Morgunblaðið - 13.07.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.1955, Blaðsíða 6
I « MORGUNBLAD19 Miðvikudagur 13. júlí 1955 Tvísýn landskeppni í frjálsíþróttnm milli Hollendinga og Islendinga Hargt bendir þó til þess að islendingar í beri sigur úr býtum LANDSKEPPNI Hollendinga og- íslenflinga í frjálsum íþróttum verður 20. og 21. júlí n.k. á íþróttavellinum í Reykja- Vík. Er þetta fimmta landskeppni íslendinga í frjálsum íþróttum, en sem kunnugt er, hafa frjálsíþróttamenn okkar staðið sig mjög Vel í keppni við aðrar þjóðir. Hafa þeir þrisvar borið sigur úr býtum í landskeppni. — Landskeppnin við Hollendinga verður áreiðanlega mjög tvísýn og spennandi, eins og sjá má af afreka- Bkránum hér á eftir. Er ómögulegt að segja, hvernig hún fer, en ekki er út í bláinn að gera ráð fyrir íslenzkum sigri. 22— 23 ÁRA MEÐALALDUR Við eigum nú marga góða og efnilega frjálsíþróttamenn, sem mikils má af vænta í framtið- inni, og verður gaman að sjá, hvernig þeir standa sig á móti Hollendingunum. Til gamans má geta þess, að meðalaldur ís- lenzku landsliðskeppendanna er 23— 24 ár. Tveir eru undir 21 árs aldri, Svavar Markússon og Sig- urður Lárusson, sem aðeins er 19 ára gamall. í landskeppninni við Hollend- inga verður í fyrsta skipti keppt í öllum landsliðsgreinum hér á vellinum, þ. e. 18 einstaklings- greinum og 2 boðhlaupum. ★ ★ Að lokum má svo geta þess, að sérstök framkvæmdanefnd sér um þessa landskeppni, en þar sem íslenzkir íþróttamenn bjóða Hollendingunum til þessarar keppni, þurfa þeir á miklu fé að halda. í nefndinni eiga sæti: Er- lendur Ó. Pétursson form., Björn Vilmundarson, Örn Clausen, Jens Guðbjörnsson og Bragi Krist- jánsson. — Formaður Frjáls- íþróttasambands íslands er Brynjólfur Ingólfsson. Hér fara á eftir afrekaskrár hollenzka og íslenzka landsliðs- ins: 100 m hlaup: A. H. van Harde- veld 10,8 sek., H. Rulander 10,8 sek. 200 m hlaup: Hardeveld 21,8 sek., Rulander 22,0 sek. 400 m hlaup: H. de Kroon 49,4 sek., Chr. Smildiger 49,5 sek. 800 m hlaup: de Kroon 1:53,9 mín. B. C. Verweij 1:56,0 mín. 1500 m hlaup: W. Roovers 3:57,5 mín., H. Bohle 3:58,8 mín. 5000 m hlaup: J. Fekkes, H. Viset (ókunnugt um árangur). 10000 m hlaup: H. v. d. Veerdonk (ók.), P. Verra 32:22,6 mín, 3 km hindrunarhlaup: Veerdonk 9:37,6 mín., J. V. Vergeer 9:45,6. 110 m grindahlaup: P. Nederhand 15,2 sek., J. E. Parlevliet 15,2 sek. 400 m grindahlaup: J. E. Parle- vliet 53,7 sek., F. F. M. Buijs 56,1 sek. 4x100 m boðhlaup: Rulander, Hardeveld, D. Tempelaer, F. Moerman. 4x400 m boðhlaup: de Kroon, Smildiger, Moerman, Ph. de Kan. Hástökk: A. van Ooesten 1,78 m, P. Nederhand 1,65 m. Langstökk: H. Visser 7,47 m, F. Moerman 6,72 m. Þrístökk: A. de .Tong 14,01 m, A. van Oosten (ók.) Stangarstökk: M. J. van Es 3,70 m, C. Lamoree 3,45 m. Kúluvarp: J. Fikkert 13,44 m, E. Kamerbeek 13,55 m. Spjótkast: J. Fikkert 63,90 m, E. Kamerbeek 60,65 m. Sleggjukast: T. v. d. Maat 49,25 m, E. Kamerbeek 42,30 m. Kringlukast: L. Rebel 47,78 m, J. Fikkert 44,56 m. Fyrirliði H. de Kroon. 100 m hlaup: Ásmundur Bjarna- son KR 10,8, Sigmundur Júlíus son KR 10,8 (vir.dur); varam. Guðm. Vilhjálmsson ÍR 11,0 (vindur). 200 m hlaup: Ásmundur Bjarna- son KR 22,2, Sigmundur Júlíus son KR 23,0; varam. Pétur Fr. Sigurðsson KR 23,4. 400 m hlaup: Þórir Þorsteinsson Á 50,8, Hörður Haraldsson Á 52,1; varam. Dagbjartur Stígs- son Á 52,5. 800 m hlaup: Þórir Þorsteinsson Á 1:57,2, Svavar Markússon KR 1:57,7; varam. Dagbj. Stígss. Á. 1500 m hlaup: Svavar Markússon KR 4:02,4, Sigurður Guðnason ÍR 4:13,8; varam. Stefán Árna- son UMSE 4:15,8. 