Morgunblaðið - 05.08.1955, Page 1
16 síður
Sendiherra-
fundurinn i Genf
Bandaríkin geta ekki viðurkennt stjórn
Rauða Kína
svo lengi sem þetta ríki er brennimerkt
afSÞ sem árásaraðili í Kóreustyrjöld-
mrn, segir
Eisenhower
WASHINGTON, 4. ágúst.
BANDARÍKIN geta ekki viðurkennt stjórn Rauða Kína svo lengi
sem Sameinuðu þjóðirnar brennimerkja þetta ríki sem árásar-
j aðila í Kóreustríðinu, sagði Eisenhower forseti á blaðamanna-
fundi sínum í dag. Og engin viðurkenning felst í því, að fulltrúi
Bandaríkjanna í Genf talar um kínverska sendiherrann sem full-
trúa kínverska alþýðulýðveldisins.
Bandariski sendiherrann í Prag, Alexis Johnson, og kínverski sendiherrann í Póllandi, Wang Pin-
Nan, brosa og veifa í kveðjuskyni við komuna til Genfar um síðustu helgi. — í morgun komu sendi-
herrarnir enn saman til fundar til að ræða höfuðmálin á dagskrá fundarins — heimsendingu
bandarískra borgara í Rauða Kína og kínverskra stúdenta í Bandaríkjunum. Næsti fundur sendi-
herranna verður á mánudag. Allt bendir til þess, að umræðurnar muni dragast á langinn, þar sem
málunum virðist ekki enn miða vel í samkomulagsátt.
Genfarráðstefnan markaði tíma-
mót í samskiptum fjórveldanna
Tillaga Edens um fimmvelda-
bandalag er verð nákvæmrar
ihugunar, sagði Bulganin
MOSKVTJ, 4. ágúst.
ÆÐSTA RÁÐ Ráðstjórnarríkjanna kom í dag saman til fund-
ar í Moskvu til að hlýða á skýrslu Bulganins forsætisráð-
herra um þann árangur, er náðst hefði á Genfar-ráðstefnunni.
Kvað Bulganin fjórveldaráðstefnuna hafa verið sögulegan við-
burð, er markaði tímamót í samskiptum stórþjóðanna fjögurra.
Sagði forsætisráðherrann, að Þ
Ráðstjórnin liti svo á, að til-
laga Edens um öryggisbanda-
lag, er Vesturveldin þrjú, sam-
einað Þýzkaland og Bandarík-
in skyldu gera með sér, væri
þess verð að íhuga hana mjög
nákvæmlega.
< ★
Hinsvegar taldi hann, að til-
laga Eisenhowers um gagn-
kvæm skipti Rússa og Banda-
ríkjamanna á hernaðarlegum
upplýsingum, hefði ekki raun-
hæfa þýðingu. Eins og menn
munu minnast, lagði Eisenhow-
er til, að Rússar og Banda-
ríkjamenn heimituðu hvor öðr-
um að taka myndir úr lofti af
hernaðarmannvirkjum. Vakti
tillagan mikla athygli og þótti
sýna mikla einlægni af hátfu
Bandarikjamanna — en lítil
svör fengust við henni af
Rússa hálfu á ráðstefnunni.
Ráðherrann ræddi einnig sam-
einingu Þýzkalands, og kvað hann
1 þessu allt undir því komið, að
Evrópuþjóðimar hefðu með sér
®terk samtök um öryggismál álf-
'unnar. Sagði ráðherrann, að sam-
eining Þýzkalands gæti ekki náð
fram að ganga viðstöðulaust,
vegna þess ólíka efnahagskerfis
Og stjórnarfars, er Vestur- og
oAustur-Þýzkaland byggju við.
41 farost
og 21 meiðast
í nómuslysi
• GELSENKIRCHEN 4. ágúst.
— í dag varð í Gelsenkirchen í
Ruhr-héraðinu eitt óhugnanleg-
asta námuslys, er orðið hefur í
Vestur-Þýzkalandi, síðan styrj-
öldinni lauk. Mikil sprenging
varð i námunni og 41 maður
fórust, en 21 særðust og er mörg-
um hinna meiddu ekki hugað líf.
Enn þá loga eldar niðri í nám-
unni og slökkviliðið hefur átt
mjög erfitt með að athafna sig
sögum hins mikla hita og reyks
í námugöngunum.
• Árdegis í morgun varð
slökkviliðið að hörfa upp úr
námunni, en siðdegis í dag fóru
hópar manna niður í námugöngin
til að reyna að koma í veg fyrir,
að eldurinn breiddist meira út.
Álitið er, að eldur hafi verið
kominn upp í námunni áður en
sprengingin varð. Sjötíu og átta
30 farust
í flusslysi
Rolla, 4. ágúst.
★ ÞRJÁTÍU manns fórust, er
bandarísk farþegaflugvél hrapaði
við Rolla í Missouri-fylki í Banda-
ríkjunum í dag. Flugvélin var á
leið frá St. Louis til Tulsa í Okla-
homa, er flugstjórinn sendi út
skeyti um, að kviknað væri í vél-
inni, og hann myndi reyna að
nauðlenda. Flugvél þessi var af
Convair-gerð með þriggja manna
áhöfn og 27 farþega innanborðs.
—- Reuter-NTB.
Kvaðst forsetinn ckki átíta
timabært, að æðstu menn stór-
veldanna héldu ráðstefnu um
Asíumálin. Þetta vandamál er
enn svo langt undan. að þýð-
ingarlaust er að ræða mögu-
leika á slíkri ráðstefnu, sagði
forsetinn.
