Morgunblaðið - 31.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.07.1955, Blaðsíða 16
h JMowQðtttMðfriÞ 171. tbl. — Sunnudagur 31. júlí 1955 Reykjavíkurbréf á bls. 9. Héraðsmót Sjálfstæðis- manna ■ V-lsafjarðar- sýslu um næstu helgi HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Vestur-Isafjarðarsýslu verð- ur haldið á Flateyri n.k. sunnudag, 7. ágúst, kl. 4 e. h. Ræðumenn verða Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, og Þor- valdur Garðar Kristjánsson, lögfræðingur, frambjóðandi Sjálf- «tæðismanna í sýslunni. Þá verða ágæt skemmtiatriði: Guðmundur Jónsson óperusöngv ari syngur einsöng og Haraldur Á. Sigurðsson, leikari, skemmtir. Síðan verður dansað. FJÖLSÓTT MÓT Héraðsmót Sjálfstæðismanna í V-ísafjarðarsýslu var síðast á Þingeyri 1953 og þótti þá takast sérstaklega vel, enda var það fjöl mennt, sótt af fólki alls staðar úr sýslunni. Sjálfstæðismenn í sýslunni erú nú í öflugri sókn og fylkja sér einhuga um hinn unga og dug- mikla frambjóðanda sinn. Heistaramé! fslands EINS og áður hefur verið auglýst fer Meistaramót íslands í frjáls- um íþróttum fram á íþróttavell- inum í Reykjavík dagana 6., 7. og 8. ágúst. LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 200 m hlaup, kúluvarp, há- stökk, 800 m hlaup, spjótkast, langstökk, 5000 m hlaup, 400 m grindahlaup. □--------------□ ídaq? VEÐURFRÆÐINGARNIR á ve»- urstofunni voru heldur bjartsýnir í gærdag. Bjuggust þeir við batn- andi veðri. Að vísu var spá þeirra SV-átt næsta sólarhring með skúrum á Suður- og Vesturlandi fram á sunnudagsmorgun. En þá töldu þeir lýkur til þess að sólin myndi gægjast fram. Víst er að það er von allra að sólin geri svo — og þá heldur meira en minna. Um hádegisbilið í gær gerði geysidembu í Reykjavík — svo mikla að fólksfjöldinn mikli á göt unum hvarf inn undir dyra- skyggni og á aðra staði þar sem afdrep var að finna. Þegar demb- an var hvað mest breyttist hún í haglskúr — en Veðurstofan segir að slíkt sé ekkert merkilegt um mikla dembu á sumardegi. Síldarbátur siglir út á miðin frá Siglufirði, eftir að hafa landað dágóðum slatta — (Á blaðsíðu 7 er Siglufjarðarbréf) — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Stefnl til sítdarmiðanna SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 100 m hlaup, stangarstökk, kringlukast, 1500 m hlaup, þrí- stökk, 110 m grindahlaup, sleggju kast, 400 m hlaup. MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 4x100 m boðhlaup, 4x400 m hoðhlaup, 3000 m hindrunarhlaup Fimmtarþraut. Þátttaka tilkynnist í Póst Box 1099 í síðasta lagi 4. þ.m. Mmkrium stórfjölgar um Íaiiíl allt SAMKVÆMT viðtali, sem Morg unblaðið hefir ált við Karlsen niinkabana, hefir hann skvrt svo frá, að minkunum í land- inu fari nú stórum fjölgandi. Hefir Karlsen á ferðum sínum um landið tekið eftir því, að í ár er miklu meira um minka- læður á ferli en undanfarin ár. Virðist þeim hafa skyndilega fjölgað af óþekktum orsökum. Hlytur því mikil fjölgun stofns ins að vera fyrir dyrum. Minkurinn á að jafnaði 5—8 ýrðlinga, en þeir geta orðið allt að 12 talsins. Heildartala minks ins í landinu er ekki kunn, en • Karlsen álítur hana yfir 10.000. Landlega síldarskipa SÍLDARSKIPIN liggja öll í höfn þessa stundina. Stormur er á mið itnum og tilgangslaust að reyna síldveiði á meðan svo er. Á Raufarhöfn lá mikill fjöldi ekipa. Búið var í fyrrakvöld að salta alia sem fyrir lá og menn »utu hvíldar. Var slegið í fjörug- an dansleik fram undir morgun. Veður til landsins er annars gott, þrátt fyrir storminn. Það er góður heyþurrkur nú sem að und anförnu. □--------------D Úisvör á Akranesi lækka frá s. I. ári AKRANESI, 29. júlí — Lokið er niðurjöfnun á Akranesi og verð- ur útsvarsskráin lögð fram í dag. Lagt var á 1000 einstaklinga og 39 félög Alls um 6,5 milljónir. Miðað við sömu tekjur og í fyrra lækka útsvörin bæði á einstakling um um 5% og sumar tegundir veltuútsvara lækka þó meira. — Hæstu gjaldendur eru: Harald- ur Böðvarsson & Co 527.670 kr. Fiskiver h.f. 181.774 kr., Heima- skagi h.f.. 106.217 kr., Kaupfél. Suður-Borgfirðinga 47.750 kr., Vélsmiðja Þorgeirs og Ellerts 45.155 kr., Fríða Proppé lyfsali 36.082 kr., Axel Sveinbjörnsson h.f. 