Morgunblaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐIB Fimmtudagur 1. sept 1955 Mesta athydi vekur: •J 4J Hin mörgu jafntefli og slæleg frammistada Najdorfs Fréttabréí frá Freysteini Þor- bergssyni, fréttaritara Mbl. á skákmótinu í Gautaborg. Gautaborg, 26. ágúst: Alþjóða sveitakeppnin er nú hafin fyrir alvöru. Þrátt fyrir stöðugt blíðviðri streyma áhorfendur til Konsthallen, þar sem keppnin fer fram. — Lokið er nú 7 umferðum. Það sem einkum hefur vakið at- hygli og umræður manna á meðal, eru hin mörgu jafntefli t og hin slælcga frammistaða argentínska stórmeistarans, M. Najdorfs, til þessa. Jafn- teflisdauðann má e. t. v. að nokkru rekja til hins óvenju- lega fyrirkomulags, að kepp- endur eiga að hafa teflt við landa sína eigi síðar en í 10. umferð. IV. umferð, 19. ágúst. Aðal eftirvæntingarefni áhorf fenda í þetta sinn var skák hins unga Júgóslava, Fuderers og hins ennþá yngri Panno frá Argen- tínu, sem efstir voru ásamt Ilivitsky eftir 3. umferð. Einnig var mönnum forvitni á að sjá, hvort Bronstein tækist að halda áfram sigurgöngu sinni. Hann átti að þessu sinni í höggi við Ungverjann Szabo, en sá er þétt ur á velli og þéttur í skák. Það kom hins vegar á daginn, að skákin Keres—Spasskij átti eft- ir að vekja mesta hrifningu á- horfenda. Að henni lokinni var sem lófatakinu ætlaði aldrei að linna. Þegar í upphafi virtust keppendur leggja sig alla fram. Keres hóf fleygsókn á miðborð- inu, sem hafði í för með sér veil- ur í stöðu andstæðingsins, síð- an kóngssókn, en varð lengi lítt ágengt gegn traustri vörn hins nýkrýnda heimsmeistara ungl- inga. Þar kom þó að lokum, að Spasskij lenti í tímaþröng. Eft- irvænting áhorfenda jókst um allan helming, þegar farið var að leika hraðskák. Skyndilega varð dauðaþögn í salnum, og strax á eftir dundi lófatakið yfir. Keres hafði fórnað drottningunni og Spasskij gefist upp. Fuderer fékk snemma rýmra tafl á móti Panno, og litli, skemmtilegi Júgóslavinn, sem leikur svo vel á píanó og á and- stæðinga sína við skákborðið, virtist ákveðinn í að knésetja föla drenginn frá Argentínu. í miðtaflinu fórnaði hann skyndi- lega hrók fyrir tvö peð og sókn. Með hæfilegum gagnfórnum tókst Panno þó að verjast áhlaup inu, og flækjan leystist smám saman upp í tvísýnt endatafl. þar sem Fuderer hafði þrjú peð á móti manni. Hin friðsamlegu jafnteflisúrslit voru að þessu sinni ánægjuleg. Sigurröð Bronsteins var stöðv- uð af Szabó, sem gerði nú jafn- tefli við 4. Rússann í röð. Ann- að stórmeistarajafntefli var sam ið í skákinni Petrosjan—Geller eftir aðeins 14 leiki. — Ilivitsky tefldi örugglega að vanda og náði skjótlega jöfnu tafli á svart gegn Donner, en sá sér þann kost vænstan að taka jafntefli, þar eð mikil uppskipti höfðu orðið á mönnum. Skákirnar Stáhlberg— Medina, Sliiva—Pachmann, Un- zicker—Rabar, Bisguier—Filip og Guimard—Pilnik urðu einnig jafnteflisdauðanum að bráð, þótt víða yrði þar allharðar svipting- ar. Úrslitin: 9 jafntefli af 10 skákum eru harla óvenjuleg og naumast til ánægju fyrir áhorf- endur. — Najdorf sat hjá. Biðskákirnar Pilnik—Najdorf Og Medina—Filip úr 3. umferð enduðu báðar með jafntefli. .f Staða efstu manna eftir 4. um- ferð: Panno, Ilivitsky og Fuderer 3 v., Bronstein 2Vz (1), Geller ZVz. - | Efíir 7 umferðir á skákméfinu í Gaufaborg V. umferð, 22. ágúst. i Donner tefldi kóngsindverska vörn á móti Bronstein, en Bron stein á, eins og kunnugt er, manna mestan þátt í því, að þessi vörn er nú mjög í tízku. Sá, sem smíðar vopnið, þekkir bezta skjöldinn, enda varð Donner ekk- ert ágengt og náði aldrei jöfnu tafli. Stöðuyfirburðir