Morgunblaðið - 05.08.1955, Síða 11
Föstudagur 5. ágúst 1955
MORGUNBLAÐiD
11
Fjölhæfur listamaður 60 ára
Guðnt. Einarsson frá Miðdal
Guðmundur
Filippusson
Ólafur Bjarnason Cestshúsum
HVER SKYLDI trúa því, sem
ekki hefur lengi þekkt Guðmund
frá Miðdal, en aðeins séð hann
og heyrt um fjallgöngur hans og
þrekraunir, að hann sé maður
sextugur? Teinréttur er hann,
þreklegur og vörpulegur, hreyf-
ingarnar þrungnar þrótti, svipur
inn mótaður af manndómi og
festu og augun björt og djarf- j
mannleg. Og fullur er hann af
vinnuþreki og áhuga og þýtur
um fjöll og firnindi jafnt á vetri
sem sumri.
En sextugur er hann í dag. —
Hann er fæddur í Miðdal í Mos-
fellssveit fimmta dag ágústmán-
aðar árið 1895. Foreldrar hans
voru Einar bóndi Guðmundsson,
dugandi gerðar og rausnarmað-
ur, og kona hans, Valgerður Jóns
dóttir frá Báruhaugsstöðum, mik-
il kona og góð. Ég, sem rita þess-
ar línur, þekkti ekki foreldra Guð
mundar, en þeir, sem á þau minn
ast, tala um þau með sérstökum
svip og raddblæ, minningabund-
in gleði í yfirbragði og augnaráði,
raddblærinn hressilegur, glaðleg-
ur, en þó með setningi.
Guðmundur var snemma bók-
hneigður og las mikið fslendinga
sögur og forn og ný ljóð. Hann
var með afbrigðum hagur, hvort
sem hann hélt á hníf eða ritblýi
og hafði gaman af að teikna og
skera í tré það, sem hreif hug-
ann. Hann var þegar í bernsku
þróttmikill, hneigðist mjög til
útivistar og þrekrauna og brátt
til veiðimennsku og íþrótta. Fé-
lagslyndur var hann og glaðvær,
en stillti þó jafnan vel í hóf, og
gerðist hann snemma góður fé-
lagi ungmennahreyfingarinnar,
sem á unglingsárum hans var í
sínum fegursta blóma.
Árið 1911 varð Guðmundur
nemandi í teikniskóla Stefáns Ei-
ríkssonar og var þar að námi í
tvö ár. Jafnframt tók hann þátt
í félagslífi og íþróttum. Hann var
á íþróttanámskeiði hjá Birni
Jakobssyni, og að loknu námi í
skóla Stefáns Eiríkssonar, ferðað-
ist hann sem fyrirlesari og íþrótta
kennari um Suður- og Austur-
land á vegum Ungmennafélags
íslands. Þess á milli lagði hann
Stund á myndhöggvaralist, þótt
lítið hefði hann þá lært í þeirri
grein.
Árið 1919 tók hann inntöku-
próf í Listháskólann í Kaup-
mannahöfn og stundaði þar nám
til 1921. Síðan fór hann til
Múunchen á Bæjaralandi og var
þar við listnám til 1925, en fór
þá námsför um Austurlönd og
Grikkland. Því næst settist hann
að hér heima sem starfandi lista-
maður, en var öðru hverju er-
lendis. Hann lagði meiri og meiri
stund á málaralist, og þó að hann
hafi vakið á sér vaxandi athygli
sem myndhöggvari, er hann kunn
astur, innanlands og utan, sem
málari. Hann hefur haldið marg-
ar sýningar hér á landi, og hann
hefur komið upp sýningum í öll-
um höfuðborgum Norðurlanda
og í ýmsum borgum í Þýzkalandi,
Ungverjalandi og Austurríki. Þá
hefur hann og tekið þátt í list-
sýningum í Englandi og Banda-
ríkjunum. Eru í opinberum söfn-
um í öllum þessum löndum
myndir eftir Guðmund.
