Morgunblaðið - 20.08.1955, Blaðsíða 16
Veðurútlif í dag:
Allhvass SV. Skúrir.
187. tbl. — Laugardagur 20. ágúst 1955
Millesgarden
Sjá grein á bls. 9.
Heyfjón í ofsaroki
i Rangárvallasýslu
Óvenjudjúp lægð fór yfir í fyrradag —
Litlar ííkur fyrir þurrki sunnanlands
OVENJUDJÚP lægð fór yfir Suðurlandsundirlendið í fyrradag
og olli bændum í Rangárvallasýslu miklu tjóni á heyjum. —
Lægð þessi átti upptök sín austur af Nýfundalandi og í gærdag
hafði hún þokast í norð-vestur yfir landið til Breiðafjarðar, en
íót mjög minnkandi. í Vestmannaeyjum mældust 13 vindstig kl. 6
síðd. í íyrradag.
GALTAR OG SÆTI FAUK
Lægðin olli bændum sunnan-
lands miklum skaða á heyjum,
sérstaklega bændum í austan-
verðri Rangárvallasýslu. Fauk
þar meira eða minna hey hjá
öllum bændum en allstaðar í
sýslunni mun hafa orðið mikið
heytjón. Höfðu bændur getað
náð saman nokkru af heyi dag-
inn áður, en þá var þurrkur. —
Fuku þá galtar og sæti svo víða
varð ekki urmull eftir af stórum
heyjum. Laust hey og gamlir
galtar fuku einnig.
MISSTU ALLT UPP í
200 HESTA
Mest mun tjónið hafa orðið
i Fljótshlíðinni og undir Eyja-
fjöllum, en þar misstu bænd-
ur allt upp í 200 hesta af heyi.
Minna mun tjónið hafa orðið
í lágsveitunum í utanverðri
sýslunni. Þó fuku galtar og
sæti allsstaðar um koll. —
Hvassviðri þessu fylgdi tals-
verð rigning og verður tjónið
því tilfinnanlegra, þar sem
heyið var yfirleitt gamalt o'g
hrakið og má því iila við að
blotna mikið einu sinni enn.
í dag var sunnan stormur og
rigning í Rangárvallasýslu.
13 VINDSTIG í EYJUM
Samkvæmt upplýsingum, sem
blaðið fékk hjá Veðurstofunni,
var lægð þessi óvenju djúp fyrir
þennan tíma árs. Mestur var
stormurinn í Vestmannaeyjum,
eins og svo oft áður, eða 13 vind-
stig. Á Loftsölum mældust 9 vind
stig síðdegis í fyrradag.
I.ITLAR LÍKUR FYRIR
ÞURRKI
Veðurfræðingurinn sagði að áð
ur en þessi lægð færðist yfir
landið hafi veðurkortið verið far-
ið að líta þolanlega út og allt út-
lit fyrir veðurfarsbreytingu hér
sunnanlands. Nú væri aftur á
móti kominn sami eymdarsvipur-
inn á kortið og verið hefði í allt
sumar og ekki sjáanlegt að góð-
viðri sé í nánd. Sagði hann að
þær lægðir, sem færu yfir fyrir
norðan land, á milli íslands og
Grænlands, yllu afleitu veðri fyr-
ir Sunnlendinga, en aftur þær
lægðir, sem færu um fyrir sunn-
an ísland, færðu okkur sólskin og
blíðu. Sagði hann að líkurnar
fyrir þurrki hefðu stórlega
minnkað úr því sem verið hefði
áður en þessi djúpa lægð kom til
sögunnar.
Miðasala hefs! í dag
í DAG hefst sala aðgöngumiða að
landsleiknum við Bandaríkjamenn
sem fram fer á fimmtudag. Til
sölu eru m. a. 200 stúkusæti og
500 stólsæti. Móttökunefnd segir,
að hver maður muni aðains geta
keypt 2 stúkusæti, en ótakmarkað
af stæðum.
Bíllinn lannst
úli í skurði
SÍÐASTLIÐINN miðvikudag var
bifreiðinni A-372 stolið á Akur-
eyri, og spurðist ekkert til henn-
ar fyrr en í gærmorgun, að hún
fannst út í skurði, hjá Sveins-
stöðum í Þingi í Húnavatnssýslu.
Var bifreiðin lítið skemmd, en sá
sem henni hafði ekið þangað sást
hvergi.
