Morgunblaðið - 16.07.1955, Síða 8

Morgunblaðið - 16.07.1955, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. júlí 1955 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá VigBJT. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kj-istinsaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðala: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanria- í lausasölu 1 krónu eintakið. 5 UR DACLEGA LIFINU f Hið mikla verkefni framtíðarinnar AÞAÐ var minnst fyrir nokkru hér í blaðinu, að hið mikla verkefni framtíðarinnar í þessu landi væri að tryggja vaxandi fólksfjölda öryggi um afkomu sína og pólitískt og menningar- legt sjálfstæði þjóðarinnar. Er það vissulega tímabært, að gera sér þess sem gleggsta grein, hvernig það verði gert. Reiknað hefur verið út, að ís- ienzka þjóðin muni um næstu aldamót vera orðin yfir 300 þús- und manns, ef fólki fjölgar á næstu áratugum svipað og undan farin ár. Þetta þýðir það, að eftir 45 ár verða íslendingar orðnir um það bil helmingi fleiri en þeir eru í dag. Til þess að tryggja þess um fólksfjölda atvinnu, félags- legt öryggi og góða aðstöðu til þess að lifa menningarlífi þarf margt að gerast, mörgum stór- framkvæmdum að ljúka. Stöðug þróun verður að eiga sér stað. Engin kyrrstöðutímabil mega ganga yfir þjóðina. Uppbygging iandsins verður að halda áfram, án stöðvunar um lengri eða skemmri tíma. Ræktun landsins verður í fyrsta lagi að stóraukast. Stofnun nýrra iðnfyrirtækja í kaupstöðum og sjávarþorpum víðsvegar um land er mjög þýð- ingarmikið atriði. Verður þannig að leggja höfuðáherzlu á sköpun fjölbreyttni í atvinnu- og fram- leiðsluháttum. í aðgerðum hins opinbera og afskiptum af atvinnu- og fjár- málalífi verður sem flest að mið- ast við það, að örfa einstaklings- og félagsframtak til framleiðslu- aukningar. Aukin framleiðsluaf- köst hvers einstaklings hljóta að vera frumskilyrði þess, að vax- andi fólksfjöldi í landinu geti haldið áfram að bæta lífskjör sín og skapa sér öryggi um afkomu sína. Skilningínn á þessu verður umfram allt að glæða. Því mið ur verður það að segjast í fullri hreinskilni, að hann er ekki nægilegur í dag. Fjöldi fólks skellir skollaeyrunum við þeirri staðreynd, að arð- urinn af framleiðslunni er það, sem raunverulega kemur til skiptanna milli þegna þjóð- félagsins. Þess meiri sem þessi arður er þeim mun hærri kröf- ur er hægt að gera til kaup-' gjalds og lífsþæginda. Áframhaldandi ráðstafanir til verndunar íslenzkum fiskimiðum eru einnig lífsnaUðsynlegar til þess að tryggja framtíðarafkomu þjóðarinnar. I skjóli aukinnar friðunar fiski miðanna fyrir rányrkju útlend- inga getum við svo haldið áfram að byggja upp fiskiskipaflota okkar og fiskiðnað. Flug á alþjóða flugleiðum, aukning kaupskipaflotans, og siglingar fyrir aðrar þjóðir geta eihnig orðið þýðingarmiklir liðir í islenzkum þjóðarbúskap. Hagnýting gæða landsins, vatns afls, gróðurmoldar, fiskimiða, jarðefna og málma, ásamt skyn- samlegri notkun vinnuaflsins og jafnvægi í byggð landsins eru undirstöðuatriðin í sambandi við lausn hjnna miklu verkefna fram tíðarinnar Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekizt á hendur forystu í hinu mikla uppbyggingarstarfi. Hann mun halda því áfram og ekki hika við að segja þjóð- inni sannleikann um það á hverjum tíma, hvernig henni beri að haga baráttu sinni til þess að sem mestur árangur og blessunarríkastur verði af henni, fyrir núlifandi og kom- andi kynslóðir. Það er ekki i