Morgunblaðið - 21.07.1955, Side 8

Morgunblaðið - 21.07.1955, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. júlí 1955 orguttíxIaMíb Útf.: H.í. Árvakur, Reykjavflc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.) Stjórnmálaritstjóri: SigurðtJr Bjarnason frá Vignr. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald kr. 20.00 & mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. m Maöurmn, ekki ríkið þEGAR stjórnmáladeilur og UR DAGLEGA UFINU J átök nútímans eru krufin til. mergjar kemur í ljós, að í raun' og veru snúast þau fyrst og fremst um það, hver afstaða rík- j isheildarinnar skuli vera til ein- staklingsins. Á ríkið að vera að- aiatriðið og einstaklingurinn að- eins verkfæri þess og þjónn, eða á einstaklingurinn, homo sapiens, hin skyni gædda vera að vera í senn mæniás og markmið í hinni eilífu baráttu fyrir fullkomnara og fegurra mannlífi? Þessari spurningu hefur að sjálfsögðu oft verið svarað á ýmsa vegu. Einn hinna merkustu íslenzkra skólamanna, Sigurður Guðmundsson skólameistari á Akureyri svaraði henni á þessa lund árið 1940: „Ég er heimspeki einvald- anna andvígur, af því að þeir vilja að öllu fórna einstak- iingnum fyrir ríkisheild. Heim speki þeirra gerir ríkið að markmiði, en þegninn, sjálfan manninn, verkfæri þess. Ég trúi því, að maðurinn, en ekki ríkið, sé markið, að ríkið með öllu sínu bákni, feiknum og skjalahrúgu eigi að starfa í þágu og þjónustu einstakling- anna, þegnanna, en mennirnir eigi ekki að vera eingöngu hjól né teinar í hinni miklu ríkisvél. Einhver hinn mesti heimspek- ingur, sem verið hefur uppi, sjálfur Þjóðverjinn Immanúel Kant, sagði, að ekki mætti fara með nokkurn mann eingöngu sem vopn eða verkfæri. Ég trúi því, að þessi hugsun sé ein hin merkilegasta, mannúðlegasta og mikilfenglegasta, sem hugsuð hefur verið á jörðu.“ Óinetanleg gæði Sigurður skólameistari snýr sér síðan að því að ræða hlut- verk og afstöðu uppalandans gagnvart einstaklingnum. Kemst hann þá að orði á þessa leið: „Hver uppalandi verður að meta mikils einstaklinginn, virða verðmæti hans, trúa því, að hann sé í sjálfum sér að nokkru mark og mið. Ef vér hins vegar teljum lítilsvert um einstaklinginn, hyggjum lítil verðmæti í honum fólgin, hver ástæða er þá til þess að leggja rækt við hann, mennt- un hans og þroska? Hví má þá ekki pynta hann til hlýðni, kvelja hann til þess að segja það og játa það, er oss kemur bezt, þá er vér höfum mátt til slíks? Ég tel mannfrelsi og málfrelsi ómetanleg gæði og fæ ekki skilið, hvernig þegnar og þjóðir eiga að öðlast heilbrigðan þroska, ef þau njóta eigi slíks.“ Að ,,afklæðast persónuleikanum“ Þessi ummæli hins vitra skóla- manns eiga vissulega érindi til íslenzkra manna í dag. Höfuð- átökin standa um það um þessar mundir, hvort líta eigi á ein- staklinginn sem „mark og mið í sjálfum sér,“ gæddan sjálfstæð- um persónuleika, eða hvort skoða beri hann sem dropa í hafinu, sandkorn á sjávarströnd eða. frumeind fjöldans, „afklædda' persónuleika" sínum. Lýðræðissinnaðir menn að- hyllast hina fyrrgreindu af- stöðu til einstaklingsins. Þeir vilja líta á hann sem mark og mið í sjálfum sér, Kommúnistar og aðrir ein- ræðissinnar líta hins vegar fyrst og fremst á hann sem þræl rík- isins og verkfæri þess. Að þeirra áliti er ríkið aðalatriðið, mað- urinn algert aukaatriði. Þess vegna telja þeir sjálfsagt að rík- ið svipti hann hvers konar frelsi, ritfrelsi, málfrelsi, skoðanafrelsi, mannfrelsi yfirleitt. Stjórnmálabaráttan í heimin- um í dag snýst að verulegu leyti um þessa tvenns konar afstöðu til einstaklingsins. Línur þeirrar baráttu eru hreinar og skírar. Hver vitiborinn maður getur því auðveldlega tekið afstöðu í henni. Yfirgnæfandi meirihluti ís- lendinga aðhyllist áreiðanlega þá skoðun Sigurðar skóla- meistara, að „mannfrelsi og málfrelsi“ séu „ómetanleg gæði“ og að erfitt sé að hugsa sér, hvernig „þegnar og þjóð- ir eiga að öðlast heilbrigðan þroska, ef þau njóta eigi slíks.