Morgunblaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 2
MORGUN3LAÐI& Laugardagur 3. sept. 1955 ] í 1 Sfaksfeinar RÓGBERASJOÐUR ÞJÓBVILJINN hefir efnt til margra safnana á undanförnum érurn, en ósköp hafa þær oft gengið treglega. Þrautalending- in hefir og einatt orðið að fara í Túngötuna þar sem ..fátækir verkamenn“ reynast oft mildir á máiminn úr Úralfjöllum. En síðasta söfnunin tók ekki langan tíma. „Píslarsjóð" kölluðu kommúnistar það, meðan iVIagnús var í svartholinu. Almenningur sá, að þarna væri vissa fyrir, að peningunum yrði vel varið, þeir yrðu afhentir Bjarna Benedikts- Byni, sem kæmi þeim áfram inn í ríkissjóð. Aliir sáu, að rétt var að hjáipa, þessu yrði ekki varið í neina vitleysu. Á fimmta degi opnuðust tukt- húsdyrnar og „Magnús minn án hans“ hclt fagnandi út í frelsið og rigninguna. En viti menn. Hann hafði unnið sér inn 500 'krónur í kaupavinnunni. Það mundu söfn- unarmenm ekki, þegar þeir voru að selja aðgöngumiðana. Og ein- hverjir „fátækir verkamenn“ höfðu af misgáningi sent peninga heim til hans. Þarna var komin álitíeg fúlga, scm einhvernveginn þuríti að ráðstafa. f VANORÆÐLM En nú voru kommúnistar í hreinustu vandræðum með Magn- Ús. Eftir vistina í betrunarbúsinu var hann annar og betri maður. „Þetta geri ég aldrei aftur“, sagði hann við flokksstjórnina. „Ég neita að ljúga og rægja. Skal aldrei narta í æruna á nokkrum manni. Ég kem ekki framar inn fyrir dyr í nokkru húsi á Skóla- vöröiístígnum, hvort sem það heitir rnimer 9 eða 19“. En Þorvaldur Þórarinsson er klókur. Ilann sá, að of mikið fé hafði safnazt. Sem nákvæmur lögfræðingur vissi liann, að pen- ingimum varð að verja í sam- ræmi við íilgang gefendanna. Þeir áttu allir að fara í ríkissjóð, þeir voru gefnir með þeirri for- sendu. Aðeins málverkið frá Gunnlaugi Scheving mátti geyma til þess að flytja það á Skóla- vörðustig 9 með næsta kostgang- ara frá Þjóðviljanum. L.ÉT SANNFÆRAST „Magnús minn án hans“, sagði „maðurmn, sem har út ekkj- «na“, við ritstjórann. — „Vertu ekkert hræddur. Píslar- Bjóðurinn er orðinn miklu stærri en við þurftism á að halda. Við Bkulum Ieggja þetta á bankabók og þú getur sent Bjarna sektirn- ar jafnóðum. Ef þú getur ekki rétt þig úr kútnum, er þér að minnsta kosti óhætt að bíta í hæiirtn á hverjum manni í langan tíma, alveg áhættulaust. Afgang- nrinn af peningunum verður not- aður tll að minnast þín og heitir frá þessum degi RÓGBERA- SJÓBUR“. Og Magnús minn án hans lét Bannfærast. H innlngarafhöfn Skúia Guðjémson f GÆR fór fram í kapellu háskól- ans minningarathöfn um dr. Skúla Guðjcnsson prófessor í Árósum, en hann lézt í sumar og hefur aska hans verið flutt heim. Ríkisstjórnin og Háskóli íslands heiðruðu minningu dr. Skúla með því að gangast fyrir athöfninni. Prófessor Björn Magnússon flutti ræðu, Páll ísólfsson spilaði og Guðmunaur Jónsson söng ein- BÖng. Var þetta mjög virðuleg at- höfn og fjölmenni viðstatt hana. Hinar jarðnesku leifar dr. Skúla verða nú fluttar norður til Sauðárkróks, þar sem þær verða lagðar í íslenzka m.ild. - IMæsti menntamálaráð- herrafundur ■ Stokkhólmi 6. FIJNDI menntamálaráðherra Norðurlanda lauk í gær. í lok hans lýsti Ivar Person, menntamálaráðherra Svía, því yfir, að sænska ríkisstjórnin byðist til þess að hafa forgöngu um fundinn næst þegar hann verður haldinn. En gert er ráð fyrir, að það verði í