Morgunblaðið - 13.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.07.1955, Blaðsíða 16
Veðurúilif í dag: Allhvass SA, rigning. 155. tbl. — Miðvikudagur 13. júlí 1955 Látlaus síldarsöltun dag- langt á Siglufirði í gœr Ekki jafnmikið saltað þar á einum degi um margra ára skeið Siglufirði, 12. júM. ÞAÐ eru liðin mörg ár síðan jafnmikil síld hefur borizt hingað til söltunar í einu, sem í dag. Það var næturveiði síldveiði- flotans, sem barst að mestu hingað. Það hefur verið áætlað að í nótt hafi um 70 skip alls fengið um 15.000 tunnur af síld. Af þessu má marka hvílíkar annir hafa verið hér í „Síldarbænum" í dag, tn það er í fám orðum sagt, að hver einasti bæjarbúi, frá skóla- skyldualdri, sem heimangengt átti, hafi verið við síldarsöltunina, eem var í alla staði mjög vei skipulögð. GRUNSAMLEGA hljótt í gærkvöldi er menn gengu til hvílu höfðu þeir það á tilfinn- ingunni, að eitthvað mikið myndi vera að gerast hér fyrir utan Siglufjörð. — Skipin höfðu svo grunsamlega hljótt um sig. En gat það ekki einmitt táknað að sjómennirnir væru önnum kafn- ir viö að kasta á torfur og háfa úr nótum? — Fyrstu fregnir bár- ust svo um að tveir bátar hefðu fengið allgóð köst hér fyrir utan milli kl. 9—10. SKEMMTILEGUR MORGUNN í morgun, um leið og menn risu úr rekkju bárust þeim fregnirnar: Fjöldi skipa á inn- leið með söltunarsíld! Framund- an væru miklar annir á öllum Böltunarplönum, en þau eru 18. ★ Upp úr klukkan 10 sást til fyrstu bátanna. og skipstjórarn- ir kepptust um það að verða fyrstir að. Vélar bátanna voru látnar vinna til hins ítrasta. — Stundum voru margir bátar í „kappsiglingu", og einu sinni töldum við þá 17. Það var sigl- ing á flotanum þeim! VEL SKIPULÖGÐ SÖLTUN í allan dag hafa heimasætur hér, húsmæður og jafnvel telpu- hnátur, sem þurftu að standa á kössum til að ná niður í tunn- una, verið við söltun. Söltuninni var þannig hagað að þar sem mannafli var takmarkaður fóru ÆÍldarstúlkurnar af hinum plön- rnum ef smáhlé var. Þannig hef- vr það gengið hér í allan dag og soltun mun ekki ljúka fyrr en í 4cvöld. Mér er kunnugt um að miklu tiojur verið afkastað, enda mik- ið' í húfi. — Miðað við verðiag upp úr sjó. þá er 15000 tunnu afli um 1,6 millj. kr. virði, því ekipin fá kr. 108,00 fyrir upp- tnælda tunnu úr skipi. HÆSTU SKIPIN Ég mun aðeins geta þeirra ekipa sem voru með yfir 200 tunnu afla, og hér hafa landað’: Vörður 700, Sjöstjarnan 700, Jón Finnsson 600, Jörundur 500, Reynir 500, Már 400, Einar Þver- æingur 500, Von II. KE 500, Helga 300 Erlingur V. 300, Björn Jónsson 250, Reykjaröst 250, Súl- an 300, Haukur 250, Snæfell 250, Pétur Jónsson 250, Baldur VE 200, Sigurður 200, Auður 200, Guðfinna 200, Snæfugl 200, Steinunn gamla 200, Þorsteinn 200, Fanney 250, Björn SH 200. Mjög fá skip munu hafa farið til söltunarstöðva á austanverðu Norðurlandi t. d. til Raufarhafn- ar eða Húsavíkur, enda tekur sigling þangað langan tíma. Nokkur skip hafa farið inn á Eyj afj arðarhaf nir. ★ Áður en þessi söltunarhrota elcall á voru hér hæstu söltun- arstöðvar með rúmlega 1100 og 1200 tunnur. -*-Guðjón. DALVÍK, 12. júlí. — Saltaðar hafa verið hér í dag 1300 tunn- ur, en heildarsöltunin hér er um 4000 tunnur. Eftirtalin skip lönduðu hér i dag til söltunar: Þorsteinn 400 tn. Björgvin 300, Baldur 150, Haukur I. 320, Páll Þorleifsson 