Morgunblaðið - 14.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUN BLAÐIÐ Laugardagur 14. maí 1955 Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason írá Vijrur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni GarSar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 fi mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. FRAM - VIKINGIJR 1:0 SÍÐASTLIÐINN fimmtudag léku þessi lið saman við slæmar að- stæður, 6—8 vindstig og 2 stiga hiti herjuðu á leikmenn, sem áttu fullt í fangi með að halda á sér hita. j Framarar léku undan vindi j fyrri hálfleikinn og var stöðug 1 pressa á Víkingsmarkið fram að hálfleik. Við slíkar aðstæður verður ætíð lítið um virka knatt- Merki’egt menningnr- og stjórnmálnstnrf Heimdallar spyrnu, þegar 21 leikmaður af 22 eru saman komnir á öðrum vall- arhelmingnum. Framarar reyndu stöðugt að ná í gang samleik, en mistókst herfilega, sennilega vegna þess, að of margir menn voru þarna saman komnir á litlu svæði. Þó fannst manni með til- liti til sýnilegs vanmáttar Vík- ingsliðsins, að þeir hefðu átt að geta skipulagt leik sinn betur og Xjalvakandl ábri^ar: FUNDIR þeir, sem Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna hér í Reykjavík hefur boðað til um menningarmál og einstaka þætti stjórnmálanna, hafa vakið mikla athygli. Hefur þetta þótt mjög gagnleg og merkileg ný- breytni í starfsemi þessa stærsta stjórnmálafélags ungra manna í landinu. Á einu ári hefur Heimdallur haldið fjóra slíka almenna fundi, þar sem öllum hefur verið heim- ill aðgangur. Var hinn fyrsti þeirra haldinn í fyrravor um handritamálið. Þar hafði pró- fessor Alexander Jóhannesson háskólarektor framsögu. Næsti fundur var haldinn um haustið um vestræna menningu og komm únismann, og var Gunnar Gunn- arsson rithöfundur framsögu- maður. Þriðji fundurinn var um æsk- una og kirkjuna og voru þeir séra Jóhann Hannesson og séra Jón Auðuns þar málshefjendur. Fjórði og síðasti fundurinn var svo haldinn s.l. miðvikudag um áróður kommúnista í íslenzku menningarlífi. — Framsögumenn voru þar þrír, þeir Kristmann Guðmundsson rithöfundur, Guð- mundur G. Hagalín rithöfundur, og séra Sigurður Pálsson í Hraun gerði. Eins og þessi upptalning ber með sér hafa frummælendur á öllum þessum umræðufund- um Heimdallar verið þjóð- kunnir menntamenn og rithöf- undar. Þeir hafa tekið um- ræðuefnið föstum tökum og gert því þau skil, sem því hæfði. Og Reykvíkingar hafa kunnað að meta þessa nýung i starfsemi Heimdallar. Mikill mannfjöldi hefur sótt alla fundina. Hin rúmgóðu sala- kynni Sjálfstæðishússins hafa jafnan verið troðfull af áhuga- sömu fólki. Oftast hafa einnig orðið miklar umræður um málin. Þessir fundir hafa því orðið Heimdalli til hins mesta sóma, um leið og þeir hafa orðið þús- undum Reykvíkinga til gagns og upplýsingar um hin þýðingar- mestu mál. Óttinn við Heimdall Það sætir engri furðu þótt andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins séu hræddir við Heimdall. En þess ótta verður oftlega vart í blöðum þeirra. f Heimdalli eru nú um þrjú þúsund ungra karla og kvenna. Á síðasta félagsfundi í marz gengu yfir 300 manns í félagið. Það er þannig í örum vexti og mik'um uppgangi. En hvers vegna ganga hundruð reykvískra æskumanna nú í Heimdall? Svarið við þeirri spurningu er