Morgunblaðið - 20.08.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.08.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 20. ágúst 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Millesgárden á Lidingö undir berum himni Car! Mriies sér rætast þann draum, sem lianii hefir dreyrnt í 60 ár Stokkhólmi er ekki aðeins heimili myndhöggvarans víð- fræga, Carl Milles — garðurinn er einnig listasafn og getur þar að líta mörg fegurstu listaverk hans, og er þeim komið fyrir bæði innanhúss og undir berum himni. Listunnendur frá öllum löndum heims sitja sig ekki úr færi með að leggja leið sína út í garðinn ©g gleyma s'ér þar síðdegisstund við að kynnast eftir föngum list meistarans. Garðinum er mjög fagurlega komið fyrir við strönd klettaeyj- unnar — og hinar léttu, grann- Vöxnu og svífandi — höggmyndir listamannsins njóta sín í fyilsta mæli með himininn og Malaren að bakgrunni. ★ ★ ★ Enn er listasafn þetta ekki full- gert. Er ég sótti heim garðinn fyrir skömmu var einmitt verið að vinna að því að reisa eina feg- urstu höggmynd Miiles — ,.Mað- Urinn og Pegasus". En nú á skrið- ur að komast á að fuligera garð- inn. Milles, sem lengstum hefir dvalið erlendis undanfarna ára- tugi — einkum í Bandaríkjunum og Ítalíu, sneri heim til ættjarðar sinnar í maílok í ár til að geta um skeið beitt öllum kröftum sínum að því að sjá þennan draum, sem hann hefir dreymt í 60 ár rætast. „Ég vona, að ég lifi það“, segir Carl Milles -— Verk hans eru draumar, sem rsetast . . . Milles er víðförull. Hann hefir dvalist í ellefu löndum. ★ ★ ★ Þessi aldurhnigni listamaður er tiginmannlegur álitum, hvíthærð ur og andlitsdrættir hans hreinir og reglulegir. Verk hans voru á sínum tima mjög umdeild, en nú er hann viðurkenndur sem einn „Maðurinn og Pegasus“ er sennilega eitt djarfasta verk Millers — bæði frá listrænu og tæknilegu sjónarmiði séð. Maðurinn, er tyilir tánni á væng skáldfáksins, virðist hanga í lausu lofti. Verk- ið er mjög táknrænt. Það er nú til í þrem borgum: Des Moines í lowa í Bandaríkjunum, Antwerpen í Belgíu og Malmö í Suður- Svíþjóð. myndhöggvarinn. Hann varð áttræður 23. júní s.l. Milles hefir hugsað sér garð- inn sem minnisvarða yfir sænska höggmyndalist. Hann hefir þeg-1 ar keypt talsvert af verkum ann- J arra sænskra myndhöggvara til • að prýða garðinn með — en engu að síður eiga höggmyndir hans að vera þungamiðja listasafnsins. Listasafnið verður því í senn þjóð legt — og reyndar þjóðareign, þar sem það gengur í arf til sænska ríkisins — og minnis- merki yfir einn merkasta iista- mann, sem Svíar hafa átt. Reyndar hefir Milles þegar reist sér mikilfenglega minnis- varða víða, einkum í Svíþjpð og Bandaríkjunum, í görðum og á torgum, í borgum, í söfnum, í kirkjum cg úti 5 náiiúrunni. gjarna sjá fjölmarga drauma ræt- ast enn. Vonandi verður honum að ósk sinni. Þótt hann sé orðinn aldr- aður, er hann enn í fullu fjöri, og einkunnarorð hans eru: „Lat mig verka medan dagan brinner“. (Látum oss starfa meðan dagur er). ★ ★ ★ Líkamlegir kraftar hans eru að vísu teknir að þverra, og ^ann gengur við staf, en hugsun nans er eins skýr og vakandi og áður. Hann hefir nýlega lokið v:ð að rita minningar sínar og er þar að finna fjörlegar lýsingar af mörgum þeim mönnum og kon- um, er orðið hafa á vegi hans á lífsleiðinni. Hann segir mjög skemmtilega frá — og hefir frá- sagnarhæfni hans notið sín áður, einkum í fyrirlestrum í útvarpi. Hann hefir sínar ákveðnu skoð- anir og gengur sínar brautir og skýrir þetta