Morgunblaðið - 23.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 23. júli 1955 ] HERRA ALVÍSS EFTBR W. S. MAUGHAM Framhaldssagan 1 ÉG hafði óbeit á Max Kelado, jafnvel áður en ég kynntist hon- Stríðinu var ný lokið og far- þegastraumurinn með millilanda- skipunum var gífurlegur. Mjög erfitt var að fá viðunandi far- rými og maður varð, nauðugur viljugur, að sætta sig við þá afar- kosti, sem skipaafgreiðslunum þóknaðist að bjóða, hverjum og cinum. Óhugsandi var, að maður gæti fengið eins manns klefa, til að ferðast í, og ég þóttist því hafa himin höndum tekið, er mér bauðst svefnstaður í tveggja manna farþegaklefa. En, þegar mér var sagt nafn sambýlismanns míns, fauk gleði mín út í veður og vind. Það táknaði sama sem harðlokuð loftop og kýraugu, og hið tæra næturloft vandlega byrgt úti, alla ferðina. Það var í sjálfu sér nógu Skyndilega varð mér ljós skyld leiki á milli hins forna og hálf máða glotts myndarinnar og grettanna, er ég hafði séð á and- liti konunnar minnar, nóttina áð- ur. Já, það voru sömu gretturnar, og steinhöggvari hinna liðnu alda hafði tvímælalaust ætlað að túlka sömu tegund freistingar og girnd ar, með því að leggja áherzlu á munúðar og lostasvip hinna þykku vara og áferjusvip augn- anna. Ég leit af súlnamyndinni Og horfði á Ledu, hún naut út- sýnisins og virtist þungt hugs- andi, en svo leit hún til mín og sagði: „Hlustaðu.... Eg var, í nótt sem leið, að hugsa um söguna þína. Ég held ég viti nú, hvers vegna hún er ekki sannfærandi". „Hvers vegna er hún það ekki?“ spurði ég. „Þú ætlaðir að lýsa, með henni, bæði þér sjálfum og mér, var ekki svo?“ „Jú, að nokkru leyti“, sagði ég. „Jæja, þú byggðir á röngum forsendum í upphafi. .. Það sem ég á við er það, að manni finnst, að þú hafir ekki þekkt mig nógu vel, er þú skrifaðir söguna og raunar ekki sjálfan þig heldur. Kannske var það of snemmt að ræða um okkur tvö og samband okkar......Sérstaklega um mig. Þú hefur ekki séð mig eins og ég raunverulega er. Þú hefur gert mig of hugsjónalega". „Nokkuð annað og meira?“ „Nei, ekkert annað....... Ég held, að seinna, þegar við þekkj- umst betur, verður þú að endur- skoða söguna, eins og þú sagðir sjálfur í gærkveldi .... og ég er viss um að þá mun þér takast betur“. Ég svaraði henni engu, strauk að- eins hönd hennar, og meðan ég gerði það, leit ég yfir öxl henn- ar og virti fyrir mér súlnahöfuð- ið og andlitsmyndina, sem þar glotti við mér, í gerfi ógeðsleg skógarpúka. Mér varð ljóst, að ætti ég að byrja á nýjan leik með söguna, þá yrði ég að þekkja púkann eins vel og hinn nafnlausi steinhöggv ari hafði gert og það eitt nægði ekki. Einnig þyrfti ég og ekki síð- ur, að þekkja nákvæmlega and- stæðu hans. „Það mun eflaust taka langan tíma“, sagði ég hljóðlega og botn- aði þannig, upphátt, hugsanir mínar. Sögulok. slæmt, að þurfa að dvelja í fjórtán daga í klefa með öðrum manna (Ferðinni var heitið frá San Francisco til Yokohama), en sarnt hefði ég hugsað til þess hlutskiptis míns með minni ó- beit, ef sambýlismaðurinn hefði heitið