Morgunblaðið - 17.07.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.07.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 17. júlí 1955 MORGVNBLAÐIÐ 7 Með byggingu spilavítisins hófst „gull Carlo i jyj Stjórnarkreppa og fjárhagsvancfræði hrjá Rainier m sem fær önnur og erfiðari viðfangsefni en veióiferðir og fagrar konur HEIMSÓKN í spilavítið í Monte Carlo er líkleg til að valda mönnum vonbrigðum. Flestir gera sér í hugarlund, að æstar raddir hljómi um salina og jafn- vel skammbyssuskot kveði við, er spilamennirnir, sem hafa tap- að aleigu sinni, fullir örvænting- ar fi'emja sjálfsmorð. Því fer fjarri. í sölunum heyr- ist aðeins lágur kliður — gest- imir tala yfirleitt í hálfum hljóð- um — en yfir hann gnæfa róleg- ar, tilbreytingarlausar raddir stjórnendanna við spilaborðin: Messieurs, faites les jeux (Herr- ar mínir, spilið)! Og spilamenn- irnir leggja marglitar töflur, sem jafngilda vissum peningaupp- hæðum, á númer eða reiti. Stjórn andinn þeytir kúlunni af stað i „roulettunni", og hún hafnar í númeri hins heppna. * V ♦ * Salir spilavítisins eru skraut- lýstir, og veggirnir skreyttir fögrum, dýrmætum málverkum. Hingað streyma menn frá öllum löndum heims, milljónamæring- ar, fátækir skrifstofumenn, for- vitnir blaðamenn, ævintýramenn og aðalsmenn, sem ekkert eiga nema titilinn, til að freista gæf- unnar við spilaborðið. En það er oftar tapað en unnið í spilavít- inu í Monte Carlo. AUt fer fram með kyrrð og spekt, og er stjórnað af sömu reglusemi og ákveðni og umferð- inni á götunum, enda er lög- regluliðið í Monacco bæði fjöl- mennt og vel þjálfað. — Ferða- mannastraumurinn til Monte Carlo er gífurlegur, og Monacco- búar hafa ásett sér, að hver ferðamaður geti fundið þar það, sem hjarta hans girnist: Náttúru fegurð, tilbreytingu fjölbreytts íþrótta- og skemmtanalífs, eftir- væntingu fjárhættuspilsins — og ekki sízt friðsæld. A V ♦ * Á aðaltorginu fyrir ofan spila- vítið standa þessi orð: Ni vitesse, ni bruit (Hraði og hávaði bann- aður). Ekki er þó hægt að neita því, að í þessum orðum felst nokkur skinhelgi. Þó að æstar raddir glymji ekki um spilasal- ina, spegiast engu að síður æstar tilfinningar í andlitum manna þeirra og kvenna, er sitja við borðin, og stirðnuð örv.ænting sést í svip margra, er yfirgefa salina —. hafi þeir ekki tapað aleigunni, kunna þeir að hafa tapað fargjaldinu heim. Og sagan segir, að sérstakir menn á vegum spilavítisins hafi þann starfa að vera á hnotskóg í trjágarðinum kringum spiia- vítið eftir mönnum, er tapað hafa öllu í fjárhættuspilinu — og fái þeir greiddan farareyri heim á kostnað spilavítisins. A V ♦ * Það er algengt að sjá menn sitja og reikna í óða önn við borðin. Og til hvers? yrði ein- hverjum á að spyrja. Þeir trúa því, að komist þeir að því rétta kerfi, er fylgja beri í spila- mennskunni, séu þeir „lukkunn- ar pamfílar1* upp frá því. Fjöl- margir er þykiast hafa uppgötv- að leyndarmál „roulettunnar" lifa af því að vera ráðgjafar órevndra spilamanna. Hiátrú — ef svo mætti segja — annarra spilamanna er mun ein- faldaiú, þeir spila á sina happa- tölu — ef hún bregzt má alltaf grípa til aldurs sonar sms, dóttur eða eiginkonu, númersins á gisti- húsherberginu, mánaðardagsins o. s. frv. A V ♦ # Það var Karl IIT., langafi nú- verandi fui'sta. Rainiers III., sem átti hugmyndina að spilavítinu, sem fvrst tók til starfa áríð 18^6. en Monacco-búa1' hafa sjálfir kallað það ár „fmðingarár Monte Carlo“. Spilavitið var í miklu húsnæðishraki fvrstu túx árin oe yfirleitt halli á i'ekstri þess, en þá skarst í leikinn franskur og snjall kaupsvslumaður, og m. a fyrir hans duenað og atorku var reist bveeing sú, sem spilavítið er enn til húsa í. Henni var lokið í maí 1865, en á