Bronsteins jukust með hverjum leik, og eft- ir aðeins 25 leiki hafði Donner fengið nóg og gafst upp. Sam- tímis varpaði hann öndinni létt- I ara, því að nú hafði hann teflt I við 5 Rússa í röð og átti aðeins einn eftir í síðustu umferð. Skákin Bisguier—Stáhlberg varð flókin og skemmtileg. — Bisguier sótti lengi á, og Stáhl- berg varð að opna kóngsvæng- inn til þess að létta á stöðunni. En hann varðist vel og hóf að lokum hættulega gagnárás. — í í tímahraki sást honum yfir skjót ■ an vinning, lét sér nægja að vinna skiptamun og þar með skákina | að lokum. — Hér koma svo stór- meistara-jafnteflinn, en þau urðu 4 að þessu sinni: Geller— Keres 18 leikir, Ilivitsky—Pet- rosjan 14 leikir, Pachmann— Szabó 16 leikir og Panno—Filip 17 leikir. — Rabar og Sliwa börð ust af hörku, en Sliwa hafði nú ! endurbætt vörn þá, sem hann hafði áður beitt gegn Geller og Bronstein. Svo fór, að Rabar j varð að sætta sig við tap eftir I að hafa náð jafntefli í 4 fyrstu umferðunum. Medina átti erfiða skák við ; Unzicker, tapaði peði í flækju miðtaflsins, en lét engan bilbug á sér finna í endataflinu og hvarf að lokum með hálfan vinning af orrustuvellinum. — Fuderer fór eins og svo oft áður sínar eigin leiðir gegn Pilnik. Að þessu sinni voru peðsleikirnir ískyggi- lega margir, áður en mönnunum var fylkt. Svo fór, að strax eftir fyrstu orrustuna náði Pilnik yf- irhöndinni. Seinna vann hann ! peð og þrátt fyrir harðvítuga , vörn andstæðingsins einnig skák- ina að lokum. Þar með hafði hinn ungi Júgóslavi hrapað úr for- ystuhópnum að sinni. I Ef Rússunum hættir til að semja jafntefli innbyrðis, þá er því öfugt farið með Argentínu- mennina. Najdorf, sem tapaði fyrir Panno í 2. umferð, virtist ætla að bæta sér það upp gegn landa sínum Guimard. — Hinn síðarnefndi, sem aldrei þessu vant tefldi nú mjög vel, fékk að lokum yfirhöndina og Najdorf lenti í tímaþröng. Þar kom, að Najdorf átti aðeins nokkrar sek úndur eftir til þess að ljúka síð- asta leiknum, áður en skákin yrði sett í bið. Líkt og mús með kött á hælunum, s'em skimar eftir und ankomu, renndi hann augunum yfir borðið í leit að leik, sem bjargað gæti hinni ljótu stöðu hans. Sekundurnar liðu ein af annarri, loks lyfti Najdorf kóng- inum hátt á loft, en vissi ekki hvar hann átti að láta hann nið- ur á e2. Najdorf hafði bjargað sér út úr tímaþrönginni, en skák inni tapaði hann síðar. Uppgjaf- arathöfnin fór fram á einkar sér- stæðan hátt. Þegar staðan var orðin vonlaus, þreif Najdorf jakka sinn og fór. — Najdorf er einn af svipmestu skákmönnum nútímans, en þótt segja megi, að hann sé öldungurinn á þessu móti, tekst honum ekki ætíð að hafa taumhald á skapi sínu. — Spasskij sat hjá. Eftir 5. umferð voru þessir efst ir: Bronstein 3V2 (1), Panno og Ilivitsky 3V2, Fuderer og Geller 3 vinninga. VI. umferð, 23. ágúst. j Þegar tveimur svo frumlegum j skákmeisturum sem Fuderer og j Najdorf lendir saman, má við \ öllu búast. Svo fór brátt, að stað \ an varð svo flókin, að keppendur jafnt sem áhorfendur og starfs- j menn botnuðu ekki neitt í neinu, gláptu bara á leikina eins og naut á nývirki. Fljótt á litið j virtist líka sem hér sætu tveir byrjendur og æfðu manngang- \ inn, svo djúpar voru leikflétt- urnar. Sumir vilja jafnvel halda því fram, að keppendur hafi sjálfir ekki ætíð verið með á nót i unum. Af skákinni er það ' skemmst að segja, að hún fór í bið. Hér skal engu spáð um úr- ' slitin, en Fuderer hefur á móti j drottningu Najdorfs. Annars ' settu stuttu jafnteflisskákirnar ennþá svip sinn á mótið. Petros- jan og Bronstein sömdu eftir 19 j leiki, Keres og Ilivitsky eftir 