Morgunblaðið - 05.08.1955, Side 9

Morgunblaðið - 05.08.1955, Side 9
Föstudagur 5. ágúst 1955 MORGUNBLAÐItí Kommúnistaflokkur Japans breytir um baráttuabferbir Hann er lítill, áhritalaus og hálftuskulegur JAPANSKI kommúnistaflokk- urinn hefur nú brcytt um haráttuaðferðir og vonast leið- togar kommúnista til, aS þeir auki mjög fylgi sitt þar í landi á næstu mánuðum. — Kommún- istar hafa nefnilega lýst því yfir, að þeir muni hætta allri neðan- jarðarstarfsemi í landinu. Þegar Kóreustyrjöidin hófst, tóku jap- anskir kommúnistar að grafa Undan ríkisstjórn landsins, stofn- Uðu neðanjarðardeildir gamalla í>g þrautreyndra kommúnista og hófu skipulega herferð á hendur Jósída, þáverandi forsætisráð- herra. HERNÁMID ÓVINSÆET Þeim hefUr gengið allsæmilega, isnda hafa þeir átt nokkrum vin- sældum að fagna meðal almenn- iings vegna hins fjölmenna her- liðs Bandaríkjamanna, sem dval- izt hefur í landinu frá styrjaldar- lokum. — Þá her þess einnig að minnast, að kommúnistar hafa notið leiðsagnar Samzos Nosakas, sem „alinn var upp“ í foringja- skóla kommúnista í Jenan. Nos- aka varð þó fyrir aðkasti Komin- forms 1949 fyrir stefnu sína og baráttuaðferðir og hefur sól hans lækkað mjög síðan. Kuijiskí Tok- uda, sem fékk þjálfun sína í Moskvu og þykir afburða stjórn- ari hefur látið æ meira að sér kveða hin síðari ár. Stefna hans var harðvítugri en Nosakas, eins og sjá mátti af óeirðum komm- únista 1. maí 1952. GERÐUR ÚTLÆGUR Síðar var Tokuda gerður út- lægur af japönsku stjórninni og margir leiðtogar kommúnista teknir höndum. Tokuda hélt þó ekki úr landi, heldur fór hann huldu höfði, eins og fjölmargir kommúnistaleiðtogar aðrir í Jap- an, og skipulagði skemmdar- og neðanjarðarstarfsemi flokksins. Flokknum var því raunverulega Btjórnað úr launsátri, ef svo mætti að orði kveða. „FRIÐSAMLEGRI" SKEMMDASTARFSEMI í byrjun þessa árs varð nokk- lir breyting á stefnu flokksins og var hún fyrst tilkynnt í málgagni hans, Akahata. Þar var frá því skýrt hinn 1. janúar s.l., að „frið- samlegar yrði unnið að því að koma á vinstri stjórn en hingað til.“ — Þessi stefnubreyting átti rætur sínar að rekja til fyrir- mæla nýs áhrifamikils leiðtoga, Joshíos Shigas, sem einnig hafði farið huldu höfði um nokkurt skeið, enda þótt enginn fyrirmæli hefðu verið gefin út um það að íaka hann höndum. mmmrmwmú f vrrv. Jósída, forsætisráðherra Japans. 1 KOMMÚNISTI Á ÞINGI Stefna Shigas er sú að eiga gott samstarf við ÖII vinstri öfl- in í landinu. Kom það vel í ljós fyrir kosningarnar í febrúarmán- yfir, að hann vonaðist til, að kommúnistaflokkurinn fengi aft- ur þau 35 þingsæti, sem hann hélt einu sinni. Aftur á móti eru menn almennt þeirrar skoðunar, að kommún- istum takist ekki að auka fylgi sitt þrátt fyrir hina nýju stefnu. Þeir eru að reyna að hanga á utanríkisstefnu japönsku stjórn- arinnar. Hún er, eins og kunnugt er, heldur vinsamlegri rússnesk- um kommúnistum en sú stefna, sem Jósida fylgdi. En kommún- istar græða áreiðanlega litið á þessari nýju utanríkisstefnu. Sannleikurinn er sá, að með henni