Morgunblaðið - 17.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.07.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 17. júlí 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Reykjavíkurbréf: Laugardagur 16. júlí Genfarfundurinn, hugarfar og málefni — Tortryggni gagnvart síldinni — Raforkam um Borgarfjarðarhérað — Þjóðnýtingarstefnan á undanhaldi á Norðurlöndum — ^ Genfarfundurinn j FUNDUR hinna fjögra stóru, Eem hefst í Genf á tnánudaginn er höfuðumræðuefni blaða og fréttastofnana um allan heim Leiðtogar stórveldanna hafa ekki hitzt síðan í Potsdam sumarið 1945, að styrjöldinni í Evrópu lokinni. Þá voru þeir þar Winston Churchill, Harry S. Truman og Jósef Stalin, sem settust við kringlótta borðið á rústum hins prússneska herveldis Síðar tók svo Clement Attlee þátt í fund- , inum sem forsætisráðherra Breta en kosningaúrslit í Bretlandi urðu kunn meðan ráðstéfnan stóð yfir. ! Síðan hefur „kalda stríðið" staðið nær óslitið yfir. Það er | fyrst nú, að 10 árum liðnum, sem j farið er að tala um, að því kunni' að slota á næstunni. Og þá er ] það, að hinir „fjórir stóru“ grípa I tækifærið til þess að hittast. j Mennirnir á toppnum eru allir nýir. Eisenhower kemur í stað- inn fyrir Truman, Eden í stað Churchills, Bulganin í síað Stalins j og forsætisráðherra Frakka hef- ur bætzt í hóp „hinna stóru“. Edgar Faure kemur nú til Genf- ar með Piney utanríkisráðherra sinn. Frakkland hefur enn einu sinni setzt á bekk stórveldanna. Þeir Eden og Molotov voru Þinsvegar báðir á fundinum i Potsdam sem utanríkisráðherr- ar landa sinna. Bevin leysti hinn fyrrnefnda að vísu af hólmi þeg- ar stjórnarskiptin urðu í Bret- landi. Hin gamla og skrautlega höll Þjóðabandalagsins í Genf verður uú að nýju vettvangur heims- sögulegra viðburða. Þar beið al- | þjóðleg samvinna millistríðsár- i anna sína grátlegu ósigra. Þar leystust víðtæk alþjóðasamtök upp, molnuðu niður fyrir ein- j xæði og ofbeldi Hitlers og Mussolini tímabilsins. Nú stefna stórkarlar heims- j Stjórnmáianna að nýju til Genf- j ar. Enn á ný horfa allra augu til j þessarar gömlu borjjar, sem Talleyrand kallaði „fimmta i meginlandið". Svo virðulegan sess skipaði hún f stjórnmála- refskák 18 og 19. aldarinnar. Hugarfarið UNDANFARIÐ hafa leiðtogar IBandaríkjamannaog Rússa skipzt Á orðum um Genfarfundinn, hlut- -verk hans og það hugarfar, sem lægi til grundvallar komu þeirra þangað. Um það komst Krusjeff liinn rússneski að orði á þessa leið í ræðu sem hann flutti í ameríska sendiráðinu í Moskvu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna: „Ef þér tali® aerlega og hreinskilnislega við okkur sem jafningja við jafningja verður einhver árangur af fundin- um“, Eisenhower forseti markaði sína afstöðu með þessu svari á fclaðamannafundi í Washington: „Við förum þangað til þeæ að túlka málstað okkar á heið- arlegan, sáttfúsan og drengi- legan hátt“. Við skulum vona að þessi andi svífi yfir viðræðum hinna „fjögra stóru“ á Genfarráðstefnunni. Málefnin 32N hvaða málefni verða rædd í Genf? Það verður að teljast aðal- atriðið. Talið hefur verið að eng- ar fyrirframgerðar áætlanir hafi verið um það gerðar. Fn almennt hefur verið reiknað með því að fulltrúar hinna vestrænu stór- velda hafi fyrst og fremst þrjú eða fjögur stórmál 1 huga, í fyrsta lagi sameiningu Þýzkalands í eitt ríki, í öðru lagi afvopnun og raunhæfar ráðstafanir í þvi skvni, í þriðja IJrelf vinstri sfefna — Framsókn og „gumsið" Ilöll gamla Þjóðabandalagsins í Genf. Hér hittast hinir „fjórir stóru“ n.k. mánudag. Mont blanc í balisýn. á komu hennar og aflamöguleika. Hún er búin að svíkja okkur svo oft. Menn tortryggja þennan dutlunga fisk eins og slægvitra diplomata yfirgangsríkja. Og víst er síldin ríki í ríkinu. Hún ræður hag og afkomu þúsunda manna, heilla