Morgunblaðið - 16.07.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.1955, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16 júlí 1955 // ÉC BiÐ AÐ HESLSA ÍSLANDI 44 Góðir áheyrendur! Þjóðræknisfélag íslendinga vinnur að því af miklum áhuga Og dugnaði að halda við lýði og efla íslenzka menningu og þjóð- erni í Vesturheimi. Stundum fær það íslendinga héðan til ferða- laga og erindaflutnings í íslend- ingabyggðum. Einnig vinnur fé- lagið að því að örva og skipu- leggja ferðir Vestur-íslendinga heim til Fróns. í fyrra sumar kofn Finnbogi Guðmundsson prófessor við há- Bkólann í Winnipeg með stóran hóp Vestur-íslendinga í heim- SÓkn til íslands. Áttum við þá tal saman um ýmis atriði þjóð- Tæknismálanna. Um áramótin barst mér boð frá Þjóðræknisfélaginu og Mani- tobaháskóla sameiginlega um að koma vestur 'pangað til fyrir- lestrahalds. Var sú för farin í marz og anríl. KENNARASTÓLL í ÍSLENZK- TJM FRÆÐUM VIÐ MANITOBA-HÁSKÓLA Háskólinn í Manitobafylki í Kanada stendur á gömlum merg, var stofnaður 1877. Hann er reistur nokkuð fyrir utan sjálfa Winnipegborg. Háskólinn er margar stórbyggingar, og stúd entar eru um 5000 að tölu, eða nær sjöfalt fleiri en við Háskóla íslands. Eitt af því fyrsta, sem vakti at- hygli, þegar rætt var við forráða menn háskólans, var það, hversu margir kennarar eru þar með ís- lenzkum nöfnum. Mér telst svo til, að við Manitobaháskóla séu hvorki meira né minna en 23 prófessorar af íslenzku bergi brotnir. Verður það að teljast all riflegt framlag af íslendinga hálfu til þessarar menntastofn- unar. Við háskólann er sérstakur kennarastóll í íslenzkum fræð- um. Sá kennarastóll var stofnað- ur fyrir 4 árum, og valdist Finn- bogi Guðmundsson til prófessors embættisins, en Finnbogi er son- ur hinna þjóðkunnu merkishjóna frú Laufeyjar Vilhjálmsdóttur og Guðmundar heitins Finnbogason- ar prófessors. Finnbogi hefur get ið sér mjög gott orð þar vestra fyrir hæfileika sína, dugnað og ljúfmennsku. Hann er óþrevtandi eljumaður í starfi fyrir þjóðrækn ismálin, ferðast mikið um byggð- ir og leggur fram ötulan skerf til sambandsins milli Austur- og Vestur-íslendinga. Kennarastólíínn í íslenzkum fræðum við Manitobaháskóla hef- ur lengi verið eitt af áhuga- og baráttumálum Vestur-íslendinga. Það var skilyrði af háskólans hendi, að lögð yrði fram fúlga sem stofnfé sjóðs, er stæði straum af kostnaðinum. Unnu þar margir að og söfnuðu stórfé. Albinei ís- lendinga veitti einnig fjárstyrk, 80 þús. kr. á ári í 4 ár. Fiáröfl- unarnefndin, „stólnefndin", bað fyrir sérstakar þakkir til Alþing- is og íslenzku þjóðarinnar fyrir hið raunsarlega fjárframlag. Við háskólann er einnig mvnd- arlegt íslenzkt bókasafn, og veit- ir frú Helga Pálsdóttir því for- stöðu. Við Manitobaháskóla, og síðar við háskólann í Norður-Dakota í Bandaríkiunum, flutti ég fvrir- lestur um Albinpi hið forna, lýsti Stofnun bess, skirmn og starfs- háttum í meginatriðum. — Dró ég einkum fram það, sem sér- kennileet var um stiórnskinun hins íslenzka bjóðveldis og frá- brusðið því, sem annars staðar þekktist á þeim tíma. Auðheyrt er. að erlendir menntamenn hafa ekki aðeins á- husa á íslendinsrasögum, frásagn arlist'¦ beirra og atbiirðarás. held j ur þvkir þeim miög fýsileut að heyrá, hversu íramarlega fs- lendingar stóðu um félagsmála- löggjöf, gagnkvæmar trygginpar, skipun dómsvalds, — einkum Stofnun fimmtardóms, þannig að Útvarpserindi Gunnars Thoroddsens borgarstjóra 6. júlí s.l. um heim- sókn til Vestur-íslendinga Á myndinni eru, talið frá vinstri: Helgi Johanneson, Conrad Leifur, Gunnar Thoroddsen, Guðmundur