Morgunblaðið - 13.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.07.1955, Blaðsíða 14
li MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 13. júlí 1955 J Fromh’aldssagan 29 „Nei, ekki á þann hátt sera ég meina“. „Ó, ég skil“ sagði hún og spratt á fætur og tók til að skálma fram og aftur um stofuna, á óþolinmóð legan og þreytandi hátt. „Hvað amar að?“ spurði ég. „Ég er svöng“, svaraði hún með hörkulegri og æstri röddu. „Það -cr nefnilega það, sem amar að“, en bætti svo við ögn hógværari: „Ert þú ekki líka svangur?" „Ekki svo injög“, svaraði ég, „enda vil ég ekki heldur borða mjög mikið, því þá verð ég svo syfjaður, þegar frá líður“. „Þú ferð sannarlega vel með sjálfan þig“, sagði hún og ég kipptist við, því þetta var ónota- lcg athugasemd frá hennar hálfu, og ég var ekki viðbúinn slíkri. „Hvað áttu við með því?“ gpurði ég stillilega. Hún skildi, að hún hafði móðg- að og sært mig og nam staðar andspænis mér, strauk hendinni blíðlega um vanga mér og sagði: „Mér þykir þetta leiðinlegt .... Þegar maður er svangur, verður maður svo geðvondur......Hirtu ckki um, hvað ég sagði“. „Það er alveg satt“, sagði ég og minntist deiiu minnar við Antonio. „Hungur gerir mann vanstilltan“. „Jæja, gott og vel“, sagði hún og bar ótt á. „Hvernig líst þér á þennan sumarkjól?“ Kannske spurði hún mig þessa, cinungis til að breyta umræðuefni, þvíiþetta var sami kjóllinn og sá, cr hún bar kvöldið áður og ég hafði þá þegar séð oft. Engu að síðúr sagði ég eftirlátur: „Hann er dásamlegur og fer þér mjög vel......Snúðu þér við og leyfðu mér að sjá“. Hún hlýddi samstundis og þá tók ég eftir dálítilli breytingu, sem átt hafði sér stað. Ég hafði veitt því athygli, kvöldið áður. að hún bar um maga sér og lendar ameriskt magabelti eða lífstykki, gert úr silki og teygju. Hún setti það stundum á sig, til þess að halda óaflöguðum hinum réttu línum likamans. Mér geðiaðist ekki vel að þessu belti, sem auk þess að vera áberandi, var svo hart og þétt, undir þunnum klæðunum, að snerting við það minnti mann ó- motalega mikið á svipuól. En nú, cins og ég sá strax, var umrætt belti ekki á sínum stað og hún aýndist þess vegna mýkri í hreyf- ingum og örlítið holdugri, en ella og endranær. „Þú hefur ekki sett amerisku spenniólina utan um þið, í kvöld“, isagði ég í hugsunarleysi. Hún leit til mín og svaraði því næst, áhugalausri röddu: „Ég nota það ekki núna, vegna þess að það særði mig......En hvernig vissir þú þetta?“ „Vegna þess, að þegar þú varst tmeð það í fyrradag, bar mjög tmikið á því“. Hún svaraði engu, en á sömu tstundu kom þjónustustúlkan inn •og tilkynnti okkur það, að mið- degisverðurinn væri til reiðu. Við gengum inn í borðstofuna og sett- •umst til borðs, en þrátt fyrir allt tal konu minnar um hungur, sá ég nú berlega, að hún var alls ekki fivöng. Hún hafði aðeins tekið tnokkrar skeiðar af súpunni, svo ég gat ekki orða bundizt: JÁðan varstu að deyja úr huffgri, en nú virðistu ekki hafa lyst á neinu“. Hún leit á mig, með óánægju :í tsvipnum, eins og henni gremdist, að ég skyldi kafa staðið hana að mótsögnum. „Ég lét mér skjátlast", sagði bún. „Raunverulega er ég alls ekki svöng....Mér vsrður næst- um flökurt við það eitt að sjá mat- inn á borðinu". „Líður þér ekki vel?