Morgunblaðið - 16.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1955, Blaðsíða 16
Veðurúilif í dag: SV eða V kaldi eða stinnings- kaldi. Rigning öðru hvoru. P«^pwWte 158. tbl. — Laugardagur 16. júlí 1955 Meðal V-íslendinga Sjá erintli Gunnars Thoroddsens á blaðsíðu 6 og 7. Ungur Reykvíkingiir drukknar í Þingvallavatni ö Þremur félögum hans bjargað á síðuslu sfundu — Bál þeirra hvolfdi IGÆRMORGUN bárust þær fregnir út um bæinn að enn hefði orðið banaslys með sviplegum hætti. Austur á Þingvallavatni hafði skemmtibát, sem í voru fjórir ungir menn, hvolft og einn mannanna drukknað. Var það Gylfi Kristinsson, Stýrimannastíg 12, •hér í bæ. Félögum hans þrem var bjargað og mátti eigi tæpara standa um björgun þeirra, sem þakka má fröken Ólafíu Sigurðar- dóttur, Njálsgötu 67. VORU AÐ REYNA MÓTOR Þetta hörmulega slys varð á Þingvallavatni klukkan að ganga tvö í fyrrinótt. Þá var gott veður þar eystra. Gylfi heitinn og fé- lagar hans, Viðar Gestsson, ¦Kristinn Sigurjónsson og Jón Norðmann, fóru út á skemmtibát. Var hann með allstórum utan- borðsmótor, sem þeir félagar munu hafa verið að reyna. 400 M UNDAN LANDI Báturinn var kominn um 400 metra leið út frá landi að vestan- verðu við vatnið, út af sumarbú- staðabyggðinni við Heiðabæjar- veginn, er honum hvolf di skyndi- lega. ÆTLAÐI AÐ NÁ í BÁT Piltarnir fjórir náðu bátnum ©g héldu sér í hann, allir nema Gylfi heitinn. Hann mun hafa óttast að ekki væri neinnar bjargar að vænta úr landi, þar sem nótt var. Hann sagði við fé- laga sína, að hann myndi reyna að synda að landi, ná í bát og foað þá bíða rólega við bátinn. — Síðan lagði hann af stað. Hann «»un hafa verið um það bil hálfn- aður að landi, í hinu nístandi kalda vatni, er honum fataðist sundið og hvarf hann sjónum fé- laga sinna. HÚN GAT EKKI SOFNAÐ En meðan á þessu stóð hafði Ólafía Sigurðardóttir, gjaldkeri hjá fyrirtækinu Lýsi h.f., til heimilis Njálsgötu 67 hér í bæ, orðið þess vör hvað gerzt hafði úti á vatninu. Hún var í sumar- tiústað nokkuð frá ásamt foreldr- um sínum Sigurði Sigurþórssyni í Hafnarsmiðjunni og konu hans, Kristínu Ólafsdóttur. Hafði Ólafía ekki getað sofnað og var á stjái í sumarbústaðnum. Hún mun hafa heyrt til bátsins úti á vatninu, en svo allt í einu tekur hún eftir því að vélahljóðið er þagnað og leit hún þá út á vatnið og sá hvernig komið var. í skyndi vakti hún Sigurð föð- ur sinn. Fóru þau í snatri niður að vatninu, en þar lá bátur Sig- urðar og brunuðu út að mönn- unum, sem héldu sér í bátinn. HJÁLPIN BERST Þegar þau Ólafía og Sigurður komu þangað, mönnunum til fejargar, voru þeir að því komnir að krókna úr kulda. — Var þá bvo af einum þeirra dregið, að hann hafði sleppt bátnum en félagi hans hélt honum uppi. —¦ Annar piltanna var að því kom- lnn að gefast upp vegna kuldans en sé þriðji var furðu hress. Gylfa sáu þau hvergi. IÍEIMA í BÚSTAÐNUM Heima í bústað Sigurðar var hlúð að mönnunum eftir föng- um. Var svo dregið af þeim pilt- inum, sem sleppt hafði takinu á bátnum, að óttast var um líf hans fram eftir nóttu. En hann hresstist svo og félagar hans, fyrir góða aðhlynningu fjöl- ekyldu Sigurðar Sigurþórssonar, er bar gæfu