Morgunblaðið - 16.06.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.06.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. júní 1955 MORGUNBLAÐIÐ Héisldin Emmmm samvinnumanna loktf Hinir nýbrautskráðu stúdentar ásamt skólameistara sínum Ljósm. Mbl. Ól. K. M. 25 stédentaf líautskiéiir fré Menntaskélunum að Laugarvatni Menntaskólanum að Laugavatni var slitið hinn 14. þ. m. og brautskráðir voru 25 stúdentar, sem er annar Stúdentaárgangur skólans. Við skólauppsögnina, sem hófst kl. 2 e. h. voru viðstaddir ýmsir gestir, aðstandendur hinna nýju stúd- enta o. fl. Var athöfnin hin há- tíðlegasta. Skólameistari, dr. Sveinn Þórð arson, gerði í skólaslitaræðu sinni grein fyrir störfum skólans yfir veturinn: í honum stund- aði nám 101 nemandi, þegar flest var, en nokkrir forfölluð- ust frá námi. — Félagslíf og íþróttastarfsemi innan skólans var með talsverðum blóma, tóku nemendur skólans þátt í nokkr- um íþróttamótum á vegum Í.F.R.N. og stóðu sig mjög sæmi- lega. Meðal margra góðra gesta, sem heimsóttu skólann á skóla- árinu var forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson og biskupinn yfir íslandi, herra Ásmundur Guðmundsson. Kvillasamt var í skólanum, eins og víðar og truflaði það skólastarfið talsvert og olli ýms- um erfiðleikum. SKÓLINN ILLA SETTUR JVIEÐ HÚSNÆÐI Um húsakost skólans tók skóla- meistari það fram, að ekki hefði reynzt unnt að bæta hann á skólaárinu en í ráði væri að gera nokkurn hluta af kjallara skóla- hússins nothæfan í sumar, en í honum verður mötuneyti skólans, nokkurt íbúðarrúm og miklar geymslur. Þó myndi ekki nema lítill hluti kjallarans, sem er mjög stór, komast í gagnið fyrir næsta haust eða næstu áramót og er því skólinn enn mjög illa settur með húsnæði og á mikið undir velvild og fyrirgreiðslu Héraðsskólans á Laugavatni og íþróttakennaraskóla íslands, sem áður. f SENN FRÆÐSLU- OG UPPELDISSTOFNUN „Þessi skóli“, sagði skólameist- ari, „er nú búinn að starfa í rösk tvö ár og er enn að sjálf- sögðu margt frumbýlingslegt. En í skóla, sem jafnframt er heim- ili nemenda yfir námstímann, verður að sjálfsögðu að gera þá kröfu til nemenda, að þeir séu góðir nemendur, sem rækja námið vel og eru jafnframt góðir heimilismenn. Því að enda þótt skólinn hafi miklu hlutverki að gegna sem mennta- og fræðslu- stofnun, þá er hitt ekki síður mikilvægt, að hann reynist holl uppeldisstofnun, sem móti víð- sýna og lundsterka menn — og til þess hygg ég, að dvöl í sveit sé vel fallin." DEILAN UM „HVÍTBLÁINN“ í ræðu sinnidvaldist skólíi- meistari alllengi við fánamál skólans, sem nokkrar deilur hafa staðið um milli hans og UMFÍ, Frá skólasiiium 14, þ,m. og ,Hví!bláins"-málinu H' en málavextir eru þeir, að á stofndegi skólans, h. 12. apríl 1953, var honum færður að gjöf útfararfáni Einars skálds Bene- diktssonar. Gerði það Jónas Jónsson fyrrv. ráðh. og fylgdi sú kvöð gjöfinni, að á afmælis- degi skáldsins skyldi fram fara í skólanum kynning á ritum þess og verkum og þá jafnframt hafð- ur frammi fáninn Hvítbláinn, sem Einar Benediktsson er höf- undur að. Skólinn tók fegins- samlega þessari ágætu gjöf og við skólasetningu árið 1953 var hinn mikli kjörgripur hafður frammi í skölanum í fyrsta sinn, og lýsti ég þá yfir því — sagði- skólameistari, — að Hvítbláinn RÁÐSTEFNA norræna samvinnusambandsins, NAF, var haldin hér í Reykjavík í fyrrakvöld. Var þar m. a. rætt um útflutning samvinnufélaganna á Norðurlöndum, um lækkun á dreifingarkor' - aði og verkaskiptingu í iðnaði Norðurlanda — en aðalumræðum. 