Morgunblaðið - 31.07.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.07.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 31. júlí 1955 MORGUNBLAÐIÐ W Reykjavíkurbréf: Laugardagur 30. júlí * Svipur verzlunarinnar í dag — SkiEyrði bættra lífskjara og velmegunar — Abyrgðar- laus vaðall blaðs fjármálaraðherra — Ógeðþekkt yfirbragð stjórnarsamvinnu — Nauðsyn meirihlutastjórnar — Stóra húsið og pínulitli flokkurinn ^ Svipur verzlunarinn- ar í dag UM þessa helgi halda íslenzkir yerzlunarmenn hina árlegu hátíð sína. Hið innilokaða <rerzlunar- og skrifstofufólk leitar út úr kaupstöðum og bæjum til þess að njóta nokkurrar tilbreytingar um skamma stund í skauti náttúrunnar. En ef að líkum læt- ur verður dimmt í lofti hér sunnanlands um þessa helgi, eins og aðrar á þessu regnvota sumri. Mun það vafalaust kyrrsetja marga, sem ella hefðu haldið út í sveitina eða upp til fjalla. En hver er svipur verzlunarinnar sjálfrar í dag? Hann er í aðalatriðum sá, að innflutningur hefur verið nægur á árinu. Búðirnar eru fullar af vörum. Almenning- ur á kost á að fá allar venju- legar nauðsynjar sinar keypt- ar, hvar sem hann vill. í þessu felst mikil breyting og góð frá því sem var fyrir fjórum til fimm árum þegar haf- ist var handa um að draga úr höftum og bæta úr þeim vöru- skorti, sem bitnaði mjög á neyt- endum. Þá ríkti hér svartur mark aður og biðraðir og bakdyraverzl un settu svip sinn á viðskipta- lífið. Nú hafa yfir 70% innflutnings- ins verið sett á frílista. Erum við þó skemmra komnir áleiðis á því sviði en flestar aðrar þjóðir Vestur-Evrópu. 1 . Skilyrði bættra lífskjara og velmegunar DR. Jóhannes Nordal ræðir í síðasta hefti Fjármálatíðinda nokkuð um viðleitni vestrænna þjóða til þess að endurreisa frjáls viðskipti og útrýma gjaldeyris- Og viðskiptahömlum. Telur hann mikinn árangur hafa af henni ©rðið. Síðan kemst hann að orði á þessa leið: „íslendingar hljóta að fylgjast af athygli með þróun þessara mála. Með vaxandi frelsi í al- bjóðaviðsk'ptum mun samkeppn- ín harðna, bæði um verðlag og vörugæði. Þau lönd, sem geta staðið sig í þeirri samkeppni, snunu uppskera ríkulegan ávöxt 1 bættum lífskjörum og aukinni velmegun. En hinsvegar er hætt við, að þeim þjóðum, sem ekki tekst að koma á jafnvægi 1 gjald- •eyrismálum og standa verða utan við, reynist þungur róðurinn á hinum frjálsu mörkuðum og eigi «rfitt með að losa sig úr viðjum hafta og vöruskiptaverzlunar. Einnig er líklegt, að þessum 'þjóðum verði síður rétt hjálpar- hönd en að undanförnu“. Því miður hefur jafnvægis- stefnan átt örðugt uppdráttar hjá okkur íslendingum síðustu mánuði. Launabreytingar, sem •enga stoð eiga í aukinni fram- leiðslu þjóðarinnar hafa veikt grundvöll gjaldeyrisins að mun. Það er ekki leiðin til þess að bæta aðstöðu sína í samkeppn- inni við aðrar þjóðir um mark aðina. Það er þess vegna ekki leiðin til þess að bæta verzlun- arkjörin og lífskjör almennings. Frjáls og haftalaus verzlun er ekki fyrst og fremst hags munamát verzlunarstéttarinn- ar heldur hins almenna neyt- anda. Einstakir verzlunaraðil- ar geta stundum beinlínis grætt á höftunum enda þótt þau séu verzluninni yfirleitt fjötur um fót. En fólkið, al- menningur í landinu tapar mest á þeim. Það er verður að kaupa allt, sem að því er rétt. Frelsið til þess að velja og hafna er úr sögunni, samkeppn in líður undir lok En hún ein ið fyrir að vilja komast í eigið húsnkæði. En einhvernveginn hefur það ekki enzt Alþýðublaðinu til giftu að vera til húsa í áratugi í veglegri húsakynnum en nokk- uð annað íslenzkt blað. íslenzk- ur almenningur fær heldur ekki séð að þetta blað litla flokks- ins í stóra húsinu vaxi að veg- semd og manndómi fyrir það, að hamast gegn því að útbreiddasta blað landsins fái sæmileg starfs- skilyrði í eigin húsnæði. Alþýðuflokkinn á íslandi skortir hugsjónalega undir- stöðu. Honum dugir ekki að blað hans hafi það að höfuð- áhugamáli að hindra annað blað i að öðlast skapleg starfs- skilyrði. í því felst hvorki frjálslyndi né víðsýni. Það ber þvert