Morgunblaðið - 13.07.1955, Síða 7

Morgunblaðið - 13.07.1955, Síða 7
Miðvikudagur 13. júlí 1955 MORGUNBLAÐIÐ Merkileg barátta íslendinganna, I Þilplata unnin úr íslenzku hrauni. Unnt að vinna þilplötur úr íslenzka hrauninu SÍS hyggst stofna slíka verksmið ju Ij'RLENDUR EINARSSON forstjóri Sambands íslenzkra sam- -i vinnufélaga skýrði fréttamönnum í gær frá merkilegum mögu- leikum til stóriðnaðar á íslandi, þar sem er framleiðsla á nýju byggingarefni, hrauntexi, úr íslenzku hrauni. Sagði ha'nn, að Vil- hjáimur Þór, fyrrverandi forstjóri SÍS hefði skýrt aðalfundi Sam- bandsins frá máli þessu, en skýrsla hans var í aðalatriðum á þessa leið: NÝ AÐFERÐ Fyrir nokkru var fundin upp í Svíþjóð aðferð til að framleiða nýtt byggingarefni úr gjalli, úr úrgangi frá málmiðjuverksmiðj- um. Þetta nýja byggingarefni er svipað að útliti þilplötum, sem fluttar hafa verið hingað til lands frá Svíþjóð og Finnlandi, en hafa þann kost fram yfir þessar þil- plötur, að það brennur ekki og hefir mjög mikið einangrunar- gildi. Vilhjálmur Þór komst á snoðir um þetta mál fyrir 2 árum síðan, þegar það var enn á byrjunar- stigi. Sænska Samvinnusamband- ið hafði kostað tilraunir með þessa nýju framleiðslu og er einkaréttur á franileiðslunni tryggður í öllum löndum heims. Samvinnusamband Svía reisti litla tilraunaverksm;ðju, þar sem hugmyndin hafði verið reynd, og er nú verið að ljúka við að byggja mikla verksmiðju til framleiðslu í stórum stíl. Það var af einskærri tilviljun að Vilhjálmur komst á snoðir um þetta mál, en í sambandi við það vaknaði strax sú hugmynd, hvort ekki væri eins vel hægt að nota íslenzka hraunið til þessarar framleiðslu. Fór hann strax þess á leit við aðalforstjóra Samvinnu sambands Svía, Albin Johanson, að gerðar yrðu athuganir á ís- lenzka hrauninu í tilraunaverk- smiðju þeirra. Albin Johanson er mikill íslandsvinur og var snort- inn af þessari hugmynd og lof- áði Vilhjálmi öllum stuðningi, sem hægt væri að láta í té í þessum tilraunum. Iðnaðardeild Sambandsins safn aði síðan sýnishornum af 5 teg- undum af hrauni. Voru gerðar á þeim rannsóknir sem virtust benda til þess, að a. m. k. sum- ar tegumiirnar væru vel fallnar til þessarar framleiðslu. Síðan voru sendar út nokkrar smálest- ir af því h''auni, sem líklegast þótti og vorit framleidd úr þvi nokkur sýrishorn af byggingar- plötum og seridar hingað. Aðal- fundarfulltrúunum voru sýnd þessi sýnishorn. Voru menn bæði undrandi og nrifnir af að sjá slíka fratnleiðslu úr hraungrýti. NÝ VERKSMIÐJA Svíar eru nú að ljúka við að byggja mikla verksmiðju, þar sem framleiddar verða í stórum stíl þessar þilplötur. Verksmiðj- an tekur til starfa innan nokk- urra daga. Gera Svíar sér miklar vonir um þessa iðngrein og gera ráð fyrir að geta flutt út þessa vöru í stórum stíL Vilhjálmur skýrði aðalfundin- um frá, að hann hefði þá nýlega fengið formlega staðfestingu á því, að einkaréttur fyrir þessa framleiðsluaðferð á Llandi væri tryggður Sambandi ísl. samvinnu félaga eða félagi, sem það geng- ist fyrir stofnun á. Svíar gera sér vonir um að þessar byggingarplötur muni ryðja sér til rúms í stórum stíl á heimsmarkaðinum. Þær eru létt ar í meðförum, þær eru svo góð- ur einangrari, að þótt gasloga sé beint á plötu, sem lögð hefir verið á tréborð sviðnar varla tréð. Gert er ráð fyrir að byggingar- plötur þessar geti komið í stað fyrir korkeinangrun bæði í íbúð- arhúsum og frystihúsum, og