverirr verða fyrir 75 manna skipshöfh og farþega.Árlegur reksturskostii aður er áætlaður um 8 millj. kr. Stefnan ákveSin PARÍS, 13. maí: — Edgar Faure, forsætisráðherra Frakka, sagði í dag, að fullt samkomulag hefði tekizt milli leiðtoga vesturvéld- anna um stefnuna í Suður-Viet- nam. — Svo virðist, sem Frakkar hafi fallizt á að Ngo Dinh Diem fari áfram með stjórnarforystu, en að Bao Dai fái einnig að halda keisarastign sinni. STOKKHÓLMUR, 13. maí: — Sænskur liðsforingi var í dag dæmdur í 5 ára fangelsi og kona hans í tveggja ára fangelsi fyrir njósnir. Konan varð uppvís að því að selja tékkneska sendiráð- inu í Stokkhólmi bækur eigin- mannsins um helztu hernaðar- fyrirrræli. Liðsforinginn hafði haldið því fram að hann væri saklaus. Eins og kunnugt er komst sænska lögreglan á snoðir um stórfelldar njósnir Tékka í Sví- þjóð í vetur og af því leiddi að tveim af starfsmönnum sendi- ráðsixis var vísað úr landi á sín- um tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.