á móti vott músarholu- sjónarmiðum, sem hvorki vekja traust né tiltrú. „Alþýðuhúsið“ í Reykjavík — Stórt hús — pínulítill flokkur! getur tryggt eðlilega og rétt- láta verðlagningu. Ábyrgðarlaus vaðall blaðs fjármálaráðherra REYKJAV ÍKURBÆR hefur orð- ið að hækka útsvör borgara sinna um 8,6 millj. kr. vegna hins hækkaða kaupgjalds, sem um var samið eftir verkfallið á s. 1. vetri. Ennfremur vegna útgjalda sinna í hinn nýja atvinnuleysis- tryggingasjóð. Kommúnistar og kratar, sem stóðu fyrir kauphækkununum, snérust arðvitað gegn því, að bærinn aflaði sér tekna til þess að standa undir hinum auknu útgjöldum Þeir greiddu meira að segja atkvæði gegn því að bæjarsjóður fengi peninga til þess að geta borgað í atvinnuleysis- tryggingasj óðinn! En bæjarfulltrúi Framsóknar tók sömu afstöðu. Og Tíminn lýsti því yfir rétt á eftir að bæj- arstj órnarn.eirihluti Sj álfstæðis- manna hefði „opnað allar flóð- gáttir“ fyrir dýrtíð og verðbólgu með þessari hækkun útsvaranna. Varla verður annað sagt en að blað fjármálaráðherrans sé nú orðið ábyrgðarlausasta blað, sem gefið er út á íslandi. Það hikar ekki við að slöngva slíkri ásökun framan í bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæði-manna í Reykjavík eftir að albjóð hefur heyrt Ey- stein Jónsson lýsa yfir því í út- varpsumræðum á Alþingi, að auðvitað verði ríkissjóður að afla sér aukinna tekna með nýjum sköttum til þess að mæta þeim auknu útgjöldum, sem hækkað kaupgjald leggi honum á herðar að greiða. Og ríkisstjómin er meira að segja byrjuð á að afla sér þessara tekna. Það eru þegar liðnar vikur og mánuðir síðan verð á brennivmi var hækkað veru- lega af fyrrgreindum ástæð- um. Svo kemur Tíminn og segir að Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi „opnað flóðgáttir" með þeirri hækkun útsvaranna, «em leiðir af hinum nýja kjarasamn- ingum!! Framsóknarmálgagnið er svo sem ekki að sveigja að stjórn- arandstöðunni, hinum sósíalísku flokkum, fyrir að bera ábyrgð á auknum útgjöldum ríkis og bæja. Nei, það skellir allri skuldinni á | Sjálfstæðismeirihlutann í bæjar- istjórn Reykjavíkur Ógeðþekkt yfirbragð stjórnarsamvinnu Það er sannarlega engin furða þótt mörgu fólki virðist yfirbragð núverandi stjórnarsamvinnu frek ar ógeðþekkt. Tveir stærstu flokkar þjóðarinnar hafa gert með sér málefnasamning um framkvæmd margra þjóðnytja- mála, sem fullkomin eingin ríkti um. Það ríkir enginn ágreining- ur um rafvæðingu landsins eða um umbæturnar í húsnæðismál- unum, milli Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna. Ekki heldur um hverskonar mögulega eflingu bjargræðisvega landsmanna til sjávar og sveita. Hinir tveir flokkar eru sammála um stefn- una í þessum málum 1 stórum dráttum. En málgagn annars stjórnmála- flokksins, Tíminn, leggur engu að síður á það höfuðáherzlu að j freista þess, að ljúga æruna af j samstarfsmönnum flokks síns. Á1 því er hamrað viku eftir viku og j mánuð eftir mánuð að Sjálfstæðis menn séu mótfallnir rafvæðing- unni og sitji á svikráðum við hana og umbæturnar í húsnæðis- málum, svo ekki sé nú minnst á stuðninginn við landbúnaðinn, Fiskveiðasjóð o. s frv. Tíminn segir að Sjálfstæðismenn séu á móti öllu slíku. Þetta sé heldur ekkert óeðlilegt, þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn sé bcfaflokkur, „Suður-Ameríkuíhald“, sem eigi þá hugsjór. æðsta að svíkja og stela af alþýðu manna. Á hinu leitinu segir Tíminn svo fullum fetum, að full hætta sé á að bófaflokkurinn, sem Framsóknarmenn eru í stjórn með vinni hvorki meira né minna en 10 þingsæti af Framsóknar- flokknum í næstu kosningum. Ekki er nú samræmið mikið í málafylgjunni. Og ekki virðist virðing Tírnamanna rótgróin fyr- ir heilbrigðri dómgreind almenn- ings í landinu. Það er ekki hægt að komast hjá að segja það, að allur mál flutningur Tímans og fram- koma þessa aðalmálgagns Framsóknarflokksins gagnvart samstarfsflokknum retur mjög ógeðþekkan blæ á stjórnar- samstarfið í augum þjóðarinn- ar, a. m. k. út á við. Af mál- flutningi Tímans verður ekki annað séð en að eilífur eldur brenni innan ríkisstjórnarinn- ar, enda þótt ekki sé vitað að þar ríki neinn ágreining- ur um stjórnarstefnuna í heild. Sýnir nauðsyn meirihlutastjórnar EN allt sýnir þetta betur en áð- ur nauðsyn þess að hreinar línur skapist í stjórnmálum íslend- inga. Þjóðin þarf að fá einum flokki hreinan þingmeirihluta. Þá getur l.