Morgunblaðið - 16.07.1955, Side 1

Morgunblaðið - 16.07.1955, Side 1
16 síður 43. árgangur 158. tbl. — Laugardagur 16. júlí 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eisenhower g Bulganin fer á „tappinn" MOSKVA, 15. júlí: — Búlganin marskálkur verður aðalfulltrúi Rússa á „toppinum" í Genf á mánudaginn. Þetta varð augljóst í Kreml í dag. í fyrsta skipti í sögunni héldu sovétleiðtogarnir almenn- an fund með erlendum blaða- mönnum, var fundurinn haldinn i ráðherraherberginu í Kreml. Búlganin las upp skrifaða yfir- íýsingu, þar sem hann lýsti yfir þeirri ósk Sovétríkjanna, að tak- ast mætti að draga úr viðsjám í heiminum á' Genfarfundinum. — Búlganin lagði enn sem fyrr áherzlu á vilja Sovétríkjanna til þess að stofna öryggiskerfi í Evrópu. Greinilegt er að öryggiskerfið — einhvers konar Locarno-sátt- máli um gagnkvæmt öryggi í Evrópu — verður höfuðmál Rússanna um lausn vandamála í Evrópu. Viðstaddir í ráðherraherberg- inu, er Búlganin las stefnuyfir- lýsingu sína, voru aliir rússnesku fulltrúarnir, sem verða í sendi- nefndinni til Genf. Ekki var blaðamönnum gefið tækifæri, að vestrænum sið, til þess að leggja spurningar fyrir ráðherrann að loknum lestri yfirlýsingarinnar. Rússnesku fulltrúarnir leggja af stað til Genf á morgun. —*— f Washington hefir verið lýst yfir ánægju yfir yfirlýsingu Bulg- anins, einkum þykir það rétt mælt, aS Genfarfundurinn geti ekki leysl máliu í einu vetfangi. Þýzkaland ehl PARÍS 15. júlí: — Utanríkisráð- herrar vesturveldanna, MacMill- an, Pinay og Dulles, luku fundi sínum í dag með fullu samkomu- lagi um afstöðuna til mála, sem rædd verða á Genfarráðstefnunni. Sagt er að ráðherrarnir hafi sett sameiningu Þýzkalands mjög of- arlega á dagskrá. Sigur Adenauers BONN, 15. júlí: — Annari um- ræðu um 6 þús. manna sjálfboða- liðsfrumvarpið lauk í dag. Á morg un verður frumvarpið endanlega samþykkt í Bundestag og verður sent þaðan til efri málstofúnnar. Endanleg samþykkt liggur vænt anlega fyrir á mánudaginn, dag- inn sem Genfarfundurinn hefst. Enn hefir Adenauer kanslari komið fram máli sínu. Vegabréfsáriiun 1 FRAMHALDI af samkomulagi milli íslands og Bretlands frá 20. júní 1947 og 26. október 1948 um afnám vegabréfsáritana hefur brezka utanríkisráðuneytið með erindi, dags. 4. júlí, tilkynnt, að samkomulagið nái einnig til Gibraltar frá 20. júlí 1955. íslenzkir þegnar, sem ferðast vilja til Gibraltar eru því und- anþegnir áritunarskyldu á vega- bréf frá nefndum degi. (Frá utanríkisrá ðuneytinu). Eisenhower forseti hefur verið á ferð hér á landi áður. Mynd þessi er tekin árið 1951 af Eisenhower þáverandi yfirmanni herja At- lantshafsbandalagsins og Kristínu Snæhólm, flugfreyju hjá Flug- félagi fslands. Malenkov hrósar blaðamönnum, segir að þeir segi sann- leikann MOSKVA, 9. júlí: — Einn af samráðherrum Malenkovs, fyrr- um forsætisráðherra og núver- andi raforkumálaráðherra, hefir hrósað Malenkov fyrir góða frammistöðu í raforkumálunum. Sjálfur hrósaði Malenkov við sama tækifæri amerískum blaða- mönnum. Við móttöku í argentinska sendiráðinu í Moskva lagði argentinski sendiherrann, Bravo, þú spurningu fyrir Malenkov, hvernig orkumálin stæðu í Sovét ríkjunum. Anastas Mikoyan, varaforsætisráðherra, greip þá fram í mál þeirra og sagði að áætlunin um raforkuframleiðsl- una