★
Drap Eisenhower nokkuð á þau
ummæli Dulles, að sendiherra-
fundurinn í Genf kynni að leiða
til þess, að utanríkisráðherrar
Rauða Kína og Bandaríkjanna
settust á rökstóla við samninga^
borðið.
Eisenhower var spurður um,
hvort Genfarráðstefnan myndi
breyta nokkuð afstöðu Banda-
ríkjanna til Formósustj órnarinn-
ar. Svaraði Eisenhower því til,
að bæði hann og utanríkisráðherr
ann hefðu þegar ítrekað það
nokkrum sinnum, að þeir ræddu
ekki málefni vina sinna að þeim
fornspurðum. Bandarikjamenn
teldu þjóðernissinnastjórnina á
Formósu til vina sinna, og vildu
þeir ekki ræða framtíð þeirra |
eða örlög að þeim fjarstöddum.
★
Forsetinn kvað það skoðun
sína, að Bulganin myndi eftir
sem áður leita úrlausnar í af-
vopnunarmálunum, þó að
hann hefði í ræðu sinni í
æðsta ráðinu i dag, vísað á bug
tillögu Bandaríkjamanna um
ljósmyndun af hernaðarmann-
virkjum úr lofti.
Skýrði hann svo frá, að Banda-
ríkin myndu á næstunni leggja
fram í SÞ nýjar tillögur í af-
vopnunarinálunum. Sagði for-
setinn, að hverjar þær tillögur,
er Ráðstjórnin hefði fram að færa
að færa í þessum efnum yrðu
teknar til vinsamlegrar athug-
unar. Kvað hann ekki ástæðu
til að ætla, að vetnissprengjutil-
raunirnar, er nú hefðu hafizt að
nýju í Ráðstjórnarnkjunum,
boðuðu afturhvarf Rússa til óvin-
samlegrar stefnu í utanríkismál-
um.
Asdictækin anðvelda
mjög sildarleit
Eru nú í 30 bátum.
IGÆR var sagt hér í blaðinu frá, er síldarbátur sá 700 mála torfu
í asdictæki sínu, missti hana, en vísaði öðrum bát, sem ekki hafði
tækið á torfuna. Kom þar í ljós hve mikið gildi asdictækin hafa
og hve auðveldara bátum reynist að fá síld með aðstoð þessara
nýju tækja. Á síldarvertíðinni í fyrra voru aðeins 4 bátar með
asdictæki, en í sumar eru þeir 30 talsins.
NÁÐ GÓÐUM KÖSTUM
Meðal þeirra báta, sem hafa
asdictæki á síldarvertíðinni í
sumar, eru Jörundur, sem nú er
aflahæsta skipið og Snæfell frá
Akureyri. Fyrstu síld sína, 1200
tunnur, fékk Jörundur með hjálp
asdictækisins og Snæfell mun
hafa náð síld í 6 köstum með
aðstoð þess.
DÝPTARMÆLIR LÍKA
Asdictækin eru sjálfritandi
hljóðbylgjutæki og gefa til
í 1000 metra fjarlægð í sjónum
og allt að 150 metra niður með
25 geisla. Eru þau fyrst og fremst
notuð á síldveiðunum. Sambyggð
ur tækinu er líka dýptarmælir,
sem notaður er við fiskileit og
hefir hann komið að góðu gagni.
Nær mælirinn niður á 500 faðma.
NORSK UPPFINNING
Asdictækin eru norsk upp-
finning og komu fyrst hingað til
lands árið 1044. Eru þau í fjölda
norskra fiskibáta, en næstir í
notkun þeirra koma íslending-
menn fórust í sprengingu, er varð. kynna á pappírsræmu hvar síld-1 ar. Kosta þau um 40.000 krónur
‘ í
Frh. á bls. 2.í þessari námu árið 1950.
in er í sjónum. Draga þau upp 1 óniðursett.
Rússar hefja að
nýjo
meÖ kjarnorkuvopn
• WASHINGTON, 4. ágúst. —
Tilraunir með kjarnorkuvopn
hafa hafizt að nýju í Ráðstjórn-
arríkjunum undanfarna daga. —«
Bandaríska kjarnorkumála-
nefndin skýrði frá þessu í Wash-
ington í dag. í skýrslu nefndar-
innar segir, að þetta boði senni-
lega upphaf umfangsmikilla til-
rauna með kjarnorkuvopn. Ekki
var þess getið, hvort hér væri
um vetnissprengjutilraunir a3
ræða. í júní s.l. tilkynnti kjarn-
orkumálanefndin, að tilraunir
með kjarncrkuvopn hefðu verið
gerðar í Ráðstjórnarríkjunum f
allt að því heilt ár.
Vísindamenn í Bandaríkjunum
geta fylgzt með slíkum tilraunum
með því að mæla áhrif geisla-
virkra efna í andrúmsloftinu.
Reuter NTB
„Stjörnulurnai“
ó gervihnöttum
★ KAUPMANNAHÖFN, 4.
ágúst: — Bandarískir verk-
fræðingar og stjörnufræðingar
vinna nú að áformum um að
koma upp stjörnurannsóknar-
stöðvum á gervihnöttum þeim
sem gert er ráð fyrir, að send-
ir verði út fyrir gufuhvolfið á
árunum 1957—1958. Banda-
rískur verkfræðingur skýrði
frá þessu á alþjóða þingi
stjörnufræðinga, sem nú stend
ur yfir í Kaupmannahöfn.
Verða „stjörnuturnarnir“ bún
ir sjálfvirkum tækjum, er
senda niðurstöður rannsókn-
anna til jarðarinnar.
— Reuter-NTB