Morgunblaðið - 20.08.1955, Blaðsíða 1
O. árffanrva
187. tbl. — Laugardagur 20. ágúst 1955
Frentsat£|« Mergnnblaðsbu
Uppreisn i Súdan
KHARTOUM OG LONDON, 19. ágúst. — Einkaskeyti frá Reuter.
HERNAÐARÁSTANDI hefur verið lýst yfir í suðurhluta Sudan.
Hiuti súdanska hersins gerði uppreisn þar og drap þrjá for-
ingja sína. Almeningur i þessum héruðum stendur og að baki
uppreisnarmanna. í>eir heimta sjálfstæði Súdan og mótmæla sam-
einingu við Egyptaland.
Larsen
— sfer«dísr hemn
Fríðriki á sporði?
ALÞJÓÐASAMBAND SKÁK-
MANNA F.I.D.E., sem fyrir
nokkur hélt ársþing sitt í Gauta-
borg, sæmdi unga Danmerkur-
meistarann í skák, Bent Larsen,
titlinum „álþjóðlegur meistari“.
Larsen er annar Daninn, sem
hlýtur þennan titil, hinn var Jens
Enevoldsen.
STÓÐ SIG VEL
Dönsku blöðunum þykir það
ekki vonum fyrr, að Larsen hlýt-
ur þessa viðurkenningu. — Þau
segja, að hann hafi staðið sig af-
burða vel á Olympíuskákmótinu
í Amsterdam í fyrra. Þar vann
hann 70% þeirra skáka, sem
hann tefldi.
Þess ber þó að geta, að Dan-
mörk komst ekki í aðalúrslitin,
svo að meginhluti skáka Larsens
var telfdur í B-flokki.
Frh. á bls. 2
Á LAXVErÐUM
I Það var landsstjóri Súdan,
Bretinn Sir Knox Helm hers-
höfðingi, sem lýsti hernaðar-
ástandinu yfir. Hann var þá
staddur í sumarleyfi að laxveið-
um í Skotlandi, en sendi sím-
skeyti um undirritun sína. Þar
með verður og ákveðið, að kalla
saman herlið til að bæla niður
: uppreisnina, en reyna þó að fara
i að uppreisnarmönnum með góðu.
I
! AFSKEKKT HÉRAÐ
| Uppreisnin er aðallega í Júba-
| héraðinu. Þangað liggja engar
’ járnbrautir, en samgöngum er
haldið uppi með gufuskipum á
Níl. Tekur ferðin hálfan mánuð.
Einnig er. uppreisn í Torit, sem
er enn afskekktara hérað, við
landamæri Uganda og belgíska
• Kongo.
SUNDRUNG NORÐUR-SÚDAN
Það þykir ljóst að uppi-eisn
þessi stendur í sambandi við þá
ákvörðun súdanska þingsins, að
allt brezkt og egypzt herlið skuli
flutt á brott frá Súdan innan 90
daga. Suður-Súdanar, sem eru
flestir af negraættum, óttast
mjög yfirráð Norður-Súdana,
sem eru blandaðir egypzku
blóði. Vilja svertingjarnir ekki
una við egypzka yfirstjórn en
óska þess, að brezkt herlið verði
áfram í landinu.
Þessa uppreisn telja stjórn-
málafréttaritarar fyrstu alvar-
legu einkenni stjórnmálasundr-
ungarinnar milli Norður- og' Suð-
ur-Súdan. Virðist ljóst að landið
allt muni loga í innanlandsóeirð-
um, þegar hinni brezku nýlendu-
stjórn lýkur.
KUPMANNAHÖFN — Dön
um finnst þeir aldrei fyrr
hafa upplifað slíkt sælusum-
ar sem nú í ár. Veðurfræð-
ingar staðfesta það, að
minnsta kosti, að ekki hafi
júlí-mánuður verið eins sól-
ríkur síðan 1934.
Staðreyndin er sú, að í júlí s. 1.
mældust sólskinsstundir í Kaup- i
mannahöfn 313. Sólskinsstundir!
sama mánuð í fyrra voru 154.*
Þá má þess og geta til saman-
burðar að í síðasta júlí-mánuði
mældust í Reykjavík 81 sólskins-
stund. En sólin ætti að skína leng
ur á íslandi vegna norðlægrar
stöðu.
Áðeins 6 regndagar voru í
Kaupmannahöfn í júlí s. 1. I
Reykjavík voru allir dagar mán-
aðarins, 31 að tölu, með úrkomu.
í Danmörku er orðið svo þurrt,
að menn spyrja með öndina í
hálsinum, hvort ekki hafi gert
vætu. Öfunda menn þau byggð-
arlög, sem fengu dropa úr lofti.
NEW YORK — Stórhlaup í ám
fylgir í kjölfar hvirfilvindsins,
sem fór yfir austurströnd Banda-
ríkjanna. Eru margar borgir og
bæir í kafi og hafa 22 drukknað
í vatnavöxtunum.