5000 m hlaup: Sigurður Guðna- son ÍR 15:37,6, Kristján Jó- hannsson ÍR 15:40,2; varam. Haukur Engilbertsson UMSE 15:49,4. 10000 m hlaup Kristján Jóhanns- son ÍR, Hafsteinn Sveinsson Umf. S, varam. Sveinn Jóns- son UMSE. 3000 m hindrunarhlaup: Einar Gunnlaugsson, Þór Ak., Stefán Árnason UMSE; varam. Haf- steinn Sveinsson Umf. Self. 110 m griridarhlaup: Ingi Þor- steinsson KR 15,3, Pétur Rögn- valdsson KR 15.5; varam. Ein- ar Frímannsson KR 16,2. 400 m grindarhlaup: Ingi Þor- steinsson KR, Tómas Lárusson KR 59,5; varam. Ingimar Jóns- son ÍR 60,5. Hástökk: Gísli Guðmundsson Á 1,80, Sigurður Lárusson Á 1,80. Langstökk: Friðleifur Stefánsson KS 6,88, Einar Frímannsson KR; varam. Vilhjálmur Ein- arsson UÍA. Stangarstökk: Valbjörn Þorláks- ' son KR 3,85, Heiðar Georgsson ÍR 3,70; varam. Bj. Linnet ÍR. Þrístökk: Vilhjálmur Einarsson UÍA, Friðleifur Stefánsson KS; varam. Helgi Björnsson ÍR. Kúluvarp: Guðm. Hermannsson KR 15,05, Skúli Thorarensen ÍR 14,90; varam. Ágúst Ás- grímsson ÍM 14,13. Kringlukast: Hallgrímur Jónsson Á 48,90, Þorsteinn Löve KR 47,73; varam. Friðrik Guð- mundsson KR. Spjótkast: Jóel Sigurðsson ÍR 62,33, Adolf Óskarss. ÍR 57,10; varam. Ingvi Br. Jakobsson Umf. K. Sleggjukastr Þórður B. Sigurðs- son KR 51,51, Einar Ingimund- arson Umf. K; varam. Þorvarð ur Arinbjarnarson Umf. K. 4x100 m boðhlaup: Ásmundur Bjarnason?KR, Sigmundur Júl- iusson KR, Guðmundur Vil- Framh. á bls. 12 Á myndinni sést fyrirliði hollenzka landsliðsins, sem heyr lands- leik við íslendinga 20. og 21. júlí n.k. Hann heitir de. Kroon og er prýðilegur 400 m og 800 m hlaupari. — Á myndinni heldur hann á keflinu. Ragnheiður RANNVEIG Nikulásdóttir, fyrr- um húsfreyja að Refsstað í Vopna firði, andaðist 9. þ. m. á heimili sonar síns, Gunnars Björnssonar, Langholtsvegi 186, Rvík. Hún var fædd 26. nóv. 1875, dóttir hjónanna frú Hildar Lýðs- dóttur og Nikulásar Jafetssonar gestgjafa í Reykjavík. Rannveig var í bernsku, er hún missti foreldra sína. Var henni þá komið í fóstur til Hjarð- arholts í Dölum til sr Jóns Gutt- ormssonar prófasts og frú Guð- laugar Jónsdóttur konu hans. í Hjarðarholti mun Rannveig hafa hlotið hið bezta uppeldi og menntun, enda reyndust prófasts- hjónin henni með afbrigðum vel, og dóttir þeirra, Margrét Jóns- dóttir, varð henni sú trausta vin- kona, er aldrei brást. Þær fóstursysturnar báru lika gæfu til náinna samskipta um langa ævi, þar sem börn þeirra, Gunnar og Margrét giftust og stofnuðu heimili í Reykjavík. En í höfuðstaðnum dvöldust báðar gömlu konurnar hin síðari æviár. Rannveig Nikulásdóttir var um nokkur ár heimiliskennari hjá Friðrik Wathne kaupmanni á Seyðisfirði. En árið 1903 gift- ist hún Birni Pálssyni gullsmið að Vakursstöðum í Vopnafirði. Nokkru síðar fluttu þau að Refs- stað í sömu sveit og bjuggu þar samfleytt um tuttugu ára skeið. Björn Pálsson var ekkjumað- ur, er hann kvæntist Bannveigu. Hafði hann áður átt Margrétu, systur Ragnhildar, konu Páls. Ólafssonar skálds. Áttu þau Björn og Margrét tvær ungar dætur á lífiýer fyrri kona hans lézt. Þessum ungu stjúpdætrum sínum var Rannveig ætíð sem bezta móðir, enda unnu þær henni mjög, og sú þeirra, sem enn er á lífi, hefur stöðugt haft bréfa skipti við gömlu konuna, þótt heimshöf lægju milli þeirra. Börn þeirra Björns og Rann- veigar eru: Gunnar bílasmiður í Rvík, kvæntur Margrétu Björns- dóttur. Margrét gift Kára Tryggvasyni kennara í Hvera- gerði og Karl gullsmiður í Rvík, kvæntur Júlíönu Jensdótt- ur. Fósturdóttur áttu þau er Guðrún heitir Siguriónsdóttir. Hún er gift Þorbergi Jónssyni verzlunarmanni í Rvík. Hjónin á Refsstað voru ein- staklega vinsæl í héraðinu. Marg- ir Vopnfirðingar munu því minn- ast þeirra sem glæsilegra full- trúa liðins tíma. Enda er það kunnugt, að Vopnfirðingurinn Gunnar skáld Gunnarsson lætur þeirra víða getið í ritum sínum. Svo mjög hefur persónuleiki þeirra orkað á hið stórbrotna skáld. Þá er heilsa Björns tók að bila, fluttu þau hjónin að Víði- keri í S.