“ Kommúnistar hafa hins vegar lýst yfir, að þeir telji að frumskilyrði mannlegs þroska sé það, að einstakling- urinn „afklæðist persónuleik- anum“, afsali sér öllu frelsi og gerist sálarlaus þræll ríkis- ins. Milli þessa tvenns eiga ís- lendingar að velja. Meiri flugvélakosiur LOFTLEIÐIR hafa nú eignast aðra millilandaflugvél og hefur félagið þá þrjár Skymasterflug- vélar í förum yfir Atlantshaf. Ber vissulega að fagna hinni nýju flugvél, sem hlotið hefur nafnið „Saga“. Þróunin í flugmálum okkar hefur verið undra hröð. Fyrsta stóra millilandaflugvélin er keypt hingað til lands árið 1947. Síðan hafa íslendingar sjálfir getað haldið uppi flugsamgöng- um við land sitt. Tvö íslenzk flugfélög hafa lengstum rekið hér myndarlegt millilandaflug. Flugfélag fslands á nú tvær Skymasterflugvélar, sem eru í förum milli íslands og Evrópu. Allt frá upphafi hafa íslend- ingar lagt megináherzlu á að halda uppi stöðugum og góðum flugsamgöngum við Norðurlönd- in. Það kemur því vissulega úr hörðustu átt þegar ein hinna norrænu þjóða, Svíar, reyna að setja fótinn fyrir starfsemi ann- ars hinna íslenzku flugfélaga, aðeins vegna þess að SAS fellur ekki samkeppni Loftleiða. Túlkun sænsku ríkisstjórnar- innar á loftferðasamningnum við ísland er vægast sagt ákaflega furðuleg. Hitt mun ekki síður hafa kom- ið íslendingum einkennilega fyr- ir sjónir, þegar sænska stjórnin lýsti því að vísu yfir að hún væri fús til að láta gerðardóm skera úr um ágreiningsatriðin. En hún áskildi sér engu að síð- ur rétt til þess að virða niður- stöðu hans að vettugi!! Er þetta norrænn hugsunar- háttur, sem birtist í slíkri yfir- lýsingu? Það verður að teljast mjög hæpið. Norðurlandabúar láta yfirleitt lög og rétt ráða í við- skiptum sínum. Það er ástæða til þess að varpa þeirri spurn- ingu fram, hvað sænska stjórn in hyggist eiginlega fyrir í þessum málnm? FYRIR tíu árum hrundi „Þús- und ára ríki“ Adolfs Hitlers til grunna. Aðalefni blaðanna á þeim tíma voru logandi rústir Berlínarborgar og sú leyndar- dómsfulla hula, er hvíldi yfir sjálfsmorði „foringjans", en ekki hefur enn verið hægt að ganga úr skugga um, hvort Hitler raun- verulega framdi sjálfsmorð í neðanjarðarbækistöðvum sínum í !' Berlín. Allir aðalforsprakkar Nazista- flokksins eru nú látnir eða í fangelsi, að Martin Bormann undanteknum. En ekkjur þeirra flestra, og önnur skyldmenni búa víðsvegar í Þýzkalandi. ★ ★ ★ ÞEIM hefur flestum auðnazt að hefja nýtt líf í nýju umhverfi. . Allar eru þær nú sviptar sínum • fyrri auð og gengi og búa ýmist við lélegan kost eða allt að því bláfátækt. i Hverjar eru þessar konur, sem á sínum tíma vöktu athygli alls heimsins, en nú eru gleymdar? ★ ★ ★ SYSTIR Hitlers er ennþá lifandi. Hún heitir Paula Hitler-Wolf og er 58 ára gömul. Paula er nú al- veg eignalaus og lifir á opinber- um styrk og smáfjárhæðum, sem vinir og skyldmenni senda henni við og við. Hún býr nálægt Berchtesgaden í Bayersku Ölp- unum. Fram til loka heimsstyrjaldar- innar bjó hún ein í Vínarborg og bróðir hennar, einræðisherr- ann, sá fyrir henni. ★ ★ ★ ÁRIÐ 1945 fluttist hún aftur til Bayern og býr nú, þar sem hún 'Ueli/akandi óhripar: VELVAKANDA hefur borizt bréf frá R. Th., þar sem rætt er um framhaldssögu blaðsins. Kemst bréfritarinn m. a. svo að orði: Framhaldssögur dagblaða eru vinsælar, þ. e. a. s. ef eitthvað er í þær varið. En slíkt er ekki hægt að segja um söguna í Morgunblað inu, Hjónabandsást, því að þar er ekki annað að hafa en efnislausa hugaróra og kjaftæði, en klúrt klám inni á milli, sem ekki hefði þótt prenthæft fyrir svo sem hálfum mannsaldri. 