hefur Japansstjórn sleg- ið vopnin úr höndum þeirra, á Iíkan hátt og þegar Nehrú eyddi öllu púðri indverskra kommúnista með Moskvu-för sinni. ★ ★ ★ ÞAÐ eina, sem gæti e. t. v. kom- ið kommúnistum til hjálpar í Japan, er það, að atvinnuleysi eykst nú talsvert þar í landi. En samt býr þjóðin í heild við all- góðan efnahag. Verkamenn og smábændur eru lítt ginkeyptir fyrir kosningaloforðum kommún- ista; þeir hafa hingað til skellt skolleyrum við fagurgala þeirra og vísað þeim á bug, eins og sjá má af kosningaúrslitunum í febr. s.l. ) Því ma og bæta við, að sam- kvæmt upplýsingum öryggis-' máladeildar innanríkisráðu-1 neytis landsins er áætlað, að flokksbundnir kommúnistar í Japan séu um 100 þús., en auk þess hafi hann góðan stuðning um 200 þús. nytsamra sakleys- ingja. — Það þykir athyglis- vert, að mikill meiri hluti flokksbundinna kommúnista eru „fínir, en óánægðir borg- arar“, eins og eitt blaðanna hefur komizt að orði. Komm-1 únistaflokkur Japans er því ] engan veginn „flokkur alþýð- unnar“. Einar, dr. Björn og Steindór við Dalsárkofa. Ingvi tók myndina. á gróðurfari á Gnúpverjaafrétti Dr, Björn Jóhannesson gengst fyrir þeim athugunum Hatójania, núv. forsætisráðherra Japans uði s.I., og gerðu kommúnistar jafnvel kosningabandalag við jafnaðarmenn í nokkrum kjör- dæmum, svo að vinstri atkvæði færu ekki til spillis. Shiga bauð sig fram í Ósaka og var eini kommúnistinn, sem kosningu hlaut til japanska þingsins. Hann átti nýlega viðtal við blað eitt í Japan og lýsti því þá (Öll réttindi áskilin). Fll• • >V * • • 1 1 loðsigjold GJÖGUR, 3. ágúst: — Ágætis þurrkar hafa verið hér á Strönd- um undanfarna daga og flestir bændur eru nú að halda töðu- gjöldin. Ekkert af töðunni hefur hrakizt. Sláttur á engjum er víð- ast að hefjast. — Regína. Uppþot í Tókíó, sem kommúnistar stóðu fyrir. Oft fara menn í smærri eða stærri hópum upp um fjöll og öræfi í þeim tilgangi að lifa þar hinu frjálsa fjallalífi, en veðurlagið undanfarnar vikur hefir að vísu ekki verið sér- lega hentugt til slíkra ferða. ★ UM síðustu helgi komu fimm fjallaferðalangar til Reykjavík- ur, er höfðu verið á Gnúpverja- afrétt, síðan 19. júlí s. 1. Fengu þeir bærilegt veður, er þeir voru á fjöllunum, þó hér í Reykjavík þornaði varla á steini bann tíma. Fyrirliði ferðafélaganna var dr. Björn Jóhannesson. í fylgd með honum voru þeir Steindór Stein- dórsson, menntaskólakennari á Akureyri og aðstoðarmenn dr. Björns við Atvinnudeildina, Ein- ar Gíslason og Ingvi Þorsteinsson, en fylgdarmaður þeirra félaga um óbyggðirnar var Ágúst Sveinsson að Ásum í Gnúpverja- hreppi. NÝSTÁRLEGT ERINDI Erindi þessara manna var ný- stárlegt. Þeir fóru þessa ferð til að rannsaka og kortleggja gróður á fjöllunum og til að at- huga hvernig honum vegnaði, hvort um væri að ræða framför eða hnignun. Þeir gistu í fjalla- kofum gangnamanna. Svo lítið var um úrkomu á fjöllunum, að þeir gátu sinnt störfum sinum alla dagana nema einn, þegar rigning var á, og þótti við vel sloppið samanborið við úrkom- una, er var í byggð þá daga. Rannsóknir