Stokkhólmi í janúarmánuði. árið 1957. Ráðherrann þakkaði íslending- um fyrir undirbúning fundarins hér. Ennfremur þakkaði hann dr. Sigurði Nordal sérstaklega fyrir ágæta fundarstjórn. Bað hann sendiherrann að flytja Bjarna Benediktssyni menntamálaráð- herra kveðjur fundarins. Dr. Sigurður Nordal þakkaði hinum erlendu gestum fyrir komuna og ánægjulega sam- vinnu á fundinum. Kvað hann það skoðun sína, að árangur af starfi hans hafi orðið góður. SAMÞYKKTIR Á fundinum voru gerðar eftir- farandi ályktanir: 1. Fundurinn var sammála um að samþykkja þá ályktun, sem Norræna menningarmálanefndin hefur gert um skipulag skóla- mála á Norðurlöndum. „Norræna menningarmála- nefndin bendir á hina öru þróun skólamálanna í helztu menning- arlöndum og vill undirstrika mikilvægi þess, að undirstöðu- menntun á Norðurlöndunum sé í samræmi við kröfur þjóðfélags- ins og atvinnulífsins á hverjum tíma. í þeirri heild, sem Norður- löndin mynda er það mikilvægt, að þessi menntun í hverju einu af Norðurlöndunum leiði til sama menntunarstigs, jafnt að því er snertir bóklega og verk- lega menntun. Menningarmála- nefndin ræður þess vegna til þess að þróunin í skólamálum á Norðurlöndum verði þannig, að eins mikið samræmi og unnt er náist milli hinna einstöku landa.“ 2. Fundurinn samþykkti að óska eftir því, að Norræna menn- ingarmálanefndin sjái um að samin verði heildargreinargerð um lestrarefni ungs fólks og ef til vill leggja fram beinar til- lögur um þetta efni. Fundurinn var sammála um að fara þess á leit við ríkisstjórnir hinna ein- stöku landa, að þær bíði eftir árangrinum af starfi menningar- málanefndarinnar á þessu sviði áður en frekari ráðstafanir verði undirbúnar í þessu máli. 3. Fundurinn var sammála um, að ekkert Norðurlandanna skyldi án þess að hafa samráð við hin Norðurlöndin, gera ráðstafanir, sem gætu orðið bindandi for- dæmi um sameiginlega norræna lausn að því er snertir löggjöf um höfundarétt. 4. Fundurinn vísaði til nor- rænu menningarmálanefndarinn- ar til frekari aðgerða því máli, sem íslendingar báru fram hvort gefa ætti út upplýsingarit um menningarmál á Norðurlöndum og handbók á einhverju heims- málanna um skólamál á Norður- löndum. 5. Fundurinn samþykkti ein- róma uppástungu Norrænu menn ingarmálanefndarinnar um sam- vinnu á sviði rannsókna á lífi í hafinu og ályktaði fundurinn að reyna ætti að koma þessum tillögum í framkvæmd. 6. Samþykkt var í samræmi við tillögur Norrænu menningar- málanefndarinnar, að veita skyldi nauðsynlegar fjárhæðir til prentaðs yfirlits um skólakerfi og breytingar á því á Norður- löndum. 7. Ákveðið var, að stcfnt skyldi að því í hverju landi um sig, að fylgja þeim megin reglum, sem Noriænu menningarmála- nefndin óskar eftir að fylgt verði að því er snertir fjárhagslega aðstöðu þeirra kennava, sem kenna í skiptum fyrir kennara í öðru norrænu landi. 8. Ákveðið var í saroræmi við uppástungu norrænu menningar- málanefndarinnar að loitast við að koma því á, að börn norrænna foreldra sem ekki eru ríkisborg- arar í -bví kmdi, sem þau dvelja í, njóti sömu réttinda og ríkis- borgarar landsins að því snert- ir námsstyrki og annan stuðning við nám, í samræmi við hinar norrænu samþvkktir um þjóð- félagsleg réttindi. í fundarlok bauð menntamála- ráðherra Svíþjóðar til næsta menntamálaráðherrafundar Norð urlanda í Stokkhólmi í janúar 1957. 