Morgunblaðið - 20.08.1955, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIB
Laugardagur 20. ágúst 1955
Læknirinn og ástin hans
EFTIR JAMES HILTON
Framhaldssagan 6
ur við fótinn á einum stað, neð-
an við hné.
Þegar hann hafði bundið um
úlnliðinn, bað hann því frú Patt-
erson um heitt vatn í skál, til
þess að þvo sárið á fætinum, sem
reyndist þá ekki nema lítils hátt-
ar skinnspretta.
,,Þér verðið að taka yður al-
gerða hvíld frá störfum yðar
fyrst um sinn“, sagði hann við
stúlkuna.
Hún kinkaði kolli, en hann var
alls ekki viss um að hún hefði
skilið rétt orð sín.
„Þér dansið, eða er ekki svo?“
Aftur kinkaði stúlkan kolb
„Já, þér verðið að hætta öllu
sliku fyrst um sinn. Þér getið ó-
inögulega dansað með handlegg-
inn í fatla, en þannig verðið þér
að hafa hann“.
Hann talaði greinilega, eins og
venjulega, en efaðist þó alltaf
meira og meira um það. að hún
skildi sig.
„Skiljið þér ekki eitthvað í
ensku?“ spurði hann.
„Ein wemig .... ofurlítið....“.
Hann brosti, rólegri: „Líklega
álíka mikið og ég skil yðar
tungu“.
Hann átti nú von á þeim óstöðv
andi straumi orða, sem jafnan er
vanur að bulla fram, þegar mað-
ur játar, þó ekki sé nema lítils
háttar, kunnáttu í máli einhvers
útlendings, en honum til mikill-
ar undrunar þá þagði hún.
Hann reyndi þá að brjóta upp
• á einhverjum samræðum, en varð
fljótlega að hætta þeim tilraun-
um, þar sem kunnátta hans í
þýzku var af mjög skornum
skammti. Hann hafði aldrei dval-
ið í Þýzkalandi og aðeins talað
málið mjög sjaldan og nú voru
senn liðin full fimmtán ár, síðan
hann hafði tekið mjög auðvelt
próf í því. Síðan hafði hann allt-
af álitið sig kunna ofurlítið í
þýzku, en nú þegar til átti að
taka, gat hann naumast munað
eitt einasta orð, ti! að segja.
Samt tókst honum að spyrja
hana, hvers vegna hún hefði ekki
beðið sín í leikhúsinu, fyrst hún
á annað borð hefði látið senda
eftir sér.
„Eg lét alls ekki senda eftir
yður“, svaraði hún á þýzku. —
„Drengurinn, sem selur súkku-
laðið, gerði það. Hann gerði það.
Hann sagði, að þér væruð alitaf
svo góður“.
Davíð furðaði sig mjög á þess-
ari athugasemd hennar. — Hún
hélt áfram:
„Hann kallaði yður litla lækn-
inn — er það rétt? Der kleine
doktor?"
Síðustu orð hennar fullkomn-
uðu undrun hans, því hann var
einn þeirra manna, sem geta lif- |
að langa æfi, án þess að heyra '
eða sjá hina allra augljóstustu '
hluti um þá sjálfa.
Fram að þessu hafði honum
ekki verið full kunnugt um það, i
að menn kölluðu hann litla lækn- i
inn og hann víssi ekki sjálfur, j
hvort honum líkaði það vel eða [
illa. Að minnsta kosti gerði þessi )
frásögn hennar hann dálítið rugl-
aðann.
Hann gekk frá dóti sínu í tösk-
unni og bauð henni góða nótt,
eftir að hafa sagst mundu líta
inn til hennar næstkomandi
mánudagsmorgun.
Á leiðinni heim datt honum
það allt í einu í hug, að hann
vissi ekki einu sinni nafn hepn-
ar. Hann stoppaði aftur yið búð-
Srgluggann og las auglýsinguna
að nýju. ’-r • •-
Þar stóð: Leni Arkadrefna,
dansmær frá St. Petersburg. —
Þetta hlýtur að vera hún, hugsaði
hann með sér.
Á mánudagsmorguninn, þegar
hann ætlaði að vitja stúlkunnar
aftur, var hún farin.
„Hún fór héðan í gærmorgun",
sagði gamla konan, þegar Davíð
spurði eftir sjúklingnum. „Hún
fór með hinum leikurunum".
„En hún var með brotinn hand
legginn. Ekki getur hún dansað
þannig á sig komin“.
„Hún hefur e. t. v. orðið að
fara með þeim samt, enda þótt
þeir virtust ekki hafa mikið gagn
af henni, sem heldur ekki var
von, þar sem hún kunni ekki einu
sinni rnálið".
I „En voru ekki fleiri útlending-
ar í hópnum? Var þetta ekki
franskur sjónleikur?"
„Nei, biðjið þér fyrir yður. —
Hún var eini útlendingurinn og
sjónleikurinn var aldeilis ekki
franskur. Hann var bara kallað-
ur það, til þess að vekja eftirtekt
og auka aðsóknina. Hún lék rússn
eska dansmey og ég býst við, að
hún hafi verið kölluð þessu
nafni þess vegna“.
„Nú, var þetta þá ekki hennar
raunverulega nafn’“
„Það get ég auðvitað ekki sagt
yður með neinni vissu. Þetta er
aðeins grunur minn, en þér getið
sennilega fengið úr því skorið, ef
þér sþyrjið að því í leikhúsinu".