Árið 1930 setti Guðmundur á
stofn leirbrennslu, sem markaði
tímamót í íslenzkum listiðnaði,
og hefur hann síðan rekið hana
af miklum dugnaði. Guðmundur
hefur ávallt dáð náttúru fslands,
og þá einkum hinar stórbrotnu
línur og hina furðulegu liti
fjalla, jökla og auðna. Og árið
1915 stofnaði hann við sjötta
mann félagið Fjallamenn, og æ
síðan hefur hann tekið mikinn
þátt í ferðalögum um fjöll og
jökla. Félagið Fjallamenn gerð-
ist deild í Ferðafélagi íslands, þá
er stundir liðu, og hefur Guð-
mundur starfað mikið í þeim
félagsskap. Hann er vel ritfær og
hefur ritað fjölmargar greinar í
blöð og tímarit um ferðir sínar,
og tvær bækur hafa komið frá
hans hendi, Fjallamenn 1945 og
Heklugosið 1947. Hann hefur flutt
fjölda erinda um ferðalög og
sýnt úrvalsmyndir af fagurri og
tiginni náttúru fjalla og öræfa.
Guðmundur Einarsson var
einn af stofnendum Bandalags
islenzkra listamanna og hefur
stundum haft forystu í félagsmál-
um myndlistarmanna. En hann
hefur ekki getað siglt samflota
þeim, sem ráða í hans gamla fé-
lagi, og nú er hann í myndlistar-
samtökunum Óháðir listamenn.
Guðmundur hefur sem mynd-
höggvari getið sér vinsældir og
álit, hefur skreytt opinberar
byggingar og búið til minnis-
merki, sem mótuð eru af þrótti
og raunsæi. En mér og mörgum
öðrum er hann kærastur sem
listamaður fyrir málverk sín, þar
sem hann túlkar náttúru íslands
og ást sína og aðdáun á litum
hennar og línum. Viðhorf hans
við þögulli, oft kaldrænni, en
alltaf tiginni, hreinni og þrótti
þrunginni tjáningu íslenzkra
tinda, jökla og öræfa, er mótað
karlmannlegri dirfsku og heiðri
og göfugri tilbeiðslu. Þar er eng-
in væmni, enginn uggur, enginn
vottur af þokukenndum litórum
hinna veilu sveimhuga.
Guðmundur ann af heilu
hjarta þeirri manndómshugsjón
íslenzkrar fornmenningar, sem
reyndist þjóðinni lífsteinn, þá er
henni bættist sár við sár. Hann
metur þjóð sína, gáfur hennar og
framtak, og hann ætlar henni
mikinn hlut, ef hún láti ekki seyr
ast af þeim læpuskapsódyggðum,
sem nú flytjast ekki fyrst og
fremst „eykjum með flæða“, held
ur fljúga hraðar Loka inn í hvern
bústað í sveit og borg, og Guð-
mundur tignar ekki aðeins land
sitt, heldur hefur einnig bjarta
trú og reisnarlega á auðæfi þess
og framtíðarmöguleika. Hann er
glaður félagi, hreinskiptinn og
heilhuga, og hlýr vinur og traust-
ur. En hann er og harðskeyttur
andstæðingur og bardagamaður,
þégar vopna er þörf.
Hann sagði við mig einu sinni
á þeirri tíð, sem ég brá stöku
sinnum vopni á opinberum vett-
vangi:
„Þá þykir mér stundum vont að
vera íslendingur, nafni minn,
þegar ég sé sæmilega drengi setja
upp hundsgrímu og góla í hópi
gerzkra varga — fyrir sakir
uggs og manndómsleysis“.
Ég og fjölmargir aðrir biðja
þess til handa Guðmundi frá Mið-
dal, að eigi megi hann lengur lifa
en honum endist þróttur til bratt-
gengni á vegum baráttumannsins
fyrir verndun þess bezta í ís-
lenzkum menningarerfðum og
fyrir heilbrigðri mótun þjóðar-
innar af reisn og tign íslenzkrar
náttúru.