1 fundarins var um norræna mynt. Aðálfundinn sátu forsvarsmenn samvinnufélaga á Norðurlöndum og halda þeir heimleiðis í dag, morgun og laugardag. Á hátíðisdögum og merkisdög- um skólans blakta Hvítbláinn og íslenzki þjóðfáninn hlið við hlið. væri fáni skólans og merki og var frá þessu skýrt í blöðum og útvarpi. Engin mótmæli bárust vegna þessarar yfirlýsingar minn ar fyrir hönd skólans. — Hefur Hvítbláinn numið land hér og er þegar tengdur skólanum föstum böndum, er hafður við hún á flaggdögum, er í innsigli skólans og á íþróttabúningum nemenda. Það kom því mjög á óvart, er UMFÍ lýsti yfir því s.l. vetur, að á n.k. landsmóti þess, sem hald- ið verður á Akureyri í sumar, væri ráðgert að vígja fána ung- mennaféiaganna, bláhvíta fán- ann, og að gengið verði undir þeim fána í skrúðgöngu.“ SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍSLANDS og ,.HVÍTBLÁINN“ Síðan hefur skólameistari skipzt á bréfum við stjórn Ung- mennafélags íslands, sem heldur því fram, að réttur sambandsins til Hvítbláins, sem félagsmerkis, sé óvéfengjanlegur og vitnar í lög félagsins, síðustu málsgrein, 2. grein: „Fáni og merki UMFÍ er hvítbláinn, kjörorð íslandi allt“. í svari skólameistara er bent á, að þetta ákvæði í lögum UMFÍ frá árinu 1949 hafi fram að þessu ekki verið annað en dauður bókstafur, sem á engan hátt hafi komið til framkvæmda, en á meðan hafi það gerzt að hinn nýi menntaskóli að Laugar- vatni hafi hlotið fánann í vöggu- gjöf og þegar helgað sér hann sem sitt skólamerki og samein- ingartákn. Skólameistari bendir og á í bréfi sínu, að Skógræktar- félag íslands hafi um nokkurt skeið haft hug á að helga sér Hvítbláin sem merki og fána, en þar eð því hefði ekki verið kom- ið í kring áður en Menntaskól- inn að Laugarvatni hefði helgað sér hann, hefði það mál verið látið niður falla og hefði for- manni félagsins, Hákoni Bjarna- syni, farizt drengilega, er hann færði skólanum að gjöf hvítblá- an fána, sem Skógræktarfélagið hafði þegar látið útbúa fyrir sig. — Var þar með öll misklíð úr sögunni. í síðasta bréfi skólameistara um þetta efni til sambandsstjórn- ar UMFÍ bendir hann á, að til samkomulags mætti fara þá leið, að stafirnir UMFÍ verði hafðir í efri reit, næst stöng í fána sam- bandsins, haldi það fast við að gera Hvítbláin að fána sínum. — Við þessari uppástungu hefði ekkert svar borizt og hefði það valdið honum nokkrum von- brigðum. ÁRANGUR PRÓFA Er skólameistari hafði reyfað þetta mál, svo mjög hugfólgið skólanum, sneri hann sér að því að brautskrá hina nýju stúdenta. 26 nemendur gengu undir stúd- entspróf, þar af 23 innanskóla og stóðust þeir allir prófið, en af þremur utanskólanemendum stóð ust tveir prófið. • Af 19 máladeildarstúdentum hlutu fjórir 1. ágætis einkunn, þeir Hjalti Kristgeirsson og Þór Vigfússon. Hlutu þeir jafna með- aleinkunn, 9,26, sem var hæsta stúdentsprófseinkunnin og jafn- framt yfir allan skólann. Enn- fremur hlutu ágætiseinkunn í máladeild þeir Gunnlaugur Arn- órsson, 9,07 og Guðjón Jóhannes- -k RÁÐSTEFNUFULLTRÚAR Blaðamenn ræddu við ráð- stefnufulltrúa í gærdag. Erlend- ur Einarsson forstjóri kynnti hina norrænu fulltrúa, en þeir eru frá Svíþjóð: Albin Johans- son form norræna sambandsins, Carl Lindskog og S. H. Sören- sen, frá Finnlandi: Paavo A. Viding og dr. Uuno Takki, frá Noregi: Olav Meisdalshagen landbúnaðarráðherra og Rolf Semmingsen, frá Danmörku: Refsgaard Thögersen og Ebbe Groes og einnig sat fundinn framkvæmdastjóri norræna sam- bandsins Mogens Efholm. ★ HIÐ NORRÆNA SAMBAND Síðan skýrðu óinir norrænu gestir frá starfsemj sambandsins. Kváðu þeir sambandið hafa inn- an sinna vébanda samvinnuhreyf ingu allra Norðurlandanna. NAF er rekið sem viðskiptafyrirtæki, er annast margvísleg innkaup Slúdenfar frá Laugavalni HÉR fara á eftir nöfn nústúd- enta Menntaskólans á Laugar- vatni: | Fara hér á eftir nöfn hinna nýju stúdenta í stafrófsröð: Máladeild: Auður Ingólfsdóttir, Selfossi, Árnessýslu Bjarni Guðjónsson, Uxahrygg, i Rangárvallasýslu Björgvin Helgason, Reykjavík i (utanskóla) Björgvin Kjartansson, Brekkum, Rangárvallasýslu Björgvin Salómonsson, Ketils- 1 stöðum, Mýrdal, V.