16, | Filip og Pilnik eftir 22 og Szabó ' og Rabar eftir 23 leiki. — Hörð barátta varð hins vegar í skák- inni Spasskij—Geller. Þeir rifj- uðu upp gamla leið í prússnesku tafli, þar sem Geller fékk nokkra sókn fyrir peðsfórn. Þrátt fyrir góðar vinningstilraunir. Geller hugsaði einu sinni 70 mínútur um einn leik — tókst honum að- eins að vinna peðið aftur, og Spasskij tók jafntefli með þrá- skák. i Stáhlberg og Panno háðu harða stöðubaráttu. Hinn síðarnefndi I fékk smám saman heldur betra ' tafl, en Svíinn bjargaði hálfum vinning í endataflinu. Skákirnar Donner — Pachmann og Unzick- er — Bisguier enduðu einnig frið- samlega að lokum. Sliwa tefldi lengi jafna skák við Medina, en þegar skákin fór í bið, hafði hann peð yfir, en litla vinningsmögu- leika. — Guimard sat yfir. — Úrslitin: 8 jafntefli og 2 biðskák- ir eru með fádæmum, enda er tala jafnteflanna, það sem af er mótinu, nær 70%. — Staða efstu manna eftir 6. umferð er: Bron- stein 4 (1), Panno og ílivitsky 4, Fuderer og Keres 3 (1). VII. umferð, 25. ágúst. 7. umferðin var skemmtilegasta umferðin fram til þessa. Barizt var af hörku á öllum vígstöðvum, þekktir stórmeistarar féllu í val- inn, og óvenju svipríkar árásar- og leikfléttuskákir voru þar á borð bornar fyrir skákunnendur framtiðarinnar. Svo hatrömm var skákin Bronstein — Keres, að jafnvel dyravörður mótsins hvarf af verði sínum til þess að fylgj- ast með baráttunni. Bronsteiri hafði hvítt og lék fyrstu leikina mjög hratt, hafði aðeins notað 5 mínútur af umhugsunartíma sín- um, þegar Keres hafði notað tæp- an klukkutíma. Án verulegs und- irbúnings tók Bronstein að fórna j liði sínu, fyrst peðum og síðan j manni, til þess að opna svörtu kóngsstöðuna. Áhorfendur stóðu | á öndinni af undrun og eftirvænt- j ingu. Tími Keres leið, og staðan varð æ erfiðari. Fórnir og gagn- fórnir skiptust á, en þar sem j kóngur svarts hafði að lokum misst peðaskjaldborg sína með öllu, tókst Bronstein að ná mát- sókn að lokum. Onnur alrússnesk viðureign var skákin Ilivitsky — Spasskij. Iilivitsky stóð lengi betur, en þegar á leið, rétti Spasskij við stöðuna, og undir lokin hafði hann hrók og tvö samstæð frípeð gegn tveimur mönnum. í mikilli tímaþröng lék Ilivitsky rangan leik og varð skyndilega óverjandi Framh. á bls. 12. Þetta er markið í leiknum. Ólafur Hannesson (á hlaupum) kom síðast við knöttinn og beindi honum í markið. — Ljósm. Ól. K. M. Reykjavíkurúrvafið vann Bandaríkjamenn 1:0 BANDARIKJAMENNIRNIR léku sinn þriðja og síðasta leik hér s.l. mánudagskvöld og mættu þá úrvali Reykjavíkurfé- laganna. Þessi leikur var síztur leikjanna þriggja í heimsókninni, Bandaríkjamennirnir sýnilega orðnir þreyttir og Reykjavíkur- úrvalið með afbrigðum máttlaust og lítils megandi í mýmörgum tækifærum. Aftasta vörn Reykja- víkurliðsins sýndi þó mjög góð- an leik, þeir Einar, Haukur og Hreiðar. Völlm-inn var að vísu nokkuð erfiður eftir bleytuna, en við höfum nærtækt dæmi um, að hægt er að sýna góðan leik þrátt fyrir slæmar aðstæður, og á ég þar við leik Hacken móti Reykja víkurúrvalinu nú fyrir stuttu, en það lið sýndi afbragðs stuttan samleik í þeim leik, þrátt fyrir það, þó völlurinn væri þá mun erfiðari en hann var s.l. mánu- dagskvöld. Reykjavíkurliðið átti frum- kvæðið í leiknum og allt gekk yfirleitt að óskum fyrir liðið, þar til komið var að vítateig og þar innfyrir. Þá byrjuðu fyrst erfið- leikarnir, markskotin langt til hliðar eða yfir, en ef þau slysuð- ust á markið var Malinowsky jafnan tiltækur og átti ekki í nein um erfiðleikum með að ná til knattarins þó haltur gengi hann til leiksins. Reykvíkingar