Morgunblaðið - 10.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.1955, Blaðsíða 14
r=: 14 MORGUNBLABIB Sunnudagur 10. júlí 1955 zsx. HJÓNABANDSÁST EFTIU ALBERTO MORAVÍA w«i" ,?,"'¦¦: Framhaldssagan 27 hinna viðkvæmu og algengu at- : hugasemda. Á meðan kom eitthvað slen eða drungi yfir mig, svo að ég lagði 1 fJjótlega bókina frá mér aftur og ; lagðist til svefns. Ég hefi e. t. v. sofið í eina í klukkustund, en í svefninum l fannst mér oft sem ég vaknaði og Íég.ígat séð borðið, stólinn, rit- vielina og hugsaði sem svo, að j «£ginlega ætti ég að vera að vinna í oÉg ég fann til biturrar vanmáttar \ cifmagnleysiskenndar. S'Loks vaknaði ég fullkomlega, I eins og samkvæmt gefinni bend- l irtgp og spratt á fætur. llerbergið Var hulið rökkri. Ég "éjtk út að glugganum og lauk .gluggahlerunum upp. Himininn ýfir enn bjartur, en sólin var sezt tH viðar og geislar hennar titr- uSú dvínandi neðst á gluggarúð- unum. Ég settist við borðið, hugsunar- laust og sljór og byrjaði að vél- rita. Ég ritaði tvær — þrjár blað- síður, en féllust hendur, í upp- liafi hinnar fjórðu og sökkti mér niður í þungar hugsanir. Raunar hugsaði ég hreint ekki neitt. Ég gat beinlínis ekki gripið meiningu þeirra orða, sem ég hafði skrifað með svo miklum ákafa, fám dögum áður. Ég sá, að það voru orð, en þau héldu áfram að vera aðeins orð og mér virtust þau hvorki vera gædd meiningu né gildi. Þau voru hluti úr ræðu, en tilgangslaus, hluti af máli sem því, er ritað er í raðir ?¦ á blaðsíðum orðabóka og ekkert annað eða meira en það. Á þessari stundu birtist konan mín í ' dyragættinni og spurði, hvort ég vildi ekki te. Ég tók boði hennar með gleði, gleði v4gna truflunar þeirrar, er það hafði á fásinnu og fjarlægðartil- finningu þá, er ég kenndi, frammi fyrir handriti mínu, og ég fylgd- ist með henni niður. Hún hafði þegar búið sig til Linnar venjulegu göngu okkar og tcið beið á borðinu. ^~Ég reif mig með áreynslu, upp úr drunganum og byrjaði að masa ^lum allt og alla, meðan ég drakk teið. Konan mín sýndist nú ekki jafn utan við sig og fyrr um daginn og ]>að gladdi mig. Að tedrykkjunni .lokinni fórum við út og gengum niður eftir akveginum, áleiðis til hliðsins. Eins og ég hefi áður sag, þá ¦Wir ekki um marga staðf að velja til skemmtigöngu bar í nágrenn- iyu, svo að við snérum inn á þröngan stíg, sem við þekktum írrjög vel og lá þvert yfir völlinn. Ég gekk á undan og Leda fast a hæla mér. Hugur minn var, eins og ég brátt komst að raun tim, ennþá háður áhrifum veik- leika og skilningsskorts, sem handrit mitt hafði valdið, en ég gerði ákafar tilraunir til að hrinda frá mér þessari undirok- un og ræddi við Ledu fjörlega, um einskisverða hluti. Stígurinn liðaðist um völlinn og tengdi sam an hin mörgu bændabýli. Stund- um sameinaðist hann þreskflöt einhvers eyðibýlis eða einangraðs hóndabæjar og þaðan bugðaðist hann svo áfram á milli tveggja * líæða, eða meðfram skurði og kartöflugörðum, eða framhjá síð- I ustu vínviðargörðunum í jaðri eínhvers víngarðsins. í hinni skæru, jafnvel Ijóm- ' andi birtu haustsins, sást hin víð- áttumikla slétta, svo langt sem I augað eygði, með stöku trjám hér og þar, dökkum í sambandi við i baksviðið, himininn og með öli laufblöð sín upplituð af sólar- geislunum. Er við komum að lítilli bog- myndaðri brú, sem lá yfir djúpt síki, nam ég staðar, til þess að skoða útsýnið, en konan mín hélt áfram göngunni. Ég man, að hún var klædd í pils x'ir gráu taui, með gula, rauða, bláa og græna depla og flekki á gráum grunn- inum. Er ég fyrst horfði á eftir henni, þar sem hún gekk áfram, greip mig hræðsla og kvíði vegna þess að mér virtist hún skyndi- legavera, eins og orðin í hand- riti mínu, aðeins mynd eða tákn, merkingar og gildislaus. Ég sagði hljóðlega: „Leda" og mér fannst ég vera að segja það heimsku- legasta sem til er í heiminum, og hélt svo áfram: „Nafn mitt er Silvió Baldeschi og ég kvæntist konu, sem heitir Leda" og mér finnst ég ekki hafa sagt neitt. Ég skildi að eina leiðin til þess að I sleppa frá þessu andrúmslofti óraunveruleikans var sú, að þola eða valda kvöl, líða þjáningu, eða | orsaka hana, t. d. með því að grípa í hár konu minnar, kasta henni niður