þar sem plöturnar eru óbrennanleg- ar er líklegt að þær verði mjög eftirsóttar sem þiljur í hús sem byggð eru með timburgrind. Hef- ir iafnvel komið til mála að hægt væri að nota plöturnar sem upp- slátt fyrir steinsteyptum veggj- nm. Til þess að framleiðslan sé fjár- hagslega hagkvæm, barf verk- smiðjan að vera mjög gtór; ef miðað er við sænskt verðlag og reynslu er ekki óeðlilegt að ís- lenzk verksmiðja mundi kosta um 60 millj. króna miðað við núverandi verðlag og gengi. MERK NÝJUNG Vilhjálmur Þór lauk máli BÍnu á fundinum með því að segja, að það yrði sér og væntanlega öílu andsfólk’.nu mikil gleði, ef þeir draum.ar gætu ræzt að breyta hrauninu, sem hefir verið til bölvunar í þúsundir ára fyrír kynslóðir, sem byggt hafa land- ið, ef hægt væd að breyta því í gull, þ. e. að breyta því í út- flutningsvöru, sem selja mætti á heimsmarkrðinum og til þess að gera híbýli manna í landinu betri og ódýrari og þá um leið að spara Þjóðinni mikil útgjöld í erlend- um gialdeyri. Erlendur Einarsson sagði að lokum, að það skipti miklu máli fyrir framtíð íslenzku þjóðar- innar, að það tækist að koma upp stóriðju í landinu, sérstaklega stóriðju, þar sem orkan væri höfuðatriði, því virkjunarmögu- leikar væru miklir í landinu. Hér væri einmitt um slíka framleiðslu að ræða, þar sem orkan og ann- að alíslenzkt hráefni væri meg- inþáttur framleiðslunnar. Erlendur sagði, að enn þyrfti að gera itarlegri tilraunir með þessa merku nýjung, og hefði sænska samvinnusambandið fall- izt á að taka við heilum skips- farmi af íslenzku hrauni til Framh. á bls. I? Góðir áheyrendur: FYRIR 100 árum síðan var það langt og áhættusamt ferðalag að fara frá íslandi til Utah. Þetta ferðalag krafðizt karl- mennsku, og það var engin trygg- ing fyrir því, að ferðalangarnir kæmust á leiðarenda, enda dóu margir á þessu ferðalagi. Leiðin Iá frá íslandi til Dan- merkur, og þaðan til Englands, og frá Englandi til New York og þaðan gangandi svo að segja alla Ieiðina til Utah um eyði- merkur og aðrar torfærur. Mat- ur var af skornum skammti, og stundum þurftu karlmenn að ganga undir sjúkum konum óg börnum. Þessar íerðir bera vott um þjáníngar og dauða, en einníg viljafestu, karlmennsku og ósigr- andi löngun til þess að ná settu marki, og vegna þess að þetta islenzka fólk sigraði örðugleik- ana og komst á leiðarlenda, þá erum við hér samankomin til þess að fagna því tilefni, að 100 ár eru liðin síðan að fyrsti ís- Iendingurinn settist að í Spanish Fork, Utah. Þessar erfiðu ferðir eru kafli í sögu tveggja landa, Bandaríkj- anna og íslands. Hvað var það, sem fyrir 100 ! árum síðan laðaði svo íslending- ana til Utah, að þeir yfirgáfu heimili sín og tókust á hendur erfiða og hættulesa ferð til þess að komast þangað? Saga íslands og Utah og Mormóntrúarbragðanna svarar þessari spurningu. Við skulum láta hugann reika afturábak til ársins 874, þegar fyrstu landnámsmennirnir komu til íslands. Landnámsmennirnir voru stolt ir menn og frjálsir og þeir Jiöfðu vfirgefið heimili sín og farið til íslands veena þess að þeir gátu ekki hugsað sér að eefa nokkurn afslátt af sjálfstæði sínu og frelsi. Þeir fluttu með sér út til ís- lands anda frelsis og löngun til þess að byggja upp þjóðfélag á lýðræðis grundvelli, og þessar óskir staðfestu þeir með stofnun Alþingis árið 930, en Alþingi er elsta þing veraldarinnar. Landnámsmennirnir fluttu einnig með sér til íslands mörg