Morgunblaðið - 29.06.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.06.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. júní 1955 MORGUNBLÁÐIÐ 9 IG Æ R var hér í blaðinu skýrt frá fyrra degi aðal- fundar Skógræktarfélags ís- lands á Þingvöllum en um hádegið á sunnudag söfnuð- ust fundarmenn saman í stóra salnum á Þingvöllum til há- degisverðar. ' hóf með nokkrum orðum, en að j áliðnu borðhaldi fluttu þessir I menn ræður: Steingrímur Stein- I þórsson, landbúnaðarráðherra, Jörgen Mathiesen verksmiðju- eigandi, Þorsteinn Sigurðsson for maður Búnaðarfélags íslands, Páll Zophóníasson búnaðarmála- stjóri og sendiherra Norðmanna, Andersen RyssiT er bar fram þakkir frá gestunum. Steingrímur Steinþórsson, land búnaðarráðherra, gat þess í upp- hafi ræðu sinnar, að frumkvöðull félagsstofnunarinnar, Sigurður Sigurðsson, hefði kvatt til liðs við sig landsþingsmanninn danska Hauch, til þess að flvtja aðra setn ingarræðu stofnfundarins, en Hauch var naínkunnur maður á sinni tíð sem landbúnaðarfröm- uður þjóðar sinnar. Hann gat þess með hve mikiili bjartsýni þessari félagsstofnun var hrint af stað fyrir 25 árum, en tekizt hefði blessunarlega á þess- um árum að einbeita vilja fjöld- ans til eflingar skógræktarsam- Fundurinn í Almannagjá fyrrihluta dags á sunnudag. H. grunni. J. Hólmjárn stýrði fundinum, sést í for- (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Áletrunin í Almannagjá greypt í hamravegginn þakka Jörgen Mathiesen gods- eiganda að Eiðsvelli, og Niels Ringset frá Liabygd fyrir hinn mikla áhuga þeirra í þessu máli. Æska beggja þjóðanna mun áreiðanlega hafa margþætt gagn af heimsóknum til beggja land- Sendiherra Norðmanna, Thorger Andersen-Rysst þakkir fyrir gestanna hönd fyrir veizlufagn- aðinn. armálum, sem eru verkefni Bún- aðarfélags íslands. En hann von- aðist eftir því að sá misskilning- ur, sem hefði gert vart við sig um missætti sauðfjárræktarmanna og skógræktarmanna mundi jafn ast til góðs fyrir báða flokka. Páll Zophóníasson tók í sama séreng og Þorsteinn. Hann lagði áherzlu á í ræðu sinni að for- göngumönnum í skógrækt er unnu starf sitt áður en núverandi Skógræktarfélag kom til, hefði orðið mikið ágengt í brautryðj- endastarfi sínu og nefndi þar til nokkra menn, er þar einkum koma við sögu. En það er mín ein læga ósk, segir hann, að á næstu 25 árum geti málum skipast þannig að þjóðin geti komið sér upp gagnviðarskógum. Er þetta, sagði hann, næsta sporið í þróun skógræktarmálanna. Að lokum tók Þorgeir Ander- sen Rysst, sendihérra Norðmanna til máls til að þakka fyrir hönd gestanna fyrir þennan veizlu- fagnað. Hann hóf mál sitt ó þá leið, að einmitt fyrir 25 árum síðan leit hann Þingvöil í fyrsta sinn, á 1000 ára afmæli Alþingis. „Ég“, sagði hann, „er undrandi yfir því, hve íslenzk skógrækt og skóg- ræktaráhugi landsmanna hefur tekið miklum framförum á síð- ustu árum. Það er okkur Norðmönnum mikil ánægja að fá tækifæri til að halda samvinnu við íslendinga um þessi mál. Við lítum sT'o á, að skiptiferðirnar á milli þjóð- anna í gagnkvæmum skógræktar erindum komi báðum þjóðum að liði. Hef ég sérstaka ástæðu til að anna. Ræðumaður gat sérstaklega um það, hve Mathiesen tók hon- um frábærilega veJ þegar leitað var til hans um fjárstyrk til þess- ara ferða og hve Ringset hefði stjórnað þessum kyrmisferðum vel. Ræðumaður fullyrti að mikil