árunum 1878—79 vann Charles Garnier, húsameist- arinn, sem gerði uppdrátt að Óperunni í París, að bví að lag- færa og brevta bvggingunni. Bvgging spilavífisins var upp- hafið að „gullöld“ í Monacco. Sagt er, að borgararnir þurfi enga skatta að greiða, enda er ekki auðhlauoið að því að fá r'kisborgararétt f Monte Carlo — til þess þurfa menn að vera bæði vel efnaðir og hafa flekklaust mannorð í hvivetna. En borgur- uaum er líka bannað að spila i spilavítinu. ♦ V ♦ * í lok 19. aldarinnar lét þekkt- ur franskur rithöfundur svo um- mælt, að tveir þjóðhöfðingjar í heiminum væru öfundsverðir, j'ússneski czarinn, þar sem hann væri einræðisherra yfir 120 milljónum manna, og furstinn í Monte Carlo, af því að hann gæti ávarpað alla sína þegna með nafni — í Monacco búa um 20 þús. manns, af þeim teljast tæp- lega 3 þús. hreinir Monacco- búar. Nú er rússneska keisaradæmið liðið undir lok, og teljast má vafamál, að furstinn í Monaeco sé sérstaklega öfundsverður eins og sakir standa. Þetta smáriki stend- ur nú í fyrsta skipti í fjöldamörg ár augliti til auglitis við stjórn- arkreppu, sem er þó í sjálfu sér ekki sérstaklega alvarlegs eðlis, en'á rætur sínar að rekja til Éf - i gÆ‘ M Wjt % m ■ ;'y . . .-. tJtsýn ylir Monacco. Kleiíaiioxðmn, sem skagar fram iengst til hægri, ber nalnið Monacco og er höfuðborg ríkisins. Ofan til á höfðanum stendur furstahöliin, en framan til á liöfðanum við þverhnípt bjargið stendur sjávardýrasafnið. Höfði þessi var fyrr á öldum kallaður Herkúlesar-kletturinn, og þótti eitt bezta virkiS við Miðjarðarhaf, enda börðust margir þjóðflokkar um hann fyrr á öldum. Svæðið við höfnina og upp frá henni kallast La Conda- mine. Síðan tekur Monte Carlo við. Fremst á nesinu, sem skagar fram úr þeim borgarhluta, stendur spilavitið á svokölluðum Hella- höfða. Við sjóinn fyrir framan spilavítið eru miklar hellamyndanir. Miklar þjóðsögur hafa myndazt um þessa hella um sundmenn, sem sogðuðust þar niður i djúpið, og óheppna spilamenn, sem leit- uðu þar dauða síns. Itainier ILL — í kröggum. stórkostlegra efnahagsvandræða, er geta orðið til þess að kippa fótunum undan tilveru fursta- dæmisins — sem tekizt hefur að halda sjálfstæði sínu óskertu síð- an í lok 13. aldar — þrátt fyrir styrjaldir og byltingar. * FUBSTINN VEEBUB AÐ KVÆNAST VEGNA FEAMTÍDAE EÍKISINS Furstinn af Monacco — sem hefur að auki titla, er fyllt geta nokkrar blaðsíður — er 32 ára, og raunverulega er þekktasti titill hans „eftirsóttasti pipar- sveinn Evrópu". Monacco-búar hafa þó nokkrar áhyggjur af því, si þessi tátill fylgir furstanum evijangt. Ástæðan er sú, að cvænist furstinn ekki og eignist irfingja, verður Monacco franskt /erndarriki, og jafnframt ofur- xelt franskri skattheimtu. Rainier III. hefur fram að xessu dýrkað sín áhugamál, sem :ru fagrar konur og veiðiferðir .il Afríku, en á veiðiferðum sín- xm hefur hann orðið sér úti um jölmargar dýrategundir í dýra- 'arðinn í Monte Carlo og fiska- egundir í sjávardýrasafn furst- ans, sem er eitt hið frægasta í heiminum og Albert I., afj fuxst- ans, lét reisa. * GJALDÞEOT ADALBANKANS En furstinn hefur nú fengið önnur og erfiðari viðfangsefni. í byrjun júni varð ekki annað séð en að aðalbanki ríkisins, „Banki dýrmætra málma“, yx-ði gjaldþrota. Bankinn hafði lagt mikið fé í íyrirtækið „Images et Son“, sem rekur sjónvarpsstöð- ina í Monte Carlo. Skömmu eftir að bankinn hafði fest svo mikið Spiiavítið í Monte Carlo. fé i fyrirtækinu féllu hlutabréf þess stórkostlega, og allir við- skiptavinir bankans tóku í óða önn að bjai'ga fé sínu þaðan. Furstinn tilkynnti þegar í stað, að hann hefði látið leggja 250 milljónir franka við sjóð bank- ans, til að hann gæti haldið áíram starfsemi sinni. En Þjóð- arráðið, sem