skip og góð. Þessi skip voru ís- landi brú milli þess og umheims- ins, og um þessa brú fluttust nauðsynjar og nýjungar. En þeg- ar frá leið fóru skipin að týna tölunni, og að lokum er svo kom- Íð, að brúin er horfin, og íslend- ingar þurfa að fara að treysta á aðra með skipakost og aðdrætti að landinu. Þetta leiðir að lokum til þess að íslendingar glata sjálfstæði sinu. Eftir að íslendingar höfðu glatað frelsi sínu varð verzlunin ófrjáls, Og einstökum erlendum verzlunarfélögum er seldur á leieu rétturinn til þess að vei'zla við fsland. Þessi erlendu einokunarfyrir- tæki settu það verðlag á vöru sína, sem þeim hentaði, en höfðu það sem mælisnúru að græða sem mest á sem stytztum tíma, og einnig ákváðu þeir sjálfir gæði þeirrar vöru, sem þeim fannst boðlegt að ota að íslendingum. Stolt íslenzku þjóðarinnar hafði oft verið reynt til hins ítrasta, en aldrei hafði því verið mis- boðið eins og nú með einokunar verzluninni, sem dró kjark úr fólki og auðmýkti það að auk, og þetta varaði árum saman. Vonin er hverjum manni nauð- synleg, og án hennar getum við ekki lifað. Þegar syrtir að, þá vonum við að morgundagurinn lyfti okkur upp úr örvinglun gær- dagsins. Þeir voru til á íslandi, sem höfðu kynnst Mormónatrúnni, og sáu í henni -4jósið í mvrkrinu. Mormónakirkjan gaf meðlimum s’'num trú. og hún örfaði eðlilega lífsgleði. Hún barðist móti nautn- um, áfengi tóbaki og kaffi, en sem settust ab í Utah Ræða Peíurs Eggerr, sendiráðunaufar, við íiáfsða- höSdin í Spanísh Fork 17. júní s.f. Pétur Eggerz kvattí einstaklinginn til þess að tjá sig í gegnum hinar ýmsu greínar listarinnar, svo sem söng, dans, hljómlist og léiklist. Látum okkur heldur ekki gleyma því, að trúin hefir á öll- um tímum haft mikil áhrif á is- lenzku þjóðina, og margt sverðið hefir roðnað af blóði í átökun- um um hina íslenzku kirkju. En einnig á þeim tímum, þegar einstaklingurinn byggði öryggi sitt að míklu leyti á sverðinu, líkamlegu atgerfi og auði. einnig á þeim tímum var rík þörf fyrír eitthvað varanlegra og sterkara heldur en mannlega veru. Þorkell Máni, sem var Lögsögu maður árið 970, bað þess þegar hann fann dauðann nálgast, að hann yrði borinn út í sólina og fól sig þeim guði á vald sem skap- að hefði sólina. Svo var það árið 1855, að fyrstu íslendingarnir fóru frá Vestmannaeyjum til Utah til þess að tengjast nánari böndum trúarbræðrum sinum, og þjóna þar trú sinni. Þjóðhetja íslendinga, Jón Sig- urðsson, fæddist 1811. Hann tók forustuna í baráttunni fyrir því sjálfstæði, sem íslenzka þjóðin þráði. Einokunarverzlunin var af- numin 1855, en áhrifa hennar gætti árum saman. Framtaksþrá íslendingsins, sem kúgunin hafði haldið í skefj- um tók nú að brjótast fram, og þegar íslendingar byrjuðu frjáls viðskipti við aðrar þjóðir, þá komu þeir auaa á nýjungar, sem þeir fluttu heim. Hagnaðurinn, sem á tímum hinnar ófrjálsu verzlunar hafði safnast á erlendar h“ndur tók nú að streyma i ríkisféhirzluna, og Deninparnir námu ekki staðar. Þeir voru settir í ný hús, brýr, veei, siúkrahús og liáskóla. Þeir voru nýttir til þess að bæta heil- brieðisskilvrði á íslandi og að- búnað fólksins í landinu, svo og til bess að hasnýta betur bezíu fiskimið heimsins, sem liggja að íslandi. íslendingar voru minnugir þess, hvernig skipamissirinn hafði að nökkru leyti leitt til þess að þeir glötuðu sjálfstæði sínu, og þessvegha var það, að þeir stofnuðu Eimskipafélag íslands