Morgunblaðið - 21.07.1955, Page 6

Morgunblaðið - 21.07.1955, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. júlí 1955 Friðrik frá Horni: FRÁ ,£-55' SÝNINGUNNI í ROTTERDAM EFTIRFARANDI grein er skrif- uð fyrir Mbl. af Hollendingnum Friðriki frá Horni (Freek Van Hoorn) sem lesendum blaðsins er þegar kunnur, um hina miklu „E-55“ sýningu — eða Hollands- sýninguna sem stendur yfir i Rotterdam um þessar mundir og hefir vakið mikia athygli. Af greininni má ráða að þessi sýn- ing mun rera mjög lærdómsrík ekki aðeins fyrir Hollendinga Sjálfa, heldur alla þá, sem fylgj- ast vilja með framförum þeim og þróun, sem orðið hafa í fram- leiðsluháttum öllum og iðnaði í heiminum síðustu áratugi — en Holland hefur jafnan staðið framarlega á því sviði. En nú hefir Friðrik frá Horni orðið: „E-55“ er það, sem er á baugi Í Hollandi í dag. í digblöðum, útvarpi — já alls staðar er hún aðal umræðuefnið og það er eðli- legt, að það sé svo. „E-55“ stend- ur fyrir „Energy 1955“ (Orka 1955) og er nafn á hinni risa- stóru sýningu, sem helguð er „kraftaverkinu í Hollandi" — þ. e. hinni merkilegu viðreisn lands ins eftir allt það tjón og eyði- leggingu, sem það varð fyrir á styrjaldarárunum undir hernámi Þjóðverja. | Um 37 hcktara svæði var valið þar sem sýnd skyldi þróun sú, sem orðið hefir í Hollandi síðan árið 1945. Og hvaða staður skyldi kosinn til þessa fremur en Rotter dam, tákn styrjaldareyðilegging- arinnar og um leið tákn endur- reisnarinnar eftir styriöldina. —O— Satt að segja hafði óg gert ráð. fyrir að finna á sýningunni fjölda hluta, sem Hollendingar einir hefðu áhuga á. En ég komst að raun um, að fyrir útlendinga einnig er hún mikils virði. Ýmsum kann að finnast það einkennilegt að sjá þarna á sýn- ingunni hrunda og eyðilagða brú — Til hvers? Aðeins til að minna á hvernig umhorfs var í Hollandi árið 1945. Sýningargesturinn mun einnig finna margt og mik- ið, sem lýtur að brúarbygging- um og hinum mikla fjölda járn- brauta- og skurðbrúa í landinu. Hreint kraftaverk var það, á hve stuttum tíma eftir styrjöldina tókst að koma þessum mikilvægu samgöngutækjum í samt lag aft- ur. Þjóðdansaflokkur frá Provence í Frakklandi vekur mikla hrifningu í skemmtigarðinum. þjónustan við landamæri hefir tekið með því að láta tollþjón- ana ferðast með lestunum og gegna sínum embættisskyldum á leiðinni. —O— Við skulum taka annað dæmi: Er við göngum leiðar okkar um hina risavöxnu Orku-sýningu, komumst við varla hjá því að veita eftirtekt feykistórri mynd af nýtízku farþegaflugvél, sem notuð er af hollenzka KLM flug- félaginu. En við tökum einnig eftir fyrstu Fokker-flugvélinni, hollenzku „Köngurlónni" og líka sjáum við þar fjarstýrðu flug- vélina, sem smíðuð er af hol- enzka Aviolanda-félaginu, sem jafnframt framleiðir Jet-flugvél- ar fyrir hollenzka og belgiska flugherinn, eftir amerískri fyrir- mynd. —O— Gestur Orku-sýningarinnar þarf ekki að óttast að hann verði angraður af neinskonar óþægi- legri prangarstarfsemi Ég varð varla var við neitt slíkt, nema aðeins minjagripasala sem er á hverju horni og reyna að selja | sýningargestum eitt eða annað til minningar um E-55. — Annars er öllum fyrirtækjum beinlínis bannað að gera sér gróðaveg úr þátttöku sinni í sýningunni og mikill meirihluti sýmngardeild- anna eru sameiginleg sýning á því, sem verið er að gera og því, sem hægt er að gera. ar og risaborganna London og New York. Með myndum og út- reikningum er skýrður hinn gíf- urlegi verðmunur milli járn- brauta- og bifreiðaflutninga ann- arsvegar og hinsvegar vatnaflutn inganna. Af þessu verður ljóst mikilvægi hinna hollenzku fljóta og skurða og hinna nýju innlands hafna í þágu iðnaðar