Morgunblaðið - 16.07.1955, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 16.07.1955, Qupperneq 9
Laugardagur 16. júlí 1955 MORGUTSBLAÐIÐ 9 Genfarráðsteínan verður haldin í^þessu húsi, Þjóðabandalagshöllinni gömlu. Þeir Siiftast í Genf VERKASKIPTING VESTURVELDANNA Alþýða Þýzkalands er raunsæ og vill ekki fóma of miklu fyrir sameiningu landsins. Hún bíður Eden: „Það er rétt, að við skulum vera vel á verði. En ekki er ástæðu laust að ætla, að árangur verði af Genfarráðstefnunni". Faure — Mun einkum ræða um ör- yggismál Evrópu. v A ÐALRITSTJÓRI erlendra A frétta við Newsweek, Harry R. Kern, er nýkominn úr ferðalagi um Bretland, .Frakk- land og Þýzkaland og skýrir frá afstöðu leiðtoga þessara landa [ til Genfarráðstefnunnar. Hann segir m. a.: Brezkur ráðherra hefir nýlega' komist svo að orði: „Þið skuluð okki búast við of miklu á Genf- arráðstefnunni". Þessi reyndi stjórnmálamaður, sem hefir að baki sér mikla reynslu í samn- ingum við Rússa, túlkar áreið- anlega skoðanir flestra vest- rænna stjórnmálamanna. Leið- togar Vesturveldanna fara til Genfar með sama hugarfari og Adenauer til Moskvu í haust: lausir við allar blekkingar og ekki of bjartsýnir. — Þeir eru þeirrar skoðunar, að litlar breyt- íngar hafi orðið á stefnu Rússa; að friðarsókn og breytt afstaða Rússa stafi af miklum erfiðleik- um, sem þeir eigi nú við að etja. þess nú með óþreyju hvernig Adenauer reiðir af í Moskvu í haust. — Skuggi hans mun hvíla yfir Genfarráðstefnunni, sjálfur hyggst hann, á meðan á ráð- stefnunni stendur, búa í Múrr- en, sem er 80 km. frá Cenf. Bret- ar hafa lýst því yfir, væntanlega fyrir hönd allra Vesturveldanna, að þeir muni ekki íallast á, að Þýzkaland verði hlutlaust og varnarlaust í framtíðinni. Sam- kvæmt þrí’. elda-samningi Vest- urveldc'nna munu þeir hefja um- ræður um Þýzkalandsmálin í Genf, Bandaríkjamenn um af- vopnunarmálin, Frakkar einkum um Öryggi Evrópu. Bandaríkja- menr> eru staðráðnir i að koma í veg fyrir allar tilraunir Rússa Framh. á bls. 1J HVERNIG GETUR ÞA» GERZT? Þótt svo virðist sem Evrópu- menn taki lífinu rólega og Iíti vonglaðir til Genfar, má full- yrða, að í engu landi sé rósemi bugans í eins góðu lagi og í Vest- ulr-Þýzkalandi. Þó ættu Þjóð- verjar kannski sízt af öllum mönnum að vera í fullu jafn- vægi um þessar mundir, því að eitt helzta vandamál Genfarráð- stefnunnar verður framtíð Þýzka lands. En Þjóðverjar geta bara ekki séð á þessu stigi máls- ins, hvernig Vesturveldin setla að sameina allt Þýzkal. undir eina stjórn, svo að Rúss- ar verði ánægðir og leggi bless un sína á það. Þá yrðu að fara fram frjálsar kosningar í land- 1 inu og sérfræðingar eru þess fullvissir, að flokkur Adcnau- ers mundi leggja undir sig allt Austur-Þýzkaland á auga- bragði. Bulganin: „Aðaltakmark ráðstefn- unnar ætti að vera að draga úr kalda stríðinu. Við munum reyna eftir megni að ná þessu takmarki." Eisenhower: „Við ætlum að skýra málstað okkar með góðu hugar- fari og látum enga hleypidóma koma í veg fyrir samkomulag". Edward Chrankshaw: Þeir skríða úr bjarnarhíðinu AÐ er skoðun mín, að Rússar líti ekki á Genfarráðstefmma sem endi, heldur upphaf. Ég held líka, að vænlegasta leiðin til að skilja