250, Guðfinnur 250. — Sipjó. Síðustu fréttir: KLUKKAN 11 í gærkvöldi var símað frá Siglufirði að frétzt hefði til tveggja báta, sem fengið höfðu síld við Kolbeinsey fyrr um kvöldið, Muninn II., 700 tunn ur og Hilmir KE 500 tunnur. — Líkur þóttu til þess að margir fleiri bátar væru þarna í síld. Veður var milt í gærkvöldi, en þoka var að kóma á miðin. Bátarnir, sem lönduðu á Siglu- firði í gærdag höfðu allir losað og voru farnir á miðin um 10 leytið í gærkvöldi. Síld er einnig á austursvæðinu, þar fréttist til tveggja báta með síld og var annar þeirra Víðir II., Sandgerði, með 300 tunnur. Síldarhugur er 1 mönnum á Siglufirði. Þykir góðs viti að fá síldina í smástrauminn nú. Yélsfjóraverkfall hófsl í Vesfmannaeyjum á miðnæffi Verður rafveita bæjarins stöðvul! Héraðsmóf Sjáif- slæðismanna við Djúp um næshi helgi SJÁLFSTÆÐISMENN við innan vert ísafjarðardjúp halda n.k. sunnudag héraðsmót sitt í Reykja nesi. Ilefst það kl. 2 e.h. Sigurður Bjarnason þingmaður N.-ísfirðinga, heldur þar ræðu, en leikararnir Valur Gíslason og Klemenz Jónsson flytja Ieikþætti. Kristinn Hallsson óperusöngvari syngur einsöng og að lokum verður dansað. semjari í deilunni er Freymóður Félag ungra Sjálfstæðismanna j,ors^ejnsson> fuutrúj bæjarfóget- stendur fyrir héraðsmótinu. Akfært er nú orðið kringum | ------------------------ ísafjörð út í Reykjanes. Er í sum- ar unnið að brúarbyggingu á ísa- fjarðará. UM MIÐNÆTTI í nótt hófu vél- ans í Vestmannaeyjum. Þá taka stjórar í Vestmannaeyjum verk- og þátt í viðræðum þeir Barði fall, en þeir höfðu boðað það frá Friðriksson, hdl., frá Vinnuveit- þeim tíma hjá hraðfrystihúsun-! endasambandi íslands og Eðvarð um, vélbátum og Rafmagnsveitu Sigurðsson frá Alþýðusamband- Vestmannaeyja. Getur verkfall inu. þetta haft hinar alvarlegustu af- leiðingar. ekki sízt ef vinna verð- ur lögð niður hjá Rafmagnsveit- unni. Öll framleiðsluverðmætin, sem í frystihúsunum eru, liggja undir skemmdum, ef til langvar- andi vinnustöðvunar kemur og enginn bátur, sem var í heima- höfn eftir miðnætti í gærkvöldi kemst á síldveiðar. Samningafundir hafa staðið óslitið síðan á sunnKdag, en sátta- Þrjú félög hafa þegar boðað samúðarverkfall, Sjómannafélag- ið Jötunn frá og með 16. júlí, Verkakvennafélagið Snót frá og með 17. júlí og Verkalýðsfélag Vestmannaeyja frá og með 18. júlí. Vélstjórum í Vestmannaeyjum hefur verið boðið sömu kjara- bætur og önnur verkalýðsfélög hafa fengið, en farið er fram á 11,5% hærrl laun en aðrar vinn* andi stéttlr hafa fengið. Forseiahjónin heim- sækja H.-Wngeyj- arsýslu RAUFARHÖFN, 12. júli — For- seti íslands og forsetafrúin komu í opinbera heimsókn í Norður- Þingeyjarsýslu í gærdag. Var þeim mætt af sýslubúum við Jökulsárbrú á Fjöilum, og þaðan ekið til Kópaskers, þar sem mikill mannfjöldi fagnaði hjón- unum. Setið var þar að kaffi- drykkju og síðan ekið til Leir- hafnar og farið þar um borð í skip. Forsetahjónin eru væntanleg til Raufarhafnar í dag.— Einar. SÍS stofnar ekki flugfélag Á blaðamannafundi með for- stjóra S.Í.S., Erlendi Einars- syni, í gær, spurði fréttamað- ur Mbl. forstjórann að því hvað hæft væri í þeim orða- sveimi að S.Í.S. hefði í undir- búningi að stofna flugfélag. Erlendur kvað engar fyrir- ætlanir í þá átt á prjónunum innan S.