Morgunblaðið - 17.07.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.07.1955, Blaðsíða 11
r Sunnudagur 17. júlí 1955 MORGUTSBLAÐIÐ 11 Lokkskói ern í tízku núnu Sérstakur TANA lakkskóáburður TANA rúskinnáburður TiVNA áburður fyrir hvíta striga- og leðurskó fæst í næstu búð Verður er verkamaðurinn launa sinna. Vínræktarbóndi í Beaune bragðar framleiðslu sína í klausturkjallaranum. Ur daglega lífinu Innheimtumaður óskast til iðnaðarfyrirtækis. — Æskilegt að umsækj- andi hefði bíl, sem greitt yrði fyrir afnot af eftir sam- komulagi. — Umsóknir með uppl. sendist Mbl. mérkt: „Innheimta — 36“, fyrir miðvikudagskvöld. Framh. af bls. 8 geymt því betur bragðast það — eins og kunnugt er, þykir öllum mikið til þess koma að geta gætt vinum sínum á nokkurra áratuga f gömlu víni. Beztu vínverzlanirn- | ar hafa því sína eigin vínkjallara ] og geyma vínið þar svo áratugum skiptir. t Fróðir menn segja, að það sé ' ekki vinberjategundin, sem tryggi gæði vínsins heldur jarð- vegurinn, sem vínviðurinn vex upp úr — og ekki sízt veðurfarið. í sólríku árferði verða gæði upp- skerunnar mest — og þykja ár- angarnir frá 1946—48 og einnig frá 1935 hið mesta hnossgæti. ★ ★ ★ HVER FRAMLEIÐANDI notar sína sérstöku aðferð við vínfram- leiðsluna, en í aðalatriðum fer hún svo fram: Vínþrúgurnar eru hakkaðar, síðan er safanum þrýst úr þeim í stóreflis vínpressum, fyrr á timum tróðu menn þær sundur með fótunum í stórum keröldum. Eftir ýmsar tilfæring- ar er safanum hellt í stór föt og hann látinn gerjast í sex vikur. Að því loknu er víninu hellt í trétunnur — og síðan geymt á flöskum, helzt svo árum skiptir. Sagan segir, að víða í Frakk- landi troði menn vínþrúgurnar enn sundur með fótunum — flestir þvoi sér samt um fæturn- ar, áður en þeir taki til starfa — en það fylgir sögunni, að vínið sé hvað bezt, ef þeir þvo sér ekki um fæturnar, áður en þeir stiga upp í keröldin. G. St. Léleg sprelta í Borg- arffrði eystrl BORGARFIRÐI eystri, 28. júní: —^Um 20. maí lauk vorharðind- unum hér cg var hver dagurinn öðrum betri og blíðari í fullan hálfan mánuð, en þá kólnaði í veðri og síðan hafa ekki verið veruleg hlýindi nema dag og dag. Á tímabilinu frá 20 maí til 20. júní kom aldrei dropi úr lofti. Háðu þessir stöðugu þurrkar svo allri sprettu að til stórvandræða horfði. Tún voru viðasthvar stór skemmd af kali og þoldu því iila þurrkana. Siðustu viku hafa kcm ið smá skúrir og hefur það verið til mikilla bóta þó seint sé^ Hafa túnin lagazt mikið þessa dagana þó enn sé langt þar til þau verði sláandi. Spretta á útjörð er einn- ig mjög á eftir tímanum. Sauðburður gekk allsstaðar vcl og víða með ágætum, enda var veðráttan hagstæð allan sauð- burðinn að því undanskildu að fyrstu ærnar báru víða í húsi áð- ur en batnaði. I Veiði hefur verið sáralítil til I þessa og enginn teljandi afii kom- 1 inn á land enn. Venjulega hafa . bátar þeir, sem róið hafa, varla I orðið fisks varir, en aðeins komið , fyrir að einn og einn bátur hefur j hitt í góðan fisk. í þessum mánuði lét kaupfé- lagið hér hefja byggingu fiski- mjölsverksmiðju til að vinna úr þeim fiskúrgangi, sem hér feliur til. Er verksmiðjuhúsið um það bil að verða fokhellt, en ekki er farið að ganga frá vélum enn. Guðni Jósep Bjcrnsson j Háckera sigraði Reykja- víkurúrvalið með 4:1 Snyrtimenni vilja helst BRYLCREEM Hvílíkur munur á hári sem er liflegt, með fallegum gljáa, og þvi hárl, sem er klesst niður með mikilli feiti eða olíu. Gætið þess «ð hár yðar sé snyrtilegt og vel greitt meö Brylcreem hinu fullkomna hárkremi. Með Brylcreem greiðist hárið vel, án of mikiUar feiti, vegna þess að i Brylcreem er fitu-efnið