sínar og athugan- ir á gróðurfarinu byrjuðu þeir niður við Þjórsárdalsgirðinguna, fóru síðan upp með Þjórsá, allt inn að svokölluðum Fjórðungs- sandi um 45 km leið, en á þessu svæði er að kalla óslitið gróður- , belti meðfram ánni, mismunandi breitt. LOFTMYNDIR TIL STUÐNINGS Myndir voru teknar úr lofti af þessu svæði á árunum 1953 og 1954. Höfðu þeir þessar myndir með sér í ferðina, og mörkuðu á þær gróðurlendið og helztu gróð- urfélögin, svo og ógróið land á rannsóknarsvæðinu. BYRJAÐ I HOLTUM OG LANDSVEIT Dr. Björn gekkst fyrir þessum leiðangri, m. a. til þess að fá nokkra vitneskju um það, hve kostnaðarsamt það yrði að afla heildaruppdráttar af gróðurlend- um landsins, smáum eða stórum eftir atvikum. En það verður að sjálfsögðu lokatakmark að gera gróðurkort af öllum afréttum landsins. Jafnframt er nú unnið að jarðvegskortagerð í byggðar- lögum landsins og m. a. rann- sakað efnainnihald jarðvegsins og eðlisástand. Hafa Björn og samstarfsmenn hans þegar gert kort af Þykkvabæ, Holtum og Landsveit. ONNUR FERÐ UM SAMA SVÆÐI Steindór Steindórsson fór um Gnúpverjaafrétt sumarið 1940. Varð það mikill akknr fyrir þá félaga, sem nú fóru um afréttinn, að þeir urðu aðnjótandi þekking- ar Steindórs á þessu svæði og á ísl. gróðurfari yfirleitt. Séu hinar 15 ára gömlu athuganir Steindórs bornar saman við gróðurinn á Gnúpverjaafrétti nú, er greinilegt að á innanverðum afréttunum hafa rofabörð gróið síðanogveru legur nýgróður hefur komið fram, þar sem uppblásturinn hefur skilið eftir nokkrar moldarleifar, einkum þar, sem raki er í jörð. Steindór telur þetta eðlilega af- leiðingu af fjárfæðinni undanfar- in ár. Um neðanverðan afréttinn hefur uppblásturinn sumsstaðar haldið áfram á síðustu árum, t. d. í Sandafelli. Ekkert fé hefur verið veitt af fjárlögum til könnunarferða sem þessarar, en landbúnaðarráð- herra, Steingrímur Steinþórsson, hefur mikinn áhuga fyrir að greiða fyrir þessum málum sem og öllu því, er gæti stuðlað að aukinni varkárni gagnvart gróðri og skynsamlegum landnytjum. Sandgræðsla ríkisins styrkti og þennan leiðangur með góðu fjár- framlagi. Á þriðjudaginn var komu heim til mín þeir dr. Björn, Steindór og Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri. RÁÐGAZT UM ÁFRAMHALD Var þá rætt um þetta mál og rannsóknirnar á Gnúpverjaaf- rétti. Voru allir á einu máli um það, að nauðsynlegt væri að dr. Bjöm fengi færi á að halda þess- um athugunum áfram, og að þær gætu orðið sem viðtækastar. .— Einkum væri það áríðandi, að komast að einhverri niðurstöðu um það, hvernig beitilandið not- aðist, hvaða beitarjurtir sauðfé sæktist helzt eftir, og hverjum það sneiddi hjá. Af þes'sum fyrstu athugunum virtist sem sauðfé leggði sér blómjurtir meira til munns, en menn almennt hafa talið. Þá voru og allir sammála um, að komast þyrfti að ábyggi- legri niðurstöðu sem allra fyrst um það, hvort uppblástur og eyðing gróðurlendis færi hraðar en uppgræðslan, hvort landið sem heild væri að blása upp, eða ' gróa. . V. St.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.