Grímsson, dómari, og Nels John- son, dómari. endanleg úrslit fengist, — um lýðveldi án þjóðhöfðingja, — en mörg þessara atriða voru lítt þekkt fyrirbrigði annars staðar á þeim tíma. AGÆTIR FULLTRUAR ÍSLANDS í AMERÍKU Áður en lagt var upp í Kana- daförina, var dvalizt á heimili sendiherrahjónanna í Washing- ton, frú Ágústu og Thors Thors, um tveggja daga skeið, og fengn- ar þar ýmsar upplýsingar, er síð ar komu að gagni. Varð ég þess víða var í ferðum mínum, hve mikils trausts og álits Thor Thors sendiherra nýtur, og hví- líkt starf hann hefur unnið fyrir íslenzku þjóðina. íslendingar hafa yfirleitt verið mjög heppnir um val sendimanna sinna erlendis. Það hefur verið þýðingarmikið fyrir hið unga ríki. Mest hefur mætt á sendi- herra okkar í Bandaríkjunum, sem jafnframt innir af hendi mik- ið starf sem fulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Var það mikill fengur fyrir íslenzku þjóð ina, að Thor Thors skyldi veljast til þessa sendiherrastarfs, sem hann hefur gegnt í hálfan annan áratug. Aðrir fulltrúar íslands í Am- ^eríku, sem ég hitti á leið minni, eru Hannes Kjartansson aðalræð- ismaður í New York, — en á honum mæðir mjög um ýmis kon ar fyrirgreiðslu, sem hann leysir af hendi með stakri prýði og myndarskap, — og ræðismennirn ir Björn Björnsson í Minneapolis, Richard Beck í Grand Forks og Grettir L. Jóhannsson í Winni- peg, en Grettir var einn þeirra manna, sem mestan veg og vanda hafði af undirbúningi þessarar ferðar. Ferðinni var- heitið um ríkin Minnesota og Norður-Dakota í Bandaríkjunum, en aðallega um Manitobafylki í Kanada. í Minne- sota er höfuðborgin Minneapolis. Þar er allmargt íslendinga búsett og auk þess jafnan töluvert af íslenzkum námsmönnum. — Þar ber höfuð og herðar yfir, fjöl- skylda Gunnars Björnssonar rit- stjóra og skattstjóra. Gunnar Björnsson, sem er orðlagður gáfu maður, er nú kominn nærri átt- ræðu, og hefur látið af störfum. Synir hans fjórir og ein dóttir eru búsett í Minneapolis. Björn sonur hans er ræðismað'ur íslend- inga í Minneapolis, og efndi hann til íslendingafundar, er við stóð- um þar við. Hittum við þar nokkra tugi manna íslenzkra, suma búsetta, suma ferðamenn, aðra til náms. Þegar við komum þangað, var frost og fönn í borginni, og kom það strax fram þar eins og raunar víðar, að það sem blaða- menn og ýmsir aðrir spurðu mest um, var hitaveitan í Reykjavík, en hún er það mannvirki islenzkt, sem mesta athygli vekur hvar- vetna. Valdimar Björnsson er sá Vest ur-íslendingur, sem einna víð- kunnastur er nú í Bandaríkjun- um. Hann var fjármálaráðherra Minnesotaríkis í fjögur ár, er mikils virtur í sínu eigin ríki og kunnur um öll Bandaríkin. Hon- um er spáð mikilli framtíð á sviði stjórnmála. Fyrir íslendinga er hann ómetanlegur maður, og eng inn veit til fulls um alla þá fyrir- greiðslu, sem hann hefur veitt löndum austan hafs og vestan. RÆTT UM REYKJAVIK Eftir ósk stjórnar Þjóðræknis- félagsins var aðalefni fyrirlestra minna vestur þar: „Reykjavík fyrr og nú". Reyndi ég að draga upp mynd af Reykjavík frá því er Ingólfur nam hér fyrst land að tilvísan æðri máttarvalda, ræddi um stofnun Innréttinga Skúla fógeta, um það er Reykja- vík varð aðsetur hins endurreista Alþingis, og um hina ótrúlega öru þróun og stórstígu framfarir á þessari öld. Ég hafði meðferðis kvikmynd af Reykjavík, sem bregður nokkru ljósi yfir hana eins og hún er í dag. Auk þess var sýnd á sumum samkomun- urn mynd af háfjöllum lands- ins, Heklugosinu, hverahita og mörgu fleiru. Ræður voru flutt- ar í ýmsum félögum, sem láta sig skifta íslenzka