HITINN hefir verið svo mikill í Englandi og raunar um alla Evrópu — undanfarna daga, að hin heimskunna súkkulaði- verksmiðja, Cadbury, hefir orð- ið að gefa starfsmönnum sinum frí. Mörg hundruð starfsmenn verksmiðjanna hafa fengið frí undanfarna fimm daga, vegna i þess að súkkulaði „massinn" hef- i ir ekki náð að harðna í hitunum. f Skotlandi hefir eftirspurnin eftir gosdrykkjum verið svo mikil, að gosdrykkjaframleiðend ur hafa ekki getað fullnægt eftir- spurninni, þrátt fyrir að unnin hafi verið mikil eftirvinna. • Hið eina sem linað hefir þján- ingar manna vegna hitanna er, að gert hefir annað veifið stórfelld- ar regnskúrir með þrumum og eldingum. Hefir þá orðið svalara um stund. . En skúrirnir og eldingarnar SúLLula&ifa náfai elhi Lar&na í Litun Lttn hafa valdið miklu tjóni, — í Frakklandi fórust í fyrrinótt sex menn af völdum eldinga og upp- skerutjón nemur tugum milljóna franka. —★— ISAMBANDI við ókyrrðina í Argentínu að undanförnu hafa blöð á Norðurlöndum grafið það upp, að Júan Peron, forseti, sé af finnskum ættum, frá Álandseyj- um, Afi Perons í karllegg var toll- heimtumaður í Degerby í Álands- eyjaklasanum. Faðir forsetans gerðist lyfjasveinn og hélt að LiuaLandi áLri^ar: ÞAÐ fólk í Reykjavík, sem ann leikiist hefur fagnað því, að Heimdallur, félag ungra Sjálf- stæðismanna, hefur beitt sér fyrir þeirri nýbreytni að koma hér upp sumarleikhúsi. Hafa leiksýningar þess verið vel sóttar, enda hefur ágætt leikrit verið valið til sýn- ingar. Nokkrir fremstu leikarar höfuðborgarinnar fara þar með hlutverkin. En tvö af dagblöðum bæjarins hafa haft allt á hornum sér í sam- bandi við þessa menningarvið- leitni. Það eru blöð hinna „frjáls- lyndu umbótaflokka", Tíminn og Alþýðublaðið. Bæði þessi blöð finna það upp, að til þessara leik- sýninga sé stofnað til þess að lauma brennivíni ofan í fólk!! Jæja, svo er nú það. Það er „gúrkutíð" hjá þessum vesalings blöðum og bersýnilega lítið til um að skrifa. En hvað skyldi nú vera til í þessari staðhæfingu þeirra? Áfengi er alls ekki veitt í Leik- húsi Heimdallar í Sjálfstæðis- húsinu meðan á leiksýningum stendur. Hinsvegar geta gestir fengið áfengi keypt eftir að sýn- ingu er lokið. Þessi veitingastarf- semi er eingöngu á vegum veit- ingahússins. Leikhús Heimdallar hefur engan hagnað af henni. í Þjóðleikhúsinu geta leikhús- gestir keypt sér vín og oft mat á undan leiksýningum. Þeir geta ennfremur fengið áfengi keypt í hléum og að sýningum loknum. Þar er ennfremur „bar“, sem leik- húsgestum er frjáls aðgangur að. Tíminn og Alþýðublaðið hneykslast ekkert á þessum vín- veitingum Þjóðleikhússins. Það er ekki sambærilegt, segja þessi blöð, að neyta áfengis fyrir eða eftir leiksýningu upp við Hverfisgötu og að gera það niður við Austurvöll. Ef það er gert hjá Rósinkranz þá er það í þágu menningarinnar. Sé það gert í Sjálfstæðishúsinu þá kárnar gam anið!! Það er ekki sambærilegt, er hið gamla kjörorð Framsóknarfor- réttindaklíkunnar. Eftir þessu kjörorði lifir hin roskna mad- dama ár og síð og alla tíð. En hún er fyrtin og tiltektarsöm. Ólundin skín t. d. út úr henni þegar hún sér að Heimdallur aflar sér þakk- lætis og vinsælda fyrir forgöngu sína um sumarleikhús í Reykja- vík. En með þetta verður sú gamla að sitja. „Hinar sögu- frægu þúfur“ og brennivins- veitingar eru hennar stóru „hugsjó"^mál“. Það er hennar einka „sumarleikhús".!! MENN hafa mjög rætt og hugs- að um álftirnar á Tjörninni og samskipti þeirra við