i uppleystu ástandi. Með Brylcreem fer hár- Ið vel og gljáir daglangt. Nuddið Brylcreem vel inn i hársvörðinn, það styrkir hann, minnkar flösu og gerir þurt hár líflegt og mjúkt. Notið ávallt Brylcreem og hár yðar verður gljáandi, mjúkt og fallegt. Hid fullkoznna hárkrem FLESTIR munu hafa búizt við því, að okkar ágæta Reykja- víkurúrval, sem sigraði Danina svo hressilega á dogunum, myndi í þessum leik slá í gegn og ganga með mikinn sigur af hólmi yfir þessu ,,klúbbliði“ frá Gautaborg, sem nú í vor varrn sig upp úr þriðju deild Sænsku knattspyrnu- keppninnar. En sú von brást gjörsamlega. Reykjavíkurliðið náði aldrei verulegum tökum á leiknum og lék mjög tilviljunar- kennda knattspyrnu. Leikur framlínunnar var í molum og framverðirnir þungir og seinir. Svíarnir létu aftur á móti ekki aftra sér frá því að leika stutt saman og voru mun fljótari á knöttinn allan leikinn. Eftir um 11 mínútur af leik leiða þeir með 2:0. Mörkin, skoruð af Simonson og Fargerman. Á 32. mínútu fá Reykvíkingar óbeina aukaspyrnu innan vítateigs á Svíana og uppúr henni skorar Gunnar Guðmannsson eina mark Reykjavíkurliðsins. Völlurinn var mjög blautur og knötturinn því þungur og erfið- ur viðureignar. Þegar aðstæðurnar eru svona er ekki nema um eitt að ræða, leika stutt og nákvæmt. Það gátu Svíarnir, en okkar menn ekki Knattspyrnan okkar er enn svo stórkarlaleg, að við verðum endilega að leika í logni, þurrki og blíðviðri til þess að ná einhverjum árangri. Svíarnir voru nettir og liprir, voru næm- ir fyrir þunga knattarins og háði það því samleik þeirra ekki svo mikið þó blautt væri um. T n var þessi leikur þeirra einna síztur, þrátt fyrir litla mót- spyrnu. Þeir eru ekki hraðir í leik sínum, en seinni voru okk- i ar menn, en ef þeir hefðu fengið hraða og fljóta menn á móti sér, I hefðu úrslitin alveg snúizt við. j Á 10 mínútu síðari hálfleiks skoraði Fagerman þriðja mark Svíanna eftir mistök í vörn Reykjavíkurliðsins og á 40 mín. bætir sami maður fjórða mark- inu við með skalla eftir auka- spyrnu frá hægri. Það þykir án efa saga til næsta bæjar, að , annarar deildar" liði skuli takast að sigra úrvalslið 60.000 manna borgar og sýnir það okkur gleggst, að einhverju er ábótavant. Samt sem áður telja þeir í fararstjórn Hacken þennan sigur ekki sinn stærsta á knattspyrnuvellinum, heldur setja sem númer eitt sigur liðs- ins yfir „þriðju deildar" liðinú Oddevoll, sem tryggði liðinu sæti í annari deild næsta leik- tímabil. Margir voru þeir, sem spáðu okkar mönnum sigri í öllum við- ureignum við þetta sænska lið, en nú þegar heimsókn þeirra er lokið með þeim árangri, að þeir hafa sigrað í þrem leikjum og aðeins tapað einum, gefur það okkur nokkuð umhugsunarefni, hvernig ástatt er með íslenzka knattspyrnu í dag. Margt mætti um það rita, en ekki verður það gert hér að svo stöddu. Við skul- F. 17. des. 1912 D. 11. júlí 1955 | t KVEÐJA TIL AFA frá Sigurbjörgu Kolbrúnu I Hreiðarsdóttur. Elsku bezti afi minn, nú þig ætlar Kolla að kveðja, með kærleiks yl mig verma og gleðja vildir þú í sérhvert sinn. Ég var löngum yndið þitt, þó ég ekkert mæla mætti mest það stundum afa kætti að bera á örmum barnið sitt. Þegar blessuð amma er ein, og horfinn ástvin grætur, eins ég vil um daga og nætur við atlot mín hún ylji sér. Eg vil blómsveig binda hér, t úr bernsku ástar béztu rósum birtu og yl frá kærleiks ljósum ég vona að drottinn veiti þér. L. B. d. — ★ — Útför Guðna fer fram á morg- un frá Fossvogskirkju. um hinsvegar vona, að þessi' heimsókn verði upphaf vakning- aröldu, eða verðugrar áminnihg- ar, ef það á betur við. Hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.