menningu eða íslenzk viðskipti, eða norræna samvinnu, m. a. í Félagi Norður- landabúa í Winnipeg á árshátíð þeirra. Fyrsta fslendingasamkoman í Kanada í þessari ferð var haldin í litlum bæ, sem heitir Ashern, norðarlega í Manitoba. Er þar strjálbýlt mjög og fámennt. Þar hafði engin íslendingasamkoma verið haldin í fjölda ára. Prestur í þessu héraði og einnig í Lund- um, er séra Bragi Friðriksson frá Mosfelli. Samkoman hófst með guðsþjónustu, en á eftir var í öðru húsi erindi, kvikmyndasýn- ing og kaffidrykkja. Reyndist svo, að bæði kirkjan og samkomuhús- ið voru fullskipuð, hátt á annað hundrað manns. Séra Bragi söng messu og fólkið söng íslenzka sálma, þá sömu sem við hér heima: ,,Ó, þá náð að eiga Jes- úm", „Ó, syng þínum drottni guðs safnaðarhjörð", „f fornöld á jörðu var frækorni sáð" og að lokum: „Ó, guð vors lands". Þessi guðsþjónusta var ein af þeim áhrifameiri, sem ég hef verið viðstaddur, og bar þar til gjörvileiki og glæsileg ræðu- mennska séra Braga, söngur fólks ins, innileg þátttaka þess og hrifn ing við messugjörðina. Þann skamma tíma, sem séra Bragi hefur verið þar vestra, hefur hann unnið merkilegt starf og er dáður og virtur af sóknarbörnum sínum. GUTTORMUR SKÁLD í bænum Riverton, rétt hjá Winnipegvatni, er margt íslend- inga. Bæjarstjórmn þar er íslend ingur, Sigurður Viktor Sigurðs- son. Þar býr Guttormur skáld Guttormsson, og naut ég þeirrar ánægju að hitta hann og frú hans. Vestur-fslendingar hafa átt mörg góð skáld, bæði í ljóði og lausu máli. Hæst þeirra ber að sjálfsögðu Stephan G. Stephans- son. Guttormur hefur gefið út nokkrar kvæðabækur og er mjög kunnur af þeim, bæði vestan hafs og austan. Hann er af mörgum talinn mesta núlifandi ljóðskáld Vestur-íslendinga. Guttormur er hinh hressasti, þótt orðinn sé 76 ára, lék á olls oddi og flutti létta, fjöruga og skemmtilega ræðu í hádegisverði, sem bæjarstjórinn efndi til. Hófið var haldið að Hó- tel Sandy Bar, sem skírt er eftir einu þekktasta kvæði Guttorms. Það kvæði er minni landnem- anna gömlu og dregur nafn af landnámsjörð og kirkjugarði á vesturströnd Winnipegsvatns. — Kvæðið lýsir baráttu þeirra og þrautum, kjarki og manndómi, vonum þeirra og draumum. Eg bað Guttorm að fara með hið fræga kvæði. En hann svaraði: Því miður get ég það ekki, því að ég kann það ekki utanbókar. Og bók var ekki við hendina. GIMLI OG GAMALMENNA- HÆLIÐ Gimli er ein aðalmiðstöð ís- lendinga og er þar haldin íslend- ingadagur á ári hverju. í Gimli er elliheimilið Betel, sem rekið er af íslendingum. Gamla fólkið kom saman, söng ættjarðarlög og fýsti að heyra fréttir að heiman. Með kaffinu þar fengum við, eins og raunar víðar meðal Vestur- íslendinga, pönnukökur og rúllu- pylsu ofan á brauð. í ávarpi til fólksins minntist ég á það, hversu gamli íslenzki maturinn væri enn í miklum metum heima: slátur, lundabaggi, lifrar- pylsa, skyr, riklingur, hákarl, hangikjöt o. s. frv. Það var eins og lifnaði yfir gamla fólkinu. Það hýrnaði yfir mörgu gömlu and- litinu með djúpa drætti og hrukk ur erfiðrar lífsbaráttu. Ég sá, að það leit hver á annan og brosti, það gaf hver öðrum olnbogaskot; mörgum mun hafa fundist hann vera kominn aftur í gömlu, góðu dagana heima á íslandi. Borgarstjórinn í Winnipeg sýndi íslendingum þann sóma, að hafa stóra móttökuhátíð fyrir þá, meðan við stóðum þar við Hann fór mjög lofsamlegum orðum um íslendinga og gat þess í ræðu sinni, að talið væri, að Winnipeg væri fjölmennasta borg íslend- inga utan Reykjavíkur. Þar er talið, að búi um 10 þús. íslend- inga, og eftir því væri hún fjöl- mennari en höfuðborg