Guðm. G. Hagalín.
Ca. 100 ferm.
góður kjallari eða annað gott húsnæði, hentugt
fyrir bókageymslu, óskast hið fyrsta.
Tilboð leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins, —
merkt: „Bækur —260“.
I DAG er gerð útför Guðmundar
Filippussonar málarameistara, er
andaðist 28. f. m.
Hann er fæddur í Gufunesi 15.
des. 1891. Foreldrar hans voru
Filippus Filippusson frá Bjólu,
síðar bóndi og útvegsmaður í
Gufunesi, og kona hans Guðrún
GuðmundsdÖttir frá Keldum. —
Önnur börn þeirra hjóna voru
Þuríður, gift Jóni N. Jóhannessen
presti. Filippus járnsmiðameist-
ari í Ameríku og Ingibjörg kona
Guðmundar Þórðarsonar skrif-
stofustjóra, frá Hól.
Guðmundur Filippusson missti
föður sinn ungur, og fór hann á-
samt bróður sínum til Ameríku,
eftir að móðir hans hætti að búa.
Þar var hann í 10 ár, en kom svo
aftur og ílentist hér í bænum.
Árið 1923 giftist Guðmundur
Kristínu Vigfúsdóttur, tápmikilli
ágætiskonu. Hún er frænka hans,
dóttir hjónanna Vigfúsar Guð-
mundssonar fræðimanns frá Keld
um og Sigríðar Halldórsdóttur.
Þau Guðmundur og Kristín eign-
uðust 7 börn og eru þau þessi:
Sigríður, sem gift er Benedikt
Þórarinssyni yfirlögrcgluþjóni í
Keflavík, Vigfús trésmíðameist-
ari, giftur Guðrúnu Elínu Jónas-
dóttur, ættaðri úr Eyjafirði, Guð-
rún gift Friðjóni Jónssyni stýri-
manni, Filippus málari, Ingibjörg,
Sigurður trésmíðanemi og Krist-
ín. Fjögur yngstu systkinin eru
heima hjá móður sinni.
Guðmundur var hagleiksmaður
hinn mesti og hafði réttindi bæði
sem trésmiður og málari, þótt
hann stundaði aðallega málara-
störf. Hann var iðjumaður mik-
ill, enda eftirsóttur sem málari.
Hann komst því brátt í góð efni,
þrátt fyrir ómegð.
Guðmundur var vel viti borinn,
eins og hann átti kyn til og bók-
hneigður, þótt annir gæfu hon-
um lítinn tíma til lesturs. Hann
var alvöru- og skapfestumaður,
en gat þó verið ræðinn og
skemmtilegur í kunningja hóp.
Guðmundur var dulur maður
og fáskiptinn að eðlisfari, óhlut-
deilinn um annarra hagi og sinnti
mest sínu heimili, enda var hann
orðlagður heimilisfaðir. Gest-
kvæmt var oft á heimili þeirra
hjóna, enda voru þau samvalin í
gestrisni.
Banamein Guðmundar var
krabbamein í maga Hann var
skorinn upp fyrir rúmum tveim-
ur árum. Sjúkdómurinn reyndist
ólæknandi, en Guðmundur lifði
miklu lengur en læknar gerðu
ráð fyrir. Hann tók örlögum sín-
um með stakri stillingu og karl-
mennsku.
* Skemmtiferð fór hann til Am-
eríku í fyrra sumar, með bróður
sínum, sem kom að heimsækja
hann. Þegar hann kom úr þeirri
för, tók hann strax til vinnu, þótt
hann gengi ekki heill til skógar
og hélt því áfram, þar til rúmum
mánuði áður en hann dó.
Með Guðmundi er fallinn frá
gagn merkur borgari, vammlaus
heiðursmaður, sem allir sakna,
sem þekktu, og þó þeir mest, sem
þekktu hann bezt.
