Morgunblaðið - 20.08.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1955, Blaðsíða 2
tíORGli I* BLAÐI# Laugardagur 20. ágúst' 1955 NorSiirl^ItónéÍ^Pslifr1 Úr fréttabréfi frá Guðmundi ArnláugSsyni. HÉH FARA á eítir kaflar úr íréttabréfi, sem borizt hef- ir frá Guðmundi Arnlaugs- syni, setn er fararstjóri is- lenzku skákmannanna á Noró- urlandamótinu í Osló: Þetta er 6. Norðurlandamótið í röðinni frá styrjaldariokum. Hið fyrsta íór fram í Kaupmanna- höfn 1946. Þar varð Finnirm Osmo Kaila meistari, en Baldur Möiler var 2.—3. ásamt Svía. ís- lendingar áttu fyrsta mann í báðum deildum meistaraflokks. Þessi árangur var langt framar ölium vonum. Næst var keppt í Helsingfors 1947. Þar vann Finn- inn Böök, en okkar mönnum gekk ekki vel. Þriðja mótið fór fram í Öre- bro 1948. Þar áttu íslendingar að- eins einn þátttakanda, en það nsegði. Baldur Möller varð efstur og þar með höfðu íslendingar eignazt sinn fyrsta Norðurianda- xneistai-a. Fjórða mótið var haldið í Reykjavík 1950. Baldur Möller varð Norðurlandameistari í ann- að sinn, en íslendingar unnu í öHum flokkum. Fimmta sinn var keppt í Es- bjerg 1953. Baldur gat ekki mætt til að verja titilinn, en nýr mað- ur var kominn í skarðið: Friðrik Ölafssón, sem vann glæsilega. íslendingar hafa þannig haldið þessari æðstu nafnbót Skáksam- bamds Norðurlanda óslifið síðan 1948, svo að ekki er furða þó að Bent Larsen vilji breytingu þar á! (en hann lét orð falia um það í blaðaviðtali). Og hver jir eiga þá rnestar sig- nrvmnr nú? í folöðum hér og ræðum marma á milli eru einkum tvö nöfn nefnd: Friðrik Ólafsson og Bent Laisen. Sumir Dananna íara ekki dult með það, að þeir téija Bent eiga miklar sigurvonir, enda vex honum óðum ásmegin; hann stóð sig býsna vel í Amst- erdam í fyrrahaust og vann sig- ur á síðasta skákþingi Dana með meiri yfirburðum^n menn eiga þarað venjast. Hann er tvimæla-, laust eitt mesta skálcmannsefni, .sem fram heíur komið í Dan- mörku um langan aldur. Að vísu verður tæpast um það deilt, aö afrekaskrá Friðriks er glæsi- legii og að hann er tilþrifameiri og svipmeiri skákmaður, en keppnin getur orðið tvisýn og spennandi, og ekki gott að spá, hvemig úrslit verða. Af öðrum hættulegum keppi- nautum í landsliði má nefna Ax- el Nielsen. Hann er reyndur og góður skákmaður, og var sá eini, er vann Friðrik á mótinu í Es- bjerg 1953. Áge Vestöl er senni- lega hættulegastl maður Notð- marmanna, af þeim er hér taka þátt, en þá vantar tvo af toeriu «kákmönnum simun: Erling Myhre og Olaf Barda. — Vestöl kamnast islenzkir skákmenn við frá Norðurlandamótmu í Reykja- vík 1950, en þar var hann hættu- legasti keppinautur Baldurs Möll er, þótt hann hafnaði í 3. sæti að lokum. Vestöl er það sem á íslenzku skákmáli er kallað spriklari — homrni dettur margt í hug og hann hann er ekki bang- inn, en getur allt eins grafizt sjálfur undir rústum sprengmg- arinnar eins og andstæðingurÍTm. í meistaraflokki er ennþá erf- iðara að segja um virmingalík- umar, þar eru of margar óþekkt- ar stærðir. JFVKSXA UMFEKÐ Mánudagur 15. ágúst. í gær var tefld fyrsta umferð mótsms. Friðrik hafði hvítt gegn Svíanum Stemer. Hann gat opn- að mönnum sínum hæfilega mik- ið a£ línum til þess að ná sókn á kóng svarts og þá var ekki s.S wkum að spyrja, Skákin varð all i:.pennandi uxn riceið og dró að aér áhorfendur, en Stemer. átti aldrei nein hættuleg færi. Sókn Friðriks skreið áfram með vaxandi þunga, unz Sterner gafst upp, en þá hiaut hann að tapa manni við allaji leik. Guðjón átti svart gegn Haave" og valdi Sikileyjarleik. Skákín varð býsna flókin og komust báðir í tímahrak. Guðjón smá- sneri á andstæðing sin og var kominn m.