“ spurði ég áhyggjufullur. Hún hikaði, en svaraði svo mjög lágt: „Ég held, að ég sé alveg heil- brigð .... en ég er ekki svöng“. Ég tók eftir því, að rödd henn- ar var dauf og fjörlaus og hún virtist næstum því taka andköf á milli orðanna, því næst þagði hún, skóf diskinn með gafflinum, en lagði hann svo frá sér og varpaði öndinni, um leið og hún lagði hönd- ina á br.jóstið. „En þú ert alls ekki heilbrigð“, sagði ég óttasleginn og áhyggju- fullur. 1 þetta skifti samþykkti hún fullyrðingu mína. „Nei .... mér finnst ég vera eitthvað öðruvísi, en ég á að mér að vera“, svaraði hún örþreyttri röddu, eins og hún væri að yfirliði lcomin. „Viltu ekki leggja þig hérna á legubekkinn?“ „Nei“. „Viltu að ég kalli á þjónustu- ' stúlkuna?" j „Nei, en þú ættir að færa mér eitthvað að drekka“. | Ég hellti víni í glas handa henni og hún virtist hressast við að drekka það. Þjónustustúlkan kom inn með ávextina og hún leit hvorki við þeim né snerti þá. Ég I át nokkur vínber, en hún horfði á mig með augum, sem virtust vera að telja hvert það vínber, sem ég stakk upp í mig. Um leið og hinn berjalausi stilkur féll úr hendi minni, spratt hún æðislega á fæt- ur og sagði: „Jæja, nú ætla ég að fara að hátta". spurði ég, hræddur og kvíðafullur, spurði ég, hræddur og kvíafullur, vegna hinnar eymdarlegu raddar hennar, er ég fylgdist með henni inr í setustofuna. „Nei, nei, ekkert kaffi. Ég vil bara fara að hátta og sofna- sem fyrst“. Á meðan hún talaði ,stóð hún í dyrunum, þráaleg, óþolinmóð og með fingurnar á hurðarsnerlinum. Ég sagði þjónustustúlkunni að færa mér kaffið inn í lesstofuna, uppi á lofti og fylgdi svo konu minni, sem þegar hafði lokið dyr- unum upp og lögð af stað upp stigann. Ég varð henni samhliða og sagði, eins og af hendingu: „Jæja, þá fer ég nú og byrja á verkinu“. „Og ég fer til að sofa“, svaraði hún, án þess að snúa sér við. „Ertu viss um, að þú hafir ekki sótthita?“ spurði ég, teygði fram hendina og ætlaði að leggja hana á enni hennar, en hún brá sér und- an og sagði óþolinmóð: „0, Silvia, ég er ekki alveg heil heilsu — og við því er ekkert hægt að segja eða gera“. 1 Ég þagði og hugðist settur í nokkurn vanda. Er við komum upp á stigapallinn, greip ég hönd hennar, eins og til að kyssa hana, hikaði við og sagði því næst: „Ég þarf að biða þig stórrar bænar“. „Hvaða bæn er það?“ spurði hún með brostinni röddu, sem vakti furðu mína. j „Mig langar til að biðja þig um að koma snöggvast hérna inn“, sagði ég hálf feiminn, „og kyssa á fyrstu blaðsíðuna í sögunni minni......Það mun flytja mér , hamingju“. Hún rak upp hlátur, sem bæði var ástúðlegur og þvingaður í senn, en bæði ástúðin og áreynsl- | an virtust mér að mundu vera fals lausar og sannar. Og hún gekk hratt inn í lesstofuna og hrópaði: „En hvað þú getur verið hjátrú- arfullur! .... En hvað þú ert heimskur....... En ég skal víst gera eins og þú vilt....