-Skaft. Einar Ólafsson, Þorláksstöðum, Gullbringusýslu Eyjólfur Pálsson, Vestm.eyjum Guðbjörg Sveinsdóttir, Reyni, Mýrdal, V.-Skaftafellssýslu Guðjón-Jóhannesson, Kleifum, Dalasýslu Guðmundur Vilhjálmsson, Fúskrúðsfirði, S.-Múlasýslu Guðný Jónsdóttir, ísafirði Gunnlaugur Arnórsson, Gröf, Hrunamannhr., Árness. Hjalti Kristgeirsson, Klængs- seli, Flóa, Árnessýslu Ingiberg Hannesson, Akranesi, | Borgarfjarðarsýslu Kristinn V. Jóhannsson, Nes- kaupstað, S.-Múlasýslu Nína S. Sveinsdóttir, Selfossi, Árnessýslu Rannveig Gunnarsdóttir, Rvík | (utanskóla) Sigríður E. Sveinsdóttir, Reyni, Mýrdal, V.-Skaftafellssýslu Þór Vigfússon, Selfossi, Árness. Stærðfræðideild: Gunnlaugur Skúlason, Bræðra- tungu, Bisk., Árness. Jón D. Þorsteinsson, Drangs- hlíðardal, Rangárvallasýslu Knútur Jónsson, Herríðarhóli, Rangárvallasýslu Lúðvig A. Halldórsson, Sauðár- j króki, Skagafjarðarsýslu Ormar Þór Guðmundsson, i Akranesi, Borgarfjarðars. Þórir Ólafsson, Varmalandi, i Mosfellssveit. Gullbringus. Hinir nýju Laugavatnsstúdent- ' ar fara utan með Gullfossi n.k. laugardag í skemmtiferð til Kaupmannahafnar og verða viku í förinni. son, 9,02. Efstur í stærðfræðideild var Þórir Ólafsson með 8,69. 15 stúdentar útskrifuðust með 1. einkunn, 4 með aðra einkunn og 2 með 3. einkunn. fyrir norræna samvinnumenn og hefur sparað þeim stórar fjár- hæðir á þann hátt. Velta NAF er yfir 1000 milljónir ísl. króna árlega og hefur sambandið skrif- stofur í Kaupmannahöfn og London. Til skamms tíma hefun NAF eingöngu annast innkaup vara fyrir samvinnufélögin á Norður- löndum, en í maí í vor var stofn- uð við það söludeild útflutnings- afurða samvinnufélaga á Norð- urlöndum. Hefur starfsemi þeirr- ar deildar farið vel af stað, en reynsla er enn ekki fengin að fullu, en fulltrúarnir eru von- góðir um að þessi nýja skipan mála verði árangursrík. NAF var stofnað 1918 og voru þá Noregur, Danmork og Sví- þjóð ein í sambandinu. 10 árum síðar bættust Finnar í hópinn og 1949 gerðist SÍS aðili að sam- bandinu.- Starfsemi NAF hefur aukizt hröðum skrefum — velt- an var 1952 240 millj. d. kr. en 1954 408,2 millj. d. kr. NAF var í upphafi aðeins ætl- að að verzla — kaupa inn fyrir samvinnufélögin og nú síðar að selja fyrir þau. En smám saman hefur verið farið inn á aðrar brautir, svo sem tilraunir til að auka og efla samvinnu félag- anna — þ. e. að treysta norræna samvinnu. Á þeim vettvangi hef- ur starfsemin beinzt inn á svið fræðslu og menningarmála, sam- ræmingu iðnaðar o. fl. Á AÐALFUNDIR Aðalfundir sambandsins nor- ræna eru haldnir til skiptis í aðildarlöndunum 5. SÍS sá fyrst um aðalfund árið 1950 og nú aít- ur 1955. Næsta ár verður aðal- fundurinn í Noregi. Á þessum aðalfundi er venja að taka fyrir auk venjulegra við- skipatmála eitt málefi^ sem orð- ið gæti traustur hlekkur í nor- rænni samvinnu. Umræðuefnið á þessum nýafstaðna aðalfundi, eða Norrænu stefnu, eins og þeir eru nefndir, var: Norrænt gjald- miðilsbandalag, skilyrði þess og gagnsemi. Ræddu um það mál fimm menn — einn frá hverju landi •—.• Thorkil Kristensen fyrrv. fjár- málaráðherra frá Danmörku, Bruno Suviranta próf. frá Finn- landi, Gylfi Þ. Gíslason próf, Knut G. Wpæd skrifstofustjóri frá Noregi og Erik Lundberg próf. frá Sviþjóð. Voru fulltrúar mjög ánægðir með umræður þessar. Úlsýn efnir !il auka- ferðar vegna mikill- ar FERÐAFÉLAGIÐ ÚTSÝN hefir ákveðið að efna til þriðju ferðar- innar utan í sumar, þar sem að- sókn hefir verið það mikil að hinum tveimur fyrri. Hefst hún 19. júlí frá Reykjavík. Alls hafa á annað hundrað manns óskað þátttöku í ferðum félagsins, þannig að þegar er mikið pant- að í aukaferðina. Fyrsta ferð Útsýnar hefst 5. júlí, næsta 19. júlí og sú þriðja 16. ágúst. Aukaferðin, sem hefst 19. júlí, verður með sama sniði og hinar tvær ferðirnar, og hef- ir áður verið skýrt frá þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.