endurnar, og einkum andarungana. í þess- um dálkum hefur verið um þetta mál skrifað og mörg bréf hafa borizt. Velvakandi hefur þó að eins birt eitt eða tvö þeirra, og nú ætlar hann að ljúka umræð- unum um álftirnar með eftirfar- andi bréfi frá J. K. — Bréfið verður ekki birt í heild, heldur aðeins glefsur úr því, en við þær má bæta þeirri tillögu bréfritar- ans, að „sett verði net í brúarop- ið, svo að endurnar syndi ekki með ungana sína inn á litlu tjörn ina". — Dreki — og tveir hnoðrar. J. K. skrifar m. a.: ÞÁ kom andamamma með sex nýfædda unga syndandi gegn um brúaraugað milli tjarnanna, og hélt áfram leið sinni inn á syðstu tjörnina án þess að blanda sér í brauðmolaslaginn og sex litlu dúnhnoðrarnir syntu í hnapp á eftir. Þarna fannst álfta- pabba heldur en ekki vera kom- inn köttur í ból bjarnar. Hann teygir fram hálslengjuna og synd ir af stað með þungum skrið og boðaföllum að ungahópnum. Þeir verða hættunnar varir og reyna af veikum mætti að forða sér undan, en árangurslaust. Álfta- steggurinn nær þeim strax, lyftir upp væng sínum og slær honum þungu höggi yfir allan hópinn, sem færist í kaf. Drekinn heldur áfram að berja vatnið, en litlu hnoðrunum skítur upp allt í kringum hann og synda óttaslegn ir burt í allar áttir. En steggur- inn teygir hálsinn og heggur til þeirra og brátt flýtur einn þeirra dáinn á vatninu. Enn er ekki nóg að gert; hann nær til annars ung- ans og sást hvernig hann beit goggnum um höfuð hans og færði hann í kaf. Þegar unginn kom upp aftur var hann úr háls- Iið, en með lífi, og synti óður í krappa hringi með höfuðið hálf snúið aftur. Enn heggur drekinn til hans, bítur í hausinn og færir í kaf. Að þessu sinni hreyfðist hann ekki þegar honum skaut upp. Nú flutu þeir tveir nýfæddir en andvana undan lygnum straumi tiarnarinnar. Öndin, móð tB fjtítnm WSSb> Brvœntingarfullar tilraunir tii að bjarga börnum sínum með því að synda sjálf allt í kring um stegginn og láta hann heldur ráðast á sig en þau, enda tókst þeim sem eftir lifðu að forða sér inn í sefið við hólm- ann, en álftin elti öndina langa leið umhverfis hólmann. Litlu börnin, sem þarna stóðu á bakkanum, fylltust skelfingu að horfa á þessar grimmilegu að- farir álftarinnar, en enginn fékk neitt að gert. Sum hrinu, önnur formæltu grimmdarseggnum og hótuðu að gefa honum aldrei brauð framar. — Drenghnokki sagði: „Hann drepur alltaf litlu ungana, ef hann nær í þá, þessi vargur". Það má rétt vera að álftir leggi sér ekki andarungana til munns, en þær drepa þá miskunnarlaust, um það er ekki að efast lengur. Eins og í gamla daga. \?ELVAKANDA hefur borizt eftirfarandi vísukorn frá Úlfi. Er það ort í orðastað brezkra löndunarbannsmanna. — Það hljóðar svo: Snáfið þið heim með fjárans fiskinn, þið færðuð okkur nóg á diskinn, meðan að æddi styrjöld stríð. í viðskiptum er ég enginn álfur út mörlandi — nú get ég sjálfur. Kúgum til hlýðni kotungs lýð! Þetta minnir okkur á þá gömlu daga, þegar hér „æddi styrjöld „stríð“ — og Jón Ólafsson orti níð um Danskinn. Góður beini. LOKS er hér bréf frá H. B.: — „Kæri Velvakandi! Undanfarin ár hefur það háð mjög ferðafólki á Austurlandi, hve erfitt var um gistingu á Hall- ormsstað. Fjöldi manns vill kom- ast þangað til að sjá gróðurmátt íslenzkrar náttúru og hjóta frið- ar og hvíldar í skóginum við Hallormsstað. Síðastliðin tvö ár hefur ekki verið unnt að veita gestum nokkurn beina þar á staðnum, nema af mjög skornum skammti, þar sem verið var að