32.547 kr„ Shell h.f. 30.000 kr„ Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjan 29.765 kr„ Verzl. Þórðar Ásmundssonar h.f. 28.210 kr„ Olíumiðstöðin S.f. 23.807 kr„ Sigurður Hallbjarnarson h.f. 20.975 kr. í kvöld ern það slúlkumar 1 KVÖLD leika norsku handknatt- leiksstúlkurnar sinn fyrsta leik hér á landi. Leikurinn fer fram á velli Ármanns við Miðtún og keppi nautarnir eru úrvalslið Reykjavík ur. — Strax á eftir leik stúlknanna hefst Islandsmótið í útihandknatt- leik karla og keppa F.H. og Ár- mann. Ilmandi þjófur í GÆR, á afgreiðslutíma, var stol ið úr glugga verzlunarinnar Tízk- ann, Laugavegi 17, mjög sjald- gæfu og dýru ilmvatni. — Glasið af slíku ilmvatni kostar yfir 400 kr. og aðeins keypt stöku sinnum. Þjófurinn mun hafa staðið inni í verzluninni og náð ilmvatninu á meðan mikið var að gera þar. íslenzki állinn betri en sá danski Koilsea fær tvo nýja veiðíhonda r i k leið veslur og norður ! KARLSEN minkabani er nú á förum norður og vestur á land en þar morar nú allt í minkum og hefir því Karlsen verið kvaddur þangað ásamt hundunum sínum. Fyrst fer hann á Mýr- arnar. Þá fer hann á Skarðsströndina, Reykhólasveit og víðar um við Breiðafjörð. 3 Km. Á SUNDI Minkurinn er nú kominn í út- eyjar Breiðafjarðar. Hefur hann ekki verið þar áður, og óttast nú bændur við f jörðinn ínjög, að varp leggist brátt niður í eyjunum, ef ekkert verði að gert. Mun mink- urinn geta farið allt að þremur kílómetrum á sundi. Bíislys BLÖNDUÓS í gær: Bílslys varð í Bólstaðarhlíðbrekku í dag. Bíll R-372, hrpaði um 20 m. út af veg- inum. Tvær konur voru fluttar í sjúkrahús, ekki hættulega meidd- ar, en fjórir aðrir í bifreiðinni hlutu skrámur. í EFTIRLIT Frá Breiðafirðinum fer Karlsen áfram norður til Sauðárkróks og í Fljótin. Þangað mun minkurinn nýkominn, seinni hluta vetrar, en þar er landgott mjög, fuglalíf fjöl skrúðugt og fiskigengd í vötnum, Þaðan heldur Karlsen til Mý-i vatns. 1 Mývatnssveitina komi minkur fyrst í vor og vofir nú háski mikill yfir þessari fögrn sveit, ef minknum þar verður ekki útrýmt. Karlsen vann greni í Hofstaðaey í Laxá, er hann var I Mývatnssveit í júní og annað dýr til. Fer hann nú þangað í eftirlit, NÝIR HUNDAR ' I fyrradag vann Karlsen eitfi minkagreni á Geldinganesi hér við Reykjavík, en á nesinu er mikið um mink. > Karlsen fær nú á næstunni tvó' góða veiðihunda frá Danmörku, I viðbót við þá fjóra, sem hann & fyrir. j KARLSEN minkabani er hinn mesti veiðimaður og það á margt fleira en minka. Undanfarin ár hefir hann stundað álaveiðar) í síkjum og pyttum hér í nágrenni bæjarins með ágætum ár-1 angri. Kveður hann íslenzka álinn mun betri en þann danska, sem þó þykir lostæti gott og hinn mesti herramannsmatur. Áfengisdrykkja !s- lendinga 1955 fyrir 20 >*»;ii; Uw MEÐ ÁLAGILDRUM Karlsen hefir kynnzt álaveið- um og veiðiaðferðum við þær í Danmörku Eru nokkur ár síðan hann hóf að leggja álagildrúr í smá ár fyrir ofan bæinn og gaf það hina beztu raun Hefir veiðin verið allmikil og auðveld við- fangs. BETRI EN SÁ DANSKI f Kveður Karlsen íslenzka álinn prýðilegan og mun það stafa af því, að hann þykir betri eftir því sem vatnið er kaldara sem hann vex í. Aftur á móti tekur það hann lengri tíma að vaxa og þroskast í köldu vatni en heitu. Tekur það 15—20 ár hér á landi en ekki nema 5—10 í Danmörku. Hafa Danir um 40 millj. kr. ár- legar tekjur af álaveiðum sínum, GEYMDUR LIFANDI Karlsen hefir geymt álinn allt j upp undir tvö ár lifandi í köss- | um og látið hann vaxa þar, og hefir hann verið hinn bezti mat- ur að því lcknu. FRÁ áfengisvarnaráðunautinum, Brynleifi Tobíassyni, hafa blaðinu borizt eftirfarandi upplýsingar um viðskipti Áfengisverzlunar ríkis- ins við landsmenn það sem af er af ( þessu ári. Hér á eftir fara krónu- j upphæðir þær, sem áfengi hefur | selzt fyrir á hinum þremur útsölu- J stöðum á landinu fyrra misseri j þessa árs. Reykjavík 34.9 millj. kr. Seyðisfirði 696 þús. kr. Siglu- firði 2.3 millj. kr. eða samtals 37.9 millj. kr. Samtals var selt fyr ir 84.1 millj. kr. yfir árið 1954. --------- ! BETSJAVlK 1 ABSSSFGS! A 1 $ 3! S F G II | SIOKKBéLMUI ) 31. leikur Stokkhólms: a5—a6. Jjj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.