og verzlun- ar landsins. —O— Ágæti E-55 sýningarinnar er fyrst og fremst fólgið í þessu, Allir útlendingar staldra við verkstæðið, þar sem hinir frægu hollenzku tréskór eru búnir til. — Þeir eru til sölu á sýningunni fyrir þá, sem vilja. —O— Járnbrautafélag ríkisins sýnir þarna mjög skýrt, hvernig ástand ið var fyrir 10 árurn: Brotnar j árnbrautarlínur, járnbrautar- stöðvar í rústum, of fáir járn- brautarvagnar og eimreiðar. — í dag eru hollenzkar járnbrautir meðal hinna fullkomnustu í Evrópu. Gufuvélar <?ru ekki lengur notaðay til farþegaflutn- inga, þar eð allar aðallínurnar j eru rafknúnar og ýmsar smærri' með diesel-vélum. Frá Hollandi er einnig komin hugmyndin um sð draga úr tímanum, sem toll- —O— Mjög skemmtilegt er að skoða skipadeild sýningarinnar. | Örsmá trélíkön af allskonar verzlunar- og flutningaskipum liggja þarna við festar á stórri tjörn — og þar er mikið um hávaða, sem framleiddur er af mörgum mönnum sem þarna eru við vinnu sína í raunverulegri skipasmíðastöð. — Hér sjáum við eftirlíkingu af Rinarfljótinu og margur kann að verða undrandi yfir því að komast að raun um, j eð samanlagðar siglingar Amster dam og Rotterdam eru eins mikl- að hún skýrir fyrir okkur, kem- ur okkur í skilning um svo fjölda margt, sem okkur var ekki ljóst áður. Hvað vissi ég t d. um hænsna- og nautgriparækt? Varla nokkurn skapaðan hlut. En síð an ég sá fjósin, hin nýtízku mjaltatæki, skýringar á ýmsum fóður-tilraunum, vél.ar til að safna og merkja egg, framleiðslu kjúklinga-bóluefnis — eftir að allt þetta hefir verið skýrt fyrir mér finn ég til þakkiætis og óska þess eins, að ég hefði séð þetta mörgum árum fyrr. — Hver veit, nema ég hefði þá kos- ið mér eitthvað allt annað lífs- starf. — Þess vegna er það, að ég held, að E-55 sýningin sé sér- staklega þýðingarmikil fyrir ungt fólk, sem enn hefir ekki afráðið hvaða veg það á að velja með tilliti til framtíðarstöðu í þjóðfélaginu. Sumir kunna að hafa sérstak- an áhuga á efnafræði-deildinni, þar sem sýnd er framleiðsla sápu, smjörlíkis, litunarefna o. s, frv. Öðrum verður það ef til vill ljóst að verzlun og bankastörf er það, sem þeim hentar bezt. Og þeir virða hrifnir fyrir sér, hvernig farið er að því að prenta bankaseðla og slá mynt, hvort- tveggja með merki E-55 sýning- arinnar. Trélíkön af öllum hollenzka kaupskipaflotanum á stórri yfirbyggðri tjörn. Allt þetta kann að gefa lesand- anum þá hugmynd, að þessi E-55 sýning sé heldur þurr og stremb- in — en það er hún reyndar ekki. Þarna sjáum við gífurlega stóra lyftivindu, sem ber hina svonefndu „heims-gondóla“, eins konar feykistórar stálkörfur. Þegar veður er bjart og gott geta sýningargestir látið lyfta sér í þessum tækjum hátt í loft upp og notið ljómandi útsýnar yfir Rotterdam fyrir neðan. Sýningunni er skipt í tvennt af aðalstræti Rotterdam og hægt er að fara yfir það í lyftustól — hinum eina í Hollandi. Fallega skipulagðir skurðir og tjarnir gera umhverfið skemmtilegt og nóg er af bátum til að róa á til tilbreytingar. Á kvöldin er tré og runnar skrautlýstir — Þetta er einskonaar skemmtimiðstöð sýningarinnar með mjög alþjóð- legu andrúmslofti. Hressingar- stofnun og veitingahús bera alls konar útlend nöfn, þjóðdansar frá ýmsum löndum eru dansaðir og þarna er líka reglulegur skemmtigarður svipaður og Tivoli. ■—O— En það fer ekki hjá því að við þreytumst að lokum. Ég hefi var- ið réttum 12 klukkustundum til að ganga um og skoða E-55 sýn- inguna og ég hefi séð aðeins lít- inn hluta hennar og komst ekki yfir að drekka í mig nema ör- lítinn hluta af öllum þeim sjó af fróðleik um Holland, sem hún l.efir að bjóða. — Mig langar aðeins til að minnast nokkrum v i’ðum