að nokkru leyti, hví hann var og er enn umdeiidur listamaður. Sjálfur er Milles þeirrar skoð- unar, að það sé aðeins hollt fyrir listamanninn að mæta andstæð- ingum, sem ekki viðurkenna list hans. „Þeir um það. Ég mundi aldrei fara niðrandi orðum utn listamann eða listagagnrýnanda fyrir þá sök að gagnrýna verk mín“, er eindregið svar hans, ef hann er spurður, hvort hann finni til beiskju vegna þeirrar gagn- rýni, er hann varð fyrir — eink- um þó á yngri árum. ★ ★ ★ En tvær grímur hljóta samt að renna á þá listagagnrýnendur, sem fyrir nokkrum áratugum, réðust harðlega að verkum þessa þá unga, upprennandi mynd- höggvara, er þeir lesa allt það hrós, sem nú fellur Milles yfir- leitt í skaut. — Á síðustu ára- tugum hafa verk Milles einnig orðið að ganga í gegnum þá eld- raun að sæta harðri gagnrýni yngri kynslóðar listamanna — og svo er að sjá sem list hans hafi staðizt þá eldraun. ★ ★ ★ í sögu sænskrar höggmynda- brautryðjandi í því að tengja byggingalistina og höggmvnda- listina nánari böndum. — Gos brunnar hans og minnismerki gýna mjög ríkt hugarflug og fág- aðan listþroska. Milles varð einn- ig fyrstur til þess að hafa í há- vegum gildi efnisins, er hann mótaði. Hann notar ekki aðeins bronz og marmara eins og fyrir- rennarar hans gerðu, heldur einnig leir og gips, Hann sker einnig í tré. Milles hafði þegar í upphafi listaferils síns mjög næma skynj- un á mismunandi efni — hann vandi sig á „að hugsa í vissu efni“ eins og hann sjálfur orðar það. Honum tókst því smám saman „Vængirnir“ tákna sársauka- fulla þrá æskuáranna. Milles vann að myndinni á árunum 1907—10, meðan hann var enn undir sterkum áhrifum frá Auguste Rodin. að nota til hins ítrasta alla eigin- leika þess efnis, er hann notaði. Hófst þá tímabil einskonar „efnis rómantíkur“ í Svíþjóð bæði í höggmyndalist og byggingalist. Þegar „funktionalisminn“ hélt inrtreið sína í Svíþjóð, þótti Milles sér of þröngur stakkur skorinn, þar sem honum þótti fylgismenn „funktionalismans" líta of einhliða og skynsamlega á form og efni, og slíkt þótti hon- um einmitt stofna arkitektoniskri höggmyndalist í hættu. ★ ★ ★ Þó að hann væri rúmlega fimmtugur, hikaði hann ekki við að leggja land undir fót og flytj- ast búferlum til Bandaríkjanna, þar sem honum þótti sér bjóðast þar nýr og víðari starfsvöllur. Margir drógu í efa, að Hsta- maðurinn hefði gert rétt í að rífa sig upp með rótum og flytja til annars iands. Upphaflega mun það hafa verið ætlun hans að dvelja þar aðeins eitt til tvö ár, en í Bandaríkjunum mætti hann meiri skilningi en landar hans höfðu sýnt honum, og hann ílengdist svo lengi, að í augum heimsins var hann orðinn allt að því bandarískur listamaður. Listaverk þau, er Milles gerði í Bandaríkjunum sýna, að hann gerði rétt í því að brjóta sér nýja braut í ókunnu landi. Hin viða- mikla stytta hans af Indíánaguð- inum Manitou, er mjög táknræn og í sinum hrífandi einfaldaleik segir hún okkur margt um þær hugmyndir, er Indíánarnir gerðu sér um „Stóra andann", sem sveif yfir sléttunum. Gos- brunnurinn, er Milles gerði á Aloe-torginu í St. Louis, „Fljóta- mótin“, er stórkostlegt verk og á að tákna ármót Missouri og Missisippi. í þessu listaverki kem ur hvað skýrast fram mikil lífs- gleði, hugarflug og kímni og ekki sízt hæfni Milles til að skapa fagra heild úr léttum leik vatns- ins og bronzfigúrunum. ★ ★ ★ Milles segist elska Frakkland. Faðir .hans dvaldi um skeið í Frakklandi og móðir hans var af frönskum ættum, og er ekki ó- líklegt, að Milles