einfaldlega það, að unga fólkið finnur að félagið er brjóstvörn frjálslyndra hugsjóna og einn þróttmesti boðberi víðsýnustu þjóðmálastefnunnar, sem uppi er með þjóðinni í dag. Æska lands- ins hefur á undanförnum árum séð það og fundiS, að í Heimdalli hafa mörg glæsilegustu framfara- og menningarmál landsmanna fyrst verið borin upp. Þar hafa þjóðnýtar hugmyndir verið sett- ar fram og mótaðar. Unga fólkið vill taka þátt í félagssamtökum, sem byggjast á lifandi áhuga fyrir þróun og uppbyggingu. Það vill ekki grafa sig í klíkum, sem dregið hafa úrelta kúgunarstefnu við hún, eins og hin svokallaða „Æskulýðsfyiking“ kommún- ista. Er nú svo komið, að þýð- ingarlaust er fyrir kommún- ista að boða til funda í þess- ari klíku sinni. Unga fólkið kemur ekki þangað. Aðeins örfáir öfgagoggar á borð við Bjarna frá Hofteigi sækja þá til þess að hlusta á eða flytja boðskap svartnættisins. Það er þess vegna ekkert und- arlegt þótt kommúnistar biðji um að fá að boða til sameiginlegra funda með Heimdalli. Það er eina leið þeirra til þess að ná eyrum unga fólksins. Öflug samtök lýðræðis- sinnaðrar æsku i Hinir almennu umræðufundir Heimdallar hafa e. t. v. sýnt það betur en nokkuð annað, að fé- lagið er fyrst og fremst frjáls- lynd óg öflug samtök lýðræðis- sinnaðrar æsku í höfuðborg landsins. Það hefur sameinað mikinn fjölda ungs fólks til ein- arðrar baráttu gegn hinni kald- rifjuðu niðurrifs- og mannhaturs- stefnu kommúnista. Fleiri og fleiri æskumenn sjá og skilja, að þeim ber að taka upp merkið inn an raða Heimdallar, merki frjáls- lyndis og virðingar fyrir mann- * helgi og persónufrelsi. Kommún- isminn stefnir að því að svipta æskuna frelsi hennar, hindra þá uppbyggingu, sem heilbrigð og óspillt æska telur frumskilyrði þess að vonir hennar um betra og þroskavænlegra þjóðfélag, rætist. Áróður kommúnista í íslenzku menningarlífi Kommúnistar bera sig nú mjög illa yfir því, að áróður þeirra í1 íslenzku menningarlífi var sér- staklega tekinn til meðferðar á síðasta umræðufundi Heimdallar. Verður sá fundur ekki gerður sérstaklega að umræðuefni hér. Lesendum blaðsins gefst væntan- lega tækifæri til þess á næstunni að kynnast því, sem þar var sagt. En rík ástæða var vissulega til þess að taka það mál til með- ferðar. Kommúnistar hafa lagt ofurkapp á það undanfarin ár að læða áróðri sínum inn á mörg svið íslenzks menningarlífs. Þeir hafa reynt að telja þjóðinni trú um, að svartnættispostular þeirra væru hinir einu sönnu menning-1 arfrömuðir, nokkurs konar „and- legur aðall“ eða „yfirstétt“, sem öllu ætti að ráða á sviði menn- ingarmála. ' Það er vissulega kominn tími til þess að þjóðin átti sig á fárán- leik þessarar kenningar Kristins Andréssonar og „mannsins sem bar út ekkjuna". Sannleikurinn er auðvitað sá, að meðal allra menningar- þjóða er litið á kommúnista sem örgustu fjandmenn and- legs frelsis og heilbrigðrar menningarstarfsemi. Heimdallur hefur því unnið þarft verk með því að vekja þjóðina til umhugsunar um moldvörpustarfsemi kommún- ista í islenzk’u menningarlífi. Hryggileg saga NÚ á dögunum var mér sögð saga, sem ég held að hljóti að vekja í senn reiði og and- styggð allra góðra manna — en hún er svona í höfuðdráttum: Nýlega voru nokkur börn að leikjum í sandhaugunum fyrir neðan Fífuhvamm hér rétt