hr. Smith eða hr. Brown. Er ég kom til skips sá ég, að farangur hr. Kelados, var þegar kominn á sinn stað og mér geðj- aðist hreint ekki að útliti hans, við fyrstu sýn. Það voru of mörg merki á ferðatöskunum og fata- kistan var of stór. Hann var þeg- ar búinn að raða upp öllum sín- um snyrtitækjum og hreinlætis- vörum og á þvottaborðinu sá ég ilmsmyrsl hans, hárvatn o. fl. Mér geðjaðist engan vegin að hr. Kelado. Ég lagði svo leið mína inn í reyksal skipsins, bað um spil og byrjaði að leggja kapal, en hafði naumast flett fyrstu spilunum við, þegar maður nokkur kom að borðinu til mín og spurði hvort ég héti ekki þetta og þetta, sem hann nefndi. „Ég er hr. Kelado" bætti hann við með brosi, sem sýndi tvær raðir glansandi tanna. „Ó já. Og við eigum að búa saman í klefa, eftir því sem ég bezt veit“. „Það kalla ég heppni. Maður veit aldrei, hver kann að verða klefanautur manns. Það gladdi mig stórlega, að heyra að þér væruð Englendingur. Ég vil að við Englendingar höldum saman, þegar við erum erlendis. Þér skiljið hvað ég meina?“ Ég drap titlinga: „Eruð þér Englendingur?“ spurði ég, kannske dálítið ósvífnislega. „Að sjálfsögðu. Yður þykir þó líklega ekki útlit mitt amerískt að sjá? Nei, ég er áreiðanlega enskur í húð og hár“. Og orðum sínum til stuðnings, tók hr. Kela- do vegabréf úr vasa sínum og veifaði því fyrir framan augun á mér. Georg konungur á marga kyn- lega þegna. Hr. Kelado var stutt- ur og þreklega vaxinn, skegglaus og hörundsdökkur, með stórt, bogið nef og mjög stór, glamp- andi, skær augu. Hig langa, svarta hár hans var liðað og gljá- andi. Málfar hans var mjög lið- ugt og benti alls ekki á enskan uppruna, að neinu leyti, og handa patið ákaft og yfirdrifið. Ég var i þess fullviss, að nákvæmari rann 1 sókn á vegabréfinu mundi hafa leitt þá staðreynd í ljós, að hr. Kelado væri fæddur undir blárri himni, en þeim, sem venjulega J sést í Englandi. „Hvað má bjóða yður?“ spurði hann. Ég horfði á hann, efagjarn á j svipinn. Vínbannið var í algleym- ingi og alls ráðandi, og sennilega var ekki til deigur dropi áfengis í skipinu. Þegar ég er ekki þyrst- ur, þá veit ég ekki, hvort ég hefi meira ógeð á engiferöli eða lím- onaði. En hr. Kelado sendi mér mjög austrænt bros: „Segið bara einlægnislega, hvort þér viljið fremur viskí og soda, eða óbland- aðan Martini". Hann tók úr báðum hliðarvösun- um á jakkanum flöskur og skák- aði þeim á borðið, fyrir framan mig. Ég kaus Martini og hann kallaði á þjóninn og bað um ís í skál og tvö glös. „Mjög góður drykkur“, sagði ég. „Nú, nú! Enn er mikið eítir, þar sem þetta var tekið, og ef ein- hverjir vinir yðar eru með skip- inu, þá segið þeim, að þér þekkið náuna, sem hafi að ráða yfir öllu þessa heims áfengi" Hr. Kelado var mjög ræðinn. Hann talaði um New York og San Francisco. Hann ræddi um knattspyrnu, kvikmyndir og stjórnmál. Hann var mjög þjóð- rækinn. Brezki sambandsfáninn er mjög áhrifamikill hlutur og hugtak, en þegar hann er aðal- umræðuefni einhvers manns frá Alexandríu eða Beirut, get ég