áform Rússa sé sú, að líta í eigin barm. Fullvíst má telja, að leiðtogar Sovétríkjanna vita ekki frekar, hvað gerist í Genf en leið- togar Vesturveldanna. Á ráðstefn- ■■unni mætast tveir andstæðir aðil- ar, tortryggnir og óvinveittir hvor öðrum, sem munu leitast við að endurskoða utanríkisstefnu sína, áður en það er orðið um seinan. ★ Rússar eru ákaflepa viðkvæmir fyrir því, að menn líti svo á, að þeir séu hinir veiku. Dulles hafði orð á því fyrir skömmu, en ekki stóð á svari Krusjeffs, eins og menn muna. Þegar Dulles gat þess, að ekki væri annað að sjá en Rússar hefðu misst áhugann á sameiningu Þýzkalands, rak Kreml upp reiðiöskur og mótmælti þeirri staðhæfingu. RÚSSAR VEIKIR Fullyrðingar Dullesar eiga við nokkur rök að slyðjasl, þ.e.a.s. Rússar eru nú ofveikir til þcss að halda áfrain stefnu Stalíns — kalda stríðinu —, sem hefir lagzt eins og mara á fjárhag ríkisins. MERKILEG ÁÆTLUN EDENS Alit bendir til þess, að Rússar vilji heldur leggja Þýzkalandsmál ið í salt um nokkurt skeið, heldur en að ganga að kröfum Vestur- veldanna um sameiningu þess og láta fara fram frjálsar kosningar í öllu landinu. Þeir vilja fremur viðurkenna vestur-þýzku stjórnina og ræða um afvopnun í Vestur- og Austur-Þýzkalandi. — Eden hyggst koma til móts við Rússa með áætlan þeirri, sem hann vinn- Ur nú að. Aðalatriði hennar er, að Þýzkaland verði sameinað í eitt ríki, en austurhluti þess verði hlutlaus. Á móti vill Eden, að Framh. á bls, 11 1Vttargi ber á góma ENGIN föst áætlun hefur verið gerð fyrir fundarhöldin í Genf, sem nú standa fyrir dyrum, en engu að síður munu allir aðilar koma til ráðstefnunnar með ákveðin mark- mið í huga — og liggur nú nokkurn veginn í augum uppi, hvaða höfuðmál koma til umræðu. MARKMIÐ VESTURVELDANNA Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni, að friði í heiminum stafi mest hætta af algjörum yfirráðum Ráðstjórnarinnar yfir leppríkjum sínum í A-Evrópu — eitt aðalmarkmið Bandaríkjanna í Genf verður því að reyna að draga úr þessari hættu, þ. e. losa um járntök rússneska kommúnistaflokksins á stjórnum leppríkjanna. Með aðstoð Bretlands og Frakklands munu Bandaríkin vinna að því að koma eftirfarandi höfuðatriðum í fram- kvæmd: + Binda endi á heimsveldisstefnu kommúnista og stöð- ugar tilraunir þeirra til að ná með skefjalausum áróðri yfir- tökunum í lýðræðislöndum. Á Frjálsar kosningar í Þýzkalandi og friðsamleg sam- eining þess — og sameinað Þýzkaland skipi sér undir merki vestrænna lýðræðisþjóða. + Koma á stofn öryggisbandalagi í Evrópu og banna framleiðslu kjarnorkuvopna. if Sjálfstæði til handa leppríkjunum á áhrifasvæði Ráð- stjórnarinnar. MARKMIÐ RÁÐSTJÓRNARINNAR Markmið Ráðstjórnarinnar er að fá nokkurn gálgafrest í vígbúnaðarkapphlaupinu, gera Þýzkaland að hlutlausu og vopnlausu ríki. koma Atlantshafsbandalaginu fyrir kattar- nef, bola Bandaríkjunum með öllu burt af meginlandi Ev- rópu og vinna sér orðstír sem forvígismenn í baráttunni fyrir friði í heiminum. í Genf mun Ráðstjórnin því kapp- kosta að fá framgengt: ir Alþjóða ráðstefnu um afvopnunarmálin — og Ráð- stjórnin mun þar — ef að líkum lætur — reka mikinn áróður fyrir banni við framleiðslu kjarnorkuvopna, en ekki leysa