Gunnar Sigurðsson,
(frá Selalæk).
Minningarorð
Á ÁLFTANESI var fjölbýli mjög
fram til síðustu aldamóta. Þaðan
var útgerð mikil og sótt á hin
fengsælu mið, Sviðið, í Faxaflóa,
en einnig lengra, allt suður í
Garðsjó. Suður á Álftanes flykkt-
ist fólk á vetrarvertíðinni úr öll-
um landsfjórðungum. Mikill
fengur barst þar á land ár hvert.
En um og upp úr síðustu alda-
mótum urðu á Álftanesi mikil
80 ára:
Jón Yigfússon
JÓN er Árnesingur að ætt, —
Hreppamaður — því þaðan voru
foreldrar hans, Vigfús Ögmunds-
son og Sigríður Jónsdóttir, ætt-
uð. Að vísu bjuggu föður-foreldr-
ar Jóns, Ögmundur Þórðarson og
Guðrún á Lýtingsstöðum í Holt-
um og á Þverlæk í Holtum er Jón
fæddur 5. ágúst 1875, var móðir
hans þar þá kaupakona. — Um
haustið var Jón svo borinn —
líklega af föður og móður — suð-
ur á Miðnes, en þar höfðu þau
reist bú.
Átta ára fer Jón upp í Hruna-
mannahrepp og þar elzt hann
upp til tvítugs aldurs og þrosk-
ast vel, verður stór og sterkur og
vel liðtækur. Aflar heyja, hirðir
fénað, gengur mörg spor við fé
bæði í heimahögum og um fjöll
og firnindi, og á frá þeim tímum
margar glaðar minningar.
Þá þarf varla að því að spyrja, '
að Jón stundaði útræði á vertíð-
um í Þorlákshöfn, á Eyrarbakka 1
og Stokkseyri og loks á skútum
og ávallt og allsstaðar reyndist
Jón góður liðsmaður og góður
félagi, því Jón er glaðlyndur og
gamansamur enn í dag.
Úr Hreppum flutti Jón niður
á Eyrarbakka og bjó þar með
móður sinni og systur, og nú var
það sjórinn, sem aðallega var
stundaður. Þegar Jón svo fór að
þreytast á sjónum, tók hann sig
upp af Eyrarbakka, kvongaðist
Kristinu Jónsdóttur frá Þórdísar-
stöðum í Grímsnesi og hóf bú-
skap að Norðurkoti í þeirri sveit
og bjó þar 25 ár og búnaðist all
vel.
Ekki varð þeim hjónum barna
auðið, en af því að þeim mun hafa
þótt „daufur barnlaus bær“, tóku
þau tvö fósturbörn og ólu upp,
að ég ætla, sem sín eigin. Þessi
fósturbörn Jóns eru, Gísli Pálsson
rafvirki búsettur á Akranesi og
Þórdís ívarsdóttir, kona Egils
Egilssonar í Króki í Biskupstung-
um.
Hlýtt er Jóni til þessara fóstur-
barna sinna og hygg ég þau launi
í sömu mynt.
Til Hafnarfjarðar flutti Jón
1933, og hefur stundað þar al-
genga verkamannavinnu síðan og
gerir enn, því þrek á hann enn
, furðu mikið, enda samanrekinn
Iburðamaður að vexti.
Sem dæmi um endingu hans og
áhuga er það, að fyrir þrem ár-
• um, er nýr fjárstofn kom til sögu,
kaupir hann sér nokkrar kindur
(hafði reyndar átt þær áður), og
annast þær með vinnu sinni.
Áreiðanlega eru þær vinir hans
og hann þeirra.
Ekki get ég talið upp nein
(nefndar- eða stjórnmálastörf,
sem Jón hefur innt af höndum
um ævina, en það ætla ég, að
jafnt og hann hefur unnið fyrir
sínu daglega brauði hafi hann
lagt nokkurn skerf til þjóðarbús-
ins og þess sveitar- eða bæjar-
| félags, er hann hefur starfað í
hverju sinni ævinnar.
j Gott eitt hefur hann viljað láta
af sér leiða og er og hefur verið
greiðamaður grannans.