til þess að bjarga mönnunum úr bráðri lífshættu. t Gylfi heitinn Kristinsson var aðeins tvítugur að aldri. Hann var einkasonur Kristins J. Mark- ússonar, kaupmanns í „Geysi" og konu hans, Emelíu Pétursdóttur, mesti efnismaður. Hann starfaði í verzlun föður síns. í gærdag var fjöldi báta að leita á vatninu, en sú leit hafði ekki borið árangur er síðast voru hafðar fregnir að austan. Ný skpaslervél bælisl í f lugf lofann EINS og kunnugt er hafa Loftleiðir fest kaup á nýrri fjögurra hreyfla skymaster- vél, og hefir félagið þá orðið þrjár millilandaflugvélar til umráða Er starfsemi þess orðin það viðfangsmikil, að því var nauðsynlegt að auka flugvélakost sinn. Eftir því sem blaðið hefir fregnað, kemur hin nýja vél hingað til lands siðdegis í dag, og verður henni áreiðanlega vel fagnað. Æskan horfir vonglöð fram á veginn. Rigning eða sólskin skiptir ekki miklu máli — skapið er ætíí hið sama. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Hæstu vinningar í B-flokki f GÆR var dregið í B-flokki Ríkishappdrættisins. — Hæsti vinningurinn 75 þús. kr. kom á miða nr. 18058. Næst hæsti vinn- ingurinn 40 þús. kr. á miða nr. 123,737. Kr. 15 þús. nr. 6408 og 10 þús. kr. vinningar á nr. 4590, 49460, 149689. Kr. 5 þús. vinning- ar á miða nr. 1726, 5656, 12418, 129289 og 142426. Ungur stúdent drukknat SAUÐÁRKRÓKI, 15. júlí — Sá hörmulegi atburður gerðist við Austari Jökulsá í Skagafirði s. 1. þriðjudagskvöld, að ungur mað- ur, Hólmsteinn Vaidimarsson, I einkabarn hjónanna að Stein- , túni í Lýtingsstaðahreppi, drukkn i aði í ánni, er hann lagði til sunds í henni. I Hólmsteinn var í vegavinnu i við svokallaðan Austurdalsveg I efst í Skagafirði. Var vegavinnu- J flokkurinn skammt innan við j Bústaði, en þar fyrir neðan fell- I ur áin í miklum þrengslum og er straumhörð. Mun Hólmsteinn hafa ætlað að synda þarna yfir ána að lokinni vinnu á þriðju- dagskvöldið, en fataðist sundið og drukknaði. — Lík hans hefir ekki fundizt enn. Hólmsteinn var aðeins tvítug- ur að aldri. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri s. 1. vor. Komið gotl veður fyrir norðan SIGLUFIRÐI, 15. júlí: — Eftir á þriðja sólarhrings brælu og þoku hér fyrir norðan, birti til í kvöld, og sjó var tekið að lægja. Við Grímsey hafa legið um 50 skip og mörg á Siglufirði. Héldu þau á miðin í kvöld. — Guðjón. Vegabréfsárilun óþörf til Tyrkiands MEÐ ERINDUM, dags. 28. júní il9-55, hafa sendiherrar íslands og Tyrklands í París gert sam- komulag um afnám vegabréfs- áritana fyrir borgara annars landsins, sem ferðast vilja til hins, enda sé ekki um launaða atvinnu eða lengri dvöl en þriggja mánaða að ræða. Samkomulagið gekk í gildi hinn 1. júlí 1955. (Frá utanríkisráðuneytinu). Svíarnir unnu Rvík- urúrvalið 4: Hacken vann úrvalslið Reykjavík- ur í gærkveldi með 4:1. Leikar stóðu 2:1 í fyrri liálflrik. Svíarnir bættu svo tveimur mörk um við í síðari hálfleik og unnu réttmætan sigur. Rússneska sýning- in verður seld VERZLUNARFULLTRÚI Rússa hér, Shchelokov, hefur leitað til heildverzlunar Kristjáns Gísla- sonar, um að hún taki að sér að selja allan þann varning, sem verið hefur til sýnis á rússnesku vörusýningunni