samúð rikti meðal Norðmanna gagnvart íslenzkri skógrækt. Þessi almenni samhugur lýsti sér m. a. í framtaki prestsins Haralds Hope, er unnið hafði að því á undanförnum árum að senda Skógræktarfélagi íslands gefins girðingarstaura, er sóknarböm prestsins hafa höggvið í skógum sínum, til að senda þá sjóleiðis hingað til lands. .... Guttormur Pálssoil, Skógarvörð- ur á Hallormsstað, þakkar Skóg- ræktarfélaginu fyrir heiðurinn. að gera sig að heiðursfélaga. „Þetta er fyrsta viðurkenning mér til handa“, sagði hann. (Sbr. árdegisfundinn á sunnud.) Ein. slik sending er nýkomin hingað og er hún þegar afgreidd að nokkru Jeyti frá Skipaútgerð ríkisins, er 2000 girðingarstólpar frá séra Hope væru þegar af- greiddir. En alls verður sending- in um 6000 stólpar, er verður skipað í land í Rvík á næstunni. Að erjdingu flutti ræðumaður hlýjar kveðjur til Skógræktar- félags íslands og þakkaði því ör- j ugga forgöngu í skógræktarmál- um. j Steingrímur Steinþórsson, land- búnaðarráðherra, óskar Skóg- ræktarfélaginu allra heilla. HÁDEGISVERÐUR Klukkan 12 settust, menn að borðum í Valhöll. Voru þar nokkrir gestir komnir 1 tilefni afmælisins, svo sem: Steingrímur Steinþórsson land- búnaðarráðherra, Andersen Rysst sendiherra Norðmanna, Sigtrygg- ur Klemensson skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins og Gunn- laugur Briem, skrifstofustjóri at- vinnumálaráðuneytisins, búnað- armálastjórinn, Páll Zophónías- son og formaður Búnaðarfélags íslands, Þorsteinn Sigurðsson frá .Vatnsleysu. Formaður félagsins setti þetta Niels Ringset talar um hina nýju skógrækt Noregs. (Sbr. árdegisfundinn á sunnud.) Jörgen Mathiesen, skógaeigandi frá Eiðsvelli, talar um norska skógrækt. takanna. Þetta var dreifður hóp- ur sem mætti á Alþingishátíðinni fyrir 25 árum síðan, en auðséð var á þeim tiltölulega fámenna fundi, er haldinn var í Almanna- gjá fyrir nokkru síðan, að þar var um að ræða fólk, sem var orðið því vant að einbeita vilja sínum að settu marki. Hann ósk- aði af alhug að skógræktin fengi hér áð njóta sín í framtíðinni og byggði þær vonir sínar m. a. á því að nú væri vissa fyrir hendi að skógrækt gæti hér tekizt í stúrum stíl ef rétt og einbeittlega væri að henni unnið. Mathiesen skógareigandi að Eiðsvelli, flutti mjög eftirtektar- verða ræðu þar sem hann m. a. skýrði frá því hve Norðmenn væru vel settir með sína skóga og hve miklar þjóðartekjur rynnu beinlínis og óbeinlínis frá skógarhöggi. En þó hér væri um rótgróinn atvinnuveg að ræða eg miklar tekjur nú, þá væri hann þess fullviss að með aukinni tækni og aukinni þekkingu gætu þjóðartekjur Norðmanna marg- faldast frá því sem nú er, með auknum nytjum af skógarhöggi og skógviði. Óskaði hann Skóg- ræktarfélagi íslands allrar ham- ingju með sitt framtíðarstarf og færði Skógræktarfélagi íslands að gjöf silfurbúinn fundahamar sem er eftirlíking af lítilli viðar- exi, sem starfsmenn skógræktar Noregs hafa til að merkja þau tré, sem ráðið er að fella. Er þetta lrinn vandaðasti gripur. Þorsteinn Sigurðsson formað ur Búnaðarfélags íslands tók næstur til máls og sagði m. a. að það hefði atvikast svo að skóg- ræktin hefði ekki allskostar átc samleið með almennum ræktun- Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnaðarfélags íslands, þakkar gott samstarf við Skógræktar- félagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.