Morgunblaðið - 16.06.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.06.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. júní 1955 HJÓNABANDSÁST EFTIR ALBERTO MCRAVÍA Fmmh’aldssagan 7 væri að hugsa um eitthvað mjög spekingslegt, en í raun og veru með tómt höfuð og huga, sem hættur var að starfa. Ég er gæddur mjög þroskaðri gagnrýnisgáfu og í morg ár skrif aði ég gagnrýni fyrir dagblöð og tímarit. Þessvegna veitti ég því fljótt athygli, að um framfarir var hreint ekki að ræða í verki mínu, heldur mikla hnignun frá 'því sem áður var. * í Áður fyrr hafði ég getað fest ;huga minn við eitthvert visst mál ,'efni og útlistað það á viðeigandi ^hátt, án þess að um nokkurn skáldskap væri að ræða, en ávallt <með vönduðu málfari og skírum istílsmáta. Nú varð mér hinsveg- ■'ar Ijóst, að það var ekki aðeins ímálefnið, heldur og líka málfar ;og stíll, sem ég hafði misst töiS- !in á. Það sem mig fyrst og fremst skorti var hljóðfallið, en með því ! á ég við þann reglubundna sam- i hljóða anda, sem er óbundnu 'máli jafn nauðsynlegur til efling- i ar og þróunar eins og bragarhátt- urinn fyrir hið bundna mál. Ég minnist þess, að eitt sinn átti ég þennan anda — að vísu á mjög lágu og takmörkuðu stigi, en einnig hann hafði nú yfirgef- ið mig. Ég stamaði og mig rak í vörðurnar og ég týndi sjálfum mér í ólgu ósamræmis og há- hreystis. Kannske hefði ég átt að gefa þetta verk mitt upp á bátinn, fyrst ást sú, sem ég bar til konu minnar, nægði til að gera mig hamingjusaman. Kannske hefði ég líka gert það, ef hún hefði ekki ávallt hvatt mig til að fást við það og ljúka því. Varla leið svo dagur, að hún ekki spurði mig, með ástúðlegri og hvetj- andi umhyggju, hvernig mér gengi og ég, sem skammaðist mín fyrir að játa sannleikann af- dráttarlaust, svaraði henni frem- -ar óákveðið að mér miðaði vel áfram. Hún virtist bera miög mikla umhyggju fyrir þessu verki mínu eins og það væri eitthvað, sem hún bæri ábyrgð á og mér var orðið það ljóst, að hennar vegna yrði ég að ljúka við samningu og ritun þessarar sögu minnar, svo að hún mætti verða sönnun á ást minni til hennar fyrir þá gagn- geru breytingu, sem hún hafði valdið í lífi mínu. Það var þetta, sem ég átti við, þegar ég faðmaði hana áð mér og hvíslaði því að henni, að hér eftir skyldi hún verða hamingjudís mín. Með hinum daglegu spurn- ingum, hafði henni tekizt án þess að vita sjálf, að gera það að metn aðarmáli mínu að ljúka þessari söguritun, líkt og hefðarfrúrnar í ævintýrunum, sem báðu rídd- arana að drepa ófreskjuna og sækja gullnu skykkjuna. Og aldrei þurfti riddarinn í þessum ævintýrum að koma yfirbugaður og iðrandi úr ferðum sínum og játa, að sig hefði brostið kjark til að fella drekann, eða að hann hafi ekki getað fundið gullnu skykkjuna. ! Þessi metnaður fékk á sig enn ákveðnari svip sökum hins sér- j staka eðlis ákafa hennar, sem ' ekki var ákafi menntaðrar konu, * er kunni skil á bókmenntalegum störfum, heldur fáfróðrar og hug- vitssamrar ástmeyjar, sem áleit i þau eingöngu komin undir vilja t 'og bænum. > Eitt sinn, er við vorum á einni af okkar daglegu skemmtigöng- í um, reyndi ég að beina athygli hennar að hinum miklu erfiðleik um og alltíðu ómöguleikum á bók menntalegri sköpun og tilbún- ingi, en ég sá þegar í stað, að hún gat alls ekki skilið mig. „Ég er ekki rithöfundur“, sagði hún, er | hún hafði hlustað á mig „og ég j hefi ekki neinar bókmenntaiegar * langanir, en ef ég hefði haft þær, þá held ég að ég hefði haft margt i og mikið til að segja .... og með þá starfsmöguleika og aðstæður i sem þú hefur hér, þá held ég að I ég hefði getað sagt það mjög • fallega.