1 Ég hélt, að úr svo miklu væri að moða af skemmtilegum sög- um, að velja mætti eitthvað skárra. Sögurnar þurfa að vera efnis- miklar, þar sem þær koma slitr- ótt, svo að samhengið sé munað. Þá gætu þær verið skemmtilest- ur og til uppfyllingar og hugg- unar, þegar blöðin eru fátæk að efni, sem auðvitað kemur fyrir, þegar blaðamennirnir fiska illa.. Hin hála braut siðferðisins VELVAKANDI þakkar þetta bréf, því að hann vill, að sjón armið sem flestra komi fram í þessum dálkum og skiptir þar auðvitað engu, hvort hann er sammála bréfriturum eða ekki.— Eins og menn muna kannski, hef- ur hann minnzt áður á sögu Mora vía (28. júní s.l.) og ekki á nokk- urn hátt breytt skoðun sinni síð- an, enda hafði hann lesið söguna, áður en hún birtist hér í blað- inu, — án þess að biða neitt tjón við það á sálu sinni. I Það er mesti miskilningur, að sagan sé klámsaga. Hún lýsir að- eins hamslausum ástriðum sem leynast með flestum mönnum, en ná, sem betur fer, ekki tökum Inema á fáum. Hún er raunsæ og ' segir frá því sem alltaf er að ger- ast í kringum okkur — eða halda menn að hér hrasi enginn á hin- | um hálu brautum siðferðisins? — Hitt er svo annað mál, hvort nauð synlegt sé að skrifa um sambnnd kynjanna. Hvað kemur það okk- ur eiginlega við, spyrja ýmsir. Þrátt fyrir allt AÐ MÍNUM DÓMI fer Móravía vel með efnið. Hann veltir sér ekki upp úr breyzkleika per- sónar.na, heldur reynir hann að skýra þá. Og eins og ég hef áður bent á, stefnir hann fyrirgefn- ingunni gegn ástríðunni. Fyrir- gefningin er siðferðisboðun sög- unnar. — Boðskapur Móra- via kemur okkur e. t. v. spánskt fyrir sjónir, borgarinn í okkur neitar að viðurkenna hann. En okkur er s m v v>ollt að kynn- ast lífinu, "g það getur vér- ið. Þrátt fyrir allan breyzkleik- ann, — þrátt fyrir brostnar von- ir og bitur tár, vill eiginmaður Ledu fyrirgefa henni. Sál manns ins er svo undarleg, að slíkt get- ur hent. Vissum við það? Kannski — og þó....... Hrífandi persónur MUNURINN á reyfara og góðri skáldsögu er einkum fólginn í því, að í skáldsögunni móta per- sónurnar gang sögunnar en ekki höfundur. í reyfurum er þessu öðru vísi farið; þar ræður höfund- ur lögum og lofum, hann getur myrt eins marga og hann vill, gert söguna eins spennandi og honum þóknast o. s. frv. — í Hjónabandsást knýr eðli og ást- ríðuþungi persónanna Moravía til að fjalla um efnið, eins og raun ber vitni. Skáldið á ekki annars úrkosta en fylgja persónum sín- um á leiðarenda, — einmitt vegna þess að þær eru ekki dauð- ar, heldur lifandi, ekki reyfara- hetjur — heldur venjulegt fólk með margbrotna sál og breyzkan líkama. — En hann skilur ekki við þær í hrunadansi dýrslegra holdfýsna, þegar eilífðin og augnablikið verða eitt og hjartað brennur af ástríðu, heldur við hlið fyrirgefningarinnar, þar sem hið eilífa og góða ræður ríkjum og víðsýnn andinn tekur við leið- sögunni af veiku og dauðiegu holdi. Og sigur fyrirgefningarinn- ar — sigur anda yfir efni — er áhrifameiri vegna þess sem á undan er gengið. Undir okkur sjálfum komið AFTUR á móti er það rétt, að ýmsir gallar eru á þessari sögu. T. d. er hún heldur lang- dregin á köflum og viðburðir hversdagslegir. En hvað er lifið annað en hversdagsleiki og bar- átta um smámuni? Ég sagði áðan, að það væri mis skilningur, að Hjónabandsást væri klámsaga, eins og sumir virð ast halda. Hún er miklu fremur raunsæ persónusaga ofur venju- legs fólks, sem missir fótanna og geldur þess, að örlögin leika manninn stundum grátt, þegar skyldurnar gleymast og máninn skín og mikil ævintýri brosa við manni í grænu grasi. — Mat okk ar á Hjónabandsást hlýtur að fara eftir því, með hvaða hugar- fari við lesum söguna. — Það er undir okkur sjálfum komið, hvort við höfum subbað okkur út á lestrinum eða lært eitthvað af snilld höfundar og raunsæju við- horfi hans. Loks er svo ástæða til að þakka Sverri Faraldssvni cand. theol. prýðilega þýðingu sögunnar. getur daglega virt fyrir sér það fjallasel, sem Hitler átti „Berg- hof“. Hún hefur síðan styrjöld- inni lauk eytt mestum hluta tíma síns í að fá dómstólana í Bayern til að viðurkenna, að hún eigi rétt á nokkrum hluta af þeim arfi, er bróðir hennar lét eftir sig. Er hér um talsverða fjárhæð að ræða og þar að auki eignir, sem metnar eru á nokkrar mill- jónir marka. Ein ástæðan fyrir því, að henni hefur ekki tekizt að fá sínu fram- gengt til þessa, er sú, að mikil deila hefur risið upp milli dóm- • stólanna í Bayern og Berlín um skort á sönnunargögnum fyrir því, að Hitler sé látinn. Svo lengi sem ekki er hægt að leggja fram óvéfengjanlegt dánarvottorð, get ur hún ekki krafizt neins af arf- inum fyrir rétti. Paula Hitler-Wolf er ógift, þó að hún kalli sig frú, og þegar á árinu 1923 bætti hún Wolf við Hitlersnafnið til að forðast það að nafn hennar væri alltaf sett í samband við nafn bróður síns, sem þá þegar hafði vakið mikla athygli bæði heima fyrir og er- lendis. ★ ★ ★ HERMANN GÖRING, annar að- alfyrirliði Nazistaflokksins, gékk á sínum tíma að eiga laglega, ljóshærða leikkonu, Emmy. Þessi kona, sem einu sinni var önnur tignasta frúin í ríki Hitlers, býr nú í lítilli íbúð í Miinchen með 16 ára gamalli dóttur sinni, Eddu, en hún var látin heita í höfuðið á dóttur Mussolini, þegar sam- starf Öxulríkjanna stóð sem hæst. Ekkja mannsins, sem forðaði sér frá því að vera hengdur í Nurnberg með því að taka inn. eiturpillur tveimur og hálfum tima áður en átti að hengja hann, er nú feitlagin kona á fimmtugs- aldri. Hún virðist búa við frem- ur góð kjör og hefur efni á þvi að hafa vinnukonu. ÞAÐ er öllum ráðgáta, hvaðan hún fær tekjur sínar. Eftir að hún hafði verið dæmd árið 1948 í 12 mánaða fangelsi fyrir sam- starf við Nazista, voru allar eigur hennar gerðar upptækar, og henni hefur ekki tekizt að fá fé 'sitt endurgreitt, þó að hún hafi ^ hvað eftir annað reynt að sækja mál sitt fyrir dómstólunum í Bayern. I Hún getur varla lengur talizt jlagleg kona, en er alltaf mjög snyrtilega klædd í klæðskera- saumuðum drögtum og notar yf- | irleitt barðastóra hatta. — Frú Emmy sést sjaldan á götum úti | og þverneitar að tala við blaða- menn eða ljósmyndara. „Það er engin heima, frúin er nýfarin i ferðalag," segir stúlkan, sem kemur til dyra, ákveðinni röddu. Hún fær líka mjög sjaldan heim- sóknir. . ★ ★ ★ jF’RÚ MARGRÉT Himmler, þessi 61 árs gamla ekkja hins alræmda stormsveita- og- Gestapo-foringja Heinrichs Himmlers, býr einnig í Munchen. Himmler forðaði sér einnig frá snörunni með því að taka inn eitur. Hún er gráhærð og harðneskju leg á svip og lifir af eftirlaun- um, sem nema 57 mörkum á mánuði. Ljóshærð, lagleg dóttir hennar, Guðrún, er nú 25 ára gömul, og vinnur sem sauma- kona í tízkuverzlun í Munchen. ★ ★ ★ HEFUR frú Himmler einnig reynt að fá eignir sínar endur- greiddar, en henni hefur ekki orðið ágengt. Hún heldur sig einnig innandyra og forðast sam- neyti við annað fólk. „Ég óska þess aðeins að hafa nóg fé fyrir íbúð og fyrir kolum,“ sagði hún við blaðamenn fyrir skömmu. Er eiginmaður hennar hafði framið sjálfsmorð í maí 1945, sagði frú Himmler ákveðin: „Ég •• • ■ ’ bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.