á egghvassa og odd- beitta steinana á veginum og taka á móti frá henni, velútilátnu sparki á sköflunginn að launum. Þannig ætti ég e. t. v. líka að endurvekja gildi og verðmæti handritsins, með því að rífa það í sundur og kasta á eldinn. Þessar hugsanir læddu inn hjá mér grun um það, að ég væri að missa vitið. i Konan mín var að leita eftir hentugum stað til að hvílast á ¦— erfitt vandamál á svæði sem þessu, þar sem jafnvel hver þuml ungur jarðar var ræktaður, hver jurt var nytsöm og sérhvert mold arkorn hafði að geyma sáðkorn. ' Loks komum við að sprungu á jörðinni, þar sem niðri á botnin- um rann lítill lækur. Þarna höll- uðust grænir bakkarnir, brata- laust niður og lækurinn myndaði ofurlítinn poll eða tjörn, líka hringlóttum spegli úr þykku, grænu vatni, yfirskyggðu af trjám og laufgróðri. Mjó, steypt stétt hallaði niður og lá út í pollinn, stétt sem kon- ur notuðu, er þær þvoðu og undu fatnað sinn þar, þessi stétt sýndi ljóslega, að þessi sýnilega einangr aði staður var þó notaður sem þvottastaður kvenna. Þarna settist Leda og ég við hlið hennar, á grösugum lækjar- I bakkanum. Við fórum að ræðast við í hálf- ' um hljóðum, einmitt á þeirri stundu, rétt fyrir sólarlagið, þeg- ar bæði ljósið og hljóðin dvína út og deyja. Konan mín hafði slitið upp strá, stungið upp í sig og saug það annarshugar, en ég sem sat litlu neðar á bakkanum, horfði á hina daufu skugga asparinnar á spegilsléttum vatnsfletinum. Við töluðum stundarkorn um veðrið og staðinn en þá, af mjög litlu tilefni (ég hafði spurt hana, hvort hana langaði til að fara upp í fjallahéruðin í vetur) tók hún að segja frá atvikum úr lið- inni æfi sinni, sem gerst höfðu á samkomustað uppi í hálendinu, tveim árum áður. i Fyrra hjónaband konunnar minnar átti sér ekki langan aldur og er því lauk, lifði hún ein og ólofuð í tíu ár og átti, eins og mig hafði grunað, fjölmarga elsk huga á þeim tíma. Ég fann ekki til afbrýðissemi í garð þessara fyrirrennara minna og er hún sá, að ég lét mig þá engu varða, fór hún áð tala um þá, fyrst varfærnislega, en smátt og smátt gerðist hún opin- ská og berorð. Hversvegna hún gerði það, veit ég ekki, e.t v. sök- um hégómaskapar eða — í hinum ólíku, núverandi kringumstæð- um — vegna þess, að hún saknaði hins ótakmarkaði frelsis, er hún naut á þeim árum. Ég get ekki beinlínis sagt, að sögur hennar hafi skemmt mér, en samt gerði engin afbrýðissemi vart við sig, innra með mér. Þarna sat hún, saug puntstráið og horfði starandi, ekki ámig, heldur á eitthvað sem hún sá í ímyndunum sínum og hugarár- um og hún sagði mér frá einu af æfintýrum sínum. Eg fann, að hinar veiku, óþægilegu tilfinn- ingar, sem endurminningar henn ar ollu mér, reyndust mér þægi- legar í þetta sinn, eins og styrkj- andi hressingarlyf veikum manni. Vissulega þjáðist ég og það mjög, er ég hlustaði á frásagnir MJalKhvítar-hveitið fæst i öllum búdum 't- SnowWriite's/.AÍr* 5 punda bréfpoki 10 punda léreftspoki Hveitið er framleitt aðeins úr bezta hveitikorni Biðjið ávallt um „Snow White". hveiti (Mjallhvítarhveiti) Wessanen tryggir yður vörugæðin Crosse & Blackwell ltd í wlösum og flöskum: Malt edik Olive olía FRENCH CAPERS Rose syrop Mayonnaise Salatl Cream Cheí tómatsósa Branston sósa (fiskisósa) Chef sósa Worchestersósa Sveppasósa Sandwich spreað í pckkum: Tea ..VEDDA" Matarlím Jelly Cristals, jarðirberja, hindberja, appelsínubúðingar. í áó sum: Lyftiduft Krydd, allskonar Custard Powder Allar þessar heimsþekktu vörur höfum við fyrirliggjamli. H. BENEDIKTSSON & CO. H.F. Hafnarhvoll — Sími 1228 Atvinna Ungur maður fneð háskólamenntun frá Bretlandi ósk- ar eftir aukastörfum, t. d. bókhaldi, bréfaskriftum eða hverskonar öðrum verzlunarstörfum. Önnur störf gætu einnig komið til greina. \ Tilboð merkt „Bretland — 925" óskast send Mbl. fyrir miðvikudagskvöld 13. þ. m. Þjóðleikhúsið verður í sumar til sýnis fyrir gesti á þriðjudögum og föstudögum frá kl. 11 til 12 árdegis. Inngangur frá Lindargötu. Þjóbleikhúsið .»»«**¦ Borð-SALT sern nu er eftirlæti a-Ilra húsmæðra - SIFTA SAIT - — Fæst í næstu verzlun — H. BENEDIKTSSON & Cfl. H.F. Hafnarhvoll Sími 1228

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.