ún dregið hann einan til ábyrgðar fyrir stjórnarstefn- una, styrkt aðstöðu hans ef hon- um ferst stjórnin vel en svipt hann völdum og fengið þau öðr- um ef hann stjórnar illa. Þetta er það, sem þarf að ger- ast til þess að heilbrigt og rétt- látt stjórnarfar skapist í land- inu. Og þjóðin vill skapa sér heilbrigt stjórnarfar og hreinni línur í þjóðmálabaráttuna. Hún er orðin leið á klögumálum sam- stjórnarflokka, sem reyna að firra sig allri ábyrgð, þakka sér allt sem sæmilega hefur tekist en kenna samstarfsflokknum eða flokkunum, allt það, sem miður hefur farið. Tíminn hefur orðið til þess, bæði beint og óbeint, að draga galla samstjórnarskipulagsins fram í dagsljósið. Hinar lúalegu og drengskaparlausu bardaga- aðferðir hans gagnvart samstarfs flokknum hafa dregið íslenzka stjórnmálabaráttu niður á lægra stig en henni ber, og lengra nið- ur en almenningur í landinu kann við Það munu þeir menn áreiðanlega staðreyna, sem gef- ið hafa tóninn í skrifum Tímans. Stórt hús — pínulítill flokkur ALÞÝÐU FLOKKURINN á ís- landi er lítill flokkur, — pínulítill flokkur. En hann á stærra hús fyrir flokksbækistöðvar en nokk- ur annar flokkur í landinu. Þar eru flokksskrifstofur hans og blað til húsa. Svo einkennilega vill til, að málgagn Alþýðuflokksins, sem átt hefur þetta stóra hús í um það bil tvo áratugi er ákaflega áhugasamt um að rægja Morgun- blaðið fyrir það, að vilja eignast þak yfir starfsemi sína. En Mbl er eins og kunnugt er leigjandi í einu elzta húsi höfuðborgar innar og býr þar við þröngar og gersamlega ófullnægjandi að- stæður. Alþýðublaðið hefur mánuð eft- ir mánuð skammað Morgunblað- Búlgarar telja að- stöðu sína il!a LONDON, 30. júlí: TIL marks um það að Búlgarar sjálfir telja aðstöðu sína illa í sambandi við árásina á Israels- flugvélina, hefir verið vakin at- hygli á því, að a. m. k. fjórir ráð- herrar eru í nefndinni, sem búlg- arska stjórnin hefir sett til þess að rannsaka málið. Meðal ráðherr anna éru utanríkisráðherrann, innanríkisráðherrann og land- varnamálaráðherrann. ★ BRESKI flugstjórinn, Stanley Hinks, sem stjórnaði Israels-flug- vélinni, sem skotin var niður yfir Búlgaríu, átti mikinn frægðarferil að baki sér. Hinks gekk í þjónustu brezka flughersins árið 1938 og varð síð- ar kennari flugliða í Kanada. Síð- ar var hann í þjónustu brezku hirðarinnar. Hann stýrði flugvél- inni, sem flutti Georg VI. og drottningu hans til Norður-lr- lands árið 1945, og var það í fyrsta skifti sem brezkur konung- ur ferðaðist með flugvél. — Við þetta sama tækifæri hlaut þáver- andi Elísabeth prinsessa, flugskírn sína. Hinks hafði áður stýrt flugvél- um er fluttu Sir. Winston Churc- hill, Attlee, forsætisráðherra, Alan brook marskálk, o. fl. Á meðan Hinks gengdi flugþjón ustu í Argentínu, flutti hann m. a. Evu Peron, forsetafrú á Evrópu- reisu hennar. — Siglufjarðarbréf Framh. af bls. 7 hefur Alþingi nú, íyrir forgöngu Einars Ingimundarsonar, þing- manns Siglfirðinga, samþykkt þá vegagerð. HAGSMUNIR RÍKISINS Á þessu sumri eru 25 ár síðan Síldarverksmiðjur ríkisins tóku fyrst mót síld til vinnslu hér í Siglufirði. í dag á ríkið hér verk- smiðjur og byggingar upp á marga milljónatugi. Á 25 ára af- mæli þessa ríkisfyrirtækis blasir við sú staðreynd, að áframhald- andi síldarleysi myndi,- ef ekki verður. gripið til róttækra ráð- stafana, þýða fólksflótta úr Siglu firði, hrörnandi bæ, sílækkandi verðmæti þeirra miklu eigna, sem ríkið sjálft á hér. Ríkið sjálft á því mikilla hagsmuna að gæta hér, hagsmuna sem ráðandi aðil- um væri hollt að minnast á 25 ára afmæli Síldarverksmiðja rk- isins. | 25. júlí 1955. Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.