-Þing. til Margrétar og Kára (er þá var búsettur í Bárð- ardal). Seinna fluttu þau til Reykjavíkur til Gunnars bíla- smiðs, en þar andaðist Björn árið 1944. Hér hefur verið stiklað á stóru um helstu æviatriði Rannveigar Nikulásdóttur. En með því er ekki öll sagan sögð. Mestu varð- ar um ævistarfið, hvernig það er unnið og hvernig því er skilað 1 hendur framtíðarinnar. Hér munu allir vera á einu máli. — Rannveig brást aldrei þeim skyldum, sem lífið lagði henni á herðar. Hún var viljasterk kona og skapheit með afbrigðum. En með gáfum og víðsýni tókst henni jafnan að stilla í hóf og velja þær réttu leiðir, sem okk- ur gengur stundum svo þung- lega að rata. Guðspekin kennir, að höfuð- syndirnar séu þrjár: Leti (vilja- leysi), grimmd (kæruleysi) og heimska (skortur á dómgreind). Ég, sem þetta rita, er þess full- viss, að Rannveig N'kulásdóttir átti sjaldan við þessar „höfuð- syndir“ að stríða. Starfsemin var henni í blóð bor in, og af kærleika og gáfum átti hún ríka sjóði, sem entust henni til hinztu stundar. K. T. Hácken sigraði Vai, 1:0 SÍÐASTLIÐIÐ mánudagskvöld lék sænska liðið Hacken ann- an leik sinn hér og mætti nú Valsmörinum. í heild var leikur- inn fremur bragðdaufur, einkum af hálfu Valsmanna, sem aldrei náðu sér verulega á strik. Eina mark leiksins var skorað af hægri innherja Svíanna strax á annari mínútu leiksins með hörkuskoti af stuttu færi og við það sat. Hvorugu liðinu tókst að skora þrátt fyrir allgóð tæki- færi oft á tíðum. Einkum voru Svíarnir mistækir fvrir framan markið í síðari hálfleiknum, en þá fengu þeir hvað eftir annað prýðisgóð tækifæri. Strax í byrjun hófu Svíarnir stuttan, nákvæman/ samleik og sýndi liðið, að það orð sem af j því fer um góðan, stuttan sam- leik, er fullkomlega réttmætt. I Framverðirnir tveir og miðfram- | herjinn eru „leikdreifarar" og i uppbyggjendur liðsins og mest leggur liðið upp úr því að geta náð „þríhyrningsspili" í gang og látið það fljóta áfram. Það sýndu þeir margoft í leiknum, einkum í fyrri hálfleik, en þá gafst þeim mun meira svigrúm en í þeim síðari, þar sem Vals- menn voru þá komnir nokkuð margir í vörn og því erfitt að fá í gang raunhæft samspil, þegar svo til allir leikmenn eru saman komnir á öðrum vallarhelmingn- um. Sterkustu menn Svíanna voru framverðirnir þrír, miðfram herjinn cg vinstri útherjinn, sem virtist einn skemmtilegasti leik- maðurinn sem einstaklingur og fór oft mjög skemmtilega í gegn á kantinum, þrátt fyrir harð- skeyttan varnarleík Árna Njáls- sonar. Valsliðið olli nokkrum von- brigðum með leik sínum. Sem einstaklingar virðist liðið gott, en samleikurinn er hvergi nærri nógu skipulegur og raunhæfur til að skapa liðinu mörk. Fram- línan er öll skipuð mjög ungum leikmönnum, sem margir hverjir hafa sýnt, að þeir lofa góðu, en það er eins og þá vanti einhvern reyndan, rólegan og yfirvegandi skipuleggjara til að stjórna gerð- um sínum, því allir eru þeir fljótir á sprettinum og geta skot- ið í færum, en njóta sín ekki eins og er. Þó er áberandi hve annar innherjinn, Hörður Felix- son er eigingjarn á knöttinn og seinn til að gefa hann samherj- um sínum. í þessum leik kom það nokkrum sinnum fyrir, að hann „broderaði" í gegn (stund- Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.