Norður- lands, Akureyri. í ríkinu Norður-Dakota í Bandaríkjunum er höfuðborgin Bismarck, en háskólaborgin Grand Forks. í Grand Forks hafði ræðismaður íslendinga, Richard Beck prófessor, annast undirbún- ing af mikilli prýði. M. a. var þar háskólafyrirlestur, samkoma með nokkrum tugum íslendinga, en talsvert er um íslendingabyggðir í því ríki. .1 ¦ ¦• Islenzkur þingmaður á þingi Norður-Dakota, Frímann Einars- son, sem er sonur eins landnem- ans þar, tók til máls og lýsti land námi íslendinga þar, baráttu þeirra og störfum. Richard Beck vinnur, eins og kunnugt er, mikið landkynning- ar- og menningarstarf þar vestra fyrir ísland. TVEIR ÍSLENDINGAR j HÆSTARÉTTARDÓMARAR í NORÐUR-DAKOTA . í Bismarck hafði Guðmundur Grímsson hæstaréttardómari efnt til fjölmennrar samkomu og boð- ið þangað öllum dómendum hæstaréttar, ríkisstjóra og mörg- um öðrum. f Bismarck er hæsti- réttur Norður-Dakotaríkis. Hann er skipaður 5 dómendum, og eru* nú tveir þeirra íslenzkir, ekki aðeins af íslenzku bergi brotnir, heldur báðir fæddir heima á ís- landi. Þeir eru Guðmundur Grímsson og Níels Jónsson frá Akranesi eða Nels Johnson, eins og hann er nefndur þar. Fræðslumálastjóri Norður-Da- kotaríkis er ísiendingur, fræðslu- málastjóri höfuðborgarinnar er fslendingur, rafveitustjóri Norð- ur-Dakotaríkis er íslendingur og þannig mætti lengi telja. Á þessari samkomu flutti ég erindi og sýndi kvikmynd. Tóku margir til máls og beindu til mín fyrirspurnum. Einn þeirra, sem flutti ræðu var forseti hæstarétt- ar. Hann byrjaði ræðu sína eitt- hvað á þessa lund: Ég stend upp til þess að láta borgarstjórann frá Reykjavík vita, að í áhrifastöð- um hér í Norður-Dakota eru til menn, sem ekki eru íslendingar! Af þessum orðum hans mátti því marka, að þeir finna það annarra þjóða menn, að fslendingarnir hafa komist þar víða til vegs og virðinga. Verður ekki annað sagt, en að íslendingar þar í sveit megi vel við una þessi ummæli hæstaréttarforsetans í Norður- Dakotaríki. HIÐ FRÆGA MÁL GUÐMUNDAR GRÍMSSONAR Guðmundur Grímsson dómari gat sér mikinn orðstír fyrir rúm- um 30 árum út af drengskap sín- um og dugnaði í hinu svokallaða Tabertmáli. Ungur bóndasonur frá Norður-Dakota um tvítugt f ór í atvinnuleit til eins af Suður- rikjunum. Honum gekk erfiðlega að fá vinnu. Að lokum framdi hann smávægilegt brot og hlaut nokkra sekt fyrir, sem hann gat ekki borgað. Hann símaði for- eldrum sínum og bað þá að senda sér 50 dali. Þau sendu um hæl þessa peninga og meira til. En þau fréttu ekkert af syni sínum um langa stund, unz þau fengu tilkynningu um að hann hafi lát- izt í vinnubúðum úr hitasótt. — Það var sá siður suður þar, ao í stað þess að setja dæmda menn í fangelsi, voru til- teknum fyrirtækjum leigðir fang arnir til vinnu. Það þótti ekki allt með feldu um dauða drengsins. Þá gerðist það, að samfangi piltsins skrifaði foreldrum hans. — Hann hélt því fram, að drengurinn hefði sætt svo hroðalegri með- ferð, að í rauninni hefði hann verið laminn til dauða. — Guð- mundur Grímsson, sem var per- sónulega kunnugur Tabertshjón- unum, tók nú málið í sínar hend- ur. Með óbilandi kjarki og at- orku tókst honum að afla upplýs inga og sönnunargagna um hina refsiverðu meðferð, sem fangar suður þar sættu. Guðmundur fékk þá seku dæmda fyrir at- hæfi þeirra. Hafði framganga hans í málinu ekki aðeins áhrif í þessu tiítekna máli, heldur bau almennu áhrif, að gjörsamlega var afnuminn þar í Suðurríkjun- um sá háttur að selja fangana undir náð og miskunn þessara einstöku fyrirtækja og verkstjóra Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.