I Heill þér áttræðum, Jón Vig-
| fússon.
umskipti. Togarar voru farnir að
sækja miðin i Faxaflóa og fisk-
gengd þar minnkaði st.órlega. Af-
komuskilyrði manna versnuðu að
sama skapi. Menn fluttu burt,
sumir til Ameríku, aðrir
skemmra, og við lá, að jarðir
(egðust í eyði um stundar sakir.
Einstaka maður þraukaði þó
og hélt kyrru fyrir, stundaði sjó-
inn jafnframt búskapnum. Af-
koman var oft erfið, en tryggðin
við heimahagana batt þessa
menn.
Hinn síðasti þessara gömlu
Álftnesinga er nú fallinn frá,
Ólafur Bjarnason í Gestshúsum.
Hann var fæddur í Gesthúsum 27.
nóv. 1870 og bjó þar til æviloka.
Ungur fór hann á sjóinn, og bezt
kunni hann við sig með fjöl
undir fæti alla ævi. Langt innan
við tvítugt varð hann formaður
á skipi, er gert var út frá Álfta-
nesi, og formaður var hann æ
síðan fram á síðasta æviár. Hann
var forláta sjómaður, aðgætinn
og ráðkænn, enda þarf meira til
en heppni að sækja sjóinn í meii a
en hálfa öld án þess að hlekkjast
hið minnsta á nokkru sinni, en
svo fórst Ólafi sjómennskan.
Hann var aflamaður ágætur og
mikill sjósóknari. Tryggur var
Ólafur, vinfastur og hjálpsamur,
og mætti margt segja því til stað-
festingar. Hann var kappsamur
og þótti illt að láta hlut sinn fyrir
öðrum, jafnvel þótt um smámuni
væri að ræða, og sparaði hann þá
hvorki fé né fyrirhöfn til að rétta
hlut sinn. Hann var bjartur yfir-
litum og fríður sýnum, hvikur á
fæti fram á síðustu ár. Glaður var
hann í vinahóp og þá mjög ræð-»
inn, en aldrei heyrði ég hannl
segja sögur af svaðilförum á sj ó. -f
Einhverju sinni innti ég hann eft-^
ir slíku, en hann svaraði mér því
til, að hann hefði aldrei lent í
illviðri á sjó. Það þótti mér harla
ótrúlegt, en hann kvaðst ekki
hafa frá neinu að segja.
Ólafur var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Guðfinna Jóns-
dóttir, en hana missti hann eftir
stutta sambúð. Þau eignuðust
fjögur börn, og eru þrjú þeirra á
lífi: Snæbjörn skipstjóri á tog-
aranum Hvalfelli, þekktur afla-
maður, Sigríður og Oddný, giftar
í Reykjavík. Síðari kona hans er
Sigríður Sigurðardóttir, og eign-
uðust þau þrjú börn. Tvö þeina
eru á lífi: Guðfinna og Einar,
bæði búsett á Álftanesi.
Ólafur var sérkennilegur mað-
ur á ýmsa lund. Hvert byggðar-
lag, sem slíka menn fóstrar og
fær að njóta þeirra æviskeiðið á
enda, ætti að vera stolt af þeim
sonum sínum. Ég mun lengi
minnast Ólafs með þakklæti og
virðingu sem sómamanns og
sakna þess, að hann skuli vera
horfinn.
Jón E. Vestdal.
G.
GENF, 3. ágúst: — Gert er ráð
fyrir því, að kínverski fulltrúinn,
sem nú á viðræður við fulltrúa
Bandaríkjanna hér í borg, geri
það að tillögu sinni, að utanríkis-
ráðherrar Kína og Bandaríkjanna
þeir Chou en Læ og John Foster
Dulles hittist innan skamms til
' að ræða deilumál ríkjanna.