“ 1 Hún horfði á mig litla stund og bætti svo við með alvarlegri ást- leitni í svipnum: „Mundu það, að þú lofaðir að skrifa sögu um I mig .. og nú verðurðu að efna loforð þitt.“ Ég svaraði engu, en varð hugsað með gremju til hinna mörgu arka með óteljandi útstrik unum og leiðréttingum, sem hlóð ust í sívaxandi hlaða á skrifborð- i . í mu minu. ! Morgun einn, er ég hafði dvalið um nóttina, eða hluta af henni, hjá konu minni, varð ég var við mikla löngun hjá mér til að láta hugann reika og hafast ekki að. Höfuð mitt var sem tómt, ég fann til undarlegs léttleika í hnakkanum og einhverskonar magnleysis í öllum limum mín- um. Það tók mig ekki langan tíma að álykta, réttilega eða rang lega, að þessi vanmáttur minn til að vinna, þessi ómöguleiki á að halda huga mínum við efnið, þessi löngun til iðjuleysis, hlyti að stafa frá hinni líkamlegu tæm ingu sjálfs míns, sem ástaleikir liðinnar nætur útheimtu jafnan. Stundum stóð ég upp frá skrif- borði mínu og skoðaði andlit mitt í speglinum, hina þreyttu, skörpu vöðva þess, skuggana undir aug- unum, hið dauflega tillit þeirra og hina magnlausu deyfð í allri framkomu minni. Ég varð þá greinilega var við skort á þeim krafti, sem ég hins- vegar fann brjótast um í mér á hverri nóttu, er ég lagðist niður og tók konuna mína í faðminn. Ég fann, að ég gat ekki glímt við ritstörfin vegna þess, að ég hafði kvöldið áður eytt öllum mínum athafnamætti í faðmi konu minnar. Mér var það ljóst, að það sem ég var að veita konu minni, var ég að taka frá starfi mínu. Þetta voru ekki nákvæm- ar hugsanir, — ekki eins nákvæm ar að neinu leyti og þær virðast nú, þegar ég lýsi þeim. Frekar mætti kalla þær dreifðar tilfinn- ingar, varanlegan grun. Ég fann, að hinn skapandi máttur var soginn úr líkama mín- um á hverri nóttu og næsta dag var mér allra framkvæmda varn að sökum vöntunar hans. Þannig hélt þessu áfram enn í nokkurn tíma. Á nóttunum hafði ég mök við konu mína og á daginn hugs- aði ég um það, að það væri ein- mitt þessum næturathöfnum að kenna, að ég gæti ekkert unn- ið. Enn sem komið var, hafði þó þessi uppgötvun mín engin áhrif á ást mína til hennar. Á þessum erfiðu, en dásamlegu næturstund um gleymdi ég efasemdum mín- um og blekkti sjálfan mig, í stundlegum girndarhroka, með TILKYNMIMG í>að tilkynnist hér með heiðrpðum viðskiptavinum mínum að ég hefi, frá og með deginum t dag, selt hr. 1 • Óskari A. Sigurðssyni barkarí mitt á Laugavegi 5. Allar skuldbindingar fyrirtækisins, sem stofnað er til hér eftir eru mér því óviðkomandi. — Um leið og ég þakka ánægjuleg og traust viðskipti á undanförnum árum, leyfi ég mér að vænta þess að viðskiptavinir mínir láti hinn nýja eiganda njóta viðskipta sinna í framtíðinni Reykjavík, 16. júní 1955. Oskar Thorberg Jónsson. Samkvæmt ofanrituðu liefi ég undirritaður keypt bakaríið á Laugavegi 5, sem ég rek hér eftir undir eigin nafni. Eg mun ávallt kappkosta að hafa