éð unnið tafl um skeið, i en missti það úr höndum sér aft- ur i tímaþrönginni. Hann stóð þó öllu betu.r, er skákin fór i bið, en vinningur var vafasam-, ur og að minnsta kosti afar lang- | sóttur, svo að Guðjón sætti sig við jafntefli án ’ þess að tefla frekar. Einna mestan áhuga höfðum við á skák Inga, því að hann átti að teíla við Bent Larsen. Lengi framan af horfði vel fyrir Inga. því að hann lét hlut sinn ekki í neinu og stóð öllu betur, þótt mjótt væri á munum — þangað til all-t í einu að hann leikur af sér alveg hrapalega og að tilefnislausu að því er bezt varð séð. Hann tapaði manni og vacö að gefast upp: Taflblinda er einkennilegt fyrirbæri og lítt skiljanlegt, líklega er einhvers' konai þreytu um að kenna. | í þessari umferð vann Ingvar Svíann Arvid Svensson, Árin- bjöm gerði jafntefli við Dan- ann H. G. Hansen, Jón Pálsson tapaói fyrir Finnanum Heilimo en Lárus Johnsen gerði jafntefli við Finnann A. G. Gjanen, sem 1 menn mega ekki halda að sé Finnlandsmeistarinn, en er lik- lega bróðir hans. Fyrsta umferð í landsliði: Ingi 0 — Bent Larsen 1 Hildebrand 1 — Martinsen 0 Nielsen 1 — Niemela 0 Kahre Vz — Vestöl % Haave % Guðjón Vz Friðnk 1 — Sterner 0 Önnur umi’erö: Ingi R. 1 — Hrldeforand 0 Axel Nielsen Vz — Marthin- sen Vz Kahre % — Niemela % Haave 0 — Vestöl 1 Friðrik Vz — Guðjón Vz Sterner 0 —• Bent Larsen I iJqsst-Mlöndal áttræður ■ larsen Vramh af bla. 1 FRTORIKI EKFfÐASTlíR Sennilegt má þykja, að þessi ungi skákmaður Dana reynist Friðriki (Mafssyni eriiöastur í Ósló. Hann hefh’ samt tapað skák fyrir landa sinum Níelsen, sem er ágætur skákmaður -og var sá eini, sem vann Friðrik á Norður- landaskákmótinu í Esbjerg fyrir tveimui áium. Á því móti varð Bengt Larsen nr. 5—8 ásamt Vestöi, en Níelsea var í 3.—4. sæti. -Sundkona 'HiniL af Ms. 1 því verið 1114 klst. á leiðinni án þess að hvíla síg. Fréttamenn spurðu hana: — Hvað borðuðuð þér? — Ekkert áður en ég synti, en á leiðinni hákariaði ég fjölda af ,ismörrebráuði“, € banönum, heil- uia súkkulaðipakka og í'lösku af appelsíni. — Hvenser Iserftað þér að synda? — Þegar ég var 6 éra. Hún mátti ekki vera að þvf að halda upp á sigurinn, heldiír fór hún foeim rneð kvöldbáfcnum. Hún er „kokkepige“ é dönsku heimili. — NTB. TRÍPÓÉÍBÍÓ „Fransmaður í frii“. TÍIÍPÓLÍBÍÓ sýnir nú þessa frönsku kvikmynd, og að því er virðist við mjög góða aðsókn, — Gamai.mynd? — .Tú, svo er það látið Keita í myndaskrá kvjk myndahússins og þar erurn við ennfremur , frsedd una það, að myndin hafi hlotið fyrstu verð- laun á alþjóðakvikmýndahátíð- inni í Cannes árið 1953. Þá er þar og sagt að myndin haíi af gagnrýnendum verið talin bezta mynd í Bandaríkjunum árið 1954 — og fleira er inyxidmni sagt þar til lofs'og dýrðar Fkki dett- ur mér v hUg að efast um áð rétt sé frá skýrt i efnisskránni um sigurgöngu þessarar myndar í Cannes og í Bandaríkjuuum, þó að mér sé það hinsvegar full- komin ráðgáta að myndin skuli hafa hlotið slíka viðurkenningu. Er það sem sé mála sannast, að ég held að þessi (rvikmynti sé með því lélegasta og leiðin- legasta, sem ég hef séð á hinum hvíta