atvinnugreina og byggðarlaga. Hún getur flutt með sér velmegun og hún getur vald- ið hruni og vandræðum. Og það hefur hún iðulega gert á liðnum árum. Rafmagnið um Borgarfjarðarhérað ÁRIÐ 1947 tók nýtt orkuver til starfa við Andakíl í Borgarfjarð- arsýslu. Stærð þess er tæplega 3500 kíiówött. Frá þessu nýja orkuveri, sem er þriðja stærsta orkuver lands- ins eiga víðlend héruð að fá raf- orku. Tvö sýslufélög, Borgar- fjarðar- og Mýrasýslur eru á orkuveitusvæði þess. Ennfremur Akraneskaupstaður. Akranes og Borgarnes hafa fengið rafmagn frá Andakíls- virkjun. Sveitir héraðanna eru smám saman að fá það. í sum- ar teygja nýjar raftaugar sig til um 40 býla í Mela- og Leirársveitum. Munu þá um 150 sveitabæir af um 400 í báðum sýslunum hafa fengið rafmagn. Þannig fer rafvæðing íslands fram. Það leiðir af strjálbýlinu að hún gerist býsna hægt. En sveitafólkið veit, að stefnan hef- ir verið mörkuð. Raforkunni verður á næstu árum og áratug- um veitt út um flestar, ef ekki allar sveitir íslands. í framtíð- inni, þegar sementsverksmiðja hefur verið reist á Akranesi mun ] sæstrengur verða lagður frá Sogs virkjuninni yfir Hvalfjörð. Þannig verða hin stóru orku ver Suður- og Suðvesturlands armenn þar hafa ekki taltöÞ skynsamlegt að ganga langt i þjóðnýtingarátt, t. d. alls ekkft> eins langt og Verkamanna- flokkurinn í Bretiandi. En blöð brezkra jafnaðarmanna telja það nú eina meginástæðn kosningaúsigurs flokks síns, að hann hafði haldið of fast við þjóðnýtingarkenningar sínar. Þjóðnýtingarstefnan á undanhaldi Niðurstaðan verður þá sú, að þjóðnýtingarstefnan sé á undan- haldi meðal jafnaðarmanna sjálfra í þeim löndum þar sem fylgi þeirra er mest og traust- ast. Á þessu sést það greinilega, að hinir ísienzku „vinstri kratar** eru orðnir á eftir tímanum i allri sinni róttækni. Kommún- istar hafa sprautað þá með bólu- efni, sem fyrir löngu er orðið úrelt nema í Rússlandi og lepp- ríkjum þess, þar sem afnám frelsisins og „afhjúpun persónu- leikans" er frumskilyrði þess að sósíalisminn verði framkvæmd- ur. Jafnaðarmenn sáu, er þeir fengu meirihlutaaðstöðu til þess að stjórna og framkvæma sósíalismann, að alisherjar þjóðnýting tryggði ekki rétt- látt og heilbrigt þjóðfélag. Þessvegna hikuðu þeir ekki við að hverfa frá henni og kasta þar með töluverðu af sósíalískum kreddum fyrir borð. Frá Andakílsárvirkjun munu 150 sveitabýli í Borgarfjarðarhéraði hafa fengið raforku á komandi hausti. Ennfremur Akraneskaup- staður og Borgarneskauptún. lagi aukið frelsi í samskiptum' þjóða í milli bæði á sviði verzlunar og samgangna. Loks haía margir gert sér í hugarlund að Vesturveldin muni taka upp umræður um afstöðu leppríkja Rússa í Austur- og Mið- Evrópu. Þau muni ber.da á, að óhugsandi sé að varðveita frið og öryggi í heiminum meðan fjölda þjóða er haldið í svart- nætti kúgunar og ofbeldis. Það verður að teljast mjög hæpið, að Bretar, Bandaríkja- menn og Frakkar telji það hyggi legt að taka þetta mál upp við Rússa nú. Röksemdirnar fyrir. upptöku þess liggja að vísu á! borðinu. En knýjandi nauðsyn ber til þess að ley sa önnur ágreiningsmál fyrst. Sameining Þýzkalands, afnám „kalda stríðs- ins“ og heiðarleg viðleitni til raunhæfrar afvopnunar hljóta að verða efst á dagskránni Er það j ærið verkefni á einum fundi, að leggja grur.dvöll að samkomulagi um nau. Framsókn og „gumsið“ ÞEGAR Sjálfstæðismenn voru að berjast fyrir endurnýjun fiskiskipaflotans í lok síðustu styrjaldar voru Framsóknarmenn í stjórnarandstöðu. Þeim var þá ákaflega illa við nýsköpunax- togarana. Eysteinn Jónsson kall- tengd saman. Sameinað afl aði þá „gums“ og Skúli Guð- þeirra mun knýja nýjan og mundsson lýsti þeim svo, að þróttmikinn iðnað, lýsa upp1 „fyrst væri spíta, svo væri spíta, sveitir og sjávarsíðu og skapa' svo