jafn góðar vör- ur á boðstólum og verið hafa til þessa, og leyfi mér því að vænta þess að heiðraðir viðskiptavinir fyrirtækisins láti mig njóta viðskipta sinna í framtíðinni. ' Reykjavík, 16. júní 1955. Óskar A. Sigurðsson, Bárugötu 11. IJtilegumennirnir 6 Nú vissu þeir Bjarni og Jón að sýslumannssonurinn var í ráði með útilegumönnunum. Þeir ákváðu að flýta sér allt hvað þeir gætu til byggða til þess að vara byggðarmenn og' safna liði. I Og þegar mennirnir sáu ekki til læddust þeir bræður í burtu og héldu til byggða. Á leiðinni ræddu þeir mikið um hvernig bezt væri að lumbra á sýslumannssyninum, því að eftir það, sem þeir höfðu heyrt við hellinn, hötuðu þeir | hann fyrir að vera í vitorði með útilegumönnunum, pm að tæna fólki úr byggðarlaginu — ef til vill ætluðu þeir að ræna systur þeirra bræðra. | Þegar þeir Bjarni og Jón komu í byggðarlagið, skýrðu þeir frá því, sem þeir hefðu orðið varir við við helli útilegu- mannanna. Þeir skýrðu þó ekki frá því, að sonur sýslumanns- ins hefði einnig verið þar, því að þeir voru hræddir um að einhver myndi segja sýslumanninn frá því, og hann koma i syni sínum undan. Þeir ætluðu nefnilega sjálfir að lumbra j á honum. ' Allir karlmennirnir í þorpinu söfnuðust saman þegar líða tók á kvöldið því að þeir ætluðu ekki að láta útilegumenn- ina sleppa svo glatt. Sumir þeirra voru með byssur að vopni, en aðrir með hnífa, heykvíslar, haka og fleira, sem þeir fundu. Bræðurnir Bjarni og Jón voru viðbúnir heima hjá sér, því að þeir ætluðu að verja systur sína, ef ráðizt yrði á hana. • * | Laust eftir miðnætti sást til ferða útilegumannanna, þar sem þeir læddust niður hlíðina ofan í þorpið. Þeir héldu auðvitað, að allir þorpsbúar væru komnir í fasta svefn og því engin hætta á ferðum. j Það var eins og þá bræður hafði grunað, einir fimm þeirra stefndu að bæ þeirra bræðra, en hinir á bæ lengra út með sjónum. í skemmu bak við bæinn höfðu safnazt nokkrir þorpsmenn, og voru þeir nú tilbúnir til að taka á móti úti- | legumönnunum. Bræðurnir voru hins vegar inni í bænum. : Höfðu þeir viljandi skilið hurðina að bænum eftir ólæsta, : svo að útilegumennirnir kæmust inn í bæinn, en þar ætluðu ; þeir að taka á móti þeim. < : Og það var eins og þá hafði grunað. Að nokkrum tíma ; liðnum læddust þrír menn inn í bæinn, en tveir biðu fyrir ; utan. Voru þeir ailir vopnaðir byssum og hnóv.m. z Hafnarfjörður Kvennadeildin Hraunprýði efnir til skemmtiferðar til Akraness og nágrennis, laug- ardaginn 18. júní. Konur beðnar að mæta við strætis- vagninn kl. 12 á hádegi. — Farið af stað kl. 1 frá Reykja- vík með m.s. Eldborg. Konur beðnar að gefa sig fram sem allra fyrst. Uppl. hjá ferðanefndinni. Sigurveig Guðmundsdóttir, sími 9227. Sólveig Eyjólfsdóttir, sími 9754. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, sími 9164. CÓLFTEPPI mjög fjölbreytt úrval. — Margar stærðir og gerðir. Fólk, sem hefur pantað teppi, er vinsamlegast beðið að vitja þeirar sem fyrst . TEPPI h.f. (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar) ODYR SUMARKJÓIAEFNI Einlit og rósótt Laugavegi 60 — Sími 82031 Amerískir telpukjólar Fjölbreytt úrval. Stærðir frá 4—12. Verð frá kr. 98.00. UJÍ unin HAFNARSTRÆTI 4 — SÍMI 3350.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.