á deildina, sem fjallar um hús og húsbúnað allskonar. Öllu var fyrir komið af þvílíkri snilld, allt frá eldhúsáhöldum og bolla- skápum, gólftíglum og gólfdúk- um til ýmkkonar húsgagneu Áherzla er lögð á að sýna fram á, hvernig búa má herbergi hús- gögnum með sem minnstum til- kostnaði, t. d. hvað mikið málað- ir bjórkassar geta gert fyrir út- lit á drengjaherbergi. Ég hefi brugðið hér upp aðeins fáeinum svipmyndum frá E-55 sýningunni. — Fullkomin lýsing hennar væri efni í heila bók. Ég mun leggja þangað leið mína aftur áður en henni lýk- ur — hinn 3. september n. k. Friðrik frá Horni. Eina kvöldstund hjá Ólöfu Pálsdóttur, myndhöggvara ÞAÐ er margt sem fyrir augu ferðamannsins ber, þá hann er á ferðalagi — og gamla máltækið segir „að glöggt sé gests augað“. Ýmislegt verður minnisstætt og nær ógleymanlegt. — Ein slík stund er mér minnisstæð. Kvöld eitt var ég staddur á vinnustað Ólafar Pálsdóttur myndhöggvara í danska aka- demíinu í Kaupmannahöfn og sá listaverk hennar. Þar sá ég högg- myndina Ung stúlka, mikið lista- verk, sem nú er seld borgarstjórn- inni í Árósum. Þá sá ég annað listaverk .,Soninn“, sem er ungur maður, fögur mynd í fullri líkams stærð og er gerð hennar sérstak- lega eðlileg og snilldarlega mót- uð. Fyrir „Soninn“ var Ólöf heiðr- uð með gullheiðursmerki. Hins konunglega listaskóla í Kaup- mannahöfn og afhenti Ingirid drottning Danmerkur það við hátíðlegt tækifæri í viðurvist merkra listamanna. Dönsk blöð minntust þessa atburðar mjög| lofsamlega og var ánægjulegt að lesa þau ummæli öll. UMMÆLI LISTDÓMARANS Einn merkasti listgagnrýnandi Dana, Clemensen, gagnrýndi um þessar mundir listaverk þeirra Dana er verðlaun hlutu við lista- skólann og fór hann nokkuð hörð- um orðum um listaverk þeirra, en um „Soninn“ sagði hann „en hin sérkennilega höggmynd Ólaf- ar Pálsdóttur verðskuldar vissu- lega gullmedalíu háskólans". Þessi ummæli hins merka manns eru mikils virði. Ég var hrifinn af listaverkum þessum og hafði mikla ánægju af að sjá þau. Síðan hefur þessi kvöl.Istund oft komið í hug minn og í því sambandi það, hvort samtíðin veitir slíkum atvikum nægilega eftirtekt og sýni listamönnunum nægilega viðurkenningu. Lista- maðurinn vinnur glæsileg afrek fjarri ættlandi sínu við fátækt og erfið kjör og fær lofsamleg ummæli erlendra blaða og æðstu heiðursverðlaun Hins konung- lega listaháskóla — en heima er lítið aðhafst. Eða hvað? Mjög er mér í minni enn, hve kennslukonan Kristín Daníels- dóttir varð glöð, þá hún frétti að bróður hennar, Ólafur Daníels- son hafði hlotið gullmedaliu fyrir stærðfræði við háskólann í Kaupmannahöfn. GLEYMUM EKKI EFNILF.GUM LISTAMÖNNUM OKKAR Allir í Steinnesi, ungir sem gamlir, ‘tóku þátt í gleðinni og dáðust að dugnaði hins unga ís- lenzka námssveins úti í Kaup- mannahöfn og yfir þeirri frægð sem hann hefði unnið fyrir föð- urlandið. Og enn er það, að þjóðin gleðst yfir unnum afrekum og er þakk- lát hverjum sem þau leysa af höndum. En samtímis verður að gera meira. Hún verður að láta athafn ir koma. Listamennirnir eru fá- tækir og ovelta oft heilu hungri fyrir það, að treglega gengur að selja verkin. Þeir eru ekki á hverju strái, sem hafa skilning, efni og aðstæður til að kaupa listaverkin sem fullgerð eru og standa til sýnis á vinnustofunum. Ég vil skora á ríkisstjórnina eða eitthvert bæjariélag að kaupa sem fyrst „Soninn“ henn- ar Ólafar, svo þessi ungi og fallegi piltur fái tækifæri til að koma heim til ættlands síns. Ólafur Biarnason. t ILLU kryddvorar eru ekta og þess vegna líka þa>- best, Við ábyi’gjj umst gseði. Þeg&r þér gerið innkaspt llðjið unt. LILLU-KRVDtá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.