í Miðbæjarskól- anum og Listamannaskálanum. Hér er um allmargar vöruteg- undir að ræða, ýmiskonar vélar, rennibekkir, bílar og landbún- aðarvélar. Einnig mikið af lækn- ingaáböldum, sem eru talin vera iiUmikils virði, ýmiskonar mæli- íæki, ljósmyndavélar, sýninga- vélar fyrir bíó og rafv^lar. Þá er ailmikið magn af álnavöru, tepp- um og grávaran öll, en þar á meðal er minkapels og aðrir tveir úr Karakúlskinnum, og mikið af krystalvörum og fleira. vær unsar í'alnoro penmgum IFYRRINÓTT komust tvær ungar stúlkur hér í bænum, í kast við lögregluna. — Þær höfðu farið inn í mannlaust herbergi og stolið þar 4.500 krónum. SKRIÐU INN UM GLUGGA Um klukkan 10 í fyrrakvöld var því veitt eftirtekt við hús eitt hér í bænum, að tvær ungar stúlkur komu út úr leigubíl, fóru á bak við húsið og skriðu þar inn um glugga í þvottahúsi. Nokkru síðar komu þær út úr húsinu og hurfu á brott í bílnum. Það kom nokkru síðar í ljós, að stúlkurnar höfðu farið inn í herbergi bílstjóra nokkurs sem leigir herbergi í kjallaranum. — Þar höfðu horfið 4500 krónur. SA BÍLNUMERIÐ Húsráðandinn hafði orðið var við ferðir stúlknanna og mun hafa þótt þær grunsamlegar, því hann skrifaði hjá sér númer leigu bílsins og gat gefið rannsóknar- lögreglunni það upp, er hún var beðin að upplýsa þjófnað þenna. ÞRIGGJA BfLA VARB AÐ LEITA Hófst nú leit um bæinn að bílnum með stúlkunum tveim. Hann varð á vegi lögreglumann- anna um miðnættið. En þá voru stúlkurnar farnar úr honum. — Bílstjórinn vissi ekki hverra er- inda þær höfðu farið í húsið. Það upplýstist að stúlkurnar höfðu farið í annan leigubíl. Hófst nú leit að honum um allan bæinn. Hann fundu lögreglumenn laust fyrir klukkan 1 um nóttina og enn gripu lögreglumennirnir í tómt, því stúlkurnar höfðu farið úr bílnmn fyrir nokkurri stundu, yfir í annan leigubíl og höfðu þær ætlað í honum vestur i Stykkishólm!! Nú var þessum bíl veitt eftir- för út úr bænum og ekið hratf upp, í Hvalf jörð. Er lögreglu- mennirnir komu inn í Hvalfjarð- arbotn, náðu þeir bílnum, með stúlkunum. — Þær höfðu boðið með sér ungum pilti í ökuförina vestur. Var bílnum með þær snúið við til Reykjavíkur. Báðar voru stúlkurnar undir áhrifum áfengis. V 19 OG 16 ÁRA Önnur stúlknanna, sú sem eldrf var, 19 ára, viðurkenndi í gær að hafa stolið peningunum. Hún hafði notað nokkuð af þeim til að greiða með ýmsar lausaskuld- ir, borgað gat hún nokkuð til baka, en fyrir öðru, sem hún hafði eytt af þýfinu, gat húá ekki ger't grein fyrir. VinkonS hennar, sem er 16 ára, virðist standa utan við þetta mál, þann« ig að sú eldri lagði á ráðin og ] framkvæmdi þjófnaðinn. — Hún kvaðst hafa ætlað vestur í Stykk- ishólm til að hitta þar ungan mann! ¦j SKÁKEIYÍGIÐ RETKJAVlK ABGJDEFGB Ulanríkisráðherra farinn á ráðherra- fund DR. KRISTINN Guðmundsson, ut anríkisráðherra, hélt á fimmtu- dagsmorgun af stað áléiðis til Parísar. Mun hann sitja ráðherra- fund Norður-Atlantshafsbanda- lagsins er þar hefst í dag. (Erá utanríkisráðuneytinu) " IJ.I 14! m kMi ¦ ii á, é m m Hi n ? B@1)EFGH S T O K K H ó L M U R 22. De3xDe7 Rc6xDe7 23. Hdl—d8f Kg8—g7 24. HdS—e8 Re7—c6 ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.