2. september 1955. Ungum Sjálfstæðis- mönnum ágætlega tekið í Þýzkalandi DveliastnúíMoseldalnum 1 MTNGIR Sjálfstæðismenn hafa nú ferðazt í 12 daga um Þýzka- land. Hefur Mbl. borizt bréf frá fararstjóranum, Guðmundi Garðarssyni cand. ökon. Hefur ferðin verið hin bezta og allir þátt- takendur hinir ánægðustu. Hafa ungu Sjálfstæðismennirnir kynnzS stórum hluta Þýzkalands, mönnum þar og málefnum. ÁGÆTAR VIÐTÖKUR Fyrst hélt hópurinn til Ham borgar, en þaðan til borgarinnar Plön. Þar dvaldist hópurinn í góðu yfirlæti og hlýddi m. a. á fyrir- Læknum veittur styrkur til náms og ferðaiaga um Bandaríkin BANDARÍSKA stofnunin ICA (International Cooperation Ad- ministration) hefur, í sambandi við ameríska skurðlæknafélagið (American College of Surgeons), tekizt á hendur að gefa læknum frá ýmsum Evrópulöndum kost á styrk til námsdvalar eða kynnis- ferða í Bandaríkjunum. Kyunisferðir (allt að 3 mán.) um Bandaríkin eru ætlaðar lækn um er fara með stjórn heilbrigðis mála í einhverjum greinum, há- skólakennurum og yfirlæknum eða reyndum sérfræðingum, er starfa í sjúkrahúsum og annast þar kennsiu. Námsdvöl (allt að 9—12 mán.) er einkum ætluð læknum, er ann- ast eða aðstoða við háskóla- kennslu, taka þátt í kennslu í sjúkrahúsum eða starfa að stjórn heilbrigðismála að einhverju leyti. Fyrst um sinn a. m. k. verða þessir styrkir ekki veittir til venjulegs framhaldsnáms að loknu kandidatsprófi. Ameríska skurðlæknafélagið sér um alla fyrirgreiðslu þegar komið er til Bandaríkjanna. Styrkurinn nemur 12 $ á dag, þegar um skemmri dvöl en 30 daga er að ræða á hverjum stað, Verður mjóHtin Á BÆJARSTJ ÓRNAR FUNDI í gær kom fram tillaga fvá Alfreð Gíslasyni, bftr., (A) um að bæj arráð athugaði, hvort ekki væri rétt að bæta mjólkina með D vitamíni og ennfremur að auka ljósböð í Heilsuverndarstöðinni og skólunum. Dr. Sigurður Sigurðsson, bftr. (S) gat þess, að þegar væri búið að ákveða að taka upp ljósböð á vegum Heilsuvernd aarstaðvarinnar um þessi mánaðamót, og enn fremur væri til athugunar hjá stjóm- arnefnd Heilsuverndarstöðvar innar bréf, sem borist hefði frá próf. N. Dungal um að bæta mjólkina mcð vitamínum. S. S. taldi að þessi atriði féllu eðlilega undir starfssvið borg- arlæknis enda væri niðurstaða málsins á fundinum sú, að til- lögunni skyldi frestað þar til fengið væri álit borgarlæknis, enda hefðu þessi mál þegar verið í atliugun hjá öðrum aðilum. NIAGAR: Alþjjóðamóti skáta (jamboree) lauk á sun.radaginn. Ellefu búsund skátar frá 68 þjóð- um tóku þátt í mótinu. en ella 8 $ og er hann greiddur mánaðarlega (fyrirfram). Frá mánaðarupphæðinni dragast þó 3,09 $ vegna sjúkra- og slysa- tryggingar. Nokkur styrkur er veittur til bókakaupa — allt að 75—125 $ eftir lengd dvalartíma. Þá er og greiddur allur ferða- kostnaður innan Bandaríkjanna, en hins vegar ekki kostnaður af ferðinni til Bandaríkjanna og heim aftur. Styrkveitendur (ICA) hafa um boðsmann í París og fara allar umsóknir, sem til greina geta komið, um hendur hans. En sér- stök nefnd lækna í hverju landi hefur milligöngu milli umsækj- enda og umboðsmanns. í íslenzku nefndinni eiga sæti: Dr. Sigurður Sigurðsson yfir- læknir, Níels Dungal prófessor og Júlíus Sigurjónsson prófessor. Nánari upplýsingar og umsókn- areyðublöð fást hjá nefndar- mönnum. Umsóknir frá íslenzk- um læknum sendist nefndinni fyrir 20. sept. n.k. Gert er ráð fyr ir að styrkveitingar þessar komi til framkvæmda um næstu ára- mót og haldi áfram um óákveð- inn tíma. lestur, sem einn af þingmönnunj Hamborgar flutti um VestuiM Þýzkaland, atvinnulíf og menn- ingu þess. Síðan var haldið til Kiel, en þar var móttaka í ráðn húsi borgarinnar. Tók þar m. a. á móti íslendingunum dr. Hanfl Kuhn, sem er forseti norrænu- deidar Kielarháskóla. Þá voru þaí skoðaðar hinar kunnu HowaldtS* skipasmíðastöðvar. 