ekki varizt því, að þykja vegur hans og tign sínu minni. Hr. Kela do var mjög kunningjalegur. Ég hefi enga tilhneigingu til að vera DEPILL LITLI 3 andlitið og á bak við eyrun. En Lóa sagði að það væri eng- inn þvottur. Tók Depil og þvoði honum rækilega með sápu og vatni, þótt hann léti illa, því kisubörn eru óþekk þegar þeim er þvegið, eins og margir aðrir krakkár. Síðan batt Lóa fallega slaufu um hálsinn á honum og sýndi honum svo í spegilinn og þá varð hann aftur kátur, því honum þótti mjög gaman að vera fínn. Dagarnir liðu einn á eftir öðrum og svo var kominn vetur. Dag einn sat Depill á útidyraþrepinu og horfði út. Þá sá hann hvar margar hvítar kúlur komu fljúgandi í loftinu. Nei, sko allar þessar hvítu flugur. Ég ætla að ná í þær og leika mér að þeim, hugsaði hann og greip eina í klóna. En þetta voru snjókorn, sem bráðnuðu og urðu að vatni þegar hann kom við þau. „Bíðið þið, bíðið þið,“ hrópaði Depill og hljóp niður göt- una á eftir snjókornunum. „Nei, hreint ekki,“ svöruðu snjókornin. „Við erum að flýta okkur. Við ætlum að verða að vatni og svo ætlum við að fara ofan í jörðina. Og þegar við erum komin þangað nógu mörg verðum við að heilli á. Svo sprettum við aftur upp úr jörðinni og rennum út í sjó. Þá tökum við nú lagið, því að þá er gaman að lifa.“ Og um leið urðu snjókornin að vatni, sem seig niður í jörðina. i „Ég skal samt ná í ykkur,“ sagði Depill og hljóp á spretti niður götuna á eftir snjókornunum, sem ráku upp skelli- hlátur um leið og þau duttu niður á jörðina. Þegar hann hafði elt snjókornin lengi, lengi, fann hann að honum var orðið kalt á fótum, og hugsaði að nú væri bezt að fara heim aftur. Selásbúar — Reykvíkingar Útiskemmtun heldur F. S. Á. austan Árbæjar sunnud. 24. júlí kl. 5 e. h. Til skemmtunar verður: Ræður, kórsöngur gam- anvísur, reiptog og bögglauppboð. Dansað á palli — Músik allan tímann. SKEMMTINEFNDIN 1 Afgreiðslumoður Röskur afgreiðslumaður með góða reikningskunnáttu ;j og rithönd, óskast nú þegar. — Fyrirspuinum ekki : svarað í síma. ■ H. BENEDIKTSSON & Cö. H.F. I ■ ■] Hafnarhvoll — Reykjavík ■•■■■ Chevrolet "47 sendiferðabíll á fólksbílsgrind, fremur lítið keyrður og í mjög góðu lagi, til sölu. Til sýnis að Drápuhlíð 26. kl. 3—3 í dag og 9—12 sunnudag. — Nánari upplýsingar í síma 81701. Traustur og kunnugur sölumaður óskast til að selja á íslandi búðarvigtir, armvogir og j: sláturhúsvélar. A/S Ingvald Christensen, Vægt- og Maskinfabrik Vesterbro 7, Odense, Danmark. Sælgætis- ng efnagerðin fíeyja | ;J verður lokuð vegna sumarleyfa frá 25. júlí til 12. ágústs. ■ 8ALIUUR Stærðir frá 1”—'7” Pappasaumur Paksaumur H. BENEDIKTSSON & CO. H.F. Hafnarhvoll — Sími 1228 MSallhvítar-Kveltið fæst i öllum búðum 50 kS' SnowWliftsTj^ WESSANíN VOaMUVtU • MOtlANO 25 kg. 10 pund SnawWFi 5 pund [ 5 punda bréfpoki 10 punda léreftspoki Hveitið er framleitt aðeins úr bezta hveitikorni Biðjið ávallt um „Snow White" hveiti ( M j allhvítarhveiti) Wessanen tryggir yður vörugæðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.