léku undan vindi fyrri hálfleikinn og ef minnisbókin væri látin tala eingöngu kemur í ljós, að mark- tækifæri Reykjavíkurliðsins í fyrri hálfleiknum voru milli 15 og 20. Það bezta fékk Ólafur Hannesson á 27. mínútu er hann var kominn einn innfyrir víta- teig, en beið of lengi með skotið og bakvörður komst í milli og spyrnti í horn. Bandaríkjamenn- irnir komust einnig í allgóð færi, en þau voru fá. Á 16. mínútu er Ferris með knöttinn einn fyrir miðju marki, en vinstri fótar skot hans geigar svo gífurlega, að knötturinn fór út fyrir hliðar- línuna til hægri og úr varð inn- kast. Á 30. mínútu fá þeir ef til vill bezta tækifærið til að skora, er aukaspyrna er tekin á Reykja- víkurliðið af um 30 metra færi fyrir miðju marki. Bahr, fram- vörður framkvæmdi spyrnuna mjög fallega innfyrir til vinstri, þar skaut Ferris upp kollinum og skallaði aðeins til hliðar við mark ið framhjá úthlaupandi Helga markverði. Reykjavíkurliðið var sýnilega lítt hrifið af því að nota jarðarsendingar áfram til sam- herja sinna, en létu knöttinn um of stæla fuglinn fljúgandi og kljúfa loftið. Oft varð því erfitt um viðtökur knattarins eftir slík- ar sendingar og varnarleikmenn andstæðinganna áttu þá mun hægara um vik að koma við vörn- um og staðsetja sig. Reykvíking- ar pressuðu stöðugt og ályktuðu áhorfendur, að ágengni þeirra hlyti nú að enda með marki fyrr eða síðar. Það var þó ekki fyrr en á 44. mínútu, að markið kom loks ins og þá með þeim hætti, að ómögulegt var að koma knettin- um framhjá markinu, hann hlaut að lenda réttu megin. Markið kom þannig, að Hörður Felixson skaut af vítateig föstu skoti, sem kom í fót Gunnars Guðmannsson ar og breytti um stefnu, hrökk fyrir fætur Ólafs Hannessonar, sem kominn var yfir til vinstri rétt við marksúlu og af stuttu færi sendi hann knöttinn rétta boðleið í mark. í hléinu töluðu menn um það hve mörg mörkin yrðu nú að lok- um og flestir giskuðu á, að þau gætu orðið 3—4 fyrir Reykjavík- urliðið, ef það næði í gang virk- um og raunhæfum leik. En mörk- in urðu ekki fleiri. Reykjavíkur- liðið lék að vísu betur í síðari hálfleiknum, samleikurinn styttri og nákvæmari, en hreyfanleiki liðsins og skiptingar voru ekki nógar, þannig að liðið fékk ekki það út úr leik sínum sem efni stóðu til. Strax á 8. mínútu eiga Reykvíkingar dauðafæri eftir eitt fallegasta upphlaupið í leiknum. Guðmundur Óskarsson sendir knöttinn fram til hægri til Þor- björns, sem geys’ist með hann að markinu, en Malinowsky hljóp út móti honum og fangaði skot hans örugglega. Frá 14. mínútu og fram til þeirrar 24. ná Banda- ríkjamennirnir sínum bezta kafla í leiknum. Á 14. mínútu á inn- herjinn Looby hörkuskot af víta- teig rétt yíir markás. Á 16. mín. bjargar Hreiðar í hornspyrnu með skalla svo til úr höndunum á Helga markverði. Á 21. mínútu á Looby enn hörkuskot á markið, sem Helgi ver vel. Eftir þessa bandarísku pressu eiga Reykvík- ingar allskostar við andstæðinga sína og sköpuðu sér mörg tæki- færi, sem þeim tókst þó ekki að nýta, en oft lá þó nærri. Á 29., 40. og 43. mínútu er Þorbjörn miðframherji í ágætis færum, en Malinowsky kemur jafnan til skjalanna og bjargar. LIÐIN í liði Reykvíkinga var vörnin bezt eins og áður er sagt Einar, Haukur og Hreiðar. Fyrri hálf- leikinn voru sendingar framvarð- anna alltof stórkarlalegar og há- ar, en síðari hálfleikinn léku þeir betur, einkum Halldór, sem var virkasti maður liðsins. Framlínan var meira og minna mislukkuð, löt að hreyfa sig, sendingar óná- kvæmar og sömuleiðis skotin. Innherjarnir báðir voru alltof Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.