1 HJÁ VON BISMARCK Síðan var förinni haldið áfranS til Liibeck og dvalist þar nokkuð en þaðan til Travemiinde. Það er frægur skemmti- og baðstaðabæt á Norðursjávarströndinni. Síðaö var haldið áfram til Lauenborgaí og Ratzeborgar, en þar hélt borg* arstjórinn Islendingunum veizlu. Þá var komið á óðal járnkanzþ arans Bismarcks, og grafhýsi hana og landareign skoðuð. Sonarsonur Bismarcks, Otto von Bismarck og kona hans, sem er sænsk að ætt* höfðu boð fyrir íslenzka hópinn. i HJÁ MOSEL n Síðan var haldið til Dortmund, stáliðjuver Vestfallenhiitte skoðuð og loks komið til Bonn. Þar tók dr. Krone, formaður þingflokka kristilegra demokrata á mótl hópnum, bauð hann velkominn og sýndi þinghöllina. Síðan var hald- ið til Koblenz og Linz fyrir þrení-> ur dögum og átti að dveljast f Moseldalnum í 4 daga. BIÐJA AÐ HEILSA Þaðan verður haldið til háskóla- bæjarins Göttingen og komið heinS 8. september. Þátttakendur fararinnar róm£ allir einstakar viðtökur í Þýzka- landi, og láta.hið bezta af hag sínum. r átáiff samband milli Isiands oi annarra NorSurlanda Frá fulltrúaíundi Norrænu félagðnna í Reykjavík DAGANA 26.—28. ágúst héldu Norrænu félögin hinn árlega full- trúafund sinn að þessu sinni í Reykjavík undir forsæti formanns íslenzka félagsins, Gunnars Thor- oddsens, borgarstjóra. Fundinn sóttu fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Islandi, Noregi og Sví- þjóð. Fulltrúafundurinn lét í Ijós þá von, að nefnd sú, sem skipuð var að frumkvæði Norðurlandaráðsins til að fjalla um samgöngur milli íslands og annarra Norðurlanda, muni geta bent á leiðir og ráð til að auðvelda samskipti Islend- inga og annarra norrænna þjóða, hvað ferðalög snertir. Fulltrúafundurinn harmaði þær deilur, sem risið hafa á sviði nor- xænna flugsamgangna, og lýsti þeiri'i von sinni, að vandamálin verði leyst í anda norrænnar sam- vinnu. Fulltrúafundurinn vænti þess, að sú sérstaða, sem ísland hefur ennþá með því að viðhalda í fram- kvæmd vegabréfsskyldu ríkisborg- ara annarra Norðurlanda, verði úr sögunni sem fyrst. Fulltrúafundurinn hvatti Nor- rænu félögin til að stuðla enn frekar að J»ví að styrkja hin- I menningarlegu tengsl Islands og annarra Norðurlanda með því að auka hina gagnkvæmu fræðslu- starfsemi með kvikmyndum og fyrirlestrum, auknum kennara- og nemendaskiptum og farandsýning- um á bókum og listaverkum. Ákveðið var að halda NorrænaBi Dag í þriðja sinn í nóvember 1956 og kanna möguleikana á sameig- inlegri ferð íbúa frá vinabæjuffll annarra Norðurlanda til Islandfl sumarið 1957. Fulltrúafundurinn ákvað a3 skipa nefnd til að vinna að skýrslu sem Norðurlandaráðið hefur ósk. að eftir, um það, hvernig eflaj mætti norræna menningai’sjóði| sem fyrir eru, eða mynda nýja. Forseti Islands bauð þátttalc- endum fulltrúafundarins ti| Bessastaða. . □- -□ 1 Merkið, sem klæðir landið. T1 □- -u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.