væri spíta í kross og þá færi fólkinu atvinnu, lífsþægindi allt í ganginn“. Framsóknarmenu Það mun mála sannast, að menn verði að vara sig á of mikilli bjartsýni og trú á ár- j angur þessa fyrsta fundar hinna fjögra stóru í 10 ár. Því ber mjög að fagna að hannj reyndist mögulegur. Það er út af fyrir sig mikill sigur fyrir þau öfl, sem barizt hafa lát- — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. laust fyrir varðveizlu friðar, frelsis og öryggis í heiminum. Ofbeldisstefnan er á undan- haldi enda þótt Krjuself lýsti því yfir að Rússar „kæmu ekki fótbrotnir til Genfar“! Lifnar yfir fyrir norðan SÍLDARINNAR hefur orðið vart fyrir norðan. Það er bezt að taka árinni ekki mikið dýpra. Dálítil veiðihrota kom í vikunni og afla- hæsta skipið var á föstudags- kvöidið komið með rúml. 3 þús. tunnur á land. Það er fljótt að lifna yfir Siglufirði og öðrum síldarbæjum þegar síldin tekur að veiðast Allt kemst á ferð og flug. Hver vinnufær hönd fær nóg að starfa, menn vaka dag og nótt, tómu tunnunum fækkar og háir staflar hlaðast upp af fullum síldartunnum, sem hafa verið seldar til Finnlands, Sví- þjóðar, Danmerkur, Rússlands og fleiri landa. Því miður verður ekkert full- yrt ennþá um þessa vertíð. Hún hófst með venjulegri deyfð og drunga. Örlítið hefur glaðnað til í bili. En hvað verður á morgun og hinn daginn? Það er með síldina eins og Genfarráðstefnuna: Menn þora ekki lengur að vera bjartsýnir og öryggi um afkomu sína. Andakílsvirkjunin verður stækkuð og orkuframleiðsla hennar aukin. Nýr tími hefur sótt hið fagra og frjósama Borgarfjarðarhérað heim. Vinstri stefnan á Norðurlöndum NORÐURLÖND munu nú vera þau lýðræðislönd þar sem stefna jafnaðarmanna á sér ríkastan hljómgrunn. Það er þvi ómaks- ins vert að athuga lauslega, hvernig afstaða sósíaldemókrata þar sé til svokallaðrar vinstri samvinnu. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku eru kommúnistar örfámennar og einangraðar klíkur Jafnað- armenn eru þar hinsvegar við völd, í Noregi sem hreinn meiri- hlutaflokkur en í Svíþjóð og Danmörku sem minnihlutaflokk- ar. í Svíþjóð njóta jafnaðarmenn stuðnings bændaflokks og hafa þannig þingmeirihluta bak við stjórn sína. Kommúnistar í þessum löndum hafa sífellt boðið jafnaðarmönn- um „samfylkingu“. En þeim til- boðum hefur aldrei verið tekið. En eru jafnaðarmenn á Norður- löndum „hægri kratar“ eða „vinstri kratar", spyr e t. v. ein- hver. Eru þeir róttækir þjóð- nýtingarmenn eða hægfara þró- unarmenn? Þeir eru ekki róttækir þjóð- nýtingarmenn. Einkaframtak og einkarekstur hefur voru beinlínis logandi hræddir við þessi afkastamiklu fram- leiðslutæki. En Sjálfstæðismenn réðu stefnunni og rúmlega 40 ný- legir togarar eru nú til í land- inu. Hafa þeir skapað stór- kostlega atvinnu og gerbreytt afkomumöguleikum almenn- ings í heilum landshlutum. Og nú er líka hljóðið í hinnl gömlu maddömu breytt. Nú seg- ir Tíminn, að Framsóknarmenn, vilji endilega útvega sjávarpláss- um út um land togara til þess að bæta atvinnuástandið. Þetta eru vissullega gleðileg sinnaskipti. Hafa Sjálfstæðis- menn ríka ástæðu til þess að fagna þeim. Þannig reynir Framsóknar- flokkurinn að breiða vfir glap- ræði sitt og skammsýni gagn- vart hinni miklu uppbyggingu atvinnulífsins, sem Sjálfstæðis- menn höfðu forgöngu um af fram sýni og dugnaði þegar síðustu heimsstyrjöld lauk. Alvara vill koma upp dulminjasafni FÉLAGIÐ Alvara hér í bæ, hefur skrifað bæjarráði bréf varðandi stuðning bæjarsjóðs um stofnun dulminjasafns hér í bænum. Ósk að ^ ar félagið eftir stuðningi bæjar- mörgu leyti allmiklu rýmraj stjórnar við þetta mál. Bæjarráð athafnasvið í þessum löndum; tók ekki afstöðu til erindisins á en t. d. hér á íslandi. Jafnað- þessum fundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.