hefði verið að fullu efnd og betur þó. Malenkov veitti athygli nokkr- um blaðamönnum, sem stóðu álengdar og vék tali sínu til þeirra og sagði „að blaðamenn ættu ekki einvörðungu að upp- lýsa fólk, heldur ættu þeir að móta almenningsálitið — með því að segja sannleikann". Argentinski sendiherrann band aði þá hendinni til blaðamann- anna og sagði: „En við þekkjum þessa menn og við vitum að við getum treyst þeim“. Malenkov lyfti þá glasi til blaðamannanna og sagði bros- andi: „Við vitum að þið eruð hugrakkir menn og segið sann- leikann". Heyderdahl fer leiðangur ti! Páskaeyjar NORSKUR leiðangur til rann- sókna á fornleifum leggur af stað í september n.k. undir for- ustu Thors Heyderdahls til þess að rannsaka Páskaeyna í Kyrra- hafi. Heyderdahl er heimskunn- ur af hinum fræga Kontiki-leið- angri fyrir nokkrum árum. í framhaldi af Kontiki-leið- angrinum ætlar Heyderdahl að leita aukinna sannana á Páska- eynni fyrir þeirri fullyrðingu sinni, að margar eyjar í sunnan- verðu Kyrrahafi hafi byggzt frá Ecuador og Peru í Suður- Ameríku. Páskaeyjan er lítil eldfjallaey, 3700 km frá ströndum Suður- Ameríku. Hún er einkum kunn af hinum fjölmörgu steinstólpum, allt að tíu metra háum, sem talið er að höggnir hafi verið af æfa- fornri þjóð, sem engar sögur fara af. Norski leiðangurinn ætlar að vinna að uppgreftri fornminja á evnni um eins árs skeið og leita að minjum byggðar á eynni til þess að reyna að komast nær því, hvenær þjóðin var uppi, sem hjó hina frægu steinstólpa, segir Heyderdahl. avik í dag Móttaka íslendinga í GEIMF í KVÖLD T^WIGHT D. EISENHOWER, forseti Bandaríkjanna, ætlar ■L' að hafa tveggja kLukkustunda viðdvöl á Keflavíkurflug- velli í dag. Forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, og for- sætisráðherra, hr. Ólafur Thors, ásamt Bjarna Benedikts- syni dómsmálaráðherra og Eysteini Jónssyni fjármálaráð- herra munu taka á móti forsetanum. Einkaflugvél Eisenhowers forseta lendir á Keflavíkur- flugvelli klukkann 11 f. h. í dag. Forsetinn mun sitja ár- degisverðarboð í Keflavík í boði íslendinga. Skömmu eftir hádegi mun flugvél forseta, „Columbine" halda áfram ferð sinni til Genfar. Ráðgert er að flugvélin verði lent í Genf í kvöld. Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar til öryggis forset- anum á leið hans austur um haf. Skip hafa verið staðsett með vissu millibili á leiðinni, sem flugvélin fer yfir og einnig eru flugvélar á varðbergi bæði vestan hafs og eins hér austan hafs. Utanríkisráðherra íslands getur ekki tekið á móti forsetanum, þar eð hann fór í fyrradag til Parísar til þess að sitja fund Atlants- hafsbandalagsins Á fundinum munu Macmillan utanríkisráðherra Breta og Pinay, utanríkisráðherra Frakka gefa þjóðum Atlants- hafsbandalagsins skýrslu um undirbúninginn undir Genfarráðstefn- una. Auk forseta íslands og ráðherranna þriggja munu skrifstofu- stjórinn í utanríkisráðuneytinu og forsetaritari sitja árdegisverðar- boð með Eisenhower forseta í Keflavík. Af hálfu íslendinga verða þar ekki aðrir en að sjálfsögðu munu fulltrúar frá Bandaríkjunum sitja boðið. Peron að hsíta BUENOS AIRES, 15. júlí: — Peron forseti sagði í dag að hann ætlaði að leggja niður embætti sem forseti Peronistaflokkgins. Hann kvaðst ætla að gegna störfum sem forseti