gera við skólahús húsmæðra- skólans. Nú er þessari viðgerð lokið og skólinn orðinn hið vistlegasta hús. Hann er sem nýr af nálinni og þar er öllu mjög smekklega og skemmtilega fyrir komið. Og þar er nú aftur tekið á móti gestum til lengri eða skemmri dvalar. — Ungfrú Ásdís Sveinsdóttir frá Egilsstöðum, forstöðukona skól- ans, sér um allar veitingar og gerir það með ágætum, svo að gistihúsið á Hallormsstað jafnast á við beztu gistihús landsins. Þeir, sem flýja nú rigninguna hér syðra mættu vel muna Hall- ormsstað, því að nú er gott að dveljast þar. — H. B.“. Merkið, sem klæðir landið. heiman, fór fyrst til Bandaríkj- anna og þaðan til Argentínu. í Argentínu kvæntist hann spænskri konu og þeim hjónum fæddist sonurinn Juan. Nafnið hefir haldist óbreytt í | ættinni og Peronsnafnið er ekki óalgengt í héruðunum umhverfis Ábo og á Álandseyjum. Föður- systur á Peron í Degerby, en eng- in kynni eru þó á milli þessara frændsystkina. —★— ELÍSABET Bretadrottning brá sverði 60 sinnum á tuttugu mínútum í 30 stiga hita síðastlið- inn þriðjudag. Sverðið var næstum jafnlangt drottrtingu sjálfri. Þetta gerðist er drottning var að slá 60 velforþénta borgara í brezka heimsveldinu til riddara. Riddararnir krupu á kné og drottning brá sverðinu fyrst á hægri öxl þeirra og síðan á þá vinstri. • Meðal riddaranna var Robert Ho Tung, 92 ára gamall gráskegg ur frá Hong Kong. Skeggur hafði með sér skósvein, sem veifaði yfir honum stórum suðrænum blævæng í molluhita dagsins. Er riddaraathöfninni var lokið gengu fyrir drottningu 140 virð- ingamenn og tóku á móti ýmsum heiðursmerkjum samveldisins. Þeirra á meðal var hlaupagarpur inn, Roger Bannister. —★— FISKNEYZLA í Bretlandi fer stöðugt minnkandi. Talnasérfræðingar hafa komizt að þeirri niðurstöðu að Bretar borði meir og betur nú heldur en fyrir stríð, þeir fái í sig 3.120 hitaeiningar á dag, samanborið við 3.000 hitaeiningar fyrir stríð. En fiskneyzlan var fyrir stríð 21.8 ensk pund á mann, en er nú ekki nema 18.4 ensk pund á mann. Kjötneyzlan hefir einnig minnk- að, var 110 ensk pund fyrir stríð, en er nú 103.8 ensk pund (í stríð- inu, árið 1942, var hún 84.6 ensk pund). Önnur merkileg breyting hefir gerzt með Bretanum. í staðinn. fyrir hið fræga enska ,roast beef‘, er hann farinn að kjósa svína- kjöt á sunnudagsborðið. Og gul- rætur — neyzlan á þeim hefir aukizt stórlega, og kartöfluneyzl- I an nemur nú 221 pundi á mann eða 40 enskum pundum meir held ur en fyrir stríð. Einnig er Bret- inn trúr sjálfum sér um te- i neyzluna, hún hefir aukizt um hálft pund frá því fyrir stríð og nemur nú 9.5 ensku pundi á mann. j Smjörneyzlan hefir minnkað um 10 ensk pund og er komin niður í 14.2 ensk pund, en neyzl- an á smjörlíki hefir aukizt að sama skapi og er komin upp i 18.4 ensk pund. —★— Einnig í Bandaríkjunum er hugsað vel fyrir þörfum líkam- ans. Dæmi: 5000 sundlaugar við einkahíbýli manna eru í smíðum þar í ár. —★— HAMBORG er óðum að verða ein mesta verzlunarborg heims. Til marks um hina miklu tækni þar við afgreiðslu skipa er frá því skýrt, að skipað hafi verið um borð í þýzka vél- skipið Gustav Pistor (5.822 smá- lestir) 684 Volkswagen-bifreið- um, þ. á. m. 60 bússum, sem fara áttu til Bandaríkjanna og að útskipun hafi tekið aðeins 28% klukkustund. — Þetta er stærsti bílfarmurinn, sem nokkru sinni hefir verið fluttur með þýzku skipi og hleðsluafköstin eru stórfelld — 24 bilar á klst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.