málin með þeim raunhæfa hætti, er Vesturveldin hafa sett á oddinn, þ. e. að fyrst og fremst verði komið á fót öruggu eftirliti með afvopnun þjóða. ic Að öll ríki A- og V-Evrópu geri með sér gagnkvæmt öryggisbandalag, er komi í stað A-bandalagsins, bandarískar hersveitir verði fluttar frá Evrópu — svo að Bandaríkin hafi þá allt í hendi sér. Stórveldin geri með sér þá samþykkt, að allt erlent herlið verði flutt frá Þýzkalandi. if Haldin verði alþjóða efnahagsráðstefna og Vestur- veldin afnemi þau höft, er verið hafa á flutningi hernaðar- lega mikilvægra framleiðsluvara til kommúniskra ríkja. if Ráðstefna verði haldin um Formósumálin — er kín- verska kommúnistastjórnin eigi fullan yfirráðarétt yfir — og gerð verði samþykkt um aðild Rauða Kína að S.Þ. if Stórveldin gefi út sameiginlega yfirlýsingu, að „status quo“ í stjórnarháttum leppríkjanna sé viðunandi. GANGUR MÁLANNA f upphafi ráðstefnunnar munu „topparnir" hver um sig og frá sínu sjónarmiði skýra þær orsakir, er liggja að baki „kalda stríðinu". Síðan verður tekið til starfa í nefndum — um Þýzkalandsmálin, öryggi Evrópu, afvopnunarmál, verzl- unarmál og sennilega Austurlönd fjær (þó að Bandaríkin séu andvíg þvi). í Þýzkalandsmálunum — nefndin verður sennilega skipuð utanríkisráðherrunum fjórum og fulltrúum Þjóðverja — er ólíklegt, að Dulles fallist á tillögu Molotovs um vopnlaust og hlutlaust Þýzkaland, né heldur munu þeir vilja fall- ast á tillögu Churchills um nýjan Locarno-sáttmála. — Bandaríkjastjórn heldur því fram, að yfirlýst hollusta Vest- urveldanna við stofnskrá SÞ, sé nægileg trygging þess, að vestrænar þjóðir reyni ekki að frelsa leppríkin með vopna- valdi. Vesturveldunum er ljóst, að Ráðstjórnarríkin óttast vold- ugt Þýzkaland — eins og svo oft áður í sögunni — og eru Bandaríkin því fús til að fallast á, að A-Þýzkaland verði vopnlaust svæði innan sameinaðs Þýzkalands. Bretar og Bandaríkjamenn eru fylgjandi þeirri tillögu Edens, að dreg- ið sé úr ótta Rússa með því, að fullt jafnvægi verði milli vopnabirgða V- og A-Evrópulanda — báðir aðilar geti því verið óttalausir — nægilega öflugir til að verja sig, en ekki nógu öflugir til að hefja árásarstríð. HÖFUÐMÁL Aðalumræðuefni ráðstefnunnar verður vafalaust alþjóða afvopnun — og er það táknrænt fyrir þrá alls mannkyns eftir friði. Það er athyglisvert, að á undirbúningsfundum ráðstefnunnar hefur fulltrúum Bandaríkjanna undanfarið orðið tíðræddara um „takmörkun vígbúnaðar“ en afvopn- un. Afstaða Bandaríkjanna er -sú, að algjör afvopnun sé ekki framkvæmanleg eins og sakir standa, en mögulegt sé að takmarka kjarnorkuvígbúnað svo, að engin þjóð hafi tök á að gera skyndiárás með kjarnorkuvopnum. Af þeirri afstöðu, sem Rúðstjórnin tekur til afvopnunar- málanna, má ráða, hversu mikil alvara liggur að baki hinni nýju friðarsókn Rússa. Vesturveldin vilja reyna, hvort framkvæmd Ráðstjórnarinnar verður söm og loforð þeirra. Þau hvorki treysta eða vantreysta ráðamönnum í Kreml — en hyggjast ekki taka viljann fyrir verkið. --------- i .............. ................. ....................................... 11 »" 1 ~—rrrrr-—ju"* !' 1 1 1111 ■ a~ ■ ■■ 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.