dúk kvikmyndahúsanna til þessa. — Gamanmynd getur hún varla talizt, því að þar örlar tæplega á nokkru orði eða at- viki, sem maður gæddur sæmi- legri greind eða kímnkráfu, get- ur brosað að. Hinsvegar er ekki ólíklegt að foörn 5—6 ára geti haft gaman af einstaka atriði í myndinni. svo sem þegar hattar og borðdúkar fljúga í allar áttir eða þegar aðalhetjam dettur í sjóinn. Er mér nær aS haMa, að hreppapóiitík Frakka hafi ráðið úrslitum nm verðlaun myndar- innar í Cannes, en hy lli hennax í Bandaríkjunum undrast ég ekki, því að fyndnin í myndánni minn- ir mjög á ameríska fyndni eins og hún "enst lélegust •— AnnaS hef ég ekki um þessa mynd aS ■ segja, en vil að lokum taka það j fram að hér er um óvenjuleg mis- tök að ræSa hjá Trípólíbíói, því , flestar myndir þess hafa verið mjög góðar og sumar afbragð. NÝ.TA BÍÖ „Kvenstúdentarnir" MYND þessi er amerísk. frá 20th. Century-Fox og tekin í 'itum. — Fjallar hún um félagsskap ungra kvenstúdenta við háskóla einn í Bandaríkjunum Myndin er ekki efnismikil. og þó hefur hún sinn boðskap að flytja, þv! að bak við gáska og gleSi hinna ungu og fögru kvenna, má greina napra ádeilu á amerískan peninga- aðal og bverskonar snóbbhátt fyrir hinum ríku, sem foetta litla samfélag kvenstúdentanna er gagnsvrt af Á hinn bóginn sjá- um við þar héilbrigt ungt fólk með óspillt lífsviðhorf er hevir þar baráttu sína gegn þessu lítil- siglda peningadékri og sigrar glæsilepa að lokum. Því er mynd- in hugþekk og gaman aS sjá hana enda er hún mæta vel leikin og sviðsett. Ego. ÁTTRÆÐUR var í gær. 19. ágúst Jósef Blöndai. fyrrv.erandi sím- stöðvarstjóri á Siglufirði. Hann ér einn af 10 börnum Lárusar Blöndals sýslumanns á Kornsá og frú Kristínar konu hans, og ólst hann upp í stórum systkina- hópi á f jölmennu og glaðværu heimiii foreldra sinna. Jósef var um skeið símstjóri á Siglufirði, þar sem hann hefur foúið með Guðrún konu sinni. — Hefur hjónaband þeirra verið til fyrirmvndar, enda er frú Guðrún, sem fyrir skömmu átti 75 ára afmæli. óvenju góð kona og hefur búið manni sínum cig 9 rnannvæn- légum börnum þeirra hamingju- ríkt heimili. þar sem sönn gleðí hjartans hefur verið i iyrirrúmi, Jósef er mjög söngelskur maður eins og hann á kyn til og söng um margra ára skeið í Karlakór Vísis á Siglufirði. Þeir eru áreiðanlega margir, sem senda þeim hjónum og böm- um þeirra innilegustu namingju- óskir, með bökk fvrir margar ánægjustundir á gestrisnu heim- ili þeirra. —m, Skildi eftir skó og frakka í fjörunni IGÆKMORGUN urðu starfsmenn benzínstöðvar B. P. við Skúla- götu varir við, að maður nokkur hafði skilið eftir karlmanna- kápu, föt og skó á steini þar í fjörunni. Hringdu þeir strax til lögreglunnar og skýrðu þeir henni frá þessum fundi. Var rann- sókxtaflögreglunni tilkynnt um fund þennan þegar í stað. HVARFH) Ranxisóknarlögreglan komst brátt að því hver var eigandi - Njósnari klæðnaðarins. Hafði sá ekki geng ið til vinnu sinnar að undanfömu sökum iasleika. Þar sem líkiegt þótti, að mað- urinn hefði farið í sjóinn, kvaddi lögreglan í gærkvöldi út leitar- flokk sinn og einnig var hjálp- arsveit skáta boöuð til leitar- innar. tfflh. eí b)s játningarskjöl þeirra og voru þá um leið reiðubúnir að njósna f.vr- , K * ' £ / Lfin.iíSLíX ir þá um félagana. Hinn flokkur- ! i 101 lÍÍ 1 í)í 31IODUO inn yarð hinsvegar enn stífari í í andspyx-nu sinni við kommúnist