Umsátin nm Goa
Ljósmyndir þessar af hinni óvopnuðu umsát Indverja um portú-
gölsku nýlenduna Goa voru simsendar austanað. Þær voru teknar
skömmu eftir að portugalska lögreglan skaut á mannfjöidann sem
sótti inn í borgina. Á efri myndinni sést bandarískur biaðamaður,
sem var hugdjarfastur allra viðstaddra og fór fram fyrir til að
bjarga særðri konu. Á neðri myndinni sjást umsátursmenn bæla
sig niður undir skothríðinni. Einn þeirra er særður.
Mmmm gperðxst ngósn-
ari iantfa varðanna
Framkoma herfanga er gerðist milligöngu-
maður og svikari vekur skelfingu.
AGOVERNORS-EYJU í New York-höfn fara nú fram réttarhöld,
sem öll Bandaríkin fylgjast með óvenjulegum áhuga og spenn-
ingi. Þarna hefur herréttur verið settur og málið sem til meðferðar
er, hvort refsa beri hermanni einum, sem dvaldist í fangabúðum
kommúnista við Yalu-fljót í Norður-Kóreu. En hermaður þessi,
að nafni James Gallagher, virðist hafa verið furðu þjónustuliðugur
við kommúnistana, enda naut hann þess í ýmsum hlunnindum. ,
MÓTSTÖÐUÞREKIÐ
LAMAÐ
Við réttarhöldin hefur það
komið í íjós, að fangarnir voru
mjög niðurlægðir af allri með-
ferð í búðunum. Þeir urðu að
þola sult og kulda og síðan hrak-
lega meðferð og miklar pynt-
ingar. Um leið var látið í það
skína, að ef þeir vildu hlíta póli-
tískum hollráðum kommúnista,
skyldi viðmótið breytast
TVETR ANDSTÆÐIR
FLOKKAR
Það kom því brátt að því í
fangabúðunum, að hinir banda-
físku fangar skiptust í tvo
flokka. Aðrir, sem „gáfust úpp“,
tóku að sækja tíma í pólitískri
kennslu kommúnista, undirrituðu
Frh. á bls. 2. Gallagher liðsforingi.
Frakkar bíða kvíðnir í Marokkó
— Búasf við blóðugum óeirðum í Kasablanka og víðar
Casablanca og París, 19. ágúst. — Einkaskeyti frá Reuter.
AXANDI órói og spenningur er í franska Marokko vegna þess að á morgun,
(laugardag) eru tvö ár liðin síðan Frakkar réku Ben Youssef soldán í útlegð. En þjóð-
ernisflokkar Mára hafa í hótunum að ylja Frökkum undir uggum þennan dag og jafn-
•vel að hefja blóðuga uppreisn.
Fregnir fóru að berast þegar í kvöld af smáskærum og sprengitilræðum og veldur þetta
miklum ugg Frakka. Þeir búast við miklu fárviðri, hafa flutt herlið til stærstu borga
Marokko og þó einkum til Kasablanka.
VÉLBYSSUGLAMUR
i í Kasablanka fara sveitir
franskrar lögreglu og herliðs um
göturnar. Hermenn vopnaðir vél-
byssum hafa umkringt þau Araba
hverfi, sem hættulegust eru talin,
þar sem óeirðir hafa áður brotizt
út. Þessi hervörður mun standa í
alla nótt og síðan allan morgun-
daginn.
Það er enginn vafi á því að
þjóðernissinnar ætla að sýna styrk
sinn i landinu eins og hann getur
mestur orðið. Þeir hafa skipulagt
kröfugöngur í öllum borgum og
grunur leikur á að þeir geri mót-
mælaaðgerðir að bessu sinni miklu
verri en áður. Og svo mikill hiti
er í mönnum, áð hvarv^tna geta
mötmaplágbngurnar fuðrað upp og
breyzt í st.ióinlausan múg, sem
fer ræiiandi óg brennándi.
VILJA Nl’ SAMKOMULAG
Grandval landsstjóri fór í
Framh. á bls. 8
Stuttor iréttir
NEW York: — James Gall-
agher sveitarforingi var
dæmdur í ævilangt fangelsi
af herrétti fyrir ámælis-
verða hegðun í fangabúðum
hjá kínverskum kommún-
istum.
LONDON — Attlee foringi
verkamannaflokksins fékk!
snert af heilablóðfalli. Þó er !
hann ekki mjiig illa haldinn. j
Én þegar í dag tóku brezk j
bloð að ræða um liver yrði j
eftirmaður lians sem foringi
flokksíns. Er búizt við liarðri.
rimmu um völdin.
10 Éia
eldabuska synli yíir
SfórabeSti
EINN góðviðrisdaginn, þeg-
ar vel stóð á straumum í
Stóra Belti, milli Sjálands
og% Fjóns, kastaði Lizzi
Christensen, 19 ára elda-
buska sér til sunds frá Sjá-
landi. Þá var kl. 6 að morgni.
Hún hélt áfram að synda, hægt
og rólega en stöðugt, þangað til
hún steig á land á Fjóni kl. kortér
yfir fimm um daginn. Hún hafði
Frh. á bls. 2.
i