utan við Reykjavík. Þarna hefur myndazt nokkuð jarðfall af sand- námi til bygginga undanfarin ár og jafnframt smá vatnstjarnir af rigningum og jarðvatni. Þarna á eina tjörnina hafa andahjón ein vanið komur sínar að undanförnu og voru orðin gæf og spök, alls óhrædd við börnin, sem þarna voru oft í kring, enda höfðu þau jafnan vikið góðu að fuglunum og var bæði ánægja og skemmt- un að þeim. Skotið úr jeppabíl EINN dag sem oftar nú fyrir skömmu voru um 5—6 börn þarna niðri við tjörnina og virtu fyrir sér andahjónin. Þá bar þar allt í einu að jeppabíl, sem kom æðandi niður brekkuna og í voru tveir menn. Blika sást á byssu- hlaup út um annan hliðarglugg- ann og fyrr en varði var hleypt af skoti rétt yfir eða á hlið við börnin, augsvnilega miðað á andahjónin. Öndin hóf sig í of- boði til flugs en steggurinn var helsærður og komst hvergi. Elzta barninu, sem þarna var statt, datt strax í hug að hlaupa á eftir bílnum til að sjá númer hans, en ódæðismönnunum var bersýni- lega ekkert um það gefið og hertu ferðina, sem mest þeir máttu á brott, áður en barninu tækist að greina númerið. Sízt til gæfu eða velfarnaðar BÖRNUNUM brá hastarlega við þetta fólskutiltæki hinna að- vífandi manna og urðu innilega sár og reið, er þau höfðu áttað sig á, hvað gerzt hafði. Þau tóku hinn deyjandi fugl með sér heim og máttu vart mæla fyrir geðs- hræringu og hryggð, er þau tóku að skýra frá atburðinum. Venjulega gerðu fólki gengur að vonum erfiðlega að skilja drápsfýkn þá og mannfýluhátt, sem liggur að baki verknaði, sem þessum. Að því viðbættu, að mildi má það heita, að ekki skyldi mannsbani hljótast þarna af, er skotníðingurinn hleypti af svo að segja í sjálfan barnahóp- inn. Hvort sem menn þessir komast undir manna lög eða ekki fyrir þetta tiltæki sitt, mega þeir vera þess fullvissir, að slík fólsku verk verða þeim aldrei til gæfu eða velfarnaðar á lífsleiðinni. Þrengsli á bóka- söfnunum ÞÓRÐUR halti hefir skrifað mér á þessa leið: „Kæri Velvakandi! Um leið og ég þakka þér fyrir þína þörfu, — oftast skynsam- legu og alltaf sanngjörnu vöku- pistla, langar mig til að biðja þig að koma á framfæri kvörtun minni til starfsmanna Landsbóka safnsins og Bæjarbókasafnsins. Á hverju ári um þetta leyti eru bæði þessi söfn, þ.e. lesstof- ur þeirra, alltaf yfirfullar af unglingum, sem sitja þar og læra lexíur sínar undir vorprófið. — Það er ekki tiltökumál, heldur sjálfsagt, að allir nemendur, og þá ekki sízt nemendur í æðri skólum, skreppi á Landsbóka- safnið til að fletta upp í bók, sem þá vantar eða vinna á annan hátt úr gögnum safnsins, en hitt sýnist mér með öllu ótækt, að krakkar noti lestrarsali safnanna daginn út og daginn inn til lexíu-lesturs. Bætir ekki úr vandanum EFLAUST búa margir ungling- ar við erfiðar aðstæður til lestrar heima fyrir, en úr þeim vanda er ekki á neinn hátt bætt með þessum setum á söfnunum, þegar þess er gætt, að söfnin ráða aðeins yfir 40—50 sætum, hvort fyrir sig, en unglingarnir skipta eflaust þúsundum. Menn, sem nauðsynlega þurfa að nota Landsbókasafnið nokkra stund annað slagið, koma dag eftir dag, um þetta leyti ársins án þess að geta tyllt sér nokkurs staðar niður með bók. Veit ég til, að utanbæjarmenn hafa hörfað frá, sem þó höfðu þangað nokkuð erindi en takmarkaðan tíma. Skilja ekki, hvað átt er við? IANDDYRI Landsbókasafnsins hangir spjald með eftirfar- andi áletrun: „Enginn má bera bækur inn í lestrarsal, nema með sérstöku leyfi lestrarsalsvarðar. Ef menn hafa bækur meðferðis, verður að skilja þær eftir hjá fataverði". Þetta bendir til þess, að lexíu-lestur sé alls ekki heimill á safninu, þótt ekki sé það sagt berum orðum. Annars er orða- lag spjaldsins svo vísdómlega samið, að krakkarnir skilja víst alls ekki, hvað átt er við. Þeim dettur sennilega ekki í hug, að þetta eigi við þau, því að lexíu- bókarlaus hafa flest þeirra ekk- ert þangað að vilja. Mér þykir ekki ósennilegt, að lestrarverðir, sem allir eru hin mestu prúðmenni, veigri sér við að beita valdi sínu gagnvart krökkunum og er það að vonum. En ég sé ekki annað, en þeir verði að herða upp hugann og taka í taumana, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Með þökk fyrir birtinguna. Þórður halti“. MerxlB klæfiir bndll. náð meiru út úr leiknum. Þetta eina mark leiksins skoraði Eiður, hægri innherji, eftir 35 mínútur af fyrri hálfleik, en þá greiddist örlítið úr flækjunni við Víkings- markið og fékk Ólafur Eiríksson, markvörður Víkings ekki gert við skotinu. Eins og að líkum lætur gerðu Víkingar ekki annað en að verjast í fyrri hálfleik og gengu þar hetjulegast fram Jens, Konráð og að sjálfsögðu mark- vörðurinn, sem oft greip inn í á síðustu stundu og stóð sig með mestu prýði. í byrjun síðari hálfleiks fékk miðframherji Víkings prýðis tækifæri til að jafna, en mistókst fyrir opnu marki. Ennfremur áttu Víkingar skot í þverslá um miðjan hálfleikinn. Við önnur tækifæri komst Frammarkið vart í nokkra hættu. Framarar náðu í gang sæmilega virkum samleik á köflum í síðari hálf- leik, en áberandi var, hve knött- urinn var gefinn seint og bar við- leitnin af þeim sökum ekki ár- angur. Fjórum sinnum sköpuð- ust dauðafæri á markteig og við eitt slíkt tækifæri stöðvaði vind- urinn knöttinn á marklínu, eftir að markvörður hafði verið gerð- ur óvirkur. Liðin: Þessi leikur segir okkur í sjálfu sér ekkert um hvað þessi lið geta snt. Til þess voru að- stæðurnar alltof slæmar. — Lið Víkings er mikið breytt frá fyrri árum og skipað mestmegnis ný- liðum, sem ekki má dæma eftir þessum leik. í liði Fram bar mest á Reyni og Hilmari, sem ávallt reyndu að byggja upp. Dagbjartur og Sig- urður voru einnig virkir í fram- línunni. 154 áhorfendur greiddu að- gangseyri að vellinum, en um 300 manns munu hafa horft á leikinn. — Hans. Veður lægir vænfanlega, en sami kuldinn VEÐURSTOFAN taldi í gær- kvöldi að norðanáttin myndi enn halda áfram þennan sólarhring. Að vísu myndi lægja, en næturfrost yrði. Búast mætti við éljum á Norðurlandi. Ástæðan til þess að veðrið tek- ur að lægja er að lægðin, sem hefur verið fyrir austan land, er að fjarlægjast. Er hún nú kom- in yfir Skandinavíu. Yfir Græn- landi er hinsvegar kyrrstætt há- þrýstisvæði. I KVOLD verður 8. sýning í Þjóðleikhúsinu á leikritinu Krít- arhringurinn eftir Klabund. Eru nú aðeins örfáar sýningar eftir á leiknum. Þetta leikrit verður hugstætt, hverjum þeim, sem sér það og sérstaka athygli og hrifn- ingu hafa vakið hinir skrautlegu búningar og leiktjöld. Myndin að ofan sýnir Harald Björnsson í hlutverki Tongs tehúseiganda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.