ana og urðu bráðlega flokka drættir í fangabúðunum, þar sem menn slógust í illu. NEtV YOEK: — Fiirnn íarþegar létu Jifið og 20 aivaxlega særðir þegar hraðiestin Kansas City —- Florida, fór út af spöfinu á 6 metra hárri uppfjliingu. Aðal súna- og ritsímaiínan yfir Bandá- rikin skai'3t í sundur yið, árekst- -urinn. GoíHæppm miSi Árnesinga og Raaprveliiflga HELLU, 18. ágúst — í gærkvöldi fór fram goifkeppni milli Golf- klúbbs Árnesinga, Hveragerði og Golfklúbbs Hellu, á golfvellmum hér. Leiknar voru 18 holur og íóru leikar þannig að Hellumenn unnu, áttu 1. og 3. mann. Minnstan höggafjölda hafði Dudolf Stolzenwald, 90 högg, og annaf var Þórður Snæbjömsson með 93 högg. Náesta keppni milli þessara klúbba mun fara fram í Hvera- gerði,„en ekki er ákveðið enn þá hvenær sú keppai verður. MIIXIGÖNGCMAÐUR Hinn fyrrnefndi Gallagher gekk einna lengst i nagdýrshætti gagnvart kommúnistum. — Það þykir Ijóst af vitnisburðum, að hann hafi veitt kommúnistum allar upplýsingar, sem hann gat um her S.Þ., hann njósnaði um félaga sína, fangana, og benda sterkar líkm- til að kommúnistar hafi tekið ýmsa fangana af lífi samkvæmt ábendingum hans og pyndað aðra. Þá hafði hann íor- ustu um stofnun pólitískra les- hringa, þar sem kommúnismi var prédikaður. Var hann milligöngumaður og lofaði þeim föngum gulli og grænum skögum, sem vildu þýð- ast hina pólitísku kennslu. — í skólanum sjálfum var þeim föng- um og lofað verðlaunum og náð- arbrauði, sem tóku „góðum fram- förum”. Einnig er vitað til þess, að fyrir þessa þjónustulund við fangapískarana, lifði Gallagher svo vei, að hann gat selt mat- væli meðföngum sinum, sem voru langt leiddir af sulti. Og var sá matarbiti oft dýru verði kejiJfcua:. AFSAKANIR Gallagher hefur viðurkennt mörg þessi brot sín, en hann nefnir það sér til varnar, að hann hafi verið neyddur tíl þessa. — Kommúnistarnir hafi pyndað hann sjalfan í upphafi, þar til haxm lét undan. Það má vei’a að slíkt sé nokkux- afsökun, en háttalag þessa hermanns hefur vakið óskaplega andúð og jafn- yel viðbjóð í Bandaríkjunum síð- ustu daga. I gærmorgun fór vangæfur maður inn í brauðbúð hér í bæn- um og hafði á brott með sér nokkra peningaupphæð ófrjálsri hendi. Lögreglunni var tilkynnt um stuldinn og handtók hún manninn skömmu síðar. Hafðl hann þá aðeins 10 kr. eftir á sér. Maðurinn var settur í varðhalct og situr hann þar enn. ■4 9 ÁREKSTRAR Hvorki meira né minna en 9 árekstrar urðu í gær. Einn hir n harðasti var, er strætisvagn ók á ljósastaur við Stjómarráðið. Brotnaði staurinn og kastað’ t inn á grasblettinn. Varð kona <S nafni Guðlaug Stefánsdóttir f- - ir stauraum og meiddist nokku.l. BEP.I.lN, 19. ágúst: — Aus! þýzku kommúuistfanir eru mjög afbrýðissamii vegna þes:: Adenauer hefur verið boðið Moskvu. I dag tilkynntu þeir, það hefði enga þýðingu ] Adenauer talaði við Rússa heimsendingu þýzkj a fanga. A ur þýzka stjórnin væri þegar Vjí að fá loforð fyrir heimseruiin allra fanga. — Reuter. Fundabasfl í Saar SAARBRfíCKEN 19. ágúst: — Fernand Dehousse formaður al- þjóðanefndar, sem fer með yfi - stjórn Saar-héraðsins, gcrði þ; S að tillögu sinni í:,4ag, að fund i- bann yrði sett á í Saar-héraðiPii um sinn. Ætlunin r.ieð þessu er áð draga úr hinurn miklu awingum i héraðinu vegná kosninga sem fara, í hönd varðandi framtíðarstöðu héraóöins. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.