Er talið að manninum hafi tek-
izt að komast . í bíl áleiðis til
Reykjavíkur, þar sem spurnum
hefur verið haldið fyrir um
hann, þarna í nágrenninu. Rann-
sókn í málinu stendur yfir. —
Fréttir þessar fékk blaðið hjá
sýslumanninum á Blönduósi, Guð
brandi ísberg.
Londsliðið sigrnði 4:2
Að minsfa kosti einn „pressuliðsmaður"
lék sig inn í landsliðið
IANDSLIÐIÐ fór með sigur af hólmi í „pressuleiknum", skoraði
i aði 4 mörk gegn 2, en hálfleik lauk með1 sigri blaðamanna-
liðsins 2 :1. Leikurinn var harður frá upphafi til enda, hraður og
skemmtilegur, en aurblautur völlurinn, rok og rigning skemmdu
rokkuð fyrir.
♦—O—♦
Pressuliðið stóð sig með stakri
prýði gegn landsliðinu. Og án
«fa gerir landsliðsnefndin ein-
hverjar breytingar á landsliðinu
eftir þennan leik. Sigurður
Bergsson KR (h. innh.) lék svo
góðan leik að rangt væri að
ganga fram hjá honum í landslið.
Sveinn Teitsson lék og mjög vel
og má mikið vera ef hann hefur
ekki endurheímt stöðu sína í
landsliðinu. Sömu sögu mætti
segja um fleiri. Haukur Bjarna-
son sýndi mjög margt gott, en
var meiddur allan leikinn og háði
það honum mjög. í heild var
„pressuliðið" samstillt lið og ef
til vill hafa Akureyringarnir kom
ið mönnum mest á óvart.
★
Mörk landsliðsins skoraði Rík-
harður 3 og Halldór Sigurbjörns-
son 1. Gunnar Guðmannsson og
Pétur Georgs skoruðu fyrir
„pressuliðið11.
★
Baráttuviljinn í leiknum var
með ágætum og aldrei hefyr
Akranesframlínan lagt sig svo
mjög fram í sumar sem nú. Megi
sá keppnisandi ríkja þegar til
landsleiksins kemur.
Einmuna veðurblíða hefur ríkt á norður- og austurlandi í sumar, svo sem kunnugt er. Þar hefur
nær aldrei dregið fyrir sólu, hvað þá hcldur að rignt hafi nokkuð sem heitið geti. Þrátt fyrir sól
og hlýju hefur stundum hvesst þar, sérstaklega á síldveiðimiðunum. Hafa þá bátarnir orðið að
leggjast í var. Myndin hér að ofan var tekin fyrir skömmu er bátaflotinn lá í vari við Grímsey. —
Myndina tók flugstjórinn á Grumanflugbáti Flugfél. íslands, Henning Bjarnason, en hann hefur
stjórnað vélinni við síldarleitarflugið á austursvæðinu.
Dönsk bóknsýning í
Reykjnvík d næstunni
Þar verða 3—4000 bækur fil sýnis og
14 fnísund bækur lil sölu
UM MÁNAÐAMÓTIN ág.-sept. verður opnuð hér á landi sýn-
ing á dönskum bókum, sem gefnar hafa verið út á seinustu
árum. Að sýningu þessari standa 32 stærstu bókaútgáfufyrirtæki
Danmerkur, auk Bókaverzlunar ísafoldar og Norðra. — Bókaverzl-
anir þessar hafa fengið nokkur eintök af öllum þeim bókum, sem
a sýningunni verða, og verður unnt að kaupa þær í verzlunum eða
gerast áskrifendur að þeim á sýningunni. ,
Um 100 skip lágu
inni á Seyðisfirði
SEYÐISFIRÐI, 19. ágúst — Ó-
venjumikið af skipum hefur leit-
að vars á Seyðisfirði í dag. Munu
um 100 skip alls liggja hér inni.
Eru það mest Norðmenn og Finn-
ar, en um 20 íslenzk skip eru hér
einnig. Bræla er á miðunum og
um 10 vindstig.
Hér í Seyðisfirði, hefur gengið
á með skúrum í nótt og í dag,
en hiti er 16 stig. Sunnanátt er
eins og stendur, en útlit fvrir að
sé að breyta til vestanáttar.
— Benedikt.
