Morgunblaðið - 31.07.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.07.1955, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 31. júlí 1955 | FRA HRISEY. (Ljósmyndir Mbl. Ól. K. M.) Hrísey: Hjarta Eyjafjarðar ÞAR BÚA 300MANNS,SJÓSÓKNARAROG BÆNDUR Laxárrafmagn og hitaveifa í bigerð BÁTURINN klauf öldurnar, svo freyddi af kinnungunum. Veður var gott, en nokkur alda og við vorum á leið með lítílli ferju út í næststærstu ey á íslandi, Hrísey. Hjarta Eyjafjarðar hefur hún stundum verið nefnd þar sem hún rís frá sjó í miðjum firðinum, um stundarf jórðungs bátsferð frá Árskógssandi. Og þangað var förinni heitið, út í eyna, sem svo íjölmargir sigla fram hjá, en fæstir heimsækja; þar sem 300 íbúar lifa og tveir bílar aka um; þar hefur ein mesta útgerðarstöðin verið frá öndverðu við Eyjafjörð og þar hafa lifað sægarpar og kempur mann fram af manni. Jörundur Jörundsson, útgerðarmaður, t. marsson, hreppstjóri. v. og Þorsteinn Valde- bryggjunni hittum við að máli tvo af höfðingjum eyjar- innar, þá Þorstein Valdemarsson hreppstjóra og Jörund Jörunds- son útgerðarmann, föður Guð- mundar Jörundssonar útgerðar- manns á Akureyri. Eru þeir báð- ir gamlir og gerkunnugir Hris- eyíngar. Fylgdust þeir með okk- Ur um eyna, sögðu okkur sögu byggðarinnar og frá því hvernig málum væri þar háttað í dag. + BRAUTRYÐJENDUR í ÚTGERÐ í Hrísey eru fimm landnáms- jarðir, Syðstibær, Yztibær, Mið- bær, Saltnes og Hvatastaðir. Hin- ar síðarnefndu jarðir fóru í eyði upp úr Svarta dauða, eftir alda- mótin 1400, og nú eru aðeins byggðir tveir bæir á eynni. Útgerðarstöð myndaðist snemma í Hrísey og byggð spratt af henni og var það suðvestast á eynni. Upp úr aldamótunum var þar hin mesta framför og góðæri. Þá ráku Norðmenn það- an útgerð og atvinnurekstur, sem færði Hríseyingum atvinnu Og tekjur í aðra hönd og stóð svo alllengi. Á áratugunum fyrir aldaskiptin var mikil útgerð við fjörðinn, bæði á hákarlaveiðar og í veri og átti Hrísey drjúgan skerf í henni. Naut hún þar legu sinnar, í miðjum firðinum; stut.t var á miðin og síldin óð oft í kring um alla eyna á sumrum og langt innar eftir firðinum. Það var í Hrísey sem fyrst var tekið að salta fisk á Norðurlandi. Var það faðir Jörundar, sem fyrstur hófst handa við þá fiskverkun. Var það um 1860. Bar það þannig til að Tryggvi Gunnarsson, sem þá var forstjóri Gránufélagsins á Akureyri, kom eitt sinn til Hríseyjar og sá þar liggja tvær morknaðar lúður í flæðarmálinu. Var að undirlagi þeirra Tryggva og Jörundar fenginn maður frá Vestfjörðum norður og kenndi hann Eyfirð- ingum fyrstur að salta fiskinn og breiddist brátt sú verkunar- aðferð út um allan fjórðunginn. Fyrsti vélbáturinn sem kom til Eyjafjarðar var einnig gerður út frá Hrísey. Keypti Björn Jörundsson ÞRÁIN ár-1 ið 1903 og fylgdu margir í kjölfar hans. Stóð vélbátaútgerðin í eynni með blóma fram undir 1930 þeg- ar kreppan kom og voru 16 dekk- bátar í eynni þegar flest var. Eldey og Narfi og eru gerð það- an út fjögur skip á síldveiðar og vertíð fram yfir 1940. Síðan verður aftur hlé á út- gerðinni fram til 1948, þegar út- gerðarfélag Hríseyjar er stofnað. Keypti það stóran nýbyggðan bát, Ver að nafni og gerði hann út um nokkurra ára skeið, en reksturinn gekk erfiðlega, þar sem síldin brást ár eftir ár. Var það úr, að Ver var seldur í fyrra og í staðinn keyptur 18 smálesta bátur, Dröfn, sem gerður hefur verið út á handfæraveiðar og gengur sú útgerð allvel. í fyrra voru eirmig byggðir þrír átta smálesta vélbátar fyrir menn í eynni, og erum við þá komnir hringinn í útgerðarmál- um okkar, segir Þorsteinn Valde- marsson, aftur til litlu vélbát- anna, sem var fyrst hrundið fram hér árið 1903. Dalvíkingar og Árskógstrend- ingar hafa farið að dæmi þeirra Hríseyinga og látið smíða fyrir sig allmarga slíka litla báta. Hafa þeir verið gerðir út á línu og handfæri og útgerð þeirra gengið vel, mun betur og hagstæðar, en hinna stærri. Við veiðarnar eru nú aðeins notuð færi úr nælon. Er það góð nýjung og þörf fram- för, miklu léttara er að stunda fiskinn og 6—8 önglar eru nú hafðir á hverju færi. Draga Hriseyingar oft á þeim öllum. Að auki Drafnar og fjögurra minni vélbáta eru um 12 trillur gerðar út frá eynni. Samkomuhúsið stendur við fjöruna, upphaflega byggt sem fiskhús af Edinborgarverzlun. Nær rís sundlaugin hálfgerð. Þar koma heitu lindirnar í góðar þarfir ef nýttar verða. * FRIÐUN FYRIR NORÐURLANDI Lítið hefur þó fiskazt í vetur og í vor og er næstum eins og hafið sé þurrt af fiski, segir Jör- undur. Eina ráðið til þess að auka ' aftur fiskigengdina og afla- magnið er að friða stærra svæði fyrir Norðurlandi, allt svæðið innan við línu, sem dregin er frá Rauðunúpum til Grímseyjar og þaðan til Horns. Þá fyrst fjölgar fisknum í sjónum og aflinn glæðist aftur, segir Þorsteinn Valdemarsson. í Hrísey er bryggjan úr timbri, en það illa skordýr, sandmaðk- urinn hefur gert á henni mikinn usla, og etið hana mjög. Var f fyrra afráðið að klæða allan bryggjuhausinn járni, en varla Erh á bls. 11. Eftir árið 1930 dróst útgerðin Gfttumvnd: Yfir bæjarlífinu í Hrísey hvílir geðþekkur og rólegur blær eins og þessi mynd sýnir. — mjög saman í eynni en upp úr Fæstir Dæir komast nær því að vera það sem danskir nefna „maleriskir"; gömul, sérstæð og snoíut 1935 eru keypt ný skip þangað, nus vi$ hlykkjóttar göturnar, og næstum má lesa sögu kauptúnsins út úr hverju þeirra. Jarðsíminn Sæborg og Andey og síðar Ottó, hefur ekki enn haldið innreið sína, en 20 menn hafa talsíma í Hrísey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.