“. Ég kveikti ljós, en hún hafði strax ratað, í myrkrinu, að skrif- borðinu mínu: „Hvaða blaðsiða er það? .... Segðu mér hvaða blaðsíðu ég á að kyssa“. Þannig hélt hún áfram að end- urtaka, með sjúklegum ákafa. Ég gekk til hennar og rétti henni fyrstu blaðsiðuna, þar sem ég hafði ekki ritað neitt á, nema söguheitið sjálft: Hjónabandsást. PARADISARGARÐURINN 15 Laufin á trjánum hreyfðust, og mennirnir komu og fóru, 1 alveg eins og í spegilmynd. Og hann horfði í gegnum aðra rúðu, og var á henni draumur Jakobs. Stiginn náði þar beint upp í himininn, og englar með stóra vængi gengu upp cg ofan eftir honum. Já, allt, sem við hefur borið í heimi þessum, lifði og hrærðist í glerrúðunum. Það var tíminn einn, sem gat greipt svo listilegar myndir í glerið. Álfkonan ieiddi hann brosandi inn í sal nokkurn mikinn og háan. Veggir hans sýndust vera gagnsæ málverk, og i var hvert öðru fegra. Það voru þúsundir þúsunda af sælum verum, sem brostu og sungu. svo að allt rann saman í eitt sönglag. Hinar efstu voru svo litlar, að þær sýndust minni en minnsti rósknappur, þegar hann er dreginn upp á blaði depilsmár. j Og í miðjum salnum stóð tré eitt mikið með gróðursæl- um, slútandi greinum, og héngu gullfögur epli, stór og smá, eins og appelsínur, innan um grænt laufið. Það var skilnings- tréð með ávöxtunum, sem Adam og Eva hÖfðu etið af. Af hverju blaði draup niður skínandi rauður daggardropi. Það var eins og tréð gréti blóðugum tárum. „Förum nú út í bátinn," sagði álfkonan, „og fáum okkur hressingu úti á ylgjandi vatninu.“ Báturinn ruggaði, og hreyfðist þó ekki úr stað, en öll heimsins lönd liðu fram hjá fyrir augum okkar. Og það var undarleg sjón að sjá, hvernig kvik kom á alla ströndina. Þar birtust há og snæþakin Alpafjöllin, með skýjabólstrum og dökkum greniskógi. NlLFSSSi" RYKSUGIiR hafa verið notaðar hérlendis frá fyrstu tímum rafmagnsins, og eru margar þeirra elztu enn í notkun. Sannar það dæmalausa endingu þeirra. ★ NILFISK hefur atlmesta, en hljóðlátasta hreyfilinn. ★ NILFISK fylgja 10 sogstykki hvert öðru nytsamara, auk þess sem fá má sérstaklega bónkúst, hárþurrku, fatabursta, málningarsprautu o.fl. ★ VARAHLUTIR í elztu sem nýjustu gerðir jafnan fyr- ir hendi. — Önnumst VIÐGERÐIR. k Afborgunarskilmálar, ef óskað er. Þaulhugsuð og vcnduð smíð einkemtir Nilfisk Nilfisk er tvímælalaust fullkomnasta ryk- sugan á markaðnum! Það getið þér sannreynt við samanburð. O. KORNERUP-HANSEN Suðurgötu 10 — Sími 2606 í Borgarfirði Gott hús með rafmagnshitun frá miðstöð, til sölu. — Húsið er 2 stofur, 2 svefnherbergi eldhús með borðkrók, baðherbergi, búr og geymslur. Bílvegur heim. Daglegar samgöngur við Borgarnes. Eignarlóð afgirt. Brunabóta- verð eignarinnar er 91 þús. kr. — Tilboð óskast send Mbl merkt: „Fagurt útsýni — 974“. >M0Í VERZLUMRSTJÓRl Duglegur og reglusamur maður, vanur nýlenduvöru- verzlun, óskast fyrir nýja verzlun í einu úthverfi bæj- arins. — Getur orðið hluthafi, ef um semst. — Tilboð með uppl. um fyrri störf merkt: „Verzlunarstjóri — 979“, sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld 15. þ. m. oaonaooro> Piltur eðo stúlka ! ■ ■ óskast til afgreiðslustarfa. Wisimuiii Háteigsvegi 2 ■vtn> Malarkassar Sérlega hentugir og skemmtilegir í bifreiðir. BIERING Laugavegi 6 — Sími 4550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.