er stjórn ríkisins, heimtaði nákvæma rannsókn á, hví svo mikið fé hefði verið fest í sjónvarpsstöðinni. Rannsókn þessari lauk með því, að nokkrir af nánustu vinum og ráðgjöfum furstans, m. a. fjármálaráðherr- ann og sjálfur aðalforstjóri spila- vítisins, Raoul Izer, urðu að víkja úr stöðum sínum. Bankastjórinn, Constantine Liambey, var nýlega handíekinn í sambandi við gjaldþrotið. Gera vai'ð sérstakar „diplomatiskar“ ráðstafanir til að láta handtaka hann, þar sein hann er búsettur á landamærum Frakklands og Monacco, og segja má, að lög hvorugs landsins nái yfir hann. * BYLTING — EN GEGN HVEKJUM? En furstinn lét ekki þar við sitja, heldur vísaði hann öllum stjórnarmeðlimum úr embætti og öllum starfsrnöxinum við hirð- ina til að íryggja algjört hlut- leysi í frekari rannsókn. Ýmsar sögur eru á lofti um, að raunverulega hafi átt sér stað bylting í Monacco — en gegn hverjum? Það, sem virðist liggja að baki þessari ókyrrð, er sá vilji Þjóðarráðsins að draga úr áhrif- um furstans og vina hans á mál- efni ríkisins. Furstinn hefur nú gert að fjármálaráðherra hinn aldna og virta Charles Bellando de Castro, sem er af einni elztu og áhrifamestu ættinni í Mon- acco. Fjölmargir franskir, ítalsk- ir og svissneskir bankamenn hafa nú verið kvaddir til Mon- acco til að leggja á ráðin um endurreisn bankans. * HVAR KEMUR ONASSIS TIL SÖGUNNAR? Mikið er um það talað í Mon- acco nú, hvort einhver fótur sé fyrir þeim sögusögnum, að ríkið sé í alvarlegum fjáxkröggum, þar sem spilavítið beri sig ekki eins vel og undanfarið. Veitingamað- ur í Monacco tjáði mér nýlega, að sögusagnir um, að Onassis héldi nú taumunum í hendi sér að tjaldabaki yllu talsverðum óróa meðal íbúanna. Þessi leyndardómsfulli olíu- kóngur og skipaeigandi, Aristo- teles Onassis, hefur um alllangt skeið haft aðalbækistöðvar sínar í Monacco. Fyrir um það bil ári voru uppi miklar ráðagerðir um að stækka og auka höfnina í Monte Carlo, lagfæra og breyta öllu fyrirkomulagi á spilavítinu, byggja flugvöll o. fl. Sagt er, að Onassis hafi átt frumkvæðið að þessum ráðagerðum. Hann er líka einn aðalhluthafinn í „Société des Bains de Mer“, sem rekur spilavítið, og einnig í öllum helztu gistihúsum á staðnum. Það vakti athygli, að Onassis kom skyndilega til Parísar i byrjun þessa mánaðar, en hann xxeitar því, að hann sé á leið til s,í>' Monacco til að hlaupa undir bagga í bankagjaldþrotinu og stjórnarkreppunni. „Ef furstimx Leitar til mín, er ég reiðubúinn,‘" sagði Onassis. A V ♦ * Bein orsök bankagjaldþrotsins virðist vera barátta fjársterkra fyrirtækja um yfirráðin yfir siónvarps- og útvarpsstöðvun um, sem eru rétt utan við landa- mæri Frakklands — og sjónvarps. stöðin í Monacco er ein af þeim. Óbein orsok kynni að vera bar- áttan milli Onassis annars vegar og Monacco-stjórnar og hinna gömlu, áhrifamiklu ætta í Mon- aeco hins vegar. F.n ekki vii'ðist vera alveg ljóst, hvorum furstinn fylgir að málum. Þessir tveir aðilar hafa fram að þessu átzt við á bak við tjöld- in. — Þessi harðskeytta viður- eign hefur látið lítið yfir sér eina og æstar tilfinningar við spila- borðin eru bældar niður, en þó er ekki að vita nema ineiri órói ríki nú innan furstahallarinnar en í bi'jóstum þeirra, sem í spila- vítinu sitja. Innan veggja hall- arinnar er teflt um fjármál rík- isins — og ef til vill Iramtíð „eftirsóttasta piparsveinsins t Evrópu.“ G. St. SNOWC — ’ UlttHWIN "' SNHWCEM Hentugt til notkunar á: 9 9 O 9 9 Mjólkurbú Sveitabýli Bakurí Frystihús Kjallara Kjallarageymslur V éla verkstæði ÞvotlaUús Súrbeysgryf jur Skóla Snyrt iherbergi Munið eftir Snowcreuj Hagsýnir nota Snowcrem. H. Etcnediktsson & Co. h.f. Hafnarhvoll. Sími 1228.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.