hafi erft lista- gáfu sina úr móðurættinni Til Frakklands hélt Milles 22 ára að aldri með 200 kr. styrk upp á vasann. Hann átti erfitt uppdrátt- ar um skeið og vann fyrir sér m. a. með Hkistusmíði og-sölu ódýrra minjagripa á götum úti. En Milles talar aldrei um þetta tímabil ævi sinnar með sjálfs- meðaumkun — í hans augum var þetta spennandi barátta fyrir til- verunni. Og í Frakklandi tók hann þá ákvörðun að gerast myndhöggv- ari. Hverri tómstund eyddi hann í höggmyndadeild Louvre-safns- ins. „Ég gerði uppdrætti að næst- um öllu, sem þar var til sýnis“, segir Milles. „Þannig lærði ég — ef svo mætti segja — utan að gríska og egypska höggmýnda- list“. ★ ★ ★ Kynni hans af hinni áhrifa- miklu og mjög persónulegu list Auguste Rodins mótuðu mjög þá stefnu, er listþroski Milles tók. Er Milles hélt árið 1905 til Múnchen og varð þar fyrir hon- um miklu meiri áhugi mynd- höggvaranna fyrir efninu, sem þeir mótuðu úr heldur en gerzt hafði í París. Þessi aðferð Múnchenskólans að nota sér eig- inleika efnisins kemur greinilega fram í einu verki Milles frá 1906 — „Birnirnir“ í Berzelli-garðin- um — og eru þeir gerðir úr gran- it. Á þessum árum gerði Milles ákafar tilraunir með form og stíl, og hann verður fyrir áhrifum úr ýmsum áttum — kínverskri smá- höggmyndalist, upprunalegum grískum höggmyndum og list rómverska baroksstílsins. Og ein- mitt með þessum tilraunum afl- aði Milles sér sinnar öruggu for- skynjunnar. ★ ★ ★ Milles gekk árið 1905 að eiga Olgu Granner. sem er austurrísk að ætt og málari. Hún er mjög gáfuð kona og var atkvæðamikil, en hefir undanfarin ár verið heilsutæp. Hún hefir verið manni sínum ómetanleg stoð — bæði í list hans og á Hfsleiðinni. Myndhöggvaranum liggur mjög vel orð til kvenna. Þær kon- ur, er ég hefi hitt á lífsleiðinni met ég yfirleitt meira en karl- mennina, segir hann. Og ég hefi líka reynt við og við að reisa þeim þann minnisvarða, er þær verðskulda. G. St. fhesti og frumlegasti listamaður, sem Svíar hafa átt List Milles er í senn klassisk, lifandi og skáldleg. íhaldssöm- ustu starfsbræður hans hafa fund ið honum það til foráttu, að myndir hans væru of grann- vaxnar. Boðberar nýs tíma í högg mvndalist gagnrýna Milles, eink- um fyrir skort á ímyndunarafli, — og sé hann því um of undir áhrifum franska myndhöggvar- ans Auguste Rodin — en skorti samt skapandi snilligáfu á við Rodin. Milles er heldur ekki sér- lega hrifinn af nútímahöggmynda list. „Verk þeirra eru of óeðlileg" segir hann blátt áfram. ★ ★ ★ Sjálfur lýsir Milles list sinni | þannig, að verk hans séu draum- Myndin sýnir hluta af gosbrunninum á Aloé-torginu í St. ar sem rætast — og að hann vildi . Nítján fígúrur eru í gosbrunninum. Þögul móimæli LONDON 19. ágúst: — Sendi- herra Portugal í London hefur ' kvartað yfir því við lögregluna, að nokkrir Indverjar hafa stöðugt gengið fram og aftur á gangstétt- inni við sendiráðið með spjöld, hvar voru á meiðyrði um Portugal 'vegna atburðanna í Goa. Þetta er fjórði dagurinn sem þessi þögla ganga Indverja stendur yfir. Fjöldi indverskra stúdenta í Lundúnum hefur sameinazt um hunggrverkfall til að mótmæla gerræði Portugala. — Reuter. Louis. LAMY-VIRKI í Afríku — Frönsk Skymaster-vél, sem var að lenda á flugvellinum hér lenti á kú rétt við flugvallarendann. Kýrin lét lífið, hjólasamstseða flugvélarinn- ar eyðilagðist, en hún rann að öðru leyti lítið skemmd á magan- um eftir flugbrautinni. Farþeg- arnir voru óskaddaðir. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.