Argentínu þar til árið 1958, en ekki gefa kost á sér sem forsetaefni að nýju. Ráðgert var í gærkvöldi að for- seti Bandaríkjanna flytti útvarps ræðu frá Washington, þar sem hann gerði þjóð sinni grein fyrir fyrirætlunum sínum í Genf. Forsetinn hefir átt mjög ann- ríkt undanfarna viku og öll störf hans hafa miðað að því að stilla til friðar, til þess að ekkert heima fyrir geti spillt fyrir ár- angri af Genfarráðstefnunni. — Það sem gerzt hefir í vikunni er m. a. þetta: • Á þriðjudaginn keypti forset- inn sér frið af hálfu Bandaríkja- þings á meðan á Genfarráðstefn- unni stendur, með því að lofa þingmönnum því, að senda þeim skýrslu daglega um gang mála í Genf. Venjan er sú, að utanríkis- málaráðherra gefi utanríkismála- nefnd skýrslu um alþjóðaráð- stefnur, að ráðstefnunum lokn- um, en að þessu sinni hefir forset inn kosið að fara aðra leið, til þess að eiga ekki á hættu, að menn eins og McCarthy og aðrir vekji upp umræður í þinginu, sem haft gætu skaðleg áhrif í Genf. — McCarthy hefir nú bor- ið fram í öldungadeildinni tillögu um að Bandaríkin slíti stjórn- I málasambandi við öll kommún- istaríki og viðurkenni útlaga- stjórnir þessara ríkja. , Á þriðjudaginn gerði forsetinn ógildan hinn svokallaða Dixon Yates samning um raforkuver í Memphis í Bandaríkjunum, en samningur þessi hefir um eins árs skeið valdið miklum póli- tískum erjum í Bandaríkjunum. • Á miðvikudaginn veitti Eisen- hower heilbrigðismálaráðherran- ann í stjórn sinni, frú Ovetu Culp Hobby, lausn frá störfum í náð. Við embætti hennar tekur Mari- on Folsom, sem áður var aðstoð- arfjármálaráðherra. I Eisenhower hélt fund með blaðamönnum á miðvikudaginn og frú Hobby var viðstödd á tfundinum. — Forsetinn bvrjaði fundinn með því að ávarpa frúna og segja: Þetta er mjög hryggilegur dagur. Síðan skýrði hann blaðamönnunum frá lausn- arbeiðni hennar. Látið er í veðri vaka að frúin hafi beðist lausnar frá störfum til þess að geta gefið sig alla að hjúkrun eiginmanns síns, sem er maður sjúkur. En hitt er flest- um kunnugt, að frúin hefir sætt allharðri gagnrýni fyrir störf sín, einkum hefir hún verið talin eiga sök á því, hvernig fór um með- ferð á Salk-bólusetningunni í Bandaríkjunum. Ekki jók það vinsældir frúarinnar, er hún ný- lega reyndi að koma sökinni á óförunum í bólusetningarmálinu á landlækni Bandaríkjanna, Leo- nard Sheele. í fyrsfa skipti WASHINGTON, 15. júlí. — Er Eisenhower forseti kemur til ís- lands í dag, er það í fyrsta skipti á friðartímum, frá því á dögum Woodrows Wilson, að Bandaríkja forseti kemur til Evrópu. í fyrsta skipti á tíu árum munu æðstu menn stórveldanna fjög- urra nú hittast til þess að ræða friðarmál í heiminum. Ellefu stórar töskur eru á leið- inni til Genf eða komnar þangað með skjöl, samninga o. fl. úr ameríska utanríkisráðuneytinu, en skjöl þessi varða mál, sem rædd verða á Genfarfundinum. Talið er að rædd verði á Genf- arfundinum allt að því 20 mál. Hammarskjöld er GENF, 15. júlí: — Dag Hammar- skjold verður „gestgjafi" æðstu manna stórveldanna á Genfarfand inum. Evrópuráð SÞ hefir umráð yfit Þjóðabandalagshöllinni, þar sem] fundir stórveldanna verða haldnir. Hammarskjold hefir verið um' viku skeið í Genf til þess að und- irbúa hina miklu ráðstefnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.