Í.S. og lausafregnir þess efnis tilhæfulausar. ísl. Andrés Sveinbjörnsson hafnsögumaður láfinn ANDRÉS SVEINBJÖRNSSON, hafnsögumaður lézt í gærmorgun eftir stutta sjúkdómslegu í Landa kotsspítala 60 ára gamall. Andrés hafði verið hafnsögu- maður í Reykjavíkurhöfn í 25—30 ár. Um nokkurt skeið hafði hann ekki gengið heill til skógar. í virðingaskyni við hinn látna, drógu skip í höfninni fána sína í hálfa stöng, svo og Eimskipafélag íslands . fl. Eisenhower kvaddur WASHINGTON 12. júlí: — 26 þingmenn úr báðum deildum Bandaríkjaþings og úr báðum flokkum, demokrataflokknum og republikanaflokknum gengu á fund Eisenhowers forseta í dag og hlýddu á greinargerð hans og Dullesar um hinn vaentanlega fjór veldafund. Þeir fóru ánægðir af fundi forsetans og óskuðu honum góðrar ferðar. skákmenn á heimsmeistara- og Norðurlanda móti Friörik Ólafsson ver fifil sinn í ágústmánuði SLENZKIR skákmenn munu láta til sín taka á skákmótum er- lendis nú í sumar. Annað þessara móta'verður heimsmeistara- mót yngri skákmanna, en hitt er Norðurlandamótið, sem að þesstt sinni fer fram í Ósló. Hin nýkjörna stjórn Skáksambands íslanda ákvað þessa þátttöku í gærdag, eftir ítarlegar umræður. I INGI R. í HEIMSMEISTARA- KEPPNINA Heimsmeistaramótið fyrir unga skákmenn verður að þessu sinni haldið í hafnarborginni Antwerp- en í Belgíu. — Islendingar þekkja þessa borg, m. a. fyrir miklar sigl- ingar þangað fyrir stríð og eftir. Þátttakan i mótinu er bundin við það að þátttakendur hafi eigi náð tvítugu fyrir 1. sept. — Þar eð Friðrik Ólafsson, skákmeistari, verður tvítugur á þessu sumri, get ur hann ekki tekið þátt í móti þessu. — En þangað fer Ingi R. Jóhannsson, sem nú er orðinn kunnur skákmaður fyrir þátttöku sína í skákmótum hér heima og er- lendis. — Þetta mót hefst 20. júlí næstkomandi. VER TITILINN Þá er það Norðurlandamótið. Það hefst í Osló hinn 14. ágúst. Þangað hefur Skáksambandið mik inn hug á að senda landslið og meistaraflokk. — 1 landsliðinu er sjálfkjörinn Norðurlandameistar- inn, Friðrik Ölafsson, er þangað fer til þess að verja titilinn, en auk hans verða í landsliðssveitinni Nýir Ford-bílar Fordumboðiff Kr. Kristjánsson h.f. hefur fengið mikinn fjölda bíla aff undanförnu og standa þeir í röðum viff byggingu fyrirtækisins aff Laugavegi 168—170. Er nú unniff aff því af kappi aff yfirfara bílana og afhenda þá réttum eigendum. Ingi R. Jóhannsson og Guðjón M. Sigurðsson, sem nokkrum sinnum hefur keppt fyrir Island á erlend- um skákmótum. U KUNNIR SKÁKMENN ' 1 meistaraflokk hefur Skáksam- bandið valið fjóra skákmenn, sem allir eru kunnir fyrir þátttöku sína í skákmótum hér í Reykjavík en þeir eru: Arinbjörn Guðmunds- son, Lárus Johnsen, Jón Pálsson og Ingvar Ásmundson. Þessar ráðagerðir Skáksam- bandsins eru aff sjálfsögðu undir því komnar, aff sambandið fái f jár styrk, en Skáksambandið hefur farið þess á leit við bæjarsjóð og ríki, að veittur verði fjárstyrkur til fyrirtækis þessa. , | Á aðalfundi Skáksamhandsinff fyrir skömmu, var Sigurður Jóns- son endurskoðandi kjörinn formaff ur og meðstjómendur þeir Elis ö. Guðmundsson, Jón Þorsteinsson lögfræðingur, Einar Mathiesen og Guðmundur Amlaugsson mennta* i --------- } skólakennari. SKAKEIMVÍGID BEYKJAVlK Ax> r» t» w w p jbi r var 1 1 ABGÐEFGH STOKKHÖLHUI ► 20. leikar Reykvíkinga: Rb4xc6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.