Frúrnar, Fúsl og
Geslur á Sauðárkróki
SAUÐÁRKRÓKI, 19. ágúst —
Frúrnar, Fúsi og Gestur skemmtu
hér í gærkveldi. Samkomuhúsið
var þéttskipað áhorfendum, sem
skemmtu sér hið bezta. — jón.
40 AURA GRUNNKAUPS-
HÆKKUNARKRAI A
Grunnkaup kvenna í Kefla-
vík er nú kr. 7,70, en það er
sama kaup ojí greitl er í Reykja
vík, Hafnarfirði, Akureyri,
Vestmannaeyjum og Sandgerði.
Krafa Verkakvennafélagsins er
að grunnkaup hækki upp í kr.
8,10. Var fyrst gerð krafa um
kr. 7,02, þó með þeim fyrir-
vara að til átaka þyrfti ekki að
koma, en er deilan var lögð fyr-
ir sáttasemjara, var gerð krafa
um kr. 8,10. Hofur þessi kröfu
hækktin orðið eitt aðahleiluefni
deiluaðila.
12 FLOKKAR
Alls hafa fyrr nefndar bóka-
verzlanir fengið 14 þús. bækur
frá Danmörku, sem seldar verða
hér, meðan á sýningunni stend-
ur. Aftur á móti verða sýningar-
bækur 3000—4000 og skiptast þær
í 12 bókaflokka, s. s. bækur um
SAMÚÐARVERKFÖLL —
BEITULAUST NÆSTK. VERTÍÐ
Hafi samkomulag ekki náðst
fyrir miðnætti á aðfaranótt mánu-
dags hefur Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Keflavíkur og Njarð-
víkur boðað samúðarverkfall gegn
Útvegsbændafélagi Keflavíkur og
Vinnuveitendasambandi Suður-
nesja. Kemur því ekki til vinnu-
stöðvunar á Keflavíkurflugvelli.
Komi til þessa verkfalls stöðv-
ast síldarflotinn algjörlega, en við
það vofir sú hætta yfir að beitu-
laust verði á komandi vertíð. Er
vonandi að til þess þurfi þó ekki
að koma. —- Ingvar.
bókmenntir, listir, læknisfræði,
sögu, atvinnuhætti, heimspeki,
guðfræði o. s. frv.
FYRIRLESTRAR O. FL.
Bókasýningin verður til húsa f
Listamannaskálanum. Hún verð-
ur opnuð um mánaðamótin, ains
og fyrr getur, af mcnntamáláráð-
herrum landanna, þeim Juliusi
Bomholt og Bjarna Benedikts-
syni. — Þá má loks geta þess, aS
fyrirlestrar verða haldnir um
danskar bókmenntir, meðan á
sýningunni stendur, lesið verð-
ur upp úr dönskum verkum. og
einnig er í ráði að efna til bóka-
happdrættis, sem nánar verður
skýrt frá síðar.
’Ar "A" 'Ar
BÓKASÝNING þessi verður á-
reiðanlega hin fróðlegasta og er
það ágæt hugmynd að kynna
okkur útgáfustarf frænda okk-
ar í Danmörku. Við höfum hing-
að til verið í nánum tengslum við
danskar bókmenntir og verður
vel þegið að hafa helztu verk
þeirra á boðstólum í Listamanna-
skálanum.
Vilabyggingu lokið
á Melrakkanesi 1
RAUFARHÖFN, 19. ágúst — Ný-
lega hefur verið lokið byggingu
vitahúss á Melrakkanesi, austan
Raufarhafnar. Er það allmikil
bygging. Sjálfur vitaturninn er
13 metra hár. Viti þesái er ennþá
ekki tekinn til starfa, þar sem
ijóskerið er ekki ennþá komið
í hann. — Einar.
Verkfallið í Keflavík óleysf
Hælla á beituskorfi n.k. vertíð
vegna samúðarvinnuslöðvana.
KEFLAVÍK, 19. ágúst.
VERKFALLIÐ í Keflavík er enn óleyst. Var fyrst haldinn fund-
ur deiluaðila s. 1. miðvikudag og stóð hann í 3 klst. Ekki
varð neitt samkomulag. Fundur var svo haldinn aftur á föstudag
kl. 4 síðd. og stóð hann til kl. 7 án þess að samkomulag næðist.
Sama kvöld var á ný boðað til fundar kl. 10 og stóð sá fundur
til kl. 4 um nóttina. Ekki náðist heldur samkomulag þá.