árið 1914. Eh stofnun þessa skipa- félags naut bæði siðferðislegrar og fjárhagslegrar aðstoðar íslend inga, sem sezt höfðu að í Banda- ríkjunum og Kanada. S;ðan hafa önnur íslenzk skipafélög verið stofnuð. Nú er flugvélin orðin íslandi gevsi þýðingarmikið farartæki. fslendingar, sem í dag hafa í hyggju að sækja heim skyld- menni sfn í Utah, stfga upp í ís- lenzka flugvél í Reykjavík, og þeim er flogið á 20 tímum til Utah. Fyrir hér um bil tveim árum síðan sendi Genealogical Society of Utah velkomna fulltrúa til ís- lands. Þessir fulltrúar Ijósmynd- uðu öll skjöl og bækur í vörzlu Þj óðsk j alasaf nsins. Ég var heima á íslandi í maí, og heimsótti þá Þjóðskjalasafnið þeirra erinda að sjá með eigin augum ljósmyndasafnið. Skjala- vörðurinn, sem sýndi mér safnið tók hverja handritaða bókina á fætur annarri út úr bókahillun- um og strauk þær blíðlega að sið bókavina og sagði: „Allar þessar bækur eru óbæt- anlegar, og ég sem hefi hand- leikið þær undanfarin 20 ár, hefi tekið eftir því, mér til mikillar raunar, hversu tímans tönn hef- ir unnið á þeim, en nú er mér létt vegna þess, að Genealogical Society of Utah hefir tryggt það með því að ljósmynda þær, að efni þeirra gevmist í framtíð- inni“, og um leið og hann sagði þetta benti hann mér é skápa, þar sem ljósmvndasafni þessu hefir verið komið fyrir. Og svo bætti hann við „þegar þú ferð til Utah, þá segðu þeim, að við kunnum vel að meta þann vott skilnings og vináttu, se~n þeir hafa sýnt okkur með þessu.“ Ég hefi haft mikla ánægju af því að lesa um landnám Mormóna í Utah. Hvernig þeir hafa með dugnaði og samstarfi breytt stór- nm hluta af hinni þurru jörð Utah-rikis i frjósama garða. Ég hefi einnie haft mikla ánægju af því að kvnnast því hvernig Mormónakirkjan hefir séð fyrir þeim kirk’umeðlimum, sem veikindi og aðrar ástæður hafa hindrað í því að sjá sér og sínum farborða. Góðir áheyrendur af íslenzkum uppruna, sem sezt hafið að í Utah, í dag fögnum við af því til- efni, að 100 ár eru liðin síðan fvrsti Islendingurinn settist að í Utah. Ég er hér í dag til þess að flytja ykkur árnaðaróskir og inni legar kveðjur islenzku þjóða''iun- ar. Við eigum margt sameiginlegt og eitt er það, að við eigum sam- eiginlega forfeður, sem nú hvíl- ast í litlum, friðsömum, íslenzk- um kirkjugörðum, og hafa þar sameinazt hinni íslenzku mold, sem þeir eru sprottnir úr. Flestir okkar koma frá litlum íslenzk- um bændabýlum. Lífið á bónda- bæ er skemmtilegt og sérstak lega þegar mörg börn eru á bæn- um. Börnin una sér við leik og vinnu, og þau sesia hvort öðru sorgir sínar og gleði. Þau þekkja umhverfið og lands lagið svo vel, að það skapar þeim örvggi og sjálfstraust. Sérhver steinn í nágrenninu á sér sína sögu, og litli silfurtæri lækurinn, sem líður fram hjá bænum, er næstum hluti af börn- unum sjálfum. Þarna hafa þau leikið sér, svamlað og synnt, og lækurinn hefir slökkt þorsta þeirra. Og svo er það einn góðan veður- dag, að börnunum er það ljóst, að þau eru ekki börn lengur, og bóndabærinn getur • ekki fram- fleytt þeim öllum, og eitt af öðru leggja þau af stað að heiman til þess að leita sér atvinnu nær og fjær, og sum fara alla leið til : Utah. Börnin, sem eftir eru, eru ; hrvep í brapði, þe^ar þau sjá svstkini sín hverfa að heiman, en : þau vita að svona verður þetta j að vera, og þau óska þeim farar- i heilla. Frh. á bla. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.