En Davíð kærði sig ekkert um
það að leita neinna upplýsinga
í leikhúsinu. Hinn leikhúslegi
heimur hafði virst honum svo ó-
kunnur og óvenjulegur, þegar
hann hafði snöggvast skyggnst
inn í hann, að hann langaði ekk-
ert til að kynnast honum nánar.
Hann hafði enga löngun til að
kynnast því, hvernig svona um-
ferðaleikflokkar höguðu til starfi
sínu og honum varð sjaldan hugs
að til rússnesk-þýzk-frönsku
stúlkunnar (eða hverrar þjóðar
sem hún nú var), vikurnar sem
í hönd fóru.
Hann taldi víst, að handlegg-
urinn myndi nú alveg orðinn jafn
góður, hvar sem hún væri niður
komin, en slíkt kom honum held-
ur ekki lengur við og hann hafði
um margt annað nauðsynlegra að
hugsa.
Hann hafði ekki einu sinni
skrifað hana niður í dagbók sína
vegna þess, að bæði hafði hann
alveg gleymt leiksviðsnafni henn
ar og svo hafði hann heldur ekki
í hyggju að senda neinn reikning
fyrir aðgerðinni.
En það stafaði nú ekki af ein -
skærum höfðingskap, heldur var
það fremur til þess að spara sér
fyrirhöfn, því að Davíð hafði eng
an ritara og innheimta smá upp-
hæða fyrir læknishjálp við menn,
sem farnir voru úr bænum, borg
uðu sjaldan alla þá tímaeyðslu
og aðra fyrirhöfn, sem húr hafði
jafnan í för með sér.
j
ANNAR KAFLI.
Nýja árið gekk í garð og líf
litla læknisins hélt áfram að vera
svipað því, sem það hafði verið
mörg undanfarin ár, með miklum
önnum í starfinu og margvísleg-
um erfiðleikum í einkalífinu
(sem flestir stöfuðu að einhverju
leyti frá Gerald).
Hann ræddi ekki mikið um
starf sitt og hann hafði naumast
tíma til að hugsa um það, nema
þegar hann var einn. Þá fékk
starf hans á sig eins konar heild-
arsvip, þar sem hvert sérstakt
atriði var íhugað sem eitthvert
vandasamt viðfangsefni, en aldrei
skoðað sem nein leiðindi eða á-
hyggjuefni.
En frítímar gáfust honum fáir.
Allur dagurinn fór í sjúkrahús-
störf og sjúkravitjanir um bæ- 1
inn. Hann snæddi í mesta flýti
máltíðarnar heima hjá sér, með
Jessicu, konu sinni og á kvöldin
biðu hans svo margs konar fund-
ir og ráðstefnur og þegar þeim
var lokið var hann venjulega
orðinn svo þreyttur, að hann
flýtti sér beint heim í rúmið og
sofnaði nær samstundis. ,
Ný matvörubúð opnuð
í dag að Bræðraborgarstíg 43, undir nafninu
Reynisbúð Sími 7675
Lipur afgreiðsla. — Sendum heim samstundis.
Reynisbúð.
BIFREIÐASkllRAR!
Þeir bifreiðaeigendur, sem hug hafa á því, að
eignast skúr yfir bílinn sinn, ættu að hufa sam-
band við mig sem fyrst.
NIELS CARLSSON,
Símar: 1335 og 82895.
Afgreiðslustöri
Dugleg afgreiðslustúlka óskast strax.
Efnalaugin Lindin h.f.
Skúlagötu 51 —,Sími 2200.
Iðnskóiinn í Reykjavík |
■j
Námskeið til undirbúnings haustprófum verður haldið 3
í skólanum, við Vitastíg, og hefst fimmtudaginn 1. sept- j;
ember. 5
■
Innritun í námskeiðin fer fram dagana 23., 24. og :j
25. þ. m. milli kl. 5 og 7 síðdegis. Námskeiðsgjöld verða ■:
kr. 75.00 fyrir hverja námsgrein, og greiðist við inn- ■
■
ritun. !
■
Innritun í skólann, er hefst í byrjun október verður •
auglýst síðar. ■
5;
Skólastjóri. ■
RÁDSKONA
að Bifröst
Samvinnuskólann vantar ráðskonu til þess að ■:
annast matreiðslu fyrir skóiann að P>ifröst í Z
■,
Borgarfirði næsta vetur.
Konur, sem áhuga hafa á þessu staifi, sendi ■!
umsóknir sínar til fræðsludeildar S. í. S., ;!
•[
Reykjavík, og greini frá fyrri störfum og j
reynslu á þessu sviði.
■!
■
a;
Til greina getur komið að ráða hjón, ef konan ;!
■j
getur annast ráðskonustörfin, en maðurinn Z
verið umsjónarmaður skólans.
Samvinnuskólinn
Atvinna
Kvenmaður og karlmaður geta fengið
framtíðaratvinnu við iðnað.
Uppl. á mánudag 22. þ. m. að Brautarholti 26.
Sútunarverksmiðjan h.f.
■■*
■■■)
■ •JÚI
Atvinna
Nokkrar stúlkur geta fengið atvinnu
í verksmiðju vorri.
Uppl. á mánudag 22. þ. m. að Þverholti 17.
Vinnufatagerð íslands h.f.
Verkamenn óskast
nú þegar
Þóróur Jasonarson
Háteigsvegi 18 — sími 6362.
mut<a
Skrifstofusfúlka óskast
1
Stúlku vana vélritun og bókhaldi vantar nú þegar ;
Uppl. í síma 82610, kl. 2—4 í dag og mánudag.
3
•«