Morgunblaðið - 23.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.07.1955, Blaðsíða 9
r Laugardagur 23. júlí 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Stærsta mjóíkurbúiö 25 ára IDAG minnist Mjólkurbú Flóamanna þess að það hefur starfað í 25 ár. Afmælið var að vísu hinn 5. desember s.l., en rétt þótti að minn- ast þess frekar að sumarlagi. Á öðrum stað hér 1 blaðinu rifjar Dagur Brynjúlfsson frá Gaul- verjabæ upp nokkrar endurminningar sínar frá Etofnun Mjólkurbúsins, hér verður lauslega sagt írá rekstri þess og viðgangi síðan. ÞRÓUN ÖRARI EN NOKKURN r ÓRAÐI FYRIR Á stofnfundinum 10. desember 1927 skuld- bundu 52 menn sig til að selja Flóabúinu mjólk 6Ína og á fyrsta degi sem tekið var á móti mjólk voru vigtuð inn 1284 kg. mjólkur frá 52 fram- leiðendum. Bráðlega fjölgaði félagsmönnum nokkuð, þegar það kom í Ijós að Mjólkurbúinu tókst að selja afurðir sínar og voru þeir árið 1930 um 200 tals- ins. Innvegin mjólk á fyrsta starfsári sem var 13 mánuðir nam 1,2 millj. kg. Af þessu var seld neyzlumjólk 230 þús. lítrar. Nú er svo komið að tala félagsmanna er 1145. Á s.l. ári var innvegin mjólk nærri 24 millj. kg. en seld neyzlumjólk 13 millj. lítrar. Hefur þróunin orðið miklu örari en nokkurn gat órað fyrir. NÝI TÍMINN OG SAMGÖNGURNAR Eitt af því sem helzt stóð i vegi fyrir stofnun mjólkurbúsins í upphafi var samgönguleysið. Menn hugðu að það myndi verða erfitt jafnvel að sumarlagi að flytja svo mikið mjólkurmagn á einn stað og koma henni á markað. Og að vetrarlagi yrði það óframkvæmanlegt. Nú hefur slík stórkostleg þróun orðið í sam- göngumálunum, að mjólkin er flutt frá hverju býli á Suðurlandsundirlendi allt frá Selvogi og austan frá Kerlingardal skammt fyrir austan Vík í Mýrdal. Aðflutningsleiðirnar eru nú samtals um 4000 kílómetrar og eru notaðir við mjólkur- flutningana rúmlega 40 stórir vörubílar. Mjólkin er sótt daglega á hvern bæ og jafnt vetur sem sumar. Eru nú notaðir sérstakir kraftmiklir bílar með drifi á öllum hjólum, sem eiga að geta kom- izt állt að vetrarlagi. ÖRUGGARI MARKAÐUR Það hefur að sjálfsögðu hina stórkostlegustu þýðingu fyrir Mjólkurbúið, hve mjóikurmarkað- urinn er öruggur í höfuðborginni Reykjavík. Þegar búið var stofnað var íbúatala Reykjavíkur þegar um 25 þús. manns, hafði aukizt stórlega á nokkrum árum. Þessi staðreynd gerði það þegar aðkallandi að auka mjólkurframleiðslu fyrir höf- uðborgina. Nú er íbúatala Reykjavíkur sem kunn- ugt er yfir 60 þúsund og þýðir mjólkursalan að stórfelldu fjármagni er veitt frá höfuðborginni austur um sveitir. Nú er mjólk einnig seld til Keflavíkur, Hafnarfjarðar og nú síðast til Vest- mannaeyja. Engum getur um það blandazt hugur, að mjólk- ursalan og starfsemi Mjólkurbús Flóamanna í heild er grundvöllur allra verklegra framkvæmda á Suðurlandsundirlendinu. Mjólkursala bænda þýðir, að þeir fá afurðir sínar greiddar í bein- hörðum peningum, en eins og kunnugt er tíðkast. það ekki enn á öllu landinu. Með mjólkursölunni hefst hin almenna velmegun manna og með hinu sameinaða átaki hætta hinar fyrri erfiðu og oft lítt ábatasömu langferðir bóndans með vörur sínar í markaðsleit suður yfir heiði. MJÓLKURIÐNADUR í Mjólkurbúinu hefur m. a. orðið að leysa það vandamál, hvernig eigi að nýta undanrennuna með hinu síaukna mjólkurmagni og smjörfram- leiðslu. Þetta hefur að sjálfsögðu verið leyst fyrst og fremst með framleiðslu skyrs. En sú fram- leiðsla hefur aukizt gífurlega. Fyrsta árið voru framleiddar 90 smálestir af skyri en s.l. ár voru framleiddar 870 smálestir. Markaður fyrir skyr hefur stækkað stórlega hin síðustu ár og stafar það m. a. af því að nú er sá siður upp tekinn að gefa ungbörnum þessa heilnæmu fæðu. En almennt hefur skyr vaxið í áliti og neyzlu al- mennings hin síðustu ár. Þá er ostaframleiðsla mikil í Flóabúinu. Nam hún s.l. ár 240 smálestum. Húsnæðisskorturinn hefur einna mest háð ostaframleiðslunni, því að til hennar þarf mjög mikið og vandað húsrúm. Þarf miklar ostageymslur, þar sem osturinn er geymdur við visst raka og hitastig. Úr þessu er nú verið að bæta með nýju ostageymsluhúsi sem er í smíðum. Framleiðsla osta er að jafnaði einn meginhluti mjólkurbúa hvar sem er í heiminum. Fyrir nokkrum árum hóf Mjólkurbúið vinnslu þurrmjólkur. Aflaði það sér hinna fullkomnustu tækja sem til eru frá Noregi, en á þessu sviði hafa Norðmenn verið brautryðjendur. Nú er að- allega unnið úr undanrennu. Er undanrennu- mjölið mjög hentugt til súkkulaðigerðar og til alls konar kökugerðar. VÖRUVÖNDUN Mjólkurbú Flóamanna leggur mikla áherzlu á það að vanda sem bezt framleiðslu sína. Þessi viðleitni kemur fram þegar í eftirliti þess með framleiðslu bændanna. Bændur fá betra verð fyrir mjólkina eftir því sem hún er fitumeiri. Þetta hefur valdið því að fitumagnið hefur hækk- að verulega, líklega að meðaltali úr 3,5% í 3,9%. Og einn hreppur, þ. e. Hrunamannahreppur, fór yfir 4% meðalfitu og er enginn vafi á því að það er að þakka athyglisverðum kynbótum á naut- gripum. Þá er og strangt eftirlit haft með öllu hreinlæti á mjólkinni og eru bændur skyldaðir til að senda mjólk á hverjum degi. í Mjólkur- búinu sjálfu er viðhaldið fullkomnu hreinlæti og er t. d. lögð sérstaklega rík áherzla á það að nýmjólkursendingar til Reykjavíkur og annarra staða verði eins hraðar og frekast er unnt. Þegar hinar nýju byggingar mjólkui’búsins rísa verður þó enn auðveldara að vinna verkin skjótt og vel. Núverandi bygging er orðin alltof lítil fyrir reksturinn. ÞEIR SEM STJÓRNA Núverandi stjórn Mjólkurbúsins skipa: Egill Thorarensen formaður, Sr. Sveinbjörn Högnason, Eggert Ólafsson, Dagur Brynjúlfsson og Sigur- grímur Jónsson. Mjólkurbússtjóri hin síðustu ár hefur verið ungur mjólkurfræðingur Grétar Símonarson, sem hefur stjórnað allri starfseminni af röggsemi og hagsýni. Á hann sinn þátt í hinum miklu breyt- ingum og endurbótum, sem nú er verið að gera á Mjólkurbúinu. Vinstri myndin er úr mjólkurmjölsverksmiðjunni. Þar stendur Grétar Símonarson mjólkurbússtjóri og danskur starfsmaður búsins við ketilinn þar sem mjólkin er eimuð við undirþrýsting og 60 stiga hita. Hægra megin eru byggingamenn i óða önn að steypa hina nýju ostageymslu Mjólkur- búsins. í baksýn er hinn voldugi reykháfur gamla mjólkurbúsins. Hann verður bráðlega felldur. — Ljósm. Gunnar Rúnar. M§éikmr§®gsa&sirinn Þessar þrjár ljósmyndir tók Gunnar Rúnar í Mjólkurbúi Flóa- manna. Efsta myndin er tekin í ostageymslu búsins, þar sem ost- arnir eru geymdir og látnir gerjast í um mánaðartíma og sumar tegundir lengur, eða allt að tveimur árum. í miðjunni sjást rokk- arnir þar sem skyrið er síað og á neðstu myndinni er hin nýja og fullkomna smjörpökkunarvél Mjólkurbúsins. ★ NÚVERANDI STJÓRN MJÓLKURBÚSINS. Eggert Ólafsson, Sigurgrímur Jónsson, Egill Thorarensen, for- maður, Dagur Brynjúlfsson og sr. Sveinbjörn Högnason. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.