Morgunblaðið - 17.05.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. maí 1955 B Z£ Rausner bands V0*Hý Leggisr fram 2ÖÖ þús. kr. fil sjúkrahúss- byggingar á Hvammsfanga Hvammstanga, 13. maí. SÝSLUFUNDUR Vestur-Húnavatnssýslu var haldinn á Hvamms- tanga dagana 15,—20 apríl s.l. Ýmis mál komu fyrir fundinn að venju og er þetta hið helzta. Jón Siprfeon sexi S FRAMLAG TIL HRESSINGAR- OG DVALARHEUiIILIS Bréf barst frá Kvennasam- bandi • V.-Húr.avatnssýslu, þar sem sambandið lofar að leggja fram 200 þús. kr. til byggingar sjúkrahúss, hressingar- og dval- afheimilis á Hvammstanga, fyrir sjúkt og aldrað fó!k í sýslunni. Hefur kvenfélagið unnið ötullega a.ð því undanfarin ár, að afla fjár ti! byggingar þessarar og undir- húa málið að öðru leyti. BÚID AD GANGA FRÁ TEIKNINOUM Formaður Kvennasambandsins er frú Jósefína Helgadóttir en jhún tók við stjórn þess við lát jfrú Jónínu Sigurðardóttur á 'Uækjarmóti sem var frumkvöð- íul! þessa máls og vann að því jaf miklum dugnaði til dauða- Eags. Hefu^ frú Jósefína einnig ýnt, að kvennasambandið hefur Eirugga forvstu í hennar höndum. Hefur verið gengið frá teikn- ngum af byggingunm, sem verð- ur all mvndarleg og er hugsað sem viðbvgging við sjukraskýli það, sem fyrir er a Hvamms- tanga. Sýslunefnd samþykkti að leggja fram í þessu skyni kr. 90 þús. á þessu ári. ONNUR UMBOTAMAÍ, Þá var samþykkt að styrkja samband ungmennafélaga í V.-Hún. með kr. 300 þús. til efl- ingar skógræktar í sýslunni. Einnig var skorað á yfirstjórn póstmóla, að láta flvtja póst um héraðið vikulega allt árið. Til sýsluvega var ákveðið 80 þús. kr. framlag. Til viðhalds og endur- bóta á byggingum alþýðuskólans að Reykjum í Hrútafirði voru veittar 17 þús. kr. gegn sama framlagi irá Strandasýslu. — Reykjaskóll hefur ekki starfað síðastliðið ár, sem kunnugt er, og standa húsin ónotuð að mestu. Að síðustu var byggmgasam- þykkt fyrir sýsuna samþykkt á fundinum. —Br. D. SEXTUGSAFMÆLI átti Jón Sig- urðsson skólastjóri Laugarnes- skólans hinn 15. þ.m. Hér verða eigi rakin æviatriði hans eða námsferill. Hann hefur í meira en þrjá áratugi helgað starfskrafta sína kennslu og upp- eldismálum. Hann er tvímæla- laust einn af okkar ágætustu skólamönnum, enda gengur hann heill og óskiptur að skólastarf- Ís ienzkir lögregluþjónar í heiðursverðinum á Keflavíkurflugvelli við komu Atlantshafsráðsins. — Atlantshafsbandalagið inu. Þegar Laugarnesskólinn var stofnaður og hóf starfsemi sína árið 1935 tók Jón Sigurðsson við stjórn hans. Hefur hann haft á hendi skólastjórn þar við ágætan orðstír þau 20 ár, sem skólinn hefur starfað. Undir öruggri stjórn hans og forsjá hefur skól- inn eflst og vaxið, og er nú eitt glæsilegasta skólasetur hér í bæ. Af skólastjórn og kennslu Jóns Sigurðssonar fer einróma ágætis- orð. Samvinnuþýðleiki hans afl- ar honum trausts og vináttu samstarfsmanna. Mannúð hans og hlýleiki við nemendurna veldur því, að öllum þykir þeim vænt um hann, virða hann og treysta honum. Á þessum tímamótum í ævi Jóns Sigurðssonar skólastjóra þakka sámstarfsmenn honum ánægjulega samvinnu og óska honum allra heilla á komandi árum. Sama munu og gera nem- endur hans fjölmargir og forráða- menn þeirra hér í bænum. H. Þ. IIús byggingarfélagsins við Hringbraut. iyggingarfélag Z5 ára Félagið heíur byggf 172 íbúðir — Félagar greiða ekki nema 200—360 kr. af íbúðum sínum BYGGINGARFÉLAG alþýðu á 25 ára afmæli þessa dagana. Hefur félagið staðið fyrir byggingu 172 íbúða, en í félaginu eru 230 manns. í tilefni afmælisins hyggst félagið að reisa Héðni Valde- marssyni minnisvarða, en hann var einn af stofnendum félagsins og fyrsti formaður þess. Lög um verkamannabústaði til íbúðabygginga. Átti ríkissjóð- voru samþykkt á Alþingi árið 1929 og staðfest af konungi hinn 14. júní sama ár. Samkvæmt þessum fyrstu lög- um um sameiginlegt átak hins opinbera, ríkis og bæja, og ein- staklinga, skyldi stofna bygging- arsjóð í kaupstöðum og kauptún- um til þess að hafa á hendi lán RUSSAR LEIDIR Á KALDA STRÍÐINU MOSKVA (Reuter) — „Pravda“, aðalmálgagn kommúnistaflokks- ins í Sovétríkjunum, segir í leið- ara í dag, að nauðsynlegt sé að gera ráðstafanir til þess að draga úr viðsjám í heiminum. Svo er að skilja, sem Rússar séu orðnir leiðir á kalda stríðinu. Pravda segir að afvopnunartil- lögur Rússa skapi möguleika til þess að leysa vandamálin í heiminum. Blaðið segir ennfrem- ur, að Rússar hafi áhuga á sam- einingu Þýzkalands, en til þess að greiða fyrir sameiningu verði að draga til sátta milli austurs og vesturs. Framh. af bls. 1 ir svörum Hann kvaðst fagna því fyrir hönd ráðsins, að því hefði nú gefizt tækifæri í fyrsta sinn til að heimsækja ísland. Van Starckenborgh sagði að öll aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins legðu nokkuð fram til þess að styrkja sam- eiginlegar hervarnir, eftir efnum og ástæðum. Nú hagaði svo til, að ísland væri staðsett í miðju Atlants- hafinu og hefði geysilega þýð- ingu fyrir samgöngur bæði á sjó og í lofti yfir úthafið. Með því að heimila Atlantshafs- bandalaginu að liafa bæki- stöð hér á landi, leggur ís- land mikið af mörkum til sam- eiginlegra hervarna Atlants- hafsríkjanna. VANDAMÁLIN ÞEKKJA FULLTRÚ ARNIR Ilann kvað það nú vera orð- ið algengt innan Atlantshafs- bandalagsins, að aðildarríkin S sættu sig við það að nokkur alþjóðlegur herstyrkur væri innan landamæra þeirra hvers um sig. í sambandi við slíkt eru 'ýmík" vandamál, sem ráði Atlantshafsbandalagsins er fullkunnugt um, enda væri þessu ekki hagað svo nema af því, að það er óhjákvæmilegt til að styrkja sameiginlegar varnir. Engin okkar þjóða er nógu sterk til þess að standa ein að verndun frelsis síns. Við vcrðum að vinna saman. LEPPRÍKI UNDIR RÚSSNESKRI STJÓRN Á eftir svöruðu fulltrúarnir ýmsum spurningum. M. a. voru þeir spurðir hvaða þýðingu þeir teldu að hið nýstofnaða hernað- arbandalag Austur-Evrópu myndi hafa. Svöruðu þeir, að það hefði ekki mikla breytingu í för með sér. Herlið hinna einstöku lepp- ríkja hefðu hvort sem er verið undir stjórn og yfirráðum Rússa. í KVÖLDVERÐARBODI Eftir þennan fund á flugvall- arhótelinu, óku fulltrúarnir inn til Reykjavíkur, þar sem þeir sátu kvöldverðarboð íslenzku ríkisstjórnarinnar. Bauð utanrík- isráðherra gestina velkomna en hollenzki ambassadorinn þakkaði boðið og lét í ljósi ánægju sína með komuna hingað. Fulltrúarnir sneru aftur til Keflavrkm- og- flugu • áhram - til Ameríku nokkuð fyrir miðnætti. K nattspyrna ÚrvalsIiÖ R.víkar Sfeeyn HkranesIiÖi Leikurinn ier fram á fimtnhKlapin í iilefni af afmæli í. B. R. AFIMMTUDAGINN — uppstigningardag — fer hér á Melavell- inum fram knattspyrnukeppni milli úrvalsliðs Reykjavíkur- félaganna og Akranesliðsins. Hefst leikurinn kl. 8,30 um kvöldið. Tilefni leiksins er 10 ára afmæli íþróttabandalags Reykjavíkur sem var á s.l. ári. Er leikur þessi því óviðkomandi hinni árlegu bæjar- keppni milli Reykjavíkur og Akraness. ★ HVERNIG ER ÆFINGIN? Þetta verður fyrsti leikur Is- landsmeistaranna frá Akranesi í ár. Mun mörgum leika forvitni | á að sjá, hve vel æfðir þeir koma S til þessa leikárs. i Hitt er staðreynd, að sum Reykjavíkurfélaganna eru með betur þjálfuð lið nú á þessu vori, en undanfarin ár eins og berlega hefur komið í ljós á þeim leikj- um Reykjavíkurmótsins, sem fram hafa farið við viðunandi aðstæður. i * REVKFAVÍKURLIÐIÐ - - - i Knattspyrnuráð Reykjavíkur hefur valið úrvalslið höfuðborg- arinnar. Það er þannig skipað: Ólafur Eiríksson, Vík., markv. Hreiðar Ársælsson, KR, bakv. Árni Njálsson, Val, bakv. Reynir Karlsson, Fram, framv. Einar Halldórss., Val, miðfr.v. Halldór Halldórss., Val, framv. Gunnar Gunnarsson, Val, úth. Hörður Felixson, Val, innh. Þorbj. Friðrikss., KR, miðfr.v. Gunnar Guðmannss., KR, innh. Sigurður Sigurðss., Val, úth. Ekki er vitað um skipan Akra- nesliðsins, en búast má við að það verði-líkt- skipað og íslandsmót- inu í fyrra. ur að leggja árlega í sjóðinn eina krónu fyrir hvern íbúa kaupstað- arins, bæjar- eða sveitarsjóður sömu upphæð og ennfremur mátti sjóðurinn taka lán til út- lánastarfsemi, en ríkissjóður og kaupstaðir ábyrgðust lánin. FÉLAGSSTOFNUN 1930 Veturinn 1929—30 var unnið að undirbúningi stofnunar Bygg- ingarfélags verkamanna, og var það aðallega gert með söfnun fé- lagsmanna á áskriftalista. Til undirbúningsstofnfundar var svo boöað og hann haldinn 4. apríl 1930. í fyrstu stjórn þess voru kosn- ir: Héðinn Valdimarsson, Stefán J. Björnsson og Pétur Hraun- fjörð. I UNDIRBÚNINGUE HÓFST STRAX Stjórn félagsins sneri sér nú að undirbúningi bygginga á vegum félagsins, þannig að hægt væri að byrja árið eftir, þegar bygg- ingasjóður gæti tekið til starfa með lánveitingar. Lét stjórnin það verða sitt fyrsta verk að snúa sér til borgarstjóra með beiðni um leigulóðir og að biðja húsameistara ríkisins um að gera teikningar að tveggja og þriggja herbergja íbúðum. Á íræstu 6 árum byggði félagið 172 íbúðir í þrem áföngum. M LAGABREYTINGAR Og með þessu lauk bygginga- framkvæmdum félagsins. Breyt- ingar voru gerðar á lögunum um verkamannabústaði árið 1939, sem félagsmenn vildu ekki sætta sig við og varð það til þess, að stofnað var annað félag, sem hlaut réttindi til lántöku úr bygg- ingasjóði. Áður hafði félagið breytt um nafn og kallað sig Byggingafélag alþýðu, hið nýja félag nefndi sig hins vegar Bygg- ingafélag verkamanna. Hefur það síðan byggt verkamannabústað- ina í Rauðárholti og varð það 15 ára gamalt fyrir skömmu. í I MYNDASTYTTA AF HÉÐNI VALDIMARSSYNI Félagið ákvað samkvæmt til- lögum stjórnar sinnar, á aðal- fundi 26. apríl 1950, af tilefni 20 ára afmælis félagsins, að láta gera myndastyttu af Héðni Valdi- marssyni. Réði félagið Sigurjón Ólafsson, myndhög'gvara, til að gera styttuna og er hún fullgerð. Mun hún verða reist á barna- leikvellinum við Hringbraut, Brávallagötu og Hofsvallagötu. Var áætlað, að hún yrði afhjúp- uð í sambandi við 25 ára afmæli félagsins, en vegna verkfallsins er það ekki hægt